Alþýðublaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 3
hSb^a Laugardagur 6. ágúst 1977
FRÉTTIR 3
Göturæsin
*
i
höfuðborginni:
Eilíft vandamál?
Göturæsi eru og verða
mikið vandamál. Þegar
leggja þarf nýtt lag af
malbiki á götur borgar-
innar, þá verður að sjálf-
sögðu að hækka ræsin,
ella myndi annað tveggja
gerast. Malbikað yrði
yf ir öll ræsin; ræsin hyrf u
og ræsavandamálið yrði
úr sögunni. Sá kosturinn
er ekki talinn heppilegur.
Hinn kosturinn er sá, að í
göturnar mynduðust
d j úpar holurjþarsem ræsin
eru, og yrðu holurnar
dýpri i hvert sinn sem
nýtt malbikslag bættist
við. Slíkar holur yrðu að
sjálfsögðu til mikils baga
fyrir bifreiðaeigendur og
með tímanum stórhættu-
legar gangandi vegfar-
endum.
Það er þvi ljóst, að hækka
verður ræsin. Að þessari sömu
niðurstöðu hafa gatnagerðar-
yfirvöld einnig komizt. Eitt
atriði hefur þó vafizt fyrir þeim
og það er hversu mikið á að
hækka ræsin.
Það er nefnilega bitur reynsla
bifreiðaeigenda, að aki þeir göt-
ur, sem á að fara að malbika,
vilja hjól ökutækjanna, gjarnan
rekast i hvassar brúnir upp-
hækkaðra ræsanna. Að sjálf-
sögðu eru engar merkingar við
ræsin um það, aö menn eigi aö
gæta varúðar i hvivetna.
Aki maður hins vegar um ný-
malbikaðar götur, hlunkast
hjólin marga sentimetra niöur,
þvi ræsin voru hækkuð of litiö.
Hann er vandrataður hinn gullni
meðalvegur.
bess má að lokum geta, að
fráleitt er að ætla að endurtek-
inn akstur á og ofan i ræsi fari
vel með ökutæki borgarbúa.
—ATA
Hér stendur blaðamaður Alþýðublabsins við ræsi á Kringlumýrarbrautinni. Hér hefur ræsið ekki verið
hækkað nógu mikið, þegar malbikab var slðast, þannig að umtalsverð hola cr nú i akbrautinni. (Mynd:
—ATA).
Sjónvarpsleikrit
Gísla i. Ástþórssonar:
nMjúkt gaman
með alvarlegum
undirtón”
Eftir helgina mun sjónvarpið
hefja upptökur á leikritinu
„Skripaleikur”, eftir Gisla J.
Astþórsson.
Sjónvarpsstarfsmenn leituðu
viða að hentugum stað úti á
landi sem gæti fallið vel að efni
leikritsins en það á að gerast
um 1940. Sigluf jörður varð fyrir
valinu og verður verkið þvi að
mestu kvikmyndað þar. Engin
leiktjöld veröa notuð.
Leikritið „Skripaleikur” er,
eins og aðstandendur upptök-
unnar sögðu i samtali 'við
Alþýðublaöið, mjúkt gaman
með alvarlegum undirtón. Það
fjallar um strák, sem kemur úr
smáplassi úti á landi til höfuð-
bæjar landsfjóröungsins til aö
slá sér lán fyrir vörubil. Aðal-
hlutverkin leika Sigurður Sigur-
jónsson, Gisli Halldórsson, Guð-
mundur Pálsson og Elisabet
Þórisdóttir. Auk þeirra koma
fram leikarar frá Siglufirði og
Sauðarkróki. Leikstjóri verður
Baldvin Halldórsson.
Upptökur hefjast þann 15.
þessa mánaðar og mun tiu
manna hópur frá sjónvarpinu,
auk leikara og leikstjóra halda
til Siglufjarðar strax eftir helgi.
—ATA
Fröken Júlía til Italíu og
víðar Hreyfisleikhúsinu
berast boð víða að úr heiminum
Innan skamms mun Hreyfi-
leikhúsið halda til italiu þar
sem það mun taka þátt i leik-
listarhátið sem haldin er I
Bergamo. Hátiðin er haidin með
styrk frá UNESCO og erstjóm-
andi hennar leikhússtjóri Odin-
leikhússins,Eugenio Barba.
Samhliða hátiðinni verður
haldið þing þar sem rætt verður
um stöðu frjálsra leikhópa,
vinnuaðferðir þeirra, verkskipt-
ingu, stjórnarfyrirkomulag og
fleira i þeim dúr Þá verður i
gangi „workshop” (leiksmiðja)
og námskeið og sýnir hver leik-
hópur þar eitthvert stykki sem
sýna á vinnuaðferðir hans.
Alls taka um 15 leikhópar viðs
vegar að úr heiminum þátt i
leiklistarhátiðinni i Bergamo.
