Alþýðublaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagur 28. september 1977
£!!£?'
Útgefandi: Álþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson.'
Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla IX, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur I
iausasölu.
Kraftaverkamenn
leysa ekki vandann
I riti hagdeildar Seðla-
banka íslands, Hagtölum
mánaðarins, er grein um
greiðslujöfnuð íslendinga
fyrri helming þessa árs
og um horfurnar til ára-
móta. Varlegt er að draga
ályktanir af þeim upplýs-
ingum, sem þar koma
f ram. Þó er óhætt að f ull-
yrða að staða þjóðarbús-
ins hefur lítið batnað frá
síðasta ári og mun vart
gera það út þetta ár.
Enginn ábyrgur maður
dregur það í efa, að ís-
lendingar standa nú
f rammi fyrir stórfelldum
efnahagslegum erfiðleik-
um, jafnvel enn meiri en
verið hafa allra síðustu
árin. Og enginn er í vafa
um að fyrr en síðar kem-
ur að skuldadögum. Eng-
ir kraftaverkamenn geta
ráðið fram úr þeim
vanda, sem við blasir. Til
þess þarf átak alþjóðar
undir forystu dugandi
stjórnar.
Það er vafalaust eng-
inn leikur fyrir stjórn-
málamenn að taka
ákvarðanir, sem fyrir-
sjáanlega munu þrengja
hag þegnanna. En stjórn-
málamaður axlar mikla
ábyrgð, þegar hann gef ur
kost á sér til að vera í f or-
ystu. Hann verður því
jafnt að standa og falla
með óvinsælum sem og
vinsælum ákvörðunum.
Sök hans er mikil ef hann
lætur reka á reiðanum og
segir þjóð sinni ekki
sannleikann.
Það er augljóst, að nú-
verandi ríkisstjórn mun
reyna að halda óbreyttu
ástandi til næstu kosn-
inga, þótf það kosti meiri
skuldasöfnun erlendis og
áf ramhaldandi verð-
bólgu. Hún hyggur ekki á
óvinsælar ráðstafanir
næstu átta mánuði. Því
hef ur mjög verið haldið á
lofti í stjórnarblöðunum,
að allir kraftar ríkis-
stjórnarinnar hafi beinst
að því að halda vofu at-
vinnuleysisins frá dyrum
íslendinga. Þetta er líka
það eina, sem ríkisstjórn-
inni hefur tekist þokka-
lega, og fyrir það ber að
þakka.
Menn verða hins vegar
að gera sér Ijóst á hvaða
hátt þetta hefur verið
gert. Fullri atvinnu hefur
verið haldið uppi með því
að safna skuldum erlend-
is. Þetta getur enginn
rengt, og svona er ekki
hægtað haldaáfram. Það
verður að leita annarra
úrræða. Ljóst er, að með
almennri sparif jármynd-
un er ekki hægt að fjár-
magna framkvæmdir hér
á landi. Sparifé er ein-
faldlega ekki til. — Eitt
höf uðverkefnið er því að
reyna að hvetja til sparn-
aðar með því að tryggja
sparifé betur en gert hef-
ur verið.
En það þarf víðtækari
og sneggri viðbrögð. Öll-
um, sem fylgjast með at-
vinnumálum, ber saman
um, að um áramótin fari
að gæta atvinnuleysis. Og
hvað er þá til ráða? Rík-
isstjórnin hefur ekki ráð
á takteinum, nema að hún
hleypi í sig kjarki og grípi
til róttækra aðgerða. Það
verður einnig að viður-
kenna að stjórnarand-
staðan hefur ekki komið
fram með tillögur eða
hugmyndir, sem leyst
gætu vandann. Af því
leiðir, að hún er að
nokkru leyti samsek rík-
isstjórninni.
Hér í blaðinu hefur oft
verið á það bent, að sjald-
an hefur verið eins mikil
nauðsyn þjóðareiningar
til að kveða niður verð-
bólgudrauginn, sem er
argasti meinvætturinn.
En það þarf þor til að
veita forystu í átökunum.
Þennan kjark hefur ríkis-
stjórnina skort.
— AG
ÚR VMSUM ATTUM
Uppeldisstofnun eða
svinahús
Oft er kvartað undan þvi að
ekki sé hægt að vinna nægilega
vei að einstökum málum, svo
sem skólamálum, heilbrigðis-
málum og samgöngumálum,
vegna þess að ekki séu til pen-
ingar. Þessar kvartanir eiga
auðvitað oft við rök að styðjast.
