Alþýðublaðið - 17.09.1977, Side 1

Alþýðublaðið - 17.09.1977, Side 1
NYTT RÆKJUSTRIÐ í UPPSIGLINGU — sjávarútvegsráðuneytid gagnrýnt harðlega — Við erum aðeins að reyna að auka möguleik- ana fyrir fólk að setjast aðá Kópaskeri/ þannig að þorpið geti t.d. tekið við því fólki úr sveitunum sem þar vill setjast að. Aðgerðir sjávarútvegs- ráðherra vegna rækju- veiða á okkar miðum eru gerðar án samráðs við okkur og þær stefna framtíð þorpsins í hættu. Þetta sögðu þeir Kristján Ar- mannsson, framkvæmdastjóri Rækjuvinnslunnar á Kópaskeri, Björn Guömundsson, oddviti Kelduneshrepps og Friörik Jónsson, oddviti Presthóla- hrepps, á fundi meö frétta- mönnum i gær. Þar kynntu Þingeyingarnir sjónarmið ibúa Kópaskers og págrennis gagn- vart fyrirkomulagi sjávarút- vegsráðuneytisins á veiðum á rækju i öxarfirði og greindu frá viðskiptum sinum við yfirvöld og fleiri aðila undanfarið. Þre- menningarnir sögðu, að Kópa- skersbúar geröu þá sjálfsögðu kröfu, að eiga forgangsrétt að veiðum á rækjunni á þeirra heimamiðum, svo sem tiökaöist allt umhverfis landið. Fyrir ári siðan boöaði sjávar- útvegsráöuneytið til fundar á Húsavik, þar sem fjallaö var m.a. um rækjuveiðar i öxar- firöi, en þá var tillaga Hafrann- sóknarstofnunar að veiða mætti þar 1000 tonn á vertiðinni af átta bátum. Þá samþykktu Kópa- skersmenn helmingaskipti á kvótanum, þar sem þeir töldu sig ekki hafa möguleika á þvi að veiða þann afla allan þá. En jafnframt varskýrt tekið fram, að þeir teldu sig haia forgangs- rétt til nýtingar rækjumiðanna i framtiðinni. Þessu var ekki mótmæltá Húsavikurfundinum. Nú hefur ráðherra ákveðiö að á næstu vertið skuli kvótinn vera 650 tonn og skuli Húsvikingar fá helminginn, 325, en Kópasker hinn helminginn. 4 bátar frá hvorum staö skuli annast veið- arnar. — Ef eitthvað annað en per- sónuleg sjónarmið hafa ráöið ákvörðum ráðherra, hafa þaö Frá vinstri: Friðrik Jónsson, oddviti Presthólahrepps, Kristinn Ármannsson, framkvæmdastjóri Rækjuvinnslunnar á Kópaskeri og Björn Guðmundsson, oddviti Kelduneshrepps. verið sjónarmið þröngs hags- munahóps á Húsavik., sjónar- mið sem ráðherra hefur sett of- ar sjónarmiðum ibúa við öxar- fjörð, sem vilja standa gegn þeirri óheillaþróun, sem verið hefur i búsetuþróun héraðsins, og leitt hefur til þess að unga fólkið hefur neyðst til að leita sér vettvangs fjarri átthögum, þar sem atvinnu og félagslega þjónustu hefur skort i héraö- inu”, segir i greinargerö þre- menninganna, sem þeir lögðu fram i gær. Þeir sögðust ennfremur telja að þeir hafi alltaf farið þær leið- ir i málinu sem þeir hafi taliö réttar. „Við höfum gengið um framdyrnar ef svo má segja, en án nokkurs árangurs, og ráð- herra hefur kosið að enda sitt kjörtimabil eins og hann byrjaöi það: með rækjustriði”.Crdrátt- ur úr greinargerð þremenning- anna verður birtur i blaöinu á þriðjudaginn. — ARH Bankarnir hafa lánað of mikid á árinu: Dregid úr útlánum til áramóta útlánaaukning við- skiptabankanna hefur þegar farið verulega um- fram þá aukningu sem á- kveðin var fyrir árið í heild/ að sögn starfs- manna Seðlabankans. Var i upphafi ársins gert samkomulag um hámark útlánaaukningar og skyldi hún ekki verða meiri en 20%, af frá- dregnum endurseidum birgða- og rekstrarlánum til atvinnuveganna. Um siðustu mánaöamót reyndist aukningin hins