Hreyfileikhúsiö mun þar sýna
„Fröken Júlia alveg óð”, sem
sýnt var i Reykjavik fyrr á
þessu ári.
Hreyfileikhúsinu hafa borizt
boö frá ýmsum leikhópum þará
meðal leikhóp frá Italiu og öðr-
um frá Indlandi, sem byggir á
gamalli indverskri danshefð. Er
islenzka leikhópnum boðið aö
vinna meö þessum hópum i eina
viku eftir þingiö i Bergamo og
ferðast meö þeim um ttaliu til
að sýna Fröken Júliu. Frá
Cardiff i Wales hefur Hreyfi-
leikhúsið fengið boð um að sýna
Júliu og hefur verið ákveðiö að
sýna hana 19. 20. og 21. ágúst
næstkomandi. Einnig hefur
leikhúsinu borizt boð frá Am-
sterdam i Hollandi, en ekki hef-
ur enn verið tekin ákvörðun um
hvort það boð verður þegið.
AB
Svipmynd úr Fröken Júlia Al-
veg Óð, sem Hrey fðeikhúsið
heldur með I sýningarför til
ttaliu og Wales innan skamms. t
Hreyfileikhúsinu i þessari ferð
vcrða Inga Bjarnason, Nigel
Watson, Sólveig Halldórsdóttir
og Viðar Eggertsson.
Fundur hjá
BSRB
í næstu viku
Svo sem kunnugt er stóð til
að viðræður BSRB við ríkis-
valdið hæfust að nýju um
miðjan ágústmánuð, en sið-
ustu vikur hafa aðilar unniö að
ýmiskonar gagnasöfnun.
Að sögn Haralds Steinþórs-
sonar hjá BSRB, er fyrirhug-
aður félagsfundur í BSRB i
næstu viku þar sem samn-
inganefnd bandalagsins mun
leggja fram og skýra þau gögn
sem unnið hefur verið að.
Sagðist Haraldur eiga von á
að upp úr þvi færu formlegir
samningafundir að hefjast, en
að sjálfsögðu væri það undir
sáttasemjara komið hvenær
jhann boðaði fyrsta fund.
Tilhögun þorskveiðibanns togara:
Nokkrir útgerðarmenn
eiga enn eftir að tilkynna
sjávarútvegsráðuneytmu
Næstkomandi mánudag 15.
ágúst rennur út sá frestur sem
útgerðarmönnum togara var
gefinn til aö tilkynnahvemigþeir
hafi hugsað s«r að hafa þvi 23
daga stoppi sem þeir verða aö
setja á þorskveiðar fram að 15.
nóvember.
1 viðtali við Þórð Asgeirsson
frá Sjávarútvegsráðuneytinu
kom fram að flestir togaranna
hafa þegar tilkynnt um tilhögun
stöðvunarinnar, en nokkrir eru
þó eftir og vonast ráðuneytið til
að heyra frá þeim fljótlega upp
úr helginni.__________________
Alls var togurunum gert aö
stöðva þorskveiðar i minnst 15
daga á timabilinu 26. júli-15.
nóv. Þau skilyröi voru sett i
fyrsta lagi að stöövað yrði ann-
aö hvort vikuna 26.7.-2.8 eða
2.8.-8.8. Siðan skal stöðva sam-
tals 23 daga fram til 1. nóvem-
ber og aldrei skemur en viku i
senn.
Þórður Asgeirsson sagði að
vel hefði veriö fylgzt með lönd-
unum þar sem af væri banninu
og ekki annað aö sjá en sjómenn
tækju þessu með alvöru og virtu
bannið. __________________ .
ItórS
messudagur
í Skálholti
Nú um helgina verður Stóri
messudagur haldinn i Skál-
holti. Að þessu sinni verður þó
um meira en einn dag að ræða
þvi byrjað veröur kl. 17 i dag
laugardag meö lesmessu fyrir
þá sem komnir verða á stað-
inn og sfðan hefst undirbún-
ingur fyrir starfið daginn
eftir.
Fyrsta messa sunnudagsins
hefst klukkan 10 siöan verða
haldnar messum samkomur
og tónleikar með litlum hvild-
um allt til kvölds.
Allir, jafnt leikir, sem lærð-
ir, eru velkomnir til þessarar
hátiðar og verða sumaTbúð-
irnará staðnum opnar gestum
^til nota um þessa heigi. Á
Leiðrétting
Ranghermt var í frétt
i Alþýðublaðinu á
fimmtudag að Finnur
Birgisson arkitekt hefði
átt þátt í tillögun varð-
andi nýtt skipulag
gamla miðbæjarins. Hið
rétta er að arkitektarnir
þrír sem að tillögunum
unnu voru þeir Gestur
Ólafsson, örn Sigurðs-
son og Hilmar Þór
Björnsson, en nafn
Hilmars féll niður i
fréttinni i blaðinu. Við
biðjum viðkomandi vel-
virðingar á þessum mis-
tökum blaðamanns.