Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 4
4» Fimmtudagur 18. ágúst alþýöu- Otgefandi: Alþýftuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgOarmaöur: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er I Síðumúla 11, sími 81866. Augiýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur i lausasölu. nVja stjórn yfir kröflu Kröflunefnd reynir nú að bera af sér alla ábyrgð á verkinu. Samkvæmt skrifum Ingvars Gisla- sonar kemur Kröf lunef nd ekki við, og hefur aldrei komið við, hvort nokkurt vit hafi nokkurn tímann verið í fyrirtækinu. Orkustofnun varaði Kröflunefnd og Iðnaðar- ráðuneyti við á sínum tíma. Tengslaleysi milli þessara þriggja aðila virðist hins vegar hafa verið með ólíkindum. Nú virðast allir orðnir sam- mála um að hrikaleg mis- tök hafi átt sér stað við Kröflu — en enginn ber samt ábyrgð»Og fólk spyr: Hvernig má þetta vera? Vegna sögu sinnar og afskipta af Kröflumálum eru Iðnaðarráðuneyti, Kröflunefnd og Orku- stofnun ófær um að bera ábyrgð á frekari fram- vindu mála við Kröflu. Þessir aðilar hljóta eðli- lega að hugsa um það fyrst og f remst að útvega sjálfum sér langþráða andlitslyftingu. Og fyrir þá andlitslyftingu eiga skattborgarar síðan að borga. En það verður of dýrt. Þetta er þegar orðið allt of dýrt. Það verður að leysa Iðnaðarráðuneyti, Kröflunefnd og Orku- stofnun undan þessari ábyrgð, sem hefur reynzt þeim um megn. Það verð- uraðsetja nýja, fámenna og óháða stjórn yf ir verk- ið. — VG. UB YMSUM ÁTTUM Úrbóta er þörf Nú standa yfir svonefndir Reykjavikurleikar i frjálsum iþróttum á Laugardalsvellin- um. Þar takast okkar færustu keppnismenn á við sterka erlenda frjálsiþróttamenn. Athygli manna beinist að sjálfsögöu mest að Hreini Halldórssyni kúluvarpara. Hreinn hefur nú sýnt það og sannað að hann er meöal beztu kúluvarpara heimsins og er skemmst aö minnast þess er hann sigraði á Evrópumeistara- mótinu innanhúss i San Sebasti- an á Spáni. Þegar þetta er skrifað, að afloknum fyrsta degi Reykja- vikurleikana, hefur Hreinn enn sýnt fram á að fáir standa hon- um á sporði þvi hann sigraði meðal annarra enska kúluvarp- arann Capes, sem einnig hefur orðið Evrópumeistari. Eftir keppnina sagði Capes i blaða- viðtali, að Hreinn væri, að hans mati annar bezti kúluvarpari heimsins, næstur á eftir Austur- Þjóðverjanum Udo Bayer. Þetta er Ihugunarverð stað- reynd þegar litið er til aðstöðu- munarþessara tveggja manna.l Austur-Þýzkalandi hefur um langt skeið verið unnið að upp- byggingu iþrótta á strangvis- indalegan háttog sýnir árangur Austur-þýzkra iþróttamanna beztgildi þess starfs. Ekkier að efa aö Udo Bayer er barn þessa kerfis og sem afreksmaöur hef- ur hann eflaust notiö alls hins bezta sem það hefur haft uppá að bjóða, færustu þjálfara, Úr því sem komið er er ekki nema eitt að gera við Kröflu. Það er að taka ábyrgðina af höndum þeirra, sem hingað til hafa haft hana og setja hana á hendur nýrra að- ila, sem þá væru alger- lega óbundnir af mistök- um fortíðarinnar. Kröflunefnd, Iðnaðar- ráðuneyti og Orkustofnun eru komin i hár saman og kenna hver öðrum um. En þessir aðilar eiga það allir sammerkt að reyna að breiða yfir mistök, sem þegar hafa verið gerð. Fyrir þau mistök hafa skattgreiðendur þegar borgað nær tíu milljarða króna. íslenzkir skattgreiðendur hafa hvorki efni á Kröflu- nefnd, Iðnaðarráðuneyti né Orkustofnun. Það er þegar nóg komið. Fyrir helgina var fyrstu gufunni hleypt á trúbínurnar við Kröflu. Það er auðvitað sjónar- spil fyrst og fremst, og enda hefur eina nýtan- lega holan við vikjunina dottið niður síðan. Það er því enn langt í land með rafmagnsframleiðslu, ef hún verður þá nokkurn tímann. Og enginn mark- aður til. beztu hugsanlegu læknisaöstbð- ar þegar eitthvað hefur bjátað á og þeirrar beztu æfingaaðstöðu sem völ hefur verið á á hverjum tima. Þvi er Udo Bayer i dag talinn bezti kúluvarpari heims- ins. Strandamaðurinn sterki, strætisvagnabilstjórinn Hreinn Halldórsson hlýtur þvi að koma mönnum á óvart þegar litið er til þeirrar aðstöðu sem honum hef- ur verið búin. Með þrotlausum æfingum sinum hefur hann allt fram á siðasta vor þurft að vinna fullan vinnudag. Iþrótta- þjálfarar hér á landi eru fáir og þeim vart búin sú aðstaða að geta staðið stéttarbræðrum sin- um erlendis á sporði. Og ekki er æfingaraðstaða fyrir kúluvarp- ara hér á landi upp á ýkja marga fiska. Þrátt fyrir J»tta telur Geoff Capes, hinn heims- frægi brezki kúluvarpari að Hreinn Halldórsson sé næst bezti kúluvarpari i heiminum i dag. Það hlýtur þvi að verða að þakka meðfæddum hæfileikum, þrautseigju og dugnaði Hreins þann árangur, sem hann hefur náö. En það er ljóst að ef við ætlum okkur stóra hluti á iþróttasviðinu er ekki unnt að treysta á að allir iþróttamenn okkar verði tilbúnir að leggja eins mikið að mörkum og Hreinn Halldórsson. Þvi er brýn nauðsyn að huga betur aö að- stöðu iþróttamanna, það mun eflaust skila sér i betri árangri i framtiðinni. ES Allt situr fast. Þetta steinsteypta stöðvarhús er hins vegar dæmigert fyrir ákvarðanatökuna alla. Þess vegna, meðal annars er, Kröfluævin- týrið dýrasta fjármála- hneyksli Islandssögunn- ar. Það vakti of litla at- hygli F siðustu viku, þegar Páll Flygering, ráðuneyt- isstjóri í Iðnaðarráðu- neyti, bar það upp á Jakob Björnsson, Orku- málastjóra, að rök hans fyrir því að f lytja boranir væru ekki vísindaleg, heldur byggju annarlega hvatir á bak við. Þetta var dæmi um það lága stig, sem ásakanir og gagnásakanir vegna Kröflu eru komnar á. Við Kröflu er stein- steypt stöðvarhús, sem fyrirtæki tengt Jóni G. Sólnes reisti, án þess þar færi fram nokkurt útboð. Annars staðar hafa verið byggð járngrindarhús fyrir slík fyrirtæki. Þau hafa það fram yfir stein- steypt hús að vera færan- leg. Steinsteypt stöðvar- hús verður hvergi hreyft.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.