Alþýðublaðið - 29.09.1977, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1977, Síða 2
2 Fimmtudagur 29. september 1977 Biksvartur kross á lofti og hakakross á klæðunum ræflarokkstízkan allsrádandi vid tolleringar í MR í gær MeB biksvartan krossinn háttá lofti, hakakrossinn áermum og höfuöfötum, réðust efribekkingar i Menntaskólanum gamla í Reykjavík að busum skólans i gær og vigðu þá inn I samfélag sitt. Hempu- og kragaskrýddir fyrirsvarsmenn skólalifsins stigu þá á húsþak og hélt sá fremsti þeirra tölu, til útskýringar þvi sem fram átti að fara, meðan lýð- urinn heilsaði að þeim sið er austurriskur ofstækismaður eitt sinn innleiddi i Þýskalandi. Ræflarokkstizkan var yfirgnæf- andi I klæðaburði og andlitssnyrt- ingu, þótt snyritvörurnar væru ef til vill fremur krit og tússlitir, en augnskuggar og kinnalitur frá Estee Lauder. Athöfn þessi var, i styztu máli sagt, fremur hvimleið á að horfa. Hún hefur nú verið árleg hefð um hundrað og þrjátiu ára skeið, eða svo, en i ár tók hún á sig rudda- legt yfirbragö, sem lltill sómi er að og nemendur MR ættu að leið- rétta. Ærslerueitt, ofbeldi annað. Auk alls annars hafa þeir siða- meistarar er efribekkingar hafa valið sér þetta ár, einkum foringi Hitler, jafnan verið taldir fremur neikvæðir handleiðslumenn. Enginn sá er horfði á aðfarirn- ar i gær getur þó efast um þaö þrennt er skaut upp i huga blaða- manna Alþýðublaðsins: 1. íslenzkir unglingar eru engir eftirbátar annarra i þvi að til- einka sér afkáraleikann* 2. íslenzkir unglingar þarfnast mikillar athygli. 3. Islenzkir unglingar hafa gaman að þvi að láta geta sin i fjölmiðlum, þvi þarna var margt sett á svið og jafnan tekið ivið harkalegar á busunum ef mynda- vél var nálægt. Nóg var samt þótt ekki væri aukið á. Myndirnar sem hér fylgja með voru teknar við tolleringarnar I gær. — Aldagamalli hefð snúið í ruddaskap Frá Sjóklœðageráinni Skúlagötu 51: Við kvnnum nýtt vörumerki fyrir hin landsþekktu sjó- og regnklæði okkar. Á Skúlagötu 51 framleiðum við nú eins og undanfarin 10 ár: 66°N Sjókheði 66°N VínylgJófann 66°N Slagveðursfatnað barna 66°N Regnklæði 66°N Svuntur og flökunarsloppa 66°N Slagvcðursfatnað fuliorðinna: fyrir frystihús Dömu og herra sportfatnað SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 Sími 11520

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.