Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið l'tgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1977 _____________J VÖRUVERÐ REIKNAÐ l)T FRA FÖLSKUM FORSENDUM?: > ___________________ AFSLÁTTUR AF FARMGJÖLDUM GREIDDUR EFTIR ÁRIÐ Verðið til neytanda virðist þar af leiðandi of hátt Eftir Hauk Má Þegar verð vöru er ákveðið/ eru reiknuð inn í dæmið öll þau gjöld sem innflytjandi hefur þurft að greiða til að koma vörunni til landsins. Hér má tína til kostnað við útskipun í erlendri höfn< farmgjald sem skipafélag eða flug- félag það sem flytur vör- una til landsins tekur fyrir flutninginn, uppskipunar- kostnað í höfn hérlendis, vörugjald og fleiri liöi mætti ugglaust telja. Þegar síðan þessi áfallni kostnaður innf lytjandans hefur verið reiknaður út er reiknað út hve mikil álagn- ing smásöluverzlunarinnar er og síðan söluskattur. út úr þessu dæmi kemur verð vörunnar til neytandans. Þetta er i rauninni gott og blessað, svo langt sem það nær, þetta er sú regla sem gilt hefur. En hér er því miður ekki um það að ræða, að öllu réttlæti sé í hvivetna fullnægt. Þau dæmi munu nefnilega vera til, að verðútreikningur sé byggður á röngum for- sendum. Farmgjaidið til dæmis gefið upp hærra en það er í raun. Hér mun sá háttur nefni- lega vera hafður á í mörg- um tilvikum, að fastir viðskiptavinir skipafélaga fá afslátt af farmgjöldum. Sá afsláttur er þó ekki reiknaður út í hvert skipti sem flutningur á vegum fyrirtækisins fer fram, heldur er hann reiknaður út eftir árið og endur- greiddur innf lytjandanum. Þetta virðist ósköp einfaldlega þýða, að grundvöllur verðákvörð- unarinnar er rangur sem nemur þeim afslætti sem innf lytjandinn fær. Verðið til neytandans er þvi hærra en það ætti að vera, ef reiknað væri út frá raun- verulegu farmgjaldi. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins gefur til dæmis Eimskipafélag Islands föstum viðskipta- vinum sínum 5% afslátt á farmgjöldum og er sá afsláttur reiknaður út eftir árið, eins og að framan er rakið. Verður að teljast lik- legt að sami háttur tíðkist hjá öðrum skipafélögum, án þess þó að það verði fullyrt hér. Á sama hátt gæti afslátturinn verðið hærri i einhverjum tilvik- um. En hver sem afsláttur- inn er, þá er hitt Ijóst, að í slikum tilvikum er verðið sem neytandinn greiðir fyrir vöru i verzlunum of hátt. Og — i beinu framhaldi af því — tekjur innflytjandans aukast að sama skapi. Það skal þó tekið skýrt fram, að slíkur endurgreiddur afsláttur er ævinlega gefinn upp til skatts, að sögn Gests Steinþórssonar aðstoðar- skattstjóra, þannig að hér er ekki verið að ýja að skattsvikum innflytjenda. Alþýðublaðið hefur síðustu daga haft samband við nokkraaðila um þetta mál og eru viðtöl við nokkra þeirra birt hér á síðunni. ÞAÐ FÁ ALLIR 5% AFSLÁTT Blaðamaður hringdi í eitt af elztu fyrirtækjum i Reykjavik, sem stundar innflutning marg- vfslegra vörutegunda, og spurði yfirmann innflutningsdeildar þess, hvort ekki væri unnt að semja um afslátt, af farmgjöld- um þegar flutt væri til landsins með skipum og um verulegt magn væri að ræða. Viðmælandinn kvað að visu hugtakið „verulegt magn” nokkuð á reiki. — Við erum eng- in alúminbræðsla eða eitthvað svoleiðis, hér hjá þessu fyrir- tæki. Þannig að okkar viöskipti eru svo sáralitil. — En nú hlýtur eitthvað að vera til sem þið kallið „verulegt magn", þegar um ykkar innflutning er að ræða, ekki satt? — Jú, en við erum bara svo litlir. Þó við flytjum til dæmis inn 2000 kassa af appelsinum, þá eru það ekki nema 40 tonn. — Þannig að þið gætuð þá ekki samið um afslátt I sam- bandi við ykkar flutninga? — Já, það fá allir afslátt hjá skipafélögunum held ég, fimm prósent. Ef þeir eru fastir við- skipavinir hjá þeim. Ég held að þaö sé algengt. — Er sá afsláttur dreginn frá farmgjaldinu jafnóðum, eða...? — Nei, nei, þetta er afsláttur sem menn fá eftir árið, sem er endurborgaöur. Þetta er eini afslátturinn sem ég hef heyrt talað um. VERÐLAGSSTJÓRI: Gæti komið neyt- andanum tii góða Málinu vísað til forstjóra — Verðlagsnefnd ákveöur hámarksverð vöru og þjónustu, sagði Georg ólafsson verðlags- stjóri, þegar blaðið haföi sam- band við hann i gær um þetta mál. — Hins vegar skiptum við okkur ekki af þvi, þótt fyrirtæki veiti afslátt af þvi hámarks- verði sem þau hafa heimild til að taka fyrir sina þjónustu, eða sinar vörur. Persónulega finnst mér að ekkert þurfi að vera athugavert við það, að fyrirtæki veiti afslátt af sinni þjónustu, ef um mikil viðskipti er aö ræða. — En i þessu tilviki veldur afsátturinn þvi aö verð vöru er reiknað út frá röngum prósent- um, þannig að afslátturinn kemur néytendum vörunnar ekki til góða. — Það er rétt, og raunar er þetta mál i athugun hjá nefnd- inni i tengslum við beiðni, sem liggur fyrir henni frá Eimskipa- félaginu um hækkun farmgjalda og vöruafgreiðsluverðs. Raunar tel ég að sá möguleiki sé fyrir hendi, að afsláttur sem þessi geti komið neytandanum til góða, þvi i krafti þessa afsláttar á farmgjöldum gæti innflytjandinn veitt afslættinum áfram, til verzlana og áfram til neytenda. Að öðru leyti vildi Georg ekki tjá sig um málið, en vlsaði til þess, að erindi Eimskipaféiags- ins yrði afgreitt innan tiðar frá Verðlagsnefnd. Þegar Alþýðublaöiö hafði samband við Eim- skipafélag islands í gær- morgun og spurðist fyrir um afslátt af farmgjöld- um fyrirtækisins til ein- stakra viðskiptavina, fullyrti sá starfsmaður fyrirtækisins, sem blaða- maðurinn talaði við, að slíkur afsláttur væri aldr- ei veittur. Gjaldið væri ákveðið á kíló eða kúbik- metra og það stæði. Eng- in afsláttur. Þegar hins vegar blaðið hafði fengið það staöfest hjá innflutn- ingsfyrirtæki, sem telja má vist að sé stór viðskiptamaður Eimskipafélagsins og ef til vill fleiri skipafélaga, að allir fastir viðskiptavinir félagsins fengju 5% afslátt af farmgjöldum og sá afsláttur væri reiknaður eftir árið og endurgreiddur, hafði blaöamaðururinn aftur sam- band við Eimskipafélagsmann- inn. Hann visaði þá á annann, sem eftir að hafa ráðfært sig við þriðja aðila visaði málinu alfar- ið til forstjóra Eimskipafélags ins, Óttars Möller. Hann var hins vegar i frii en er væntan- legur til starfa i dag. Verður væntanlega unnt oð birta viötal við óttar i blaðinu á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.