Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 5
3S&" Fimmtudagur 18. ágúst 5 SKOÐUN Klukkan 01.00 þann 21. ágúst 1968 sendi útvarpiö i Prag, höfuðborg Tékkóslovakiu, út svohljóðandi boðskap: „Til allrar þjóðarinnar i hinu sósialiska lýðveldi Tékkósló- vakiu. 1 gær, þann 20. ágúst, um kl. 23.00 voru vopnaöar hersveitir frá Sovétrikiunum. Albvðulvð- veldinu Póllandi, Alþýðulýð veldinu Þýzkalandi, Alþýðulýð- veldinu Ungverjalandi og Alþ ýðulýðveldinu Búlgariu yTir landamæri hins sósialiska lýð- veldis Tékkóslóvakiu. Þetta geröist án vitundar for- seta lýðveldisins, leiðtoga þingsins, forsætisráðherrans eða fyrsta ritara miðstjórnar kom múnistaflokksins. Miðstjórnin og forsætis- nefndin litur á þennan atburð sem andstæðan ekki aðeins grundvallarreglum um tengsl sósialiskra rikja heldur og and- stætt alþjóöareglur. Þannig hljóðaði hin stutta opinbera tilkynning, sem flutti alþýðu Tekkóslóvakiu fyrstu fregnir um innrás 650 þús. manna herja i landið. Það sem siðan gerðist þarf tæplega að endurtaka hér lið fyrir liö, en eins og menn muna voru leið- togar Tékkóslóvakiu fluttir um borð i flugfar og þeir fluttir til Morskvu til aö undirrita ein- hverja sambúðarsamninga við bolabitaliöið sem ræður i Kreml. Skömmu siðar varð svo ljóstað höfuöpaurarnir i innrás- inni, Sovétstjórnin, ætluðu sér ekki að hætta á að láta sömu menn og fyrr fara með stjórnar- tauma i Tékkóslóvakiu, heldur voru þeir settir af og i staö þeirra kom tékknesk kvislinga- stjórn, studd a.m.k. 100 þús. manna sovézku herliði. Svo er ástandið enn i dag, 9 árum sið- ar. Tékknesk aðþýða býr stöö- ugt við undirokun og leppar So- vétstjórnarinnar hafa takmark- að mjög öll almenn mannrétt- indi. Eða eins og kunningi minn fráPragsagði við mig: „Þaöað afla sér lifibrauðs er kannski ekki svo bölvað, en það sem verst er, er þessi stöðugi nag- andi ótti. Þú gengur um götur og ferð inn á krár. Þú finnur á þér aö allur f jöldi fólksins er óður og uppvægur að berjast fyrirþvi að hreinsa landið okkar af þessum diöflum. Þessa sömu tilfinn- ingu hefur þú við vinnuna i verk smiðjunni. En þú leggur tæp- lega i aö ræða málið við fólkið sem þú raular með á kránni eöa vinnur við hliðina á við færi- bandið, þvi þú veizt ekki nema þú hafir einmitt lent á mannin- um sem lofað hefur verið að fá sér nýjan Skoda Lödu eða ibúð i betri hverfunum fyrir dálitlar upplýsingar....” Hvers vegna innrás? Menn hafa gjarnan velt vöng- um yfir orsökum innrásarinnar 1968 og margar tilgátur eru uppi. Sovétmenn sjálfir gefa þá skýringu að „sósialisku bróður- löndin” i austri hafi eðlilega „takmarkaða sjálfsstjórn” vegna skyldna sinna gagnvart öörum löndum i blokkinni. Þeg- ar Kremlurum fannst leiðtogar i Tékkóslóvakiu snasa full mikið i vestanvindinn, þá gátu þeir á grundvelli fyrrnefndra rök- semda ráðist með hervaldi yfir landamæri rikisins til að gripa inn i atburðarásina. Austur- Evrópurikin eru hráefnalindir fyrir Sovét og þar hefði fariö góöur biti, ef vesturheimskir auðhringar hefðu náð undirtök- unum i Tékkóslóvakiu (sem vissulega var hætta á). 