Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1977 Askriftar- síminn er 14-900 Er vöruverð reiknað út frá fölskum forsendum? Sjá baksíðu Frystihúsaeigendur vilja gengisfellingu: ÞJÓÐHAGSSTOFNUNIN ER AÐ KANNA MÁLIÐ — Þjóðhagsstofnun er að gera úttekt á mál- um frystiiðnaðarins og þar til þeirri úttekt er lokið verður engin ákvörðun tekin um úr- ræði, hvort sem um gengisfellingu eða ein- hver önnur úrræði er að ræða, sagði Jón Arn- alds ráðuneytisstjóri i Sjávarútvegsráðuneyt- inu i gær, þegar blaðið bar undir hann þau ummæli Árna Benediktssonar fram- kvæmdastjóra Kirkju- sands hf., að i fljótu bragði virtist ekki ann- að úrræði sýnilegt til lausnar á vanda frysti- iðnaðarins en gengis- felling. Nefndi Árni i viðtali við eitt dagblað- anna i gær, að dollarinn þyrfti að fara upp i 220- 235 krónur. Jón Arnalds benti á, a6 Þjóö- hagsstofnun gerði úttekt á fisk- iðnaðinum i sambandi við ákvörðun fiskverðs, þannig að sifellt væri i' gangi Uttekt á þess- um iðnaði. Til dæmis hefði oddamaður Verðlagsráðs sjávarútvegsins greitt atkvæði með fiskseljendum — sjómönn- um og útgerðarmönnum — við siðustu fiskverðsákvörðun. Oddamaður Verðlagsráðs er forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, sem eins og Jón Arnalds sagði, gerir úttekt á stöðu fisk- iðnaðarins áður en verðákvörð- un f er fram. Þannig ætti að vera ljóst, að hann hlýtur að miða af- stöðu sina i nefndinni við út- komuna úr þessari úttekt. Virð- ist sem sagt hafa metið málið svo, að fiskiðnaðurinn gæti greitt það fiskverð sem ákveðið var. Erum að skoða þetta — Satt að segja erum við að skoða þetta núna, og þess vegna held ég ekki, að það sé timabært að segja neitt um það að svo stöddu, sagði Ólafur Daviðsson hjá Þjóðhagsstofnun, en blaðið ræddi við hann i fjarveru Jóns Sigurðssonar forstöðumanns stofnunarinnar. Ólafur sagði, að könnun Þjóð- hagsstofnunar miðaðist við ein- staka landshiuta, en einnig myndu starfsmenn hennar taka mið af greinargerð Sölumið- stöðvarinnar (sem birt var hér i blaðinu i gær) þar sem segir að grundvöllur frystiiðnaðarins á landinu öllu sé brostinn. Þannig yrði gerð heildarmynd af land- inu auk landshlutakannana. Ólafur kvaðst ekki geta sagt hvenær niðurstöður kannana Þjóðhagsstofnunar myndu liggja fyrir, en af skiljanlegum ástæðum yrði reynt að hraða málinu. Ólafur staðfesti að úttekt væri gerð fyrir hverja verðákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins, bæði fyrir veiðar og vinnslu, eins og hún virtist vera þá stundina. Hins vegar væri yfir- leitt mjög erfitt að meta fram- tiðina i málum eins og þessum. Þegar Ólafur var spurður hvort Þjóðhagsstofnun myndi leggja til gengisfellingu sem úr- ræði i vanda frystiiðnaöarins, sagði hann, að þegar slikar at- huganir væru gerðar á vanda- málum þjóðarbúsins, væri auð- vitað reynt að leita þeirra leiða sem taldar væru færar til að leysa þann vanda sem við væri að etja. — Þá þarf náttúrulega að vega og meta kosti hverrar leiðar og við leggjum lið við slikt mat. Akvarðanir þar um eru að sjálfsögðu teknar af stjórnvöldum, en við eigum að vera þeim til aðstoðar og ráðu- neytis, sagði hann. —hm Hola 11 vid Kröflu: Verkfrædingar hjá Borginni: Sofnaói og vaknaði aftur Nokkrar tafir urðu i gær á prófunum á vélasamstæðunni við Kröflu, vegna þess að eina holan, sem gefur nýtanlega gufu um þessar mundir, hola 11, sofnaði i fyrrinótt. 1 gærdag tókst hins vegar að koma hol- unni i gang á ný. Þetta kom fram i viðtali sem Alþýðublaðið átti við Einar Tjörva Eliasson, verkfræðing Kröfluvirkjunar. Eins og sagt hefur verið frá hér i blaðinu áður er þetta ekki i fyrsta skiptið, sem hola 11 fær sér blund. Einar Tjörvi Eliasson sagði, að ekki væri fullljóst af hverju þetta stafaði, en hugsan- legt væri að opnað hefði verið of hratt fyrir holuna og hitamis- munur tveggja hitakerfa henn- ar hefði valdið stoppinu. —ES Kref jast 23% launa- hækkunar, eda 250 þús. kr. meðallauna Talsverð harka er nú aö fær- ast i kjaradeilu Reykjavikur- borgar og Stéttarfélags verk- fræðinga. Hafa Launamála- nefnd og borgarráð ákveðið, að setja verkbann á þá meðlimi fé- lagsins, sem vinna hjá Borginni eða stofnunum hennar, i fram- haldi af boðun verkfalls fjög- urra verkfræðinga hjá Raf- magnsveitunum. Verkbannið hefst 25. ágúst n.k. og stendur meðan áðurnefnd vinnustöðvun verkfræðinganna er ekki aftur- kölluð. Launamálanefnd Reykjavík- urborgar hefur gert verkfræð- ingum tvö tilboð. Hið fyrra var um 7.5% hækkun á júlikaup og samningstima til 1. nóv. n.k. Er það miðað við nýgerðan samn- ing BHM, svo og samning sjúkrahússlækna. Er þessu til- Framhald á bls. 10 Reykjavíkurleikarnir Sjá 3. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.