Alþýðublaðið - 20.12.1977, Page 5

Alþýðublaðið - 20.12.1977, Page 5
S5&" Þriðjudagur 20. desember 1977 5 N Bók- menntir Hugsjónir í brjósti voryrkjumannsins Baldur Pálmason: Hrafninn flýgur um aftaninn. Þjóðsaga 1977. Sú var tiðin að góð- skáld og jafnvel þjóð- skáld gáfu ekki út bækur fyrr en á efri ár- um. Grimur Thomsen var til að mynda um sextugt er ljóðabók kom fyrst út eftir hann. öldin er önnur nú. Þó þer það enn við að menn safni ljóðum sin- um þá fyrst á bók þeg- ar þeir eru komnir yfir miðjan aldur. Baldur Pálmason er hátt á sextugsaldri nú (f. 1919) þegar Þjóðsaga gefur út ljóðabók hans, Hrafninn flýgur um aftaninn. Bókin er fögur álitum enda búnaður hennar gerður af meistara- höndum Hafsteins Guðmundssonar. Kvæðin i bókinni eru sautján talsins og skipar höfundur þeim i þrjá kafla sem bera heitin Náttmál, Lágnætti og Otta. Dálitill eftirmáli fylgir og gerir höfundurþar nokkra grein fyrir ljóöunum. Ekki virðist Baldur Pálmason haldinn ofmetnaði varðandi störf sin i túnum Braga. Hann hefur orðið skáld- skapur innan tilvitnunarmerkja þegar hann skrifar um þessi verk sin. — Hæverska er góðra gjalda verð og það þvi fremur sem háreysti og skrum eru auö- sýnust timanna tákn. Það er mála sannast að ljóð Baldurs Pálmasonar eru flest skáld- skapur sem ekki þarf aö afsaka og sum meira að segja góður skáldskapur. Land, þjóð og saga eru Baldri hugleiknust yrkisefni og raunar fagurt mannlif hvar i heimi sem er. Striðskempum Nató og bööl- um Tékka og Slóvaka vandar hann ekki kveðjumar. En kvæö- in Leit og I suðri og norðri eru gædd hugljúfum þokka, hlýju og þeirri samkennd með þvi „lága og veika” sem löngum hefur orðið kveikja hins dýrlegasta skáldskapar. Hafter eftir ungu skáldi, sem þykir bera af jafnöldrum sinum á Bragabekk, að þaö yrki bund- inljóð þar erfrjálsa formiö sé of erfitt. Sú hefur lika orðiö raunin að háttleysan hefur oröið mörg- um fjötur um fót og órímaður leirburður siðustu tima gefur ekkert eftir holtaþokuvæli staðnaðs rimnakveðskapar. Hann er þvi miöur oft og tiðum tilþrifalaus og flatur prósi. Baldri Pálmasyni lætur betur að yrkja rimað en órimaö og þá kannski best er hættimir eru hvaö dýrastir. Ekki kann ég góðan skáldskap að greina ef Næturflug til Kazakstan er ekki skólabókardæmi um hann. Það er tvö erindi. Fyrra erindiö er svona: Vestan úr nóttunni nálgast hið silfraða skip nýrrar dagsbriinar strendur. Það siglir með vindum. Viö lftum i leiftursvip ljósklasa á báðar hendur. Þar sofa borgir við draumálfsins gigjugrip um gresjóttar Asiulendui'. Dis er einnig fagurt ljóð: ÞU stendur við dyr minna drauma i dögun hins fyrsta árs þess lifs sem ljóði mun gefast Mér hljóðnar öll sorg er ei sefast og sjatnar hver dropi társ Af dirfsku mig tekur að dreyma að þú munir gæta og geyma mins geigmyrka hjartasárs 0 gakk inn um dyr minna drauma Þá nefni ég kvæðin á Kirkjuhóli og Vornæðinga en þar er þessi rammislenska visa: Huldum, vættum, himnasmiö hermangsvésið ægir. Óskaplega erum viö orðnir litilþægir. Fleira míætti telja góðra kvæða en hihs ber ekki aö dylj- ast að fvrir kemur aö skáldinu eru mislagðar hendur. Ég nefni þar til að mynda kvæðið Tákn- mál. En þá tekst Baldri Pálmasyni yfirleitt best upp er hann yrkir erfiljóð. Hann er ekki einn um það islenskra höfunda að slá skærastan tón þegar mælt er eftir gengna samtiðarmenn. Þar höfum viö