Alþýðublaðið - 17.09.1977, Síða 4
4
Laugardagur 17. september 1977 bia&iö1'
alþýdU'
Ctgefandi: Aiþyöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i
lausasölu.
Hættumerki
Ekki eru mörg ár siðan
að íslendingar töluðu um
málefni geðsjúkra lágum
rómi. Geðrænir kvillar
voru feimnismál hverrar
fjölskyldu og gífurlegt
áfall hverjum einstak-
lingi, sem varð fyrir
barðinu á þeim. Þá var
Kleppur nánast
skammaryrði og að vera
Klepptækur undan-
tekningarlaust notað í
neikvæðri merkingu.
Þeir, sem í það sjúkrahús
fóru, voru ekki taldir eiga
afturkvæmt þaðan.
Undir forystu Tómasar
Helgasonar, yfirlæknis á
Kleppi, og fleiri mætra
manna, var hafin
umræða um málefni geð-
sjúkra, sem ruddi braut
nýjum skilningi á þessum
flokki sjúkdóma. Hvers-
konar hindurvitnum og
fáránlegum kenningum
var kollvarpað og huldu-
börn hins íslenzka þjóð-
félags gátu litið bjartari
framtíð. Svo mikil hefur
breytingin orðið á afstöðu
almennings til geð- og
taugasjúkdóma, að það
þykir nú vart óeðlilegra
að verða fyrir barðinu á
þeim en að fá magasár.
Segja má, aðá þessu sviði
hafi orðið bylting.
önnur bylting, svipaðs
eðlis, er nú í augsýn.
Baráttan gegn áfengis-
sýkinni hef ur tekið mark-
verðum breytingum. Sú
skoðun hefur verið ríkj-
andi, að ofdrykkja sé
aumingjaskapur og ræfil-
dómur, sem beri að
uppræta með hörku og
lagaboðum. Það er ekki
fyrr en á alira síðustu
árum, að menn hafa öðl-
ast skilning á því, að of-
drykkja er sjúkdómur,
hvort sem litið er til
orsaka eða afleiðinga.
Þar verður fordæming
ekki til bjargar, heldur
skilningur, upplýsingar,
fræðsla og aðstoð.
AAeð stofnun AA-
samtakanna hér á landi
var brotið blað í sögu
áfengismála. Frá þeim
samtökum hefur þróast
mikið og merkilegt starf,
sem ekki verður rakið
hér. Tekist hefur sam-
vinna lækna og leik-
manna, bindindismanna
og of drykkjumanna og
fleiri og fleiri aðila. Nú
stendur fyrir dyrum
stofnun Samtaka áhuga-
fólks um áfengisvanda-
málið. Ætlun þeirra er að
koma á fót afvötnunar-
stöð, endurhæf ingar-
heimili, skipuleggja
víðtækt fræðslukerfi
og setja á laggirnar
leitar- og leiðbeiningar-
stöðvar fyrir ofdrykkju-
menn, aðstandendur
þeirra og vinnuveitendur.
Stofnfélagar eru þegar
orðnir hátt á fjórða
þúsund, og segja þessar
undirtektir meira en
nokkur lýsing á því
áfengisvandamáli, sem
þjóðin á við að stríða.
Samtök þessi munu
byggja á beinni og brýnni
aðstoð, en fræðslustarfið
verður þó einn höfuð-
þátturinn. Einn af
forystumönnum þessara
samtaka komst svo að
orði, að áfengi yrði aldrei
útrýmt, boð og bönn
dygðu skammt. Ætlunin
væri að gefa hættumerki
og stuðla að þvi, að þjóðin
fræddist um sjúkdóminn,
orsakir hans og afleið-
ingar. — Til að berjast við
óvininn þarf að þekkja
bardagaaðferðir hans.
Hver einstaklingur þarf
að öðiast næga þekkingu
til að vera viðbúinn, er
Bakkus blæs í herlúðra.
Hættumerkið hefur verið
gefið.
—ÁG
> ' ' ",l «
Ad slita tengslin
við atvinnulífið
-
í hringidunni
-
Eyjjólfur Sigurðsson skrifar
Oft er rætt um það milli
manna að tengslin á milli
Alþingis og atvinnulifsins séu
takmörkuð og nánast engin. Þar
séu teknar ákvarðanir sem oft á
tiöum bera keim af því, aö þeir
sem þar sitja séu ekki kunnugir
i atvinnulifinu og hafi sumir
hverjir slitnað úr tengslum viö
það sem er aö gerast dags dag-
lega utan þinghússins.
Hvort þessi hugleiðing er rétt
eða röng, skal ég ekki fullyrða,
en ástæða er til að hugleiöa
hvort þátttaka manna i stjórn-
málum er einskorðuð við
ákveönar stéttir og hvort þeir
sem koma beint úr atvinnuiífinu
séu þátttakendur i stjórnun
landsins.
Af 60 einstaklingum er sitja á
Alþingi, er t.d. helmingur
opinberir starfsmenn. Millf
stétta er skiptingin öllu merki-
legri, þvi þar eru fyrst og fremst
tvær þjóðfélagsstéttir sem hafa
lang flesta fulltrúa á Alþingi.
