Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 20. desember 1977; ------------- alþýðu- blaðid (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. 1 Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er I Slöumúia 11, slmi 81866. Kvöldslmi fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, , Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500 krónur á mánuði og 80 krónur I lausasölu. .. . . HIN HLIÐIN A VERÐBÓLGUNNI í öllum umræðum um verðbóiguóvættinn hefur verið einblínt á þau áhrif, sem hann hefur á efna- hagslíf þjóðarinnar. Réttilega er bent á hvern- ig hann færir allt verðlag og kaupgjald úr skorðum, mylur krónuna í æ smærri brot og brjálar allt verðmætamat. En ekki er síður ástæða til að gefa gaum þeirri siðferðilegu upplausn, sem verðbólgan veldur. Langvarandi verðbólga sljóvgar gildismat al- mennings gagnvart pen- ingum og hverskonar verðmætum. Stór hópur manna hefur á sama tíma látið lífsgæðakapp- hlaupið villa sér sýn, og öllu er fórnað til að halda í við náungann. Á undanförnum miss- erum hafa sjúkdómsein- kenni verðbólguveikinnar komið í Ijós í mörgum myndum. Svik og prettir í meðferð fjármuna verða stöðugt algengari og þjóðin fyllist undrun og skelfingu vegna þeirra afbrota, sem sjá dagsins Ijós. Þau virðast engan enda ætla að taka. Menn hugleiða hvað geti valdið þvi, að fólk baki sér og sínum óham- ingju og sorg með því að draga sér fé annarra, falsa skjöl og brjóta lög á margvislegan hátt í auðg- unarskyni. Ástæðurnar geta auðvitað verið fjöl- margar, en sú er vafa- laust helzt, að virðing manna f yrir peningum og annarra eignum hefur farið dvínandi. Þá hefur kapphlaupið um iífsgæðin orðið að blindri eftirsókn í ímynd- uð gæði. Áróðurinn fyrir gerviþörf unum hefur brenglað mat manna á raunverulegum þörfum og þeir f ylgja með, í sum- um tilvikum fremur nauðugir en viljugir. Þessa hlið afleiðinga verðbólgunnar verður að gaumgæfa betur en gert hefur verið. Þjóðin getur ekki kastað á giæ gömlum og nýjum lögmálum um heiðarleika og ábyrgð, án þess að alvarlegt tjón hljótist af. Það, sem nú hlýtur að valda mestum áhyggjum, er sá rökstuddi grunur, að þjóðin sé gegnsýrð af verðbólguhugsunarhætt- inum, orðin sljó gagnvart þeim reglum, sem í heiðri hafa verið hafðar, og haf i að nokkru leyti glatað virðingu fyrir peningum og verðmætum. Gegn þessari óheilla- þróun verður að snúast af krafti. Það er ekki síður vegna þessa, að allir verða að taka höndum saman í baráttunni gegn verðbólgunni. Það er ekki nóg að tala um hana og bölva henni, heldur verða allir ábyrgir menn, jafnt st jórnmálamenn sem aðrir að taka til höndum og berjast með raunhæf- ar aðgerðir að leiðarljósi. Allir islenzku stjórn- málaf lokkarnir eru undir sömu sök seldir, þegar rætt er um aðgerðarleysi í slagnum við verðbólgu- óvættinn. Einhver bezta nýársgjöf, sem þeir gætu fært þjóðinni, væri sam- staða I þeirri baráttu, sem ekki verður komizt hjá að heyja. Ekki er vaf i á því, að þeir munu fá alla þjóðina til liðs við sig. — ÁG UR VMSUM ÁTTUM Vindhani Mikið var mér skemmt þegar ég las „Dagskrárgrein” Þor- grlms Gestssonar I Þjóöviljan- um fyrir skömmu. Þorgrimur þessi fjallaði þar I nokkrum vel völdum oröum um málfar dæg- urlagaskrlbents Þjóöviljans, Jens Kristjáns Guös... , sem fyrr á þessu ári gegndi sömu köllun hér á Alþýðublaöinu. Grein Þorgrlms