Alþýðublaðið - 10.08.1977, Side 1
MIÐVIKUDAGUR 10. AGUST
1977 —
Áskriftar-
síminn er
14-900
Niður
stigann?
Nei, flugvélin er ekki stopp, og maðurinn i dyr-
um vélarinnar er ekki að búa sig undir að fara
niður stigann sem liggur niður á þilfar varðskips-
ins.
Hér eru flugmenn landhelgisgæzlunnar að
búa sig undir að fleygja pósti niður á þilfar varð-
skipsins úr um 500 feta hæð, og flugvélin er á 600
kilómetra hraða. Það er þvi eins gott fyrir varð-
skipsmenn að leita skjóls þegar pakkinn lendir,
þvi hraði hans mun vera svipaður og flugvélar-
innar þegar hann lendir. Ljósmynd Ingólfur
Kristmundsson
Tek ummæli Ingvars ekki naerri mér
— Enda ýmsu vanur segir Karl Ragnars
Það vakti talsverða
athygli manna að
heyra einn Kröflu-
nefndarmanna, Ingvar
Gíslason, lýsa því yfir i
útvarpsþætti Páls
Heiðars Jónssonar s.l.
sunnudag að eitt aðal
vandamálið við Kröflu
væri að starfsmenn
Orkustofnunar hefðu
ekki þá tæknilegu
kunnáttu, sem til þyrfti
að vinna gufu á háhita-
svæði og i stað þess að
afla þessarar þekking-
ar erlendis væru menn
að dunda sér við að
þreifa sig áfram.
„Ég get ekki lagt dóm á þessi
ummæli,” sagði Karl Ragnars
hjá Orkustofnun i samtali við
Alþyðublaðifí: „Þetta er sjálf-
sagt skoðun Ingvars og hvort
hún er rett eða röng er ég ekki
rétti maðurinn til að dæma
um.”
En kemur það ekki flatt upp á
ykkur að fá sendingu af þessu
tagi frá Kröflunefndarmanni?
„O, nei, ég tek þetta ekkert
nærrimérenda erégýmsu van-
ur. Það gefur náttúrlega auga
leið að i okkar starfsemi er ým-
islegtsem beturmá fara. Þann-
ig veit ég um fjölda marga aðila
erlendis sem kunna miklu
meira fyrir sér i þessum málum
en við gerum.
Hefði ekki verið æskilegra aö
reyna að afla þeirrar þekking-
ar?
„Jú, jú en er það ekki það sem
við erum alltaf að reyna?
— GEK
Utboð jarðstöðvar í
desember
Að öllu forfallalausu
er áætlað að útboð á
fyrirhugaðri jarðstöð
Pósts og sima verði
auglýst i byrjun
desember næstkom-
andi, en næstu þrjá
mánuði mun Jarð-
stöðvarnefndin, sem
skipuð var fyrr á þessu
ári, vinna að undirbún-
ingi útboðsins i sam-
vinnu við Svia sem
hyggjast reisa sams-
konar jarðstöð um
svipað leyti og við.
Þetta kom fram á fundi sem
póst og simamálastjóri og Jarð-
stöðvarnefndin efndu til með
fréttamönnum i gær. Þar kom
einnig fram að áætlaður bygg-
ingarkostnaður jarðstöðvar af
þeirrigerð, sem reistverður hér
er um 3,5 milljónir dollara og er
þá ekki talinn með kostnaður
við sjálfvirka simsstöð sem
reist verður samhliða jarðstöð-
inni, en hann er áætlaður um 300
— 400 milljónir króna.
Jarðstöðþeirrisem ætlunin er
aö reisa hér á landi er fyrst og
fremst ætlað að taka strax öll
fjarskipti við hin Nörðurlöndin,
en þau eru um helmingur sima-
viðskiptanna við Evrópu. Þá er
einnig sá möguleiki fyrir hendi
að taka við sjónvarpssending-
um um gervihnetti, en til að svo
megi verða þarf að kaupa sér-
stakt viðtökutæki og er sá kostn-
aður ekki reiknaður með i' fram-
angreindum tölum.
Byggingartimi jarðstöðvar-
innar er talinn verða tvö ár og
er stefnt að þvi að fyrsta fulla
starfsárið verði 1980 og að það
árverði stöðin rekin með 35rás-
um.
Siðar er ætlunin að f jölga rás-
Framhald á bls. 10
Kekkónen i heimsókn í dag:
Vel-
kominn!
Kekkonen Finniandsforseti
kenriur i dag i opinbera heim-
sókn til tslands og er gert ráð
fyrir að flugvél hans lendi á
Reykjavikurflugvelli klukkan
11,30 fyrir hádegi.
Opinber heimsókn forsetans
mun standa i tvo daga, lýkur um
tiuleytið á föstudagsmorgun. En
siðan mun forsetinn eyða hér
tveimur dögum við ferðalög og
laxveiðar, en hann er mikili
áhugamaður um laxveiöi, eins
og itrekaðar heimsóknir hans i
þeim tilgangi hingað til lands
hafa löngu sýnt.
Með Kekkonen er átta manna
fylgdarlið, og meðal þeirra er
utanrikisráöherra Finnlands,
Paavo Vaýrynen og einnig am-
bassador Finnlands á Islandi,
Lars Lendeman.
Sérlegur fylgdarmaður Urho
Kekkonens, meðan á dvöl hans
hér á landi stendur, verður Guð-
laugur Þorvaldsson háskóla-
rektor, en fylgdarmaður utan-
rikisráðherrans verður Ölafur
Egilsson deildarstjóri i utanrik-
isráðuneytinu.
Alþýðublaðið býður Urho
Kekkonen forseta Finnlands
velkominn til tslands og vonar
að hann njóti dvalar sinnar
hér. — hm