Alþýðublaðið - 10.08.1977, Qupperneq 5
j382í\ Miðvikudagur 10. ágúst 1977
5
SJÓNVARP Jóhanna S. Sigurþórsdóttir j
Krummagull í sjónvarpi:
Sannaði tilverurétt litlu leikhúsanna
1 fyrrakvöld var Alþýðuleik-
húsið frá Akureyri á dagskrá
sjónvarps, með leikritið
Krummagull, eftir Böðvar Guð-
mundsson, menntaskólakenn-
ara á Akureyri.
Verkið er af töluvert öðrum
toga spunnið, en flest önnur is-
( lenzk verk, sem hér hafa verið
tekin til sýninga þvi það miðar
ekki að þvi, að gefa áhorfendum
tækifæri til að hnýsast i fjöl-
skyldulíf tiltekinna persóna, eða
veltast um af hlátri yfir vita
meiningalausum bröndurum.
Meginþráðurinn i Krummagulli
er nefnilega drottnunarsýki
mannsins og fullvissa hans um
að enginn sé hinum æðri né full-
komnari. Inn i þetta blandast
svo ýmsir þættir mannlegra
hvata, svo sem gróðrafikn,
slægð og tilhneigingar til of
beldis.
Það sem einkum vakti at-
hygli, þegar i upphafi sýningar-
innar, var hversu heilsteypt
verkið var og atburðarrásin
hröð. Ahorfandinn er leiddur
beint inn i rás atburðanna, án
þess að þurfa að biða og velta
fyrir sér, hvað ætli nú eiginlega
að verða úr þessu. Tónlistin
féll einkar vel að þvi sem fram
fór á skerminum, var aldrei of
krefjandi, en heldur ekkert um
dauða punkta.
Sem fyrr sagði er Böðvar
Guðmundsson höfundur
Krummagulls, og er hann flest-
um tslendingum kunnur fyrir
ljóð sin, sem hann hefur flutt við
ýmis tækifæri. Krummagull
sýnir og sannar, að Böðvari er
fleira til lista lagt en ljóðagerð.
Textinn er á hreinu og kjarnyrtu
máli, og oft á tiðum bráð-
fyndinn, þrátt fyrir að boðskap-
ur verksins sjálfs sé háalvar-
legur. Til dæmis dreg ég mjög i
efa að venjulegur islenzkur
bóndi geti státað af f jölbreyttari
orðaforða, en þeim er fram
kom, þegar aðalpersónan var að
skamma beljuna. Eins voru
samtöl Snata og Búkollu mjög
góð svo manni gat oft blöskrað
trúgirni hundsins og einfeldni,
hvort tveggja sprottið af hús-
bóndahollustu.
Leikendur gerðu verkinu
mjög goð skil, og kom það vel út
isjónvarpi, þóttætlað sétilsýn-
inga i leikhúsum. Kristin Ölafs-
dóttir lék beljuna Búkollu lista-
vel, og að öðrum ólöstuðum held
ég, að hún hafi „átt senuna” i
þetta sinn. Arnar Jónsson lét
hundinn Snata, af alkunnri
snilld, en þó örlaði fyrir ofleik af
og til, þó ekki svo að til mikilla
lýta væri.
Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stýrði verkinu og fór jafnframt
með þrjú hlutverk. Tókst henni
bezti gervihrafnsins. Maðurinn
var svo leikinn af Þráni Karls-
syni, og túlkar hann vel þá
breytingu sem verður á mann-
legu hugarfari þegar hugsunin
fer að ná lengra en til þess að
hafa aðeins i sig og á, þ.e. til
gróðvænlegra möguleika.
Krummagull er annað
tveggja verka, sem Alþýðuleik-
húsið hefur sett upp. Hið fyrra
var Skollaleikur einnig eftir
Böðvar Guðmundsson. Hefur
Krummagull verið sýnt viða hér
innan lands, auk þess sem, farið
var með það til Norðurlandanna
og það sýnt þar við góðar undir-
tektir. Við það tækifæri var leik-
ritið einmitt tekið upp á mynd-
segulband I Dramatiska Institu-
tet í Stokkhólmi og var það
Þráinn Bertelsson, sem stjórn-
aði þeirri upptöku, sem svo var
sýnd i islenzka sjónvarpinu.
