Alþýðublaðið - 29.09.1977, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 29.09.1977, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 202. tbl. — J 977 — 58. drg. Ef bladid berst ekki kvartid til Alþýdublaðsins í síma (91) 14900 Glæsileg fundahöld BSRB um kjaramálin: Alger einhugur um að fella sáttatillöguna Kristján Thorlacius, formaður BSRB, var inntur eftir þvi hvemig staðan væri i baráttu opinberra starfsmanna og hvernig fundahöld um sáttatillöguna hefðu gengið. Hann hafði þetta að segja: ,, Funda höld okkar hafa gengið einstak- lega vel og fundarsókn hvarvetna verið stór- um betri en við þorðum að vona. óhætt er að fullyrða, að fundar- sóknin nú sé tvöfalt meiri en þegar við kynntum á fundum samningana um verk- fallsréttinn. Töldum við hana góða þá.” ,,En hvað um við- brögð fundarmanna við sáttatillögunni ? ’ ’ ,,Þar hefur rikt al- gjör einhugur um að fella tillöguna”. „Það má þá telja vist, að verkfall verði, ef ekki verða gerðar tilraunir til samninga áður en frestur rennur út?” „Það tel ég hafið yfir allan vafa”. ,,En nú er nokkur frestur frá þvi atkvæði hafa verið talin og þar til verkfall skylli á?” ,,Já. Við litum svo á, að úrslit verði kunn að kvöldi þess 6. október. Þá eru eftir fimm dag- ar til stefnu. Á þeim tima getur margt gerzt ef vilji er til. Auðvitað óskar enginn eftir verkfalli, en þetta er nauðvörn samtakanna gegn augljósu rang- læti.” „Á hvað munuð þið leggja aðaláherzlu ef og þegar til samninga verður gengið?” „Það er þrennt, sem við leggjum aðal- áherzluna á. Hið fyrsta er veruleg hækkun lág- launa. Annað atriði er leiðrétting á launum á miðbiki launastigans, og hið þriðja, að við fá- um viðurkennda end- urskoðun með verk- fallsrétti, á samning- unum ef einhverjir galdrar yrðu framdir á verðlagsvisitölunni, hliðstætt við réttinn, sem ASÍ fékk samning um. Þetta þrennt telj- um við mestu máli skipta.” „Og þú trúir þvi, að lokaspretturinn verði jafn frábær og baráttan hefur verið i undirtekt- um launþega?” „Já. Það er sannfær- ing min að svo verði. Ég tel öllum vera ljóst, að hér er ekkert gam- anmál á ferðinni, held- ur full alvara. Einhug- urinn og samstaðan, sem fram hefur komið, sýnir það bezt”, lauk Kristján Thorlacius, formaður BSRB máli sinu. — OS Búvöruverdið ákveðið á sama hátt og áður Ákvörðun um próf kjör á Vesturlandi — segir Gunnar — Bændur hefðu orðið kauplausir og gætu ekki keypt matog klæði né hitað upp hús sín, ef ríkisstjórn- in hefði neitað að sam- þykkja búvöruverðshækk- un. Eða að þeir hefðu kom- izt í greiðsluþrot við við- skiptaaðila sína og lána- stofnanir. Þar með væri stórfelld hætta á byggða- eyðingu í landinu, ekki að- eins í sveitunum heldur einnig á öllum þéttbýlis- stöðum, sem lifa á þjón- ustu við landbúnaðinn og úrvinnslu landbúnaðaraf- urða. Þannig svarar Gunnar Gu6- bjartsson, formaður Stéttarsam- bands bænda spurningu Upplýs- ingaþjónustu landbúnaöarins vegna nýs búvöruverös. Var i spurningunni vitnaö til ályktunar miöstjórnar ASl, þar sem segir að rikisstjórnin beri ábyrgð á verölagningunni i heild, þar sem hún hafi neitunarvald sem hún hliðri sér hjá aö nota þótt ærin til- efni séu til. Þá kemur fram i máli Gunnars, aö búvöruveröiö i sept, hafi veriö ákveöiö meö sama hætti og oftast Gudbjartsson Gunnar Guöbjartsson undanfarin ár. Teknar hafi veriö til greina hækkanir á rekstrar- kostnaði og launum, en engar breytingar geröar á magntölum, hvorki tekna eöa gjaldamegin. — Hækkanir voru allmiklar, einkum á kaupgjaldsliönum. Kemur þaö fram bæði i verölagsgrundvellin- um sjálfum og i vinnslu og dreif- ingarkostnaöi. Slátur og heild- sölukostnaöur kjöts hækkar mjög mikiö af þessum sökum. — ARH Kjördæmisráð Alþýðu- flokksins í Austurlands- kjördæmi og Vesturlands- kjördæmi hafa enn ekki ákveðið hvernig háttað verður prófkjöri i þessum kjördæmum. Nú hefur hins vegar verið boðaður fund- ur í Kjördæmisráði Al- þýðuflokksins i Vestur- landskjördæmi sunnudag- inn 2. þessa mánaðar. Fundurinn verður hald- inn i Hótel Borgarnesi og hefst klukkan 14. Aðalmál fundarins verður: Próf- kjör um val frambjóðenda við Alþingiskosningar. Þá mun væntanlega verða ákveðið hvenær prófkjörið skuli fara fram og hver háttur verður hafður á þvi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.