Alþýðublaðið - 15.10.1977, Síða 1
LAUGARDAGUR 15.0KT0BER
216.
-1977-58. ARG.
Ef bladid berst ekki
kvartið til
Alþýdublaðsins í
sfma (91) 14900
Kjaradeilunefnd sinnir ekki störfum sínum
Skipar látnum mönn
um til starfa sinna
„Það hefur skapazt nokkur
órói innan heilsugæzluþjónust-
unnar og stafar hann beinlinis
af afglöpum stjórnar rikis-
spitalanna og kjaradeiiunefnd-
ar, sem ekki hafa staðift eins og
skyldi að ákvörðunum um það
hvcrjir skyidu vinna og hverjir
ekki. Það kom i ijós, þegar við
ioks.eftir nokkurt vafstur, feng-
um listana yfir þá sem vinna
skyldu fyrsta dag I verkfalli, aft
kjaradeiiunefnd hafði unnið
samkvæmt starfsmannaskrá
frá þvi 1 febrúar. Þvi skikkuðu
þeirtil vinnu iátið fólk, fólk sem
er erlendis og fólk sem er hætt
störfum hjá rikisspitulunum,
sögðu forráðamenn BSRB á
blaðamannafundinum i gær.
„BSRB mun eindregið starfa i
samræmi við þau lagaákvæði að
halda skuli uppiöryggisgæzlu og
heilsugæzlu, en staöreyndin er
sú, aö þrátt fyrir umkvartanir
okkar, tilraunir okkar til að
koma þessu heim og saman,
þannig aö þessi þjónusta geti
gengið eðlilega fyrir sig, hefur
hinum aöilanum, þaö er kjara-
deilunefnd, ekki tekizt að rækja
hlutverk sitt sómasamlega,
sögöu þeir ennfremur, og það
getur starfsfólkiö ekki búið við.
Þetta er dómstóll sem hefur
viðtæk völd. Ekki minni völd i
raun en þeir dómstólar, sem
dæma okkur i varöhald og fé-
sektir, þvihann hefuri hendi sér
að dæma af fólki lögbundin
borgararéttindi, það er verk-
failsrétturinn. Þvi verður þessi
dómur að taka hlutverk sitt al-
varlega, eins og vera ber.
I morgun geröist það, að
starfsfólk á endurhæfingardeild
Borgarspitalans gekk Ut, eftir
aö hafa beðið i klukkustund eftir
Urskurði frá kjaradeilunefnd.
Þaðgæti farið svo, ef kjaradeil-
unefnd ekki sér að sér, aö
starfsfólkinu myndi fækka, þvi
það fólk sem hefur unniö undan
íarið, án þess aö hafa Urskurð
kjaradeilunefndar bak við sig,
þaö hefur meðal annars starfað
vegna eggjunar okkar og þar
sem það hefur ekki verið svipt
verkfallsrétti sinum, er þaö aö
vinna launaiaust.”
TELEX-DEILAN:
Ekki samræmi í úrskurð-
um kjaradeilunefndar
„Það munu vera um tvö hundr-
uð og fimmtiu telexnúmer starf-
andihjá Landsfma tslands, þar af
tvö hundruö þrjátiu og þrjú hjá
ýmsum viðskiptaaðilum, en
sautján hjá sendiráðum og
stjórnarstofnunum rikisins. Við
fáum ekki séð á hvern hátt það
tengist öryggisgæzlu eða heilsu-
gæzlu að tvö hundruð þrjátiu og
þrjú fyrirtæki hér haldi telexsam-
bandi við viðskiptavini sina er-
lendis og þvi teljum við að kjara-
deilunefnd hafi farið út fyrir
verksvið sitt með þvi aft úrskurða
að skipt skyldi um gataspjöld I
telexstöðinni. Þessi spjöld eru
ennfremur eingöngu til verðút-
reikninga, en ekki tengd gangi
stöðvarinnar sjálfrar þannig að
úrskurðurinn er algeriega
Kennslufall vegna verkfalls húsvarda:
Á ekki stoð í lögum
— Þeir hjá menntamáiaráðu-
neytinu segjast hafa borið þetta
mál undir lögfræðinga — ótil-
greinda — og þeir telja fráleitt,
að unnt sé að stöðva kennslu I
skólunum vegna verkfalls hús-
varða, sagði Ingvar Asmunds-
son i Menntaskólanum við
Hamrahlið, þegar blaðið ræddi
vift hann i gær.
Menntamálaráðuneytiö hafði
gefið út fyrirmæli þess efnis, að
segir mennta-
málarádherra
kennsla í öldungadeild skólans
skyldi hefjast i gær, samkvæmt
stundaskrá. Einnig átti kennsla
i skólanum aö hefjast i gær, en
þar sem fyrirmælin bárust seint
og sýnt aö útilokað er að ná telj-
andi hópi nemenda saman á
laugardegi, hefur verið ákveðið
að almenn kennsla skuli hefjast
á mánudaginn, samkvæmt
stundaskrá.
Kennsla I menntaskóium hef-
ur legið niöri vegna verkfalls
húsvarða skólanna, en sam-
kvæmt ummælum Ingvars As-
mundssonar hér aö framan, tel-
ur ráðuneyti menntamála aö
slikt hafi sér ekki lagalega stoö
og hefur þvi gefið þessi fyrir-
mæli.