Þetta framlag Alþýðuleikhúss
ins á Akureyri hefur sýnt og
sannað ótvírætt að slik áhuga-
mannaleikhús eiga fullan rétt á
sér, og vel það. Vitaskuld má
alltaf deila um boðskap verka,
eins og Krummagulls, enda trúi
ég að margir hafa fengið bágt
fyrir hjartað undir ádrepunni i
fyrrakvöld. En það breytir þvi
ekki, að án litlu leikhúsanna
staðnar allt leikhúslif meira eða
minna.
Það er ekki nóg, að geta
skroppið„ i stóru leikhúsin 1-
2svar á ári, og horft þar á þung
og viðamikil verk eldri meistar-
anna. Við þurfum einnig að
eignast áhugamannaleikhús þar
seni ungir leikarar og óþekktir
höfundar geta komið sinu á
framfæri.
Hins vegar hefur reynzt nær
ógjörningur að starfrækja slik
leikhús fram til þessa tfma,
vegna þess, að opinberir aðilar
hafa litið á þau, sem hvern
annan óþarfa og synjað um
styrkveitingar. Er i þvi sam-
bandi er skemmst að minnast
Leiksmiðjunnar sálugu, sem
stofnuð var á Akureyri fyrir fá-
einum árum, en leið undir lok
eftir skamman tima af ofan-
greindum orsökum. En við skul-
um vona, að hið opinbera sjái
sóma sinn i þvi, að láta ekki
Alþýðuleikhúsið og önnur áhuga
mannafélög fara sömu leið, þvi
án þeirra getur gróskumikið og
fjörugt leikhúslif ekki þrifizt á
Islandi.
KVIKMYNDIR
Einu sinni
var......
Stjörnubfó: Hrói og Marion
(Robin and Marina) brezk, gerð
1976, litir, breiðtjald, leikstjóri:
Richard Lester.
Einu sinni var maður að nafni
Hrói Höttur. Hann kom úr
krossferð og tók upp sitt fyrra
líferni. Þegar hann kom úr
krossferðinni var hann farinn að
reskjast og orðinn gigtveikur.
Eitthvað á þessa leið mætti
hlaupa á hundavaði yfir sögu-
þráðinn i myndinni um Hróa og
Marion sem nú er sýnd i
Stjörnubió. Þetta er þó hvergi
tæmandi og ansi yfirborðskennd
skilgreining. Myndin leitast við
að túlka söguna um Hróa Hött á
mjög svo raunsæjan hátt. Það
verður ekki annað sagt en að
Lester hafi tekizt það bærilega
og ég h'ef ekki i langan tíma
skemmt mér eins vel á bió eins
og ég gerði undir sýningu á
myndinni. Myndin er i alla staði
vel gerð og það sem gerir hana
góða er að hún er sennileg. Hver
man ekki eftir Hróa Hetti og
köppum hans ^Jpænklæddum
Þorsteinn Úlfar Björnsson
ungum og glæsilegum. Svo
glæsilegum reyndar að þeir
voru yfir það hafnir að pissa
hvað þá heldur meir. Ofur-
mennin sem allt gátu og aldrei
mistókst og i ofan á lag blésu
aldrei úr nös eftir erfiðustu
þrekraunir. Það er geysilegur
munur á strákunum þeim og
körlunum sem bjástra á hvita
tjaldinu núna.
Myndin er vel leikin og er
Sean Connery hreint frábær
sem Hrói og Audrey Hepburn
ágæt sem Marion. Sá albezti
fannst mér þó Nicol Williamson
sem Litli Jón. Ég mæli hiklaust
með myndinni fyrir alla þvi hún
er skemmtileg og lætur mann
taka þátt I atburðarásinni, auk
þess sem hún er vel gerð.