Alþýðublaðið - 05.08.1977, Page 9

Alþýðublaðið - 05.08.1977, Page 9
bU$M Föstudagur 5. ágúst 1977 9 SEK EÐA SAKLAUS? eftir: D.Y.Cameron veginn átti hún auðveldara með að tala viö sir Malcolm en segja frk.Maxwell álit sitt. — Mér skilst, að það hafi dálitið orðið.. höh.. upp á teningunum. Það er kominn ungur maður, sem segist vera unnusti Katy Lights. Corinne tók eftir, að hann sagði „segist”. — Já! Hún er hringlaus og stúlkurnar i hennar deild hafa aldrei heyrt hana minnast á nokkurn vin, hvað þá unnusta. — Nú, jæja, sagði hann. — Já, sumir vilja halda einkalifi sinu aðskildu frá starfinu. Corinne hafði lika hugleitt það, en hún vissisamt, að það var und- arlegt, að enginn vissi neitt um Jack Millar og það sagði hún lika við sir Malcolm. — Ég viðurkenni, að mér finnst það undarlegt, Corinne, en ungi maðurinn getur nú haft á rettu að standa, svaraðihann. —Égá við, að hann kemur of hreint fram til að annað geti staðist. Það er mjög heimskur maður eða glæpamað- ur, sem kemur og heldur þvi fram, að hann sé unnusti stúlku, ef ekkert slikt er fyrir hendi. — Hann er ekki komin enn! — En þér sögðuð, að hann væri á leiðinni. Hvað sögðuð þér hon- um i slmanum? — Að Katy væri ekki heima. — Hvað meira? — Ég man það ekki, en ég sagði honum, að Katy hefði orðið fyrir slysi. — Hvernig brást hann við þvi? — Hann virtist hryggur og hon- um varð mikið um. — Það er eðlilegt. — Ég sagði honum, að hún væri meðvitundarlaus. — Auðvitað! Mér er sagt, að nóttin hafi verið góð, eða eins góð oghægt er I hennar sporum. Hann hallaði sér aftur á bak I stólnum. — Mér skilst, að þér eigið fri i næstu viku, Corinne? — Já! - Ætlið þér i ferðalag? Corinnehikaöi. Hún var búin að segja frk. Maxwell, hvers vegna hún hafði óskað eftir frii, og hún var viss um, að sir Malcolm vissi það vel, en hún svaraði spurningu hans vingjarnlega og sagöi hon- um frá heimsókn frænku sinnar. — Svo að þér verðið hér kyrr? Þér farið vist með frænku yðar i ferðir um nágrennið og sýnið henni alla fallegu staðina hér i kring, en þér verðið samt i Pendetruin? —• Já, svaraði Corinne, en hugs- aði: Hvað kemur næst? — Þannig, að þér getið fylgzt með Katy Light fyrir okkur á meðan? — Já, það get ég! — Við ætlum að hringja til St. Lukes til að fá læknaskýrsluna, en þér viljið sjálfsagt heimsækja sjúklinginn, og... Hann baðaði út höndunum. — Hafið samband viö okkur, ef þér getið... — Þannig, að þér getið fylgzt með Katy Light fyrir okkur á meðan? — Já, það get ég! — Við ætlum að hringja til St. Lukes til að fá læknaskýrsluna, en þér viljið sjálfsagt heimsækja sjúklinginn, og... Hann baðaði út höndunum. — Hafið samband við okkur, ef þér getið... hringið i frk. Maxwell... látið okkur vita, ef við getum eitthvað gert fyrir frk. Light. — Já. — Ég er hér umbil sannfæröur um, að við þurfum ekki að óttast neinn leika, sagði hann. — Það hefur verið athugað gaumgæfi- lega, en það væri gott, ef þér gæt- uð aðgætt samband Jack Millar og Katy Light, og komist að þvi, hvort það er eins og hann heldur fram. Nú reis hann á fætur. — Ég vona, að vikan með frænku yðar verði skemmtileg. Corinne var hálfringluð, þegar hún fórút,og henni fannst, að það hefði verið leikið á sig. Fyrst hafði sir Malcolm gefiö i skyn, að hann álitið liklegt, að Katy væri flækt i eitthvað vafasamt, en nU hafnaði hann þvi nær algjörlega og lét hana lita eftir sjúkling- um... 5. kafli. Sama kvöld kom Harold til Númer Tiu. — Er einhver heima? spurði hann eins og hann var vanur. — Hérna! hrópaði Corinne úr eldhúsinu. Hún hafði verið að baka fyrir næsta dag og nú voru kökurnar komnar inn f ofninn, svo að hún gat farið út f garð til Harolds. — Afsakaðu, að ég komst ekki út í gær til að fylgja þér heim. — Það gerði ekkert til! ÞU varst að vinna. — Já, ég var að þvi, og ég vildi siður láta pabba vera einan um allt saman.... hann hefði haldið áfram, þó að ég færi. Hann tók um olnboga hennar og þrýsti. — Þetta eru fallegar rósir, bætti hann við og benti á rósarunna með ljósrauðum rósum á og þau gengu um garöinn til að skoða fallegu haustblómin. Svo sagði hann henni, hvað hann ætlaði að rækta í nýja gróðurhúsinu sinu. — Appelsinur og sitrónur, svo að ég verð að kynda vel. Hann stóð við i