—hm
Verður framfylgt
„Húsverðir framhaldsskól-
anna eru allir, eða lang flestir,
innan BSRB. Þeir hafa með
höndum ákveöin störf i skólun-
um, til dæmis að opna skólana,
loftræsta þá eftir þörfum, stilla
hitunarkerfi, hleypa á rafkcrfi,
sem teljast morgunverk sam-
kvæmt skilgreiningu vinnuveit-
andans, og þvi verftur að teljast
eðlilegt að kennsla falli niður ef
þeireru i verkfalli. Sú ákvörðun
hefur verift tekin, aft verkfalli
húsvarða verði framfylgt af
hálfu BSRB á mánudag, þótt
ekki hafi enn verið tekið ákvörð-
un um það hvernig að því verður
segja forráda-
menn BSRB
staðiö, sagði Guðni Jónsson,
formaður verkfallsstjórnar
BSRB, á blaðamannafundi i
gær.
Sem kunnugt er lokuðu allir
skólar, þegar verkfall BSRB
hófst, en i gærdag sendi
menntamálaráðherra skóla-
stjórum Menntáskóla, Háskól-
ans, Tækniskóla og fjölbrauta-
skóla bréf, þar sem hann fyrir-
skipaði þeim aö taka að nýju
upp eðiilega kennslu, þrátt fyrir
verkfall húsvarða.
Um bréf þetta hafði Einar
ölafsson, formaður Starfs-
mannafélags rikisstofnana,
þetta aö segja:
„Mérkemur þaðspánskt fyrir
sjónir,efráðherra telursigþess
umkominn að hunza lögin og
brjóta á rétti húsvarða, með þvi
að skipa þeim til vinnu við
skóla, án þess að kjaradeilu-
nefnd hafi úrskurðað af þeim
verkfallsréttinn.”
Búast má þvi við verkfalls-
vörzlu við skóla á mánudag.
ógrundvallaður og við höfum
verkfallsvörzlu I telex-stööinni
áfram, sögðu forráðamenn BSRB
á blaöamannafundi i gær.
Upphaf þessa máls er það að á
fimmtudag tæmdist rekki fýrir
gataspjöld i telex-stöðinni. Þessi
spjöld eru notuð til sjálfvirkrar
verðákvörðunar fyrir hverja
notkun stöövarinnar, þannig að
siminn geti innheimt gjöld frá
notendum. Það aö spjöldin voru
uppurin þýddi að gjaldendur not-
uðu telex endurgjalslaust.
Þegar svo var komið fyrirskip-
aði póst- og simamálastjóri und-
irmönnum sinum að taka stöðina
úr sambandi, en við það rofnaöi
samband rikisins viö sendiráð er-
lendis, svo og samband sendiráða
hér út.
Á grundvelli þessa sambands-
rofs úrskuröaði kjaradeilunefnd
að einn starfsmaður simans
skyldi sviptur verkfallsrétti sin-
um og skyldi hann skipta um
spjöld. I fyrstu var maöurinn ekki
nafngreindur, svo sem vera ber,
en úr þvi var bætt, þannig að hon-
um var hleypt að stööinni.
Forráöamenn BSRB gengu I
gær á fund samgönguráðherra og
báru fram kvartanir vegna úr-
skurðar nefndarinnar. Bentu
BSRB-menn á það, aö spjöldin
væru ekki afgerandi fyrir gang
stöðvarinnar, en báru jafnframt
fram þaö tiiboð, að undanþága
skyldi veitt til að spjöldin færu á
sinn stað og telex-númerum rikis
og sendiráða haldiö opnum, ef i
staðinn yrði lokað númerum við-
skiptaaðilanna.
Bentu þeir I þessu sambandi á
fyrri ákvöröun kjaradeilunefnd-
ar, þegar hún synjaði beiðni
Seðlabanka Islands, þess efnis að
telex-númeri hans yrði haldið
opnu. Taldi kjaradeilunefnd það
óþarft.
Væntanlega hefur aftur skort
spjöld i stööina síðari hluta dags i
gær.
Uti-
fundur-
inn á
torginu
Svo sem kom fram I blaöinu
I gær heldur BSRB útifund á
Lækjartorgi i dag, og hefst
hann klukkan 13.30.
Ræöumenn á fundinum
veröa:
Haraldur Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri BSRB
Valgerður Jónsdóttir frá
Hjúkrunarfélagi tslands
ólafur S. Ólafsson, form.
Landssambands framhalds-
skólakennara
Valgeir Gestsson, formaöur
Sambands islenzkra barna-
kennara
Agúst Geirsson.formaður Fé-
lags isienzkra simamanna
Einar Ólafsson, formaður
Starfsmannafélags rikisstofn-
ana.
Fundarstjóri veröur Kristján
Thorlacius, formaður BSRB.
Fundarefni er kynning á
stöðunni I launamálum og
verkfalli BSRB og eru allir
velkomnir. Sérstaklega hvet-
ur BSRB almenning til að
mæta, þvi fundurinn er ekki
siður ætlaður til að kynna hon-
um viöhorf og stöðu BSRB.
Formanni starfsmannafé-
lags Reykjavikur, Þórhalli
Halldórssyni, var boðið að
verða meöal framsögumanna
á fundinum, en hann þáði ekki
og vildi ekki senda annan I
sinn stað frá þvi félagi.