Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER Ritstjórn bladsins er til húsa íSídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsfml frétta- vaktar (91) 81976 Geirfinns- og Gudmundarmál: ( gærdag voru kveðnir upp í sakadómi Reykja- víkur, dómar i Geirfinns- og Guðmundarmáli. Voru þeir Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson báðir dæmdir til að sæta ævi- löngu fangelsi og mun þetta vera í fyrsta skipti samkvæmt núgildandi lögum að svo strangri refsingu er beitt. Tryggvi Rúnar Leifs- son var dæmdur í 16 ára fangelsi, Guðjón Skarp- héðinsson í 12 ára fang- elsi, Albert Klahn Skafta- son í 15 mánaða fangelsi og Erla Bolladóttir var dæmd tilað sæta fangelsi í 3 ár. t dómuui fjögurra slöast nefndu er alls staðar gert ráð fyrir að sá timi sem þau hafa þegar verið i fangelsum vegna rannsóknar þessara mála, komi til frádráttar refsingum þeirra. Að auki er ákærðu, Kristjáni Viðari, Sævari Marinó, Tryggva Rúnari, Guðjóni, Albert Klahn og Erlu gert að greiða saksókn- aralaun til rikissjóðs að upphæð 1 millj. króna óskipt. Þá er ákærðu gert að greiða skipuðum verjendum sinum réttargæzlu og málsvarnarlaun samtals að fjárhæð 4 millj. 550 þúsund krónur sem skiptast þannig milli þeirra. Kristján Viðar skal greiða Páli A. Pálssyni hdl. kr. 900.000, Sævar Marinó, Jóni Oddssyni hr. 900.000 krónur, Tryggvi Rúnar, Hilmari Ingimundar- syni hr., kr. 700.000. Guðjón, Benedikt Blöndal, hr., krónur 700.000, Albert Klahn, Erni Clausen, hr., kr. 650.000 og Erla skal greiða Guðmundi Ingva Sigurðssyni, hr., kr. 700.000. Annan sakarkostnaö en þann sem hér hefur verið tiundaður ber ákærðu að greiða óskipt. Þá voru Sævar Marinó, Erla og Tryggvi Rúnar dæmd til aö greiða nokkrum aðilum skaða- bætur. Akæröu, Kristján Viöar og Sævar Marinó eru taldir sannir að sök um að hafa svipt tvo menn lifi i bæði skiptin með þriðja manni og að hafa borið rangar sakir á fjóra menn sem leiddu til þess að mönnum þess- um var haldiö i gæzluvarðhaldi svo mánuðum skipti. Auk þess hafa þeir verið fundnir sekir um nokkur auðgunarbrot og Sævar Marinó um skjalafals og smygl á fikniefnum. Aður hefur Kristján Viðar hlotið dóma fyrir auðgunarbrot Tveir hlutu ævi- langt fangelsi — þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp skv. gildandi lögum og likamsárás og Sævar hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað. Tryggvi Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa ásamt Kristjáni Viðari og Sævari Marinó svipt einn mann lifi, fyrir nauðgun, brennu, sem hafði i för með sér almannahættu og nokkra þjófn- aði. Hann hefur nokkrum sinn- um áður hlotiö refsidóma fyrir auðgunarbrot, likamsárásir o.fl. Guðjón Skarphéðinsson er sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari og fyrir smygl á fikniefnum hingað til lands.Hann hefur aldrei áður gerzt sekur um refsiveröa hátt- semi. Albert Klahn er sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á þvi er ákærðu sviptu Guðmund Ein- arsson lifi og fyrir sölu, neyzlu og dreifingu á fikniefnum. Hann hefur aldrei áður sætt kæru eða refsingu. Erla Bolladóttir er fundin sek um rangar sakargiftir, sem voru til þess fallnar að valda velferðarmissi fjögurra manna. Þá er hún sakfelld fyrir að tálma rannsókn á morði Geir- finns og fyrir skjalafals og auðgunarbrot. Hún hefur hvorki sætt kæru né refsingu áður. Breyttir framburðir ekki teknir til greina. t niðurstöðum dómsins kemur fram, að lögfull sönnun þykir fram komin fyrir þvi að þeir Kristján Viðar, Sævar og Tryggvi Rúnar hafi veitzt að Guðmundi Einarssyni með lik- amlegu ofbeldi og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af. Svo sem fram hefur komið lá fljótlega fyrir játning hjá ákærðu varðandi morðiö á Guð- mundi Einarssyni, en siðar breyttu ákærðu framburöi sin- um og drógu játningar til baka. I dómsskjölum kemur fram aö ekki er taliö að ákærðu hafi fært fram nein haldbær rök til stuðn- ings breyttum framburði sinum