Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 12
alþýðu-
blaðið
Otgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Alþýöublaðsins er aö Síðumúla IX, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Askriftarsimi 14900.
ÞRIÐJUDAGUR
20. DESEMBER 1977
Tvö innbrot á Snæfells
nesi frá 1974 uppvís
Um helgína voru tveir
rannsóknarlögreglumenn
úr Reykjavik kvaddir
vestur á Hellissand, vegna
smáinnbrots, sem þar
hafði verið framið og
menn þar vestra þurftu að-
stoðar viðað upplýsa.
1 þessum leiðangri bar það til
tiðinda að sendimönnunum tókst
að upplýsa tvö gömul innbrot frá
árinu 1974 og var annað innbrotið
i Kaupfélag Borgfirðinga, þar
sem 400 þús. kr. var stolið 20. des.
það ár, en hitt var framið i
Hafnarbúðinni i Rifi og ræddi þar
um stuld á sælgæti og þess konar
varningi.
Þeir, sem sekir voru um fyrra
innbrotið, voru þrir ungir menn
frá Hellissandi en við innbrotið i
Rifi voru þeir fjórir, tveir þátt-
takenda úr kaupfélagsinnbrotinu
og tveir aðrir. Þurfti að vitja eins
hlutaðeigandi manna norður i
land, en þangað var hann nú flutt-
ur. Ekki mun enn ljóst hvort þess-
ir menn eru valdir að þvi innbroti,
sem rannsóknarlögreglumenn
voru upphaflega sendir að
rannsaka nú.
Þess má að lokum geta að
kaupfélagsstjórinn, sem á þess-
um tima var við kaupfélagið,
varð var við tortryggni i sinn garð
vegna þessa þjófnaðar á sínum
tima og það svo að hann telur sig
hafa flæmzt úr starfi af þeim sök-
um. Fagnar hann að vonum þess-
um máialokum, þótt langan tima
hafi tekið að leiða hið rétta i ljós.
AM
Velferðarþjódfélagið ísland A.£>. 1977:
Fleiri beiðnir
en oftast áður
— segja Hjálpræðishersmenn, en þeir úthluta
sem fyrr gjöfum til fátækra fyrir þessi jól
I dag eru aðeins fjórir
dagar til jóla. Dansinn
kringum gullkálfinn hefur
sjaldan verið tryllingslegri
en nú, fjölskyldur kaupa
jólagjafir fyrir fleiri
hundruð þúsund krónur og
eldhúsborðin svigna undan
krásunum, sem bera á á
borð um jólahelgina.
Það eru þó ekki allir, sem geta
tekið þátt i þessum dansi. Þeir
eru margir, sem ekki geta veitt
sér neinn munað, umfram aðra
daga ársins. Fólk, sem allt að þvi
sveltur meðan aðrir standa á
blistri af ofáti, fólk sem ekki er
aflögufært til að gefa börnum sin-
um gjafir meðan önnur börn
pakka utan af leikföngum, sem
kosta ærin pening.
Þetta fólk gleymist oft þegar
talað er um velferðarþjóðfélagið
og verðbólguna. Fyrir jólin fara
nokkur góðgerðarfélög á stúfana,
hefja safnanir, með það fyrir
Framhala á bls. 10
Pólstjarnan sökk -
Tveir menn fórust
Rækjubáturinn Pól-
stjarnan frá Drangsnesi
sökká Steingrímsf irði s.l.
laugardagskvöld. Tveir
menn voru á bátnum og
fórust þeir báðir. Hétu
þeir Jóhann Snæfeld
Pálsson, skipstjóri, Ham-
arsbæli, sem lætur eftir
sig konu og f jögur börn og
Loftur Ingimundarson,
Drangsnesi, sem lætur
eftir sig eiginkonu og tvö
börn.
Pólstjarnan hafði haldið til
rækjuveiða á laugardagsmorg-
uninn, i mynni Steingrimsfjarð-
ar. Höfðu bátsverjar haft tal-
stöðvarsamband við annan
rækjubát á svipuðum slóðum og
heyrðist siðast til Pólstjörnunn-
ar siðdegis á laugardag. Var
báturinn þá i siðasta toginu, en
siðan skyldi haldið til lands.
Þegar báturinn kom ekki
fram, á fyrirhuguðum tima var
farið að grennslast fyrir um
hann. Skömmu siðar hófu 13
skip frá Hólmavik, Drangsnesi
og Skagaströnd leit, og eins
gengu leitarmenn fjörur beggja
vegna Húnaflóa.
Um klukkan hálf tvö á að-
fararnótt sunnudagsins fannst
brak úr Pólstjörnunni i mynni
Steingrimsf jarðar, þar sem bát-
Framhald á bls. 10
Hrynur úr
Heimakletti
Um hádegisbilið i gær hrundi
allstórt stykki úr Heimakletti.
Varð þar af nokkur dynkur. 1 viö-
tali sem blaðið átti við Pál
Zophaniasson bæjarstjóra þeirra
Vestmannaeyinga kom fram að
stykkið féll úr klettinum norðan-
verðum og fbr i sjó niður rétt fyr-
ir utan innsiglingarrennuna.
Kvaðst Páll álita að hrunið hefði
úr klettinum á 50—60 metra kafla
og taldi hann ekki óiiklegt að alls
hefðu farið þar niður um 10.000
lestir af grjóti. Helzt hallast menn
að þvi að þarna hafi verið um
samspil frosts og vatns að ræða.
Vatn sezt i sprungur og eykst siö-
an mjög að rúmmáli þegar fryst-
ir.
Hrunið úr klettinum olli nokkr-
um dynkjum sem heyrðust viða
um eyna og þótti sumum likast
þvi sem jarðskjálfti væri á ferð-
inni. ES
Loks íslenskt
Berón þaó samanvió hrökkbrauö til sönrn nota. Vittu Irvort hefin* vinninginn.
Rúgkex meó osti,
(t.d. kúmenosti).
Rúgkex meó srugöri. Rúgkex meó síld og- eggi. Rúgkex meó kæfii.
KEXVERKSMIÐJAN FRON