Þar sitja nú 20 lögfræöingar, og
átta bændur og vekur það sér-
staka athygli hversu margir
lögfræðingar hafa valist til setu
á Alþingi.
A Aiþingi situr t.d. enginn
fulltrúi sem kallast gæti fulltrúi
iönaöarins, 4 sem hægt er að
segja að tengist sjávarútvegi, 4
sem tengjast verkalýðs-
hreyfingunni og nokkrir sem
ekki verða taldir undir annað en
að vera atvinnustjórnmála-
menn. þar sem þeir hafa ekki
stundað annað en stjórnmála-
^törf i tugi ára.
Fjöldi opinberra starfsmanna
leiðir hugann að þvi hvort um sé
að ræða almennt meiri áhuga
þeirra að stjórnmálum en ann-
arra og er ekki óliklegt aö svo
sé, þar sem þeir eru i mörgum
tilfellum tengdari stjórnkerfinu,
en aörir starfshópar þjóðfélags-
ins. Þess ber einnig að geta að
þeir hafa nokkur forréttindi
fram yfir aðra þegar þeir taka
sæti á Alþingi. T.d. hafa þeir
60% af launum slns aðalstarfs,
ofan á full þingmannslaun og
önnur friðindi er aiþingismenn
njóta.
Opinber starfsmaður er þvi
miklu betur launaður þegar
hann situr á Alþingi en aðrir
fulltrúar á þingi.
Það sem vekur mesta athygli
er, hvað fáir fulltrúar koma frá
þeim hópum er stunda fram-
leiðslu- og þjónustustörf ef
undan er skilin bændastéttin.
Þaö hlýtur að hafa einhverjar
skýringar hversu þröngur sá
hópur er, sem tekur þátt i
stjórnmálastarfi.
Það er ástæða til að vekja
athygli á þvf, að mjög fátt fólk
úr verkalýðshreyfingunni tekur
þátt i þessu starfi, einnig mjög
fáir sem fást við atvinnu-
rekstur. Ein skýringin kann aö
vera sú, að almennt er langur
vinnudagur hjá þessum starfs-
hópum og oft enginn timi til að
hugsa um annaö en vinnuna og
lifsbaráttuna.
Þessi þróun er varhugaverð
og kann að leiða til þess, að
mjög þrengi aö þeim viðsýna og
alhliöa vettvangi sem þeir
verða að hafa er taka að sér for-
ustuhlutverk.
Aö enginn aðili er á Alþingi er
tengist einum stærsta atvinnu-
vegi okkar, iðnaðinum, er
vægast sagt óviðunandi, enda er
þaö öllum ljóst sem eitthvaö
koma nálægt iönaði að vanda-
mál hans fá ekki sömu meðferö
og afgreiöslu og t.d. landbún-
aður og sjávarútvegur.
Það kann að vera erfitt að
koma þvi við að tryggja öllum
stéttum fulltrúa á Alþingi, en
engu að siður nauðsynlegt að
hvetja fólk úr sem flestum
starfsgreinum að taka þátt i
stjórnmálastarfi flokkanna og
hafa áhrif á starfsemi valda-
stofnana eftir þvi sem frekast
er unnt á hverjum tima.
Stjórnmál eiga ekki að vera
einkavettvangur fárra, heldur
baráttusvið sem flestra.
Lögfræðingar eru ekkert
betur undir það búnir aö veita
þjóðinni forustu, þar ræður ekki
siöur tengsli við atvinnulifiö,
viðsýni og mannlegar tilfinn-
ingar. Skólagangan er góð en
gerir engan að betri forustu-
manni, menntunarinnar vegna,
þar þarf meira til.
Þessi þröngi hópur sem hefur
haslað sér völl á Álþingi, og
kemur úr svo fáum starfsstétt-
um, hefur i mörgum tilfellum
meiri völd en eingöngu að
gegna þingmennsku. Margt af
þessu fólki eru embættismenn á
vegum rikisins og kann að vera
að hluta skýring á þeirri þróun
sem eykst frá ári til árs, að
völdin færast æ meir frá þeim
valdastofnunum er rétt kjörnir
fulltrúar fólksins sitja i og yfir I
hendur embættismanna.
Embættismannakerfið bæöi á
vegum rikisins og sveitarfélag-
anna hefur bæði leynt og ljóst
tekið við stórum hluta þess
valds er fulltrúar fólksins eiga
aö hafa.Sú þróun er varhuga-
verð, og ber skilyrðislaust aö
stööva hana.
Fólk er almennt ekki vakandi
um þessa þróun, og gerir sér
ekki grein fyrir hvað sumir ein-
staklingar i skóli einbætta sinna
á vegum rikis og sveitarfélaga,
geta haft og hafa mikil völd, og
þar með áhrif á alla stjdmun i
landinu.
Eitt af grundvallaratriðum i
frjálsu samfélagi er, að völdin
séu i höndum rétt kjörinna full-
trúa fólksins. 011 tilraun til að
þrengja valdsvið þessara full-
trúa og þar með möguleika al-
mennings til áhrifa á s'tjórnun-
ina, er tilræði við lýðræðið.