1 veg fyrir þetta vildu Kremlarar koma. Þá er hernaðarlegt mikilvægi innrásarinnar fyrir Sovetrikin ótalið, en með hersetunni trygg- ir Sovétherinn örugga stöðu i Tékkóslóvakiu, en áöur var þar enginnherfrá Sovétríkjunum að staðaldri. Það er Sovétrikjunum afar mikilvægt að hafa drjúg hernaðaritök i landinu, bæði vegna þess að Kreml þykir ef til vill nauðsynlegt innan tiðar að gripa inn i atburðarásina I fleiri fltli Rúnar Halldórsson, blaðamaður, skrifar j löndum i „bróðurblokkinni”, t.d. Rúmeníu og Júgóslaviu. Sovétmenn hafa lengi reynt að reka trýnið inn i stjórnmálalifið i Rúmeniu og þeir lita þung- brýndir á þær fjárfúlgur sem auöhringir Vesturlanda flytja með sér frá Júgóslaviu. Þar fer gull sem þeir gjarnan vildu koma i eigin hirzlur. Frá þessu sjónarhorni er her- nám Tékkóslóvakiu aöeins eitt góður miðborðsleikur i hinu flókna valdatafli Kremlar og Pentagon. Að innrásin i Tékkó- slóvakiu ýtti ekki viö Pentagon að neinu marki sýnir aöeins, að Kanarnir viðurkenna atburöina sem mál Sovétrikjanna einna — þetta gerist jú á yfirlýstu „áhrifasvæði” þeirra! Hafi inn- rásin verið undrunarefni i Prag, þá var hún það alls ekki i Washinþton. Enn önnur ástæða fyrir inn- rásinni er pólitisk. Astandið i Sovetrikjunum er ef til vill ekki eins stöðugt og friðsamlegt og APN, Reuter og aðrar frétta- maskfnur segja okkur. Ráðandi yfirstétt, sem fitnar af aröráni alþýðunnar i Austur-Evrópu er ekki föst i söölinum. Hún veit að harðnandi mótspyrna fólksins við kúguninni eru upphafið að likhringingunni yfir henni sjálfri og þá er hér ekki aðeins rætt um „nokkra ruglaða rithöf- unda og menntamenn” (eins og Sovét vill kalla andstöðuna), heldur verkafólk og alþýöuna almennt. Það sem ógnaði nýju keisurunum i Kreml i Tékkó- slóvakiu var eftir allt ekki aðal- lega pólitisk stefna Dubcek- stjórnarinnar — hún var i höfuðatriðum þeim að skapi — heldur fyrst og fremst það að almenningur i Tékkóslóvakiu var að fá málið. Þetta var auð- vitað hættulegt og gat smitaö út frá sér. Þvi var innras gerð og þvi er Tékkóslóvakia nú undir hæl sósialfasisma — stjórnar- fari sem kennir sig við sósial- isma i oröi en sem er argasti fasismi i reynd. Þvi er það sem Tékkóslóvakia i dag er „menn- ingarkirkjugarður” eins og vestur-þýzki rithöfundurinn Heinrich Böll orðaði það. Alþjóöabaráttudagur gegn Sovétrikjunum. 21. ágúst hefur i vaxandi mæli orðið dagur samstöðu með baráttu Tékka og Slóvaka um heim allan, og dagur til að minna á heimsvaldaásælni Sovétrikjanna og yfirgang þeirra og Bandarikjanna út um allar jarðir. Þessi dagur er jafn- framt kjörinn til að minna á hina geigvænlegu hættu á nýrri heimsstyrjöld, sem leiðir af drottnunarstefnu þessara risa- velda og valdabrölti þeirra. A Islandi hefur litið sam- stöðustarf verið unnið með baráttunni i Tékkóslóvakiu, og raunar hefur fátt bitastætt verið sagt i fjölmiðlum um Tékkó- slóvakiu. Þvi var það sem all-stór hópur manna byrjaði i júli s.l. að safna liði og undirbúa mótmælaað- gerðir i einhverju formi i Reykjavik n.k sunnudag, 21. ágúst, til að lýsa samstöðu með baráttu i Tékkóslóvakiu og til að minna á að hákarlarnir i heims- veldahópnum, Sovétrikin og Bandarikin, eru á góðri leið með að leiða yfir alþýðu enn eina heimstyrjöldina. Þetta er stað- reynd sem margir gera sér grein fyrir en sem ekki er talað um nema i hálfum hljóðum eða alls ekki. Kjörorð 21. ágúst-nefndar voru þá ákveöin eftirfarandi. Herir Sovétrlkjanna burt úr Tékkóslóvakiu Samstaða með baráttu alþýð- unnar I Tekkóslóvaklu! Samstaða með alþýðu Tékkóslovakíu! Prag, 21. ágúst 1968 Barátta gegn allri heimsvalda- stefnu — gegn báður risaveld- unum, Sovétrikjunum og