Alþýðublaðið - 10.08.1977, Side 3
Miðvikudagur 10. ágúst 1977
VINNUSTðBVUNUM FJÖIGMD - EN
VINNUSTðÐVUNARDÖGUM FÆKKMN
Fyrstu 6 mánuði þessa
árs urðu samtals 259
vinnustöðvanir hér á
landi. Til samanburðar
má geta þess að allt árið í
fyrra urðu vinnustöðvan-
ir samtals 123 árið 1975
122, og árið 1974 94.
Hins vegar hefur
vinnustöðvunardögum
L__
fækkað mjög verulega og
þá ekki sízt ef tekið er til-
lit til fjölgunar vinnu-
stöðvana. í fyrra voru
vinnustöðvunardagar
samtals rúmlega 31.000,
en fyrstu 6 mánuði þessa
árs rúmlega 52.000. Þess-
ar tölur eru til marks um
breyttar aðferðir laun-
þegasamtakanna í vinnu-
deilum. Vinna er stöðvuð
i tiltölulega skamman
tíma í einu, en mjög oft.
1. maí sl. rann á enda
gildistími samninga
flestra félaga landverka-
fólks innan ASÍ. Upp úr
miðjum maí hófust síðan
skyndivinnustöðvanir á
nokkrum vinnustöðum
hluta úr degi. Þann 3. júní
skall svo fyrsta lands-
hlutaverkf allið á, en
landshlutaverkföllin urðu
alIs 9 talsins, með nær al-
gerri þátttöku félags-
manna ASÍ.
13. júni hófust siðan
starfsgreinaverkföll.
Auk þess skall á verkfall
við Sigöldu, og rafvirkjar
hjá Reykjavíkurborg
fóru í verkfall.
Þessar upplýsingar
komu fram í fréttabréfi
Kjararannsóknarnefnd-
ar.
ES
Námskeið í samfélags-
fræði og skólastjórn
— haldið í Kennaraskóla Íslands
Þessa dagana sitja ýmsir
kennarar og aðrir skólamenn á
skólabekk i Reykjavik og nema-
kennslufræði og sitthvaö varð-
andi stjórnun skóla. Aðalfyrir-
lesarar og leiðbeinendur á nám-
skeiðinu, sem raunar er i tveim-
ur hlutum, eru bandarisk hjón,
Pat og Richard Endsley frá
Berkeley i Kaliforniu. Fyrri
hluta námskeiðsins er þegar
lokið og sóttu hann aöallega
kennarar og þeir sem unnið
hafa að tilraunakennslu, alls um
30 manns. Var þar aðallega
fjallaö um kennslufræði, og þá
sérstaklega nýjar hugmyndir
um samfélagsfræði, sem mótast
hafa að undanförnu i Bandarikj-
unum. Fjallað var um þróun
kennslu i samfélagsfræðum i
Bandarikjunum, stöðu hennar,
markmiö og leiðir, einnig um
þátt kennara/leiðbeinanda i
náminu og margt fleira.
A mánudaginn hófst svo siðari
hluti námsskeiðsins, og fjallar
hann aðallega um vandamál
varðandi stjórnun skóla i við-
asta samhengi, þátt yfirvalda,
nemenda, foreldra og kenn-
ara/skólastjóra I henni. Þennan
hluta námskeiðsins sækja kenn-
arar og fólk sem starfað hefur
við skólarannsóknir. Þegar
blaöamenn AB komu i húsnæði
Kennaraháskólans i gær, voru
þátttakendur á námskeiðinu
önnum kafnir við úrlausn verk-
efna og unnu þeir i starfshópum
þá stundina.
ARH
Frá vinstri: Guftmundur Ingileifsson, námsstjóri f samféiagsfræft-
um: Pat I. Endsley, kennslufræftingur frá Brekeley og Richard E.