heitir „Beöiö um læsilegan texta”. Þar var aldeilis gripiö á kýlinu og ekki seinna vænna, þ\d Jens hefur leikiö lausum hala á slöum blaöa 1 tæpt ár. öll bera skrif hans vott um fremur vafasam- an málsmekk. Gagnrýni Þor- gríms var þvl þörf, þar sem les- endur slikra „poppskrifa” eru mestmegnis unglingar. Fyrst og fremst gagnrýndi Þorgrimur langar og illskiljan- legar málsgreinar „Guðsins”, auk annarra mállýta. Ekki datt mér I hug aö Jens geröist svo upplitsdjarfur aö svara þessum aöfinnslum. Llk- legra þótti mér, aö skynsemin segöi honum aö þegja heldur og láta sér að kenningu veröa á- bendingar Þorgrlms. 1 gær kom svo I mlnar hendur Dagblaöiö og þar I tfu dálka grein eftir piltinn. Er hann þar kotroskinn mjög. Hann ræöst harkalega aö gagnrýnanda sfn- um fyrir aöfinnslurnar. I þvi sambandi þótti mér mjög skop- legt aö sjá aö hann hefur þó tek- iö nokkurt miö af þeim,þvi nú eru málsgreinar allar mjög stuttar, allt niður I fjórar linur. Þrátt fyrir aö leiöbeiningarn- ar hafi átt svo greiða leiö aö hjarta dægurlagaskrlbentsins er hann hortugur mjög. Hann reynir á ýmsan hátt aö koma þvi aö mönnum aö lærifaöir hans gangi ekki alveg heill til skógar og komi þar til ýmsir fæöingargallar. Þaö veröur þó aö segjast eins og er aö heldur eru skrif Þorgrims vitrænni en þaö sem liggur eftir Jens Krist- ján. Kunningi minn sem las Dag- blaösgrein Jens, sagöi: Þetta er sú undarlegasta uppúrsuöa úr tómum grautarpotti vizkunnar sem ég hef séö. Þaö eru orö ekki fjarri sanni. Jens getur þess nefnilega I lft- illæti sinu aö á þeim stutta tfma sem hann stundaöi ritstörf fyrir Alþýöubl. hafi blaðinu áskotn- azt hvorki meira né minna en 1100 nýir áskrifendur, og lætur hann i ljós aö þaö megi þakka greinum slnum I blaöinu. Nú get ég ekki dæmt um smekk manna fyrir blaöagreinum almennt, en gaman heföi ég aö sjá þá sam- ankomna á einum staö þessa 1100 sem Jens telur aö hafi hyllzt til aö kaupa Alþýöublaöiö vegna skrifa hans f þáö. Ég hef þaö einhvern veginn á tilfinn- ingunni aö talan 11 væri nær lagi. Eftilvill heldur Jens Kristján þvlfram eftirsem áöuraö fylgj- endur hans séu 1100. Þaö er þá meir en litiö furöulegt aö þeir kaupendur hafa ekki sagt upp blaðinu eftir að guðspjalla- maöurinn hvarf héöan. Þaö skyldi þó ekki vera aö Alþýðu- blaðinu heföu hlotnazt nýir kaupendur af öörum ástæöum en þeim, aö greinar Jens Krist- jáns Guös.. fengu þar inni. Annars er afskaplega fróölegt aö bera saman skrif hans meö- an þættir hans birtust I Alþýöu- blaöinu og nú er þeir skipa önd- vegi I Þjóöviljanum. 1 Alþýöublaöiö skrifaöi hann eitt sinn um þáverandi dægur- lagaskribenta Þjóðviljans. „Þegar Klásúlur birtust ein- kenndust þær mjög af pólitík og þegar þeir sem I þær skrifuöu fjölluðu um hljómplötur, var sú plata góö sem bar einhver merki þess aö flytjandinn heföi állka pólitiskar skoðanir og AI- þýöubandalagiö. Ef ekki þá var platanléleg”.Sem sagtþaö var pólitikin sem réöi I þá daga á Þjóöviljanum. Er öídin þá ekki önnur þegar guöspjallamaöurinn Jens Krist- ján hefur nú um ndckurra mán- aöa bil lagt blaöinu til krafta slna? — Nei ætli þaö. Ekki þarf aö renna I gegn um nema eina hugleiöingu guösins um Islenzka dægurtónlist til aö sjá hinn pólitiska andvara. Svona menn voru, þegar ég slö- ast vissi til, kallaöir vindhanar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.