vegar vera orðin 26.5% það sem af er árinu. Bankastjórn Seðlabank- ans hefur haldið fund um málið meö bankastjórum viöskipta- bankanna og fulltrúa sparisjóð- anna og var rætt um framvindu mála og horfurnar á þessu sviöi. Var á fundinum talið óraunhæft að hækka það útlánamark sem sett var i upphafi ársins, þótt likur bendi til meiri verðlags- hækkana en gert var ráð fyrir við gerð lánsfjáráætlunar. Þvi mun útlánastarfsemi viö- skiptabanka og sparisjóöa við þaö miðast næstu fjóra mánuð- ' ........... * Aðbúnaður við höf nina Þeir vinna á Eyrinni. Veður- bitnir menn og kannski dálitið þreyttir eftir harða lifsbar- áttu. En hvernig er að þeim búið á vinnustaðnum? Fyrir stuttu fengum við á Alþýðu- blaðinu upphringingu frá verkamanni við höfnina, og hann benti okkur á að kynna okkur aðbúnað hafnarverka- manna. Til dæmis kaffistof- una þeirra sem vinna við gömlu höfnina. ! gær gerðum við þetta, fórum á staðinn, ræddum við mennina og tók- um myndir. (AB-mynd: ATA) Sjá bls. 7 ína, aö halda útlánaaukningunni innan þess 20% marks sem sett var i ársbyrjun. Enda er ekki útlit fyrir aö innlán leyfi meiri útlánaaukningu. Þetta þýðir, að ýmsar lánastofnanir verða aö minnka útlán sín töluvert þá mánuði sem eftir lifa af árinu. „Drauma- þinglid” Við bregðum á leik á 5. siðu blaösins i dag og biðjum les- endurblaðsinsað aðstoða okk- ur við gamanið. A siðunni eru birtir nokkurs konar fram- boðslistar fyrir alla flokka, tuttugu þekktir flokksmenn á hverjum þeirra, og við biöjum lesendur blaðsins aö velja „draumaþingið” sitt. Fram- bjóðendur eru hundraö, — þingsætin sextiu. Þvl verða fjörutiu manns aö bita i það súra epli að komast ekki á þetta „draumaþing” Alþýöu- blaðslesenda. Hverjir það verða er i valdi kjósendanna i þessari kosningu. Það er meira aö segja hægt að setja inn menn i stað þeirra sem eru á listunum og beita útstrikun- um eftir þörfum. Sjá 5. síðu Hvað borgar fólk í óbeina skatta? Söluskatturinn er stærsti liðurinn — Nú hef ég ekki alveg ná- kvæmt yfirlit yfir þetta, en ef við litum á helztu óbeinu skatt- ana sem fólk borgar og miðum þetta viö útgjöldin I framfærslu- visitölukostnaðar sem voru núna 1. ágúst 2 milljónir og 94 þúsund, þá er aðeins söluskatt- urinn af þeirri fjárhæð um þaö bil 242 þúsund krónur —. Þannig fórust Ólafi Daviðs- syni á Þjóðhagsstofnun orð, þegar Alþýöublaðið innti hann eftir þvi hversu stór hluti tekna visitölufjölskyldu færi I óbeina skatta. Sagði ólafur enn fremur, aö fleiri liöir væru þarna þungir á metunum svo sem vörugjaldið, sem er 18%. Þaö væri sennilega um 52.000 krónur af tekjum. Bensingjaldiö sem rynni til rik- isins væri um 16.000 krónur, og útgjöld til áfengis- og tóbaks- kaupa, sem auðvitað væru aö talsverðum hluta skattur, væru i visitölunni um 96.000 án sölu- skatts. Þaö mætti slá þvi fram, að um þaö bil 56.000 af þessum 96.000 mætti kalla skatt. — Ef þetta fernt er lagt sam- an, þá koma út úr þvi 366.000 krónur af þessum 2 milljónum og 94. þús. krónum. Þá vantar inn I þetta stóran lið sem eru tollarnir, en yfir þann liö hef ég ekki tölur. Upplýsingar um tollaliðinn verða birtar eftirhelgi, þar sem ekki náðist f þann starfsmann á Hagstofunni em haft hefur með þá útreikninga að gera, vegna veikinda hans. — JSS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.