Endsley, kennslufræftingur frá Berkeley. (Myndir: ATA)
Hér eru málin vegin og metin i starfshópum. „They are solving a
reai problem” sagfti annar leiftbeinendanna vift blaftamann.
rnmmmmm.mmmmmm^^^^m^^—mmmm.m—mmmmmJ
Veðja á Kortsnoj
— segir Friðrik Ólafsson stórmeistari
— Ég veðja á Korts-
noj, sagði Friðrik
Ólafsson stórmeistari,
þegar Alþýðublaðið
hafði tal af honum i gær
og spurði hann álits á
áframhaldi áskorenda-
einvigjanna og liklegan
áskoranda heims-
meistarans Karpovs að
þeim loknum. — Miðað
við taflmennsku þeirra
tveggja sem eftir eru,
Spasskis og Portish, þá
verða þeir að tefla mun
ákveðnar ef annar hvor
þeirra á að geta unnið
Kortsnoj i siðasta ein-
viginu.
Friðrik sagðist ekki
álita að úrslit einvigis-
ins milli Polugajevskis
og Kortsnojs gæfu rétta
mynd af styrkleikamun
þeirra. 8 1/2 gegn 4 1/2
væri of mikill munur.
— Það er auðséð að Poluga-
jevski hefur ekki teflt af fullum
kröftum, og einvigiö hefur feng-
iö meira á hann en Kortsnoj.
Þessi fjandskapur á tvennum
vigstöðvum virðist hafa verið
meira en hann þoldi. Og þaö er
raunar eftirtektarvert, aö þegar
fararstjóri hansbrá sérá FIDE-
fundinn i Lusenne, þá vann
Polugajevski. Og það var I eina
skiptið sem hann vann skák i
einvi'ginu. Ég held að honum
hafi fundizt vera einum of mikið
á heröum sér.
Raunar tel ég aö einvigi
þeirra hafi verið búið eftir 5 eða
6skákir. Þær sem á eftir komu
voru i rauninni ekkert annað en
tæknilegt „knock out”.
— Hvorn telur þú liklegri til
sigurs i einvigi þeirra Spasskýs
og Portish?
— Ég held að Portish standi
óneytanlega betur aö vigi þar,
miðað við árangur undanfar-
inna ára. Spasský hefur ekkert
sýnt i 2 til 3 siðustu ár og raunar
hefur öll taflmennska hans I ein-
viginu við Portish veriö slik, að
hann virðist gera sér grein fyrir
aö styrkleiki hans er ekki sá
sami og hann var. Hann er var-
kárari, sýnir ekki eins mikiö
kapp og dirfsku og áður.
Hins vegar er þvi ekki að
neita, að þdtt Portish hafi verið
I eilifri framför siðustu árin, þá
hefur Spasský mun meiri
reynslu i að tefla einvigi, og sú
reynsla getur vissulega komið
honum tilgóöa.Það gilda nefni-
lega allt önnur lögmál um svona
einvigi heldur en venjuleg mót,
þaö er erfiðara og gerir meiri
kröfur til keppenda. Spasský er
búinn að vera i slikum einvigj-
um allt frá árinu 1965.
I rauninni er ákaflega erfitt
að gera sér grein fyrir þvi að
svo stöddu, hvor þessara manna
sigrar, en eins og ég segi, þá
teldi ég Portish liklegri, miöað
viö árangur undanfarinna
ára.
— En hvor heldurðu að væri
nú heppilegri keppinautur fyrir
Kortsnoj, Spasský eða Portish?
— Ég hugsa að Spasský yröi
honum óþægilegri andstæðing-
ur. Bæði er að þeir eru gamlir
vinir, og þvi erfiðara fyrir
Kortsnoj aö nota þá hörku sem
hann hefur notað til þessa við
andstæðinga sina. Auk þess
þekkir Spasský betur inn á
Kortsnoj, hefur teflt oftar við
hann og vann hann raunar mjög
sannfærandi i sfðasta einvigi,
sem þeirháðu, i Rússlandi 1968,
5 1/2 gegn 2 1/2. Auk þess er
Spasský einum fimm árum
yngri en Kortsnoj.
A móti kemur svo hitt, að
Spasský viröist ekki vera mikill
bógur um þessar mundir og hef-
ur sýnt þaö meö varkárri tafl-
mennsku sinni.
— hm