dæmin frá fyrri tiðar mönnum, m.a. ekki ómerkara skáldi en Bjarna Thorarensen. Að minu viti er kvæðið Hve hljóðlátt allt ekki einungis besta ljóö bókarinnar heldur og í flokki m innistæöustu erfUjóöa Islenskra. Ef gefið yröi Framhald á bls. 10 Pólýfónkórinn gefur út nýja hljómplötu Gloria eftir A. Vivaldi og Magnificat eftir J.S. Bach Okkur hefur borizt ný hljómptata, sem Pólýfón- kórinn gefur út og er hér um aö ræöa konsertupp- töku í Háskólabíói frá því á páskum þessa árs og hefur Rikisútvarpið gert upptök- una. Tvö verk eru á plöt- unni, Gloria, eftir A. Viv- aldi og Magnificat, eftir J.S. Bach. Flytjendur beggja verkanna eru kórinn og Kammersveit, und- irstjórn Ingólfs Guðbrandssonar, ásamt einstöngvurum. Einsöngv- arar I fyrra verkinu eru Ann- Marie Connors, sópran, Elisabet Erlingsdóttir, sópran og Sigriður E. Magnúsdóttir altó. 1 siðara verkinu syngja þessar sömu söngkonur, en að auki Keith Lew- is, tenór og Hjálmar Kjartansson, bassi. Pólyfónkórinn var stofnaður árið 1957 af Ingólfi Guðbrands- syni, sem verið hefur stjórnandi kórsins frá upphafi. Kórinn er nú orðinn þekktur viða um Evrópu af söngferðum sinum, m.a. til Eng- lands, Skotlands og Wales, Dan- merkur og Sviþjóðar, Belgiu og Austurrikis, og siðast liðið sumar fór kórinn til Italiu og söng þar i nokkrum helztu borgum Norður- Italiu við mjög góðar undirtektir. Meðal annars var sungið i Markúsarkirkjunni i Feneyjum. Hér heima hefur kórinn haldið reglulega tónleika einu sinni eða tvisvar á ári og auk þess sungið fyrir hljóðvarp og sjónvarp. „Byggðir Snæf ellsness’9 — í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggdar Nýlega er komin út bókin „Byggöir Snæfellsness", fjölbreytt aö efni. Bókin, sem er um 500 bls. skiptist í þrjá meginþætti. Tveir þeir fyrri eru um félags- samtök í Snæfellsness-og Hnappadalssýslu, svo og byggðalýsingar og félags- mál einstakra hreppa. Þá er einnig ágrip af sögu kauptúnanna. Þriðji og lengsti kafli bókarinn- ar er jarða- og ábúendatal. Eru þar upp taldir, auk núverandi bú- enda og barna þeirra, þeir sem búið hafa á Snæfellsnesi frá sið- ustu aldamótum bæði á núver- andi byggðum býlum, svo og eyðibýlum, sem eru mörg á Snæ- fellsnesi. 1 bókinni, sem er prentuð i prentsm. Odda á myndapappir (filmusett) eru á fimmta hundrað myndir, þar á meðal myndir af núverandi sveitabýlum og ábú- endum þar. Ennfremur lands- lagsmyndir og nokkrar gamlar myndir úr félags- og atvinnusögu Snæfellinga. Til útgáfu þessarar bókar var stofnað i tilefni 11 alda Islands- byggðar 1974. Jafnframt er hún afmælisrit Búnaðarsambands Snæfellinga, sem varð 60 ára þjóðhátiðarárið. Bókarskreytingu gerði Steinþór Sigurðsson, listmálari. Búnaðarsambandið gefur bók- ina út. Höfundar eru Snæfellingar heima i héraöi og brottfluttir. t ritnefnd voru Leifur Kr. Jó- hannesson, framkvæmdastjóri, Stykkishólmi, Kristján Guð- bjartsson, skattendurskoðandi Akranesi og Þórður Kárason, varðstjóri Reykjavik. Bókin fæst i Reykjavik hjá Máli og Menningu, Laugavegi 18 og i Bókaverslun Sigfusar Eymunds- sonar, Austurstræti 18. t Keflavik hjá Kristinu Guð- brandsdóttur, Smáratúni 29, Kaupfélaginu. Borgarnesi og Kaupfélagi Hvammsf jarðar, Búðardal. Auk þess fæst hún hjá ritnefnd. bragðmikið og ljúffengt heíldsölubirgðir $ Reykhús Sambandsins S.14241

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.