Bandarikjunum: A grundvelli þeirra var ein- staklingum boðið upp á sam- starf og hafa hundruð manna skrifaö undir stuðningsyfirlýs- ingu. Einnig var þegar á stofn- fundi nefndarinnar samþykkt að bjóða Samtökum herstöðva- andstæðinga að lýsa stuðningi við kröfurnar og samstarf um aðgerðir á jafnréttisgrundvelli. Þessu hafnaði miðnefnd Sam- taka herstöðvaandstæðinga (SH) og voru tilgreindar ýmsar ástæður. Aðalástæða neitunar- innar er samt trúlega sú að i kjörorðum 21. ágúst-nefndar eru Sovétrikin nefnd á nafn og þeim jafnvel núið um nasir að vera heimsvaldariki. Miðnefnd ákvað hins vegar að halda eigin aðgerð 21. ágúst en þar er tal- að um „herafla Varsjárbanda- lagsins”, en höfuðóvinur alþýðu Tékkóslóvakiu — Sovétrikin — ekki tekinn sérstaklega fyrir! Þessi ákvörðun miðnefndar er lúpuleg tilraun til að „sætta all- ar andstæður” innan SH. Það á annars vegar ekki að styggja Sovétvinina innan samtakanna, sem reyndar eru fleiri en ég hélt, og hins vegar á að fara út i aðgerð 21. ágúst til aö halda andlitinu gagnvart þvi fólki sem farið er að meta Sovélrikin á raunhæfan hátt sem heims- valdarisa og óvin alþýðu. Ég sannfærðist raunar um fyrrgreint álit mitt á liðsfundi SH i Glæsibæ s.l. mánudags- kvöld. Þar var 21. ágúst á dag- skrá og ýmsar blikur voru á lofti. Þar stóð m.a. upp kunn Alþýöubandalagskvinna og lýsti efasemdum um ákvöröun mið- nefnar um mótmælastöðu við sovézka sendiráðið. „Ég a.m.k. frábið mér að taka þátt i ein- hverjum aðgerðum þar sem Heimdellingar geta komið og kastað grjóti, eins og sumarið ’68”, sagði hún. Einnig fékk oröið kona ein, sem mér er tjáð að sé formaður einhvers aðdáendaklúbbs Brés- nefs sem beri heitið „Menning- ar- og friöarsamtök isl. kvenna”. Kona þessi mun jafn- framt ábyrgðarmaður Frétta frá Sovétrikjum og er þvi tæp- lega við þvi að búast að hún hafi hlaupið.upp til handa og fóta og fagnað ákvöröun miðnefndar. Hún sagði enda að það væri nær að mótmæla NATO og atóm- bombunni, en að mótmæla innrásinni i Tékkóslóvakiu „sem er búin og gerð”! Þá kom fram á fundinum að miðnefnd hyggst beita afar litlu afli til að auglýsa aðgerðir sinar á sunnudaginn, mörgum sinn- um minni afli en t.d. Straums- vikurgönguna. Get ég samt ekki séð að þessi aögerð sé siöur mikilvæg. Sagöi talsmaður miö- nefndar að margt hjálpaðist að: starf hverfahópa lægi niðri og einnig ætti nefndin i dálitlum erfiðleikum með fjölmiöla. „Það hefur þurft að ýta á eftir fréttatilkynningum i óliklegustu blöðum”, sagði hann afsakandi (það er þá ekki tilviljun hve litið t.d. Þjóðviljinn skrifar um að- gerðina?) En hvaö um það. A sunnudag- inn verða tvær mótmælaaðgerð- ir vegna Tékkóslóvakiu. Samtök herstöðvaandstæðinga munu veröa með fund utan við sendi- ráö Sovétrlkjanna i Reykjavik og hann verður þvi miður mun fámennari en margar fyrri fjöldaaögerðir samtakanna. En lofsvert er þó að samtökin hafi loks sýnt lit hvað varðar afstöðu til baráttunnar i Austur- Evrópu. Hins vegar mun 21. ágúst-nefndin gangast fyrir innifundi siðdegis og þar verður ábyggilega farið vel völdum orðum um Sovetríkin! Ég hvet þig lesandi góöur til að rölta niður I bæ á sunnudag- inn,ef þú hefur á annað borð tök á þvi, og taka þátt i þessum fundum. Við verðum sjálfsagt ekki mörg á þeim enda erum viö bara að byrja. Við verðum bara þeim mun fleiri næst!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.