Alþýðublaðið - 15.10.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1977, Síða 3
sssr Laugardagur 15. október 197/ Frumvarp Benedikts Gröndal á Alþingi: 18 ára kosniragaaldur til sveitarstjórna Umræður um ýmislegt sem lýtur að þing- og sveitarstjórn- arkosningum eru ofarlega á baugi um þessar mundir: Þing- menn stjórnar og stjórnarand- stöðu kynna nú á Alþingi frum- vörp og tillögur um ýmislegt sem varðar þessi mál. Meðal þeirra mála sem þegar eru fram komin í þessum flokki er frumvarp til laga, flutt af for- manni Alþýðuflokksins varð- andi kosningar til sveitar- stjórna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi að kosningarétt til sveitarstjórna fái allir þeir sem orðnir eru 18 ára, í stað 20 ára eins og nú er. Þessu er unnt að koma á með einfaldri laga- breytingu. Aldur þeirra sem rétt hafa til að kjósa til Alþingis er hins vegar ákvarðaður I stjórnarskránni og verður ekki breytt nema til komi stjórnar- skrábreyting. 1 greinargerð frumvarpsins er þess getið að i fjölmörgum löndum hafi kosningaréttur ver- ið lækkaður i 18 ár og þvert ofan i hrakspár ýmissa manna hafi unga fólkið reynst maklegt þess trausts sem þvi hefur verið sýnt. Þá er greint frá baráttu Al- þýöuflokksins fyrir lækkun kosningaréttar, og þess getið að krafan um 18 ára kosningaaldur hafi verið sett á oddinn þegar árið 1963. Barátta þessi hafi leitt til lækkunar i 20- ár árið 1965. Málið hafi verið tekið upp að nýju á þingi 1974 og á öllum þingum siðan. 1 greinargerðinni er frá þvi sagt, að ástæðan til þess að ein- ungis sé lagt til að kosningaald- ur til sveitarstjórna breytist sé sú að til þess þurfi einungis lagabreytingu, en eins og fyrir segir þarf stjórnarskrárbreyt- ing að koma til ef breyta eigi kosningaaldri til Alþingis. ES Félagsvistin í Ingólfskaffi Nú i dag fer af stað fyistihluti félagsvistar Alþýðuflokksins. Um er að ræða þriggja kvölda spila- keppni og verður fyrsti dagurinn spilaður i Ingólfskaffi (Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu), en ekki Iðnó eins og áöur hafði verið aug- lýst. Spilið hefst kl. 2.00 e.h. Veitt veröa verðlaun eftir hvern dag keppninar og síðan heildar- verðlaun aö keppni lokinni. Siðari spiladagarnir tveir fara fram i Iðnó (uppi) 29. október og 15. nóvember. ES Vélritunarstúlkur í verkfalli: Fréttatilkynningin handskrifuð rá monntamálaráðunoylinu. 'ÍCV't't Neyðin kennir naktri konu að spinna. Menntamálaráðuneytiö þurfti að senda fréttatilkynningu þá, sem hér sést, til fjölmiöla. En nú var illt i efni. Verkfall var skolið á og margt starfsfólk ráðu- neytisins i verkfalli. Þar á meöal vélritunarstúlkur. Ekki verður það dregið I efa hér, að aörir starfsmenn ráðu- neytisins en vélritunarstúlkurnar hafi kynnt sér hagnýta vélrit- unarkunnáttu, en svo mikið er vist, að fréttatilkynningin var handskrifuð. Við veröum þvi að álykta, aö samstaðan með verkfallsmönn- um sé svo mikil, að menn veigri sér við að fara inn á verksvið vél- ritunarstúlknanna. —ATA ráðstöfun Lítið tæki en nytsamt, leka- straumrofi kallast það; örugg- asti varnarbúnaðurinn gegn því að tjón, hætta og óþægindi skapist af rafmagni. Lekastraumrofi rýfur straum- inn á stundinni ef það leiðir út. Er hann i rafmagnstöflunni hjá þér? Sjálfsögð öryggisráðstöfun á heimilum og vinnustöðum. Forðist eldsvoða og slys. Leitið nánari upplýsinga. RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustig 19. Reykjavík Símar 21700 2 8022 Leggjum nýtt - lögum gamatt Félagsvistin Af ófyrirsjáanlegum ástæðum verður fyrsti spiladagur félagsvist- arinnar haldinn f Ingólfskaffi (Alþýöuhúsinu við Hverfisgötu, gengiö inn frá Ingólfsstræti), en ekki f Iðnó eins og auglýst hafði verið. « Fyrsti spiladagurinn er i dag laugardag og hefst kl. 2.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.