Hitt er þó, sem betur fer
sjaldgæfara, að peningum sé
ausið i framkvæmdir, sem ekk-
ert liggur á, eða það sem verra
er, framkvæmdir sem eru fyrir-
fram dæmdar til að mistakast.
1 Dagblaðinu i gær er greint
frá einu þvi furðulegasta fyrir-
bæri, sem menntamálaráðu-
neytið bera ábyrgð á i seinni tið,
og er þó af mörgu svakalegu af
að taka, ef út i það er farið. Hér
er um að ræða byggingu Krisu-
vikurskóla, byggingu sem flan-
að var út i af algeru ábyrgðar-
leysi en miklum hugsjónaeld-
móði.
Að visu er byggingin ekki enn
fullbúin, og mundi trúlega aldr-
ei klárast ef viðkomandi aðilar
gerðu sér grein fyrir þvi hvað
rekstur svona stofnunar á þess-
um stað á eftir að kosta mikla
fjármuni. Að visu hafa verið
uppi miklar bollaleggingar um
það, hvernig hægt væri að nýta
þetta húsnæði, og má vera að
einhver lausn finnist á þvi um
siðir.
Á sinum tima, þegar þetta
mál kom til álita hjá mennta-
máiaráðuneytinu voru öll tök á
þvi að forðast þau herfilegu
mistök sem hér hafa verið gerð.
En þvi miður tók ráðuneytið,
eins og svo oft áður, stefnu út i
algert svartnætti, og treysti þvi,
að hægt væri að reisa út i eyði-
mörkinni minnisvarða um afrek
menntamálaráðuneytisins og
áhuga þess á velferð þeirra
barna, sem ekki hafa lært
mannasiði i heimahúsum.
t frásögn Dagblaðsins um
þennan stað segir: „Hátt á ann-
að ár hefur staðið ófullgerð
skólabygging i Krisuvik, skóla-
bygging sem greinilega hefur
verið mjög vandað til i bygg-
ingu, en liggur nú undir
skemmdum af raka og kulda.”
Blaðamaður Dagblaðsins sem
fór þarna i heimsókn og fékk að
skoða húsið segir svo: „Óhætt
er að segja að skólabyggingin sé
mjög glæsileg að utan en þegar
inn kemur sést að raki og kuldi
hefur fariö mjög illa með húsið.
Húsið er án hita þvi hitaveitan
fór úr sambandi fyrir þremur
vikum og hefur enn ekki verið
gert við hana. Hallgrimur
(Jónsson, ráðsmaður á staðn-
um) sagði að undanfarin haust
hefði það sama gerzt. Þá er
bleyta mikil á gólfum, sérstak-
lega á efri hæð hússins, og raka-
blettir á lofti og veggjum. A öll-
um svölum er 10-20 cm. djúpt
vatn og virðast niðurföll stifluð
eða alls ekki fyrir hendi. Taldi
Hallgrimur að það tæki marga
mánuði að ná rakanum úr hús-
inu þegar hitaveitan kæmist aft-
ur i samband en hún er fengin úr
hverum fyrir ofan skólabygg-
inguna.”
Þegar blaðamaðurinn spurði
umsjónarmanninn um álit á
byggingunni sagði hann: „Ég
verð að segja það að mér finnst
það dálitið ævintýri að fara að
býggja úti i þessari eyðimörk.
Þetta lokast allt á veturna. Það
væri fint að fá þetta undir svina-
bú.”
Þá hafði blaðamaður Dag-
blaðsins samband við Helga
Jónsson, fræðslustjóra, og i þvi
viðtali kemur fram, að ýmsar
hugmyndir hafa verið á lofti um
það hvernig nýta mætti þessa
byggingu þegar hún endanlega
kemst i gagnið.
Á fjárlögum 1977 var engin
fjárveiting tii skólans og verður
þvi ekki enn séð fyrir endann á
þvi hvort nota eigi bygginguna
.fyrir heimilislaus börn, svinabú
eða heimili fyrir treggáfuð
börn.
Til viðbótar má ef til vill
skjóta þeirri hugmynd að
menntamálaráðherra, hvort
ekki mætti notast við bygging-
una undir starfsemi mennta-
málaráðuneytisins, og losna þar
með við að kaupa Viðis-húsið,
þvi auðvitað er það Vilhjálmur
Hjálmarsson sem ber ábyrgð á
þvi að byggingin er nú i algerri
vanhirðu og liggur undir
skemmdum.
— BJ