klukkustund og hagaði sér, að þvi er bezt varð séð, alveg eins og venjulega, en Corinne fann að það var veggur á milli þeirra, og húnvelti þvi fyrir sér, hvort hún ætti að spyrja hann að þvi, hvað væri að, en hún vissi, hvernig hann gat farið undan i flæmingi, ef hann vildi ekki svara einhverju, svo að hún lét það vera. Hún kyssti hann ástúðlega þeg ar hann sagðist vera á förum, og veifaði til hans, en ánægð var hún ekki. Svo kom faðir hennar Ut og néri saman höndunum. — Brrr, það er farið að kólna i veðri. Er Harold farinn? — Já, hann gat ekki verið leng- ur. — Hvað um bréfið, sem þú vildiraðégskrifaðiTed Drayton? A ekki að senda umsóknina? Staðan verður ekki laus um alla eilifð. Corinne hló kuldaiega. — Har- old vill hana ekki. — NU! Faðir hennar náði i stól undir eldhúsborðinu og settist á hann. —Hvers vegna hefur hann skipt um skoðun? — Ég veit það ekki! Ég held, að hann hafi aldrei viljað hana. Faðirhennarleithvasstá hana. — En ég hélt, að þið.... svo það var þin hugmynd, ekki hans? — Það var það vist aö nokkru leyti, en hann vssi, að ég var á höttunum eftir stööu handa hon- um, og hann sagði aldrei hreintUt að ég skyldi hætta þvi, og þessi staða virtist sú eina rétta fyrir hann. Faðir hennar setti stút á var- imar. — Það mætti ætla það, en rædduö þið málið vel? Hann beið ekki svars. — Ef þið gerið það færðu aö vita, hvers vegna hann vill ekki sækja um stöðuna, og sú ástæða er sjálfsagt nægileg. — Hvers vegna segirhann mér hana þá ekki? Faðir hennar setti aftur hugs- andi stút á munninn. — Stundum finnst öörum ástæður, sem okkur finnst eðlilegar, óeölilegar. Það kemur lika fyrir, að fólk gerir eitthvað af tilfinningalegum or- sökum, en ekki rökréttum. Siminn hringdi einmitt, þegar hún ætlaði aö svara, og nú tók hún hann. — Halló? — Þetta er Tim Masters! Mig langaði til að spyrja.... — Já? sagði hún uppörvandi, en mundi svo, að hún hafði ekkert gert i blómakaupunum, en hann hélt áfram að tala áður en hú gat beðið afsökunar. — Getið þér komið með mér i St. Lukes i matmálstimanum á morgun? Ég veit, að ég fer fram á mikið, en sjúkrahúsið er Truin- Moors megin við Pendetruin og við gætum fengið okkur brauðbita saman. — Hvers vegna ekki? Ég gæti verið lengur, ef þannig færi. Hvað voruð þér að hugsa um? — Ja, mér finnst svo ópersónu- legt að hringja, og þar sem ég er flæktur i málið, ætti ég að sýna meiri áhuga á liðan Katys Lights. Það er alltaf sama svarið, ef hringt er á sjúkrahúsið: „....henni liður vel eftir vonum” Svo bætti hann við til skýringar: — Ég ætlaöi að biða til kvölds, en það er æfing á skólahljómleikun- um. — Og á laugardaginn kemur Margaret frænka i heimsókn.... — Megið þér ekki vera að þvi að fara i St. Lukes? — Jú, jú, ég verð i leyfi i viku, svoaðéghefnægan tima tilþess. — Gott! Þá hittumst viö á morgun! Þau ákváöu a hittast kl. hálf eitt, og þau fengu að lita inn til Katy, þegar þau komu á sjúkra- húsið. Hún var i einsmannsher- bergi og afar veikluleg og kyrrlát, en augun voru opin. Hún leit á Tim, og þekkti hann auðvitað ekki, og siðan á Corinne, en það var ekki unnt að sjá, hvort hún þekkti hana eða ekki. — Hún þekkir mig litið, sagði Corinne við hjúkrunarkonuna. — Það getur liöið langur timi þangað til, að hún fær minnið aft- ur, en hins vegar.... Hjúkrunar- konan brosti uppörvandi. Svo sagði Corinne henni frá Jack Millar. — Þetta voru góðarfréttir. Þær munu gleðja hana, þegar hún er hressari. En sem sagt getur liðið þónokkur timi þangað til, aö hún fær minnið aftur. Corinne og Tim snæddu morgunverð á svölunum á Creek Café og sögðu eins og allir aðrir: — Er veðrið ekki gott fyrir þenn- an árstima? — Hafið er hljómkviða Corn- walls, sagði Tim. — Tónlistin dunar um strendurnar. Svo leit hann af sjónurn og byrjaði að tala um Katy. — Þetta voru nú góðar fréttir, en ætli ég geti eitthvað gert fyrir veslings stúlkuna? — Rannsóknarstöðin sér um allt, sagði Corinne sannfærandi. — Engin peningavandræði? spurði hann. — Ekki nema hún hafi ein- hverjum skyldum að gegna, sem við vitum ekkert um. Hún hugsaði um stund um einmanalegt lif Katys, —En maður veit aldrei.... kannski það sé einhver annar auk Jacks Millars? — Fleiri unnustar? Hvenær áttu von á honum? — Hann