Alþýðublaðið - 20.12.1977, Side 2
2
Þriðjudagur 20. desember 1977
Ef eitthvað þarf að fiíma
þá límir UHU allt
H.A. TULENIUS
HEILDVERZLUN
f
«!
'!
Já, þaö er gott súkkulaöiö frá Móna.
— Við fylgjumst með
braðskyni fólks og reynum
að gera þvi til hæfis.
SÆLGÆTISGEROIN
MÓNA
Súkkulaöikexið frá Móna
er bæði gott og nærandi. —
Tilvalinn miUimatur. — 1 vinnu, eða á ferðalagi.
Stekk|arhraum 1 Hatnarfiröi Simi 50300
Gód færd á vegum,
miðað við árstfma
Færð á vegum verður að
teljast góð/ miðað við árs-
tíma/ sagði Hjörleifur
ólafsson hjá Vegaeftirliti
blaðinu i gær. Á austur-
landi eru ailir vegir færir
og fært til Akureyrar og
þaðan til Hólmavíkur og
Mývatns.
Hjörleifur sagði að nú hefði
verið hið versta veður á Suður-
landi vestanverðu og hefðu verið
erfiðleikar á Hellisheiði og ekki
mátt tæpara standa á Suðurnesj-
um. Gott færi hefði hinsvegar
verið um Hvalfjörð og Borgar-
fjörð og bærilegt á Snæfellsnesi
viðast og alls staðar fært stærri
bilum og jeppum.
Brattabrekka væri nú ófær, en
fært um Heydal og frá Patreks-
firði yrði komizt um Kleifarheiði
á Barðaströnd, en ófært hefði ver-
ið frá Patreksfirði til Bildudals
um Hálfdan. Þá væri fært milli
Þingeyrar og Flateyrar, en snjó-
skriðuföll hefðu valdið erfiðleik-
um á Óshliðarvegi.
A Holtavörðuheiði hefðu snjó-
ruðningstæki opnað leið að Brú og
væri fært allt til Hólmavikur. Þá
hefði vegur verið gerður fær til
Siglufjarðar úr Fljótum i Skaga-
firði og fært var til Ólafsvikur,
eftir að rutt var fyrir Múlann.
Sem fyrr segir er færi gott eystra
og Möðrudalsöræfi eru vel fær.
AM
Iðja mótmælir óhóf-
legum hækkunum
á nauðsynjavörum
Blaöinu hafa borizt tvær
ályktanir, sem gerðar voru
áfélagsfundi í IÐJU, félagi
verksmiöjufólks, s.l.
sunnudagskvöld og fara á-
lyktanirnar hér á eftir.
Ályktun 1.
Fundur i Iðju, félagi verk-
smiðjufólks, haldinn í Lindarbæ
sunnudaginn 18. des. 1977, mót-
mælir harðlega þeim óhóflegu
hækkunum, sem orðið hafa á
nauðsynjavörum að undanförnu.
Einnig varar fundurinn stjórn-
völd alvarlega við öllum þeim að-
gerðum, er miða að þvi að skerða
núgildandi visitölu á nokkurn
hátt, eða skerða gildandi kjara-
samninga á einn eða annan veg.
Jafnframt skorar fundurinn á
samtök launafólks, að snúast
sameiginlega gegn öllum slikum
aðgerðum.
Ályktun II.
Fundur i Iðju, félagi vérk-
smiðjufólks, haldinn i Lindarbæ
sunnudaginn 18. des. 1977, mót-
mælir harðlega þeirri fyrirætlan
rikisvaldsins að krefjast 40% af
ráðsfðfunarfé lifeyrissjóðanna,
og skerða þannig verulega getu
þeirra til að gegna hlutverki sinu i
þágu launþeganna, sem eru eig-
endur lifeyrissjóðanna.
Janúar-nóvember:
Dauðaslysum í um-
ferðinni hefur fjölg-
að um meir en
Gylfi Þ.
Gíslason
TAFNAÐARSTEFNAN
Hvað vilja jafnaðarmenn (sósíaldemókratar)? Hver er
hinn fræðilegi grundvöllur stefnu þeirra? Hvaða hugsjónir
liggja að baki aðgerðum þeirra, þar sem þeir eru eða hafa
verið við völd? Slíkum spurningum og fjölmörgum öðrum
svarar bókin Jafnaðarstefnan.
Guðmundur
G. Hagalín
II » »SKAlDS«jA
Haminman er
ekki alKai ótulct
GUÐMLMXJR GISLASON HASALtN
HAMINGJAN
Hamingjan er ekki alltaf otukt segir Guðmundur Hagalín.
I þessari nýju skáldsögu bætir hann enn við hinn sérstæða
persónuleika, sem hann hefur skapað á nær 60 ára ritferli.
Hér er það lítill og ljótur maður - Markús Móa-Móri. Það
er einmitt ljótleikinn sem ræður sköpum - gerir Markús
að miklum manni og hamingjumanni.
Sir Andrew
Gilchrist
ÞORSKASTRIÐ
OG HVERNIG Á AÐ TAPA ÞEIM
Hvers konar starfsemi fer fram innan veggja erlendra
sendiráða í Reykjavík og hvert er hlutverk sendiherr-
anna? Lesið berorða lýsingu Sir Andrews Gilchrists
fyrrum sendiherra Breta á Islandi á samskiptum hans
við forystumenn þjóðarinnar á dögum þorskastríðsins
mikla 1958-60.
oé
Almenna Bókafélagið
Austurstræti 18, Bolholti 6,
simi 19707 sfmi 32620
helming
35 fár 17 ífyrra
Dauðaslysum af völdum
umferðaróhappa hefur
f jölgað verulega í ár sam-
anborið við síðasta ár.
Þannig höfðu 35 látizt af
þessum sökum í lok nóv-
embermánaðar s.l. en á
sama tíma í fyrra létust 17
manns.
Þetta kemur m.a. fram i bráða-
birgða yfirliti um umferðarslys, á
timabilinu janúar — nóvember
1977, sem Umferðarráð hefur
unnið.
1 siðasta mánuði urðu 33 um-
ferðarslys, þar sem 41 maður
slasaðist og 4 létu lifiö. A sama
tima i fyrra urðu slysin heldur
fleiri, eða 46. I þeim slösuðust 56
farþegar og 1 lét lifið. Umferðar-
slys eru þvi nokkru færri i
nóvember i ár, en á sama tima i
fyrra en fleiri farþegar hafa látizt
i ár.
Þá slösuðust allmargir gang-
andi vegfarendur i siðasta mán-
uði, eða 16. Rúmur helmingur
þeirra, eða 7 manns voru 65 ára
eða eldri og létu þrir þeirra lifið.
—JSS
Ritstjórn
Alþýðublaðsins
er í
Síðumúla 11
- Sími 81866