Alþýðublaðið - 05.08.1977, Side 7
Föstudagur 5. ágúst 1977
7
landssamband fatlaðra, hefur
gefið út, kemur fram að nær
1/10 hverrar þjóðar kemst ekki
óhindrað leiðar sinnar. Engum
blöðum er um það að fletta að
þessi tala á ekki siður við á Is-
landi. Það er kunnara en frá
þurfi að segja að hreyfilamaðir
eiga mjög erfitt með að komast
erinda sinna hér. Byggingar,
hvort sem um er að ræða heimili
eða opinberar stofnanir, eru
ekki hannaðar með það i huga
að um þær þurfi að komast fólk,
sem ekki hefur tvo fætur heila.
Fólk i hjólastólum á erfitt með
að komast um, þvi alls staðar
eru tröppur, stigar, þröskuldar
og annað til hindrunar. Dyr eru
viða of mjóar, lyftur of litlar,
svo ekki sé minnst á almennngs-
salerni, sem yfirleitt eru svo litil
að ekki er nokkur vegur að
koma hjólastól þangað inn.
Samfélag það sem við lifum og
hrærumst i gerir ekki ráð fyrir
nema alheilum.
—AB
Auðvitað skemmtilegast
að tefla við stórmeistara
segir hinn 16 ára Norðurlanda-
meistari unglinga í
Jón L. Árnason skák-
maður er sem kunnugt er,
nýkominn heim frá Finn-
landi, þar sem hann tók
þátt í Norðurlandamótinu
i skák. Jón keppti þar
bæði í unglingaflokki og
karlaflokki og sigraði í
þeim fyrri með alls 7 1/2
vinning, og krækti sér þar
með í titilinn Norður-
landameistari unglinga
1977.
Eftir nokkurt tiltal fékkst Jón
til að ræða stuttlega við blaða-
mann og byrjuðum við á þvi að
spyrja hann hvenær áhugi hans
á skák hefði fyrst vaknað.
— bað var 1972, á heims-
meistaraeinviginu, þegar þeir
kepptu hér Fischer og Spassky.
Ég hafði kunnað mannganginn
áður, en ekkert teflt að ráði,
sagði Jón. Þá hélt ég með Fisch-
er en eftir mótið fékk ég bókina
„100 beztu skákir Spassky” og
hélt meðhonum eftir það. En þá
var þaö bara orðið of seint.
Þú hlýtur að hafa æft þig mik-
ið síðan, þar sem þú ert orðinn
Norðurlandameistari eftir
fimm ár?
— Já, ég sé það núna, ég hlýt
að hafa æft mig mjög mikið.
Hvenær og hvernig æfirðu
Þ‘g?
— Ég æfi mig eiginlega ekk-
ert, ég veit ekkert hvernig ég fer
að þessu. Annars er það mis-
jafnt eftir dögum, bara eftir þvi
hvernig liggur á manni. Ég les
þó nokkuö af bókum, og svo tefl-
um við mikið bræðurnir, ætli við
séum ekki álfka góðir, sagði
hann þegar við spurðum hvor
væri betri.
Það var ekki I fyrsta sinn sem
þú ferð út?
— Nei, eg fór i júli út til
Bandarikjanna og keppti þar I
móti sem kallast „World open”.
Maður er alltaf á flakki. Jón
sagðist hafa keppt þar viö stór-
menni viða aö úr heiminum, og
þegar við spurðum hann hvort
ekki væri einhver skákin
minnisstæðúst.sagði hann svo
ekki vera en hætti viö: — Það er
auövitað alltaf skemmtilegast
að keppa við stórmeistara.
skák
Hvað tekur svo við næst?
— Ég fer i september út til
Frakklands og keppi þar á
heimsmeistaramóti sveina
yngri en 17 ára.
Siðastliöinn vetur stundaði
Jón nám i Menntaskólanum i
Hamrahlið og sagði hann að þar
væri mjög mikill skákáhugi, og
skólinn væri Norðurlandameist-
ari framhaldsskóla i skák. Auk
þess hefur Jón siðastliðin þrjú
ár verið i Tónlistarskólanum i
Reykjavik og lært á pianó. Þeg-
ar viö spurðum hann hvernig
honum gengi að samræma allt
þetta, skóiann pianónámiö og
skákina, yppti hann bara öxlum
og sagði það ganga ágætlega, en
bætti við aö hann hefði auðvitað
engan tima i það, ef blaðamenn
væru sifellt að trufia sig. Svo
okkur fannst bezt að kveðja i
þetta sinn.
Að lokum spurðum við Jón
hvort hann hugsaöi eitthvað út i
atvinnuskákmennsku.
— Uss, ég hugsa ekki um svo-
leiöis, sagöi hinn ungi Norður-
landameistari.
—AB
Jón L. Arnason nýbakaður Norðurlandameistari unglinga i skák (AB mynd KIE)
Hluti þeirra verðlaunagripa, sem Jóni hefur hlotnazt.