og er breytingunum þvi hafnað. Svipaða sögu er að segja varðandi morðið á Geirfinni Einarssyni. Þar lágu fyrir játn- ingar sakborninga, sem þeir siðan drógu til baka. Telja þeir nú að þeir eigi engan þátt i hvarfi Geirfinns og viti ekkert um það. Jafnframt hafa þeir beint ásökunum að rannsóknar- lögeglumönnum og fangavörö- um og halda þvi fram að þeir hafi verið leiddir við yfirheyrsl- ur og verið sagt hvað þeir ættu aðsegja. Þessum breytta fram- burði visar dómurinn á bug. Svo sem fram hefur komið breytti eitt höfuðvitnið i Geir- finnsmálinu, Sigurður Óttar Framhald á bls. 10 SJúkratryggingagjaldid hreinn launamannaskattur: Launþegar helmingi hærri tekjuskatt en fyrirtæki Atvinnureksturinn 4500 millj- ónir — Launþegar 800 milljónir Gylfi Þ. Glslason gagnrýndi harðlega á þingi i gær frumvarp rikisstjórnarinnar um breytingar á almanna- tryggingalögum, sem gera ráð fyrir að sjúkra- tryggingagjald hækki úr 1 i 2%. Þessi hækkun á að færa rikissjóði 1900 milljónir króna í auknar tekjur. Sagði Gylfi, að hér væri á ferðinni hreinn launamannaskattur. Hann benti á, að .engin útsvör væru lögð á fyrir- tæki, og spurði af hverju ekki væri lagður veltu- skattur á þau. Hann sagði, að þessi breyting hefði i för með sér aukna skattbyrði, er næmi um 2000 milljónum króna, vegna óbreyttrar skatt- visitölu. Þá benti Gylfi á, að álagöur tekjuskattur á atvinnurekstur næmi I ár 4,5 milljörðucn króna, en á launþega væri lagður 8 millj- arða króna tekjuskattur. Auk þess greiddi fjöldinn allur af at- vinnufyrirtækjum engan tekju- skatt. Hann sagði, að velta þeirra fyrirtækja, sem tekjuskattur væri lagður á, næmi 435 milljörðum króna. Þau greiddu þvi um 1% af veltunni i tekjuskatt. Velta atvinnufyrirtækja á þessu ári yrði um 600 milljarðar króna. 1,9 milljarðar, sem á að taka af launamönnum með hækkun sjúkratryggingagjaldsins, væri 0,3% af þessari veltu, eða þriðj- ungur úr prósentustigi. Eitthvaö merkilegt eru þeir aö ræöa þarna fyrir framan þinghúsiö gömlu mennirnir. Þaö er ef til vill ekkert ómerkara en þaö sem rætt er innandyra I þeirri ágætu byggingu. Verkamað- ur beið bana Kl. 10.20 i gærmorgun var lögreglu og sjúkra- liði tilkynnt um banaslys um borð í Bakkafossi, þar sem skipið lá i Sundahöfn. Hafði verkamaður klemmzt til bana við opnun lestar skipsins og virðist svo sem hann hafi látizt samstundis. Vinnufélagar mannsins höfðu farið i kaffi, eftir að lest- arnar höfðu verið opnaðar og kom þá fyrst I ljós hvaö skeö haföi þegar þeir komu aftur, en enginn hafði oröið var við þegar slysið átti sér stað. 1 Bakkafossi eru lestarlúgur af svokallaðri „harmoniku- gerð”, og hefur maðurinn fest milli lúganna, er þær féllu saman við opnun. Yfirvinnubannid heldur áfram Engar vidrædur enn við flugumferðarstjóra „Enn hefur ekkert verið við okkur rætt, og því að sjá að menn séu ekki óhressir með ástandið," sagði Ingvar Valdimars- son, formaður flugum- ferðarstjóra í viðtali við Alþýðublaðið i gærkvöldi. t fyrravköld var tveimur flug- vélum leyft að fljúga til Akureyr- ar á undanþágu, og sagði Ingvar að sú undanþága hefði verið veitt i ljósi þess að flugumferðarstjór- ar hefðu ætið átt ágæt samskipti við flugfélögin, en i þetta um- rædda sinn hefði tafizt að vélarn- ar kæmust af stað og biðu farþeg- ar og varningur i tvær vélar flutn- ings. „Þetta þýðir þó ekki að við munum gera slikar undanþágur daglega,” sagði Ingvar. Aðeins einn maður mætti til vinnu i gærmorgun og gathann að vonum ekki sinnt öðru flugi en áætlunarflugi, en rétt að geta þess að veðurs vegna var litt um annað flug að ræða. 1 fyrradag stóð til að vörur og farþegar til Akureyrar yrðu flutt- ir til Húsavikur og ekiö þaöan i áfangastað, en þegar til kom var ástand þess vallar ekki með þeim hætti að það væri gerlegt. Þetta ástand á flugmálum nú rétt fyrir jólin kemur sér að vonum afar illa og likur á að það kunni að trufla jólahald viða. _ AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.