ætlaði að koma eins fljótt og hann gæti, en þar sem hann er sifellt á feröalögum, kemur hann varla fyrr en um helgina. Hún hló við. — Ég ávarp- aði ókunnugan mann á hæðinni i gær, þvi að ég hélt, að hann væri Jack Millar. Nú sagði hún honum, hvað hefði komið fyrir. — Veiztu hvað.... Tim leit af- sakandi á hana. — Ég veit ekki, hvers vegna, en mér hefur aldrei komið til hugar, að þú værir trú- lofuð! — Ég er meðhring! sagöi hún og lyfti hendinni. — Annars er ég ekki vanur að láta mér yfirsjást um svoleiðis. Hann útskýrði ekki, aö hann hefði talað mikiö um Corinne Fearnley þar, sem hann bjó, og aö Susan Pentree hafði aðvara hann: — Farðu nú ekki inn á annarra svæði. Hún er trúlofuö Harold Stedham. Nú sagði Tim hugsandi eins og hann vildi mynda sér skýrari mynd af Corinne. — Ertu ekki fædd og uppalin i Cornwall? Hann fór að tala um sérkenni þessa héraðs og venjur þar og skömmu Útvarp Föstudagur 5. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Frettirkl. 7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.00: Vil- borg Dagbjartsdóttir les þýð- ingu sina á „Náttpabba” eftir Mariu Gripe (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikarkl. 11.00: Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leik- ur „Ouverture” eftir Georges Auric og „Parade” eftir Erik Satie: Antal Dorati stj. Filhar- móniusveitin í Berlin leikur „Vorblót” ballettmúsik eftir Igor Stravinský: Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. viðvinnuma: • Tönleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sólveig og Halldór” eftir Cesar Mar. Valdimar Lárusson les sögulok (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Kamm- ersveitin i Prag leikur „Medea” forleik eftir Luigi Cherubini: Jiri Ptacnik stjórn- ar. Pierre Pierlot og Antiqua Musica Kammersveitin leika Konsertnr. 12 i C-dúr op. 7 fyrir óbó og strengi eftir Tommaso Albinoni: Jacques Roussel stjórnar. Annie Jodry og Fon- tainbleau-kammersveitin leika Fiðlukonsert nr. 4 i F-dúr op. 7 eftir Jean-Marie Leclair: Jean- Jacques Werner stjórnar. Enska Kammersveitin leikur Sinfóniu i B-dúr nr. 2 eftir Carl Philipp Emanuel Bach: Rey- mond Leppard stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 „Fjöll og firnindi" eftir Arna óla.Tómas Einarsson les um ferðalög Stefáns Filippus- sonar (9). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunnin. Margrét Sæmundsdóttir fóstra flytur er- indi: Börnin og umferðin. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. Wern- er Haas og óperuhljómsveitin i Monte Carlo leika Konsert- Fantasiu op. 56 fyrir pianó og hljómsveit eftir Piotr Tsjaikof- ski: Eliahu Inbal stjórnar. 20.30 Noregsspjall. Ingólfur Mar- geirsson ræöir við Kára Hall- dór leikara. 21.00 Kórar úr operum eftir Web- er, Verdi, Leoncavailo o.fl. Kór Ríkisóperunnar I Munchen o.fl. syngja. 21.30 Ótvarpssagan : „Ditta mannsbarn” eftir Martin And- ersen-Nexö. Þýöandinn Einar Bragi les (16). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðna- son les (24). 22.40 Afangar. Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórn- a. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Föstudagur 5. ágúst 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Norðurlandameistaramótið i skák Umsjá Ingvar Asmunds- son 20.45 Fljótasta skepna jarðar. Dýralifsmynd um blettatigur- inn i Afriku, fótfráasta dýr jaröar. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.10 Skattarnir enn einu sinni Bergur Guðnason lögfræðingur stýrir umræöum um skattamál i tilefni af útkomu skattskrár- innar 1977. Þátttakendur: Björn Þórhalls- son, formaður landssambands islenskra verslunarmanna, Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Skúli Pálsson hrl. 22.00 Draugabærinn(Yellow Sky) Bandariskur vestri frá árinu 1948. Aðalhlutverk Gregory Peck, Anne Baxter og Richard Widmark. Bófaflokkur rænir banka og kemst undan við illan leik til afskekkts bæjar, sem kominn er i eyði, og þar er ekki annað fólk en gamall maöur og barnabarn hans, ung kona. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.35 Dagskrárlok n IM TiHE BOK 1 --N *—o 1977 bv Chicaqo T'ibune N Y NewsSynd Inc

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.