Alþýðublaðið - 20.12.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 20.12.1977, Qupperneq 9
9 'srigswi&K W*1* JÞriðjudagur 20. desember 1977 —F ramhaldssaean 1 r T* JT f—f • jt ' ? , vio=nliŒ 1 r-w • • rniamineiunnam ^—eftir Erik Nerlöe— Hann leit feimnislega niður. — Þvi miður hef ég slæmar fréttir að færa, sagði Frakkinn. — Yfirmaður yðar er sjúkur... fár- veikur. Við biðum eftir sjúkrabil. Monsieur Trana-Davidson hefur fengið hvert hjartaáfallið á fætur öðru. Læknarnir telja þvi miður litla von á, að... Wester virtist skelfingu lostinn, en innst inni gladdist hann. Gat hann fengið betri fréttir? Fred Smith hafði krafist þess, aö hann ryddi Trana-Davidson úr vegi... ef nauðsyn krefði. Og nú.. ef allt gengi að óskum... — Eg skil vel, aö þetta er áfall fyrir yður, sagði Duval. — En ég fullvissa yður um, að við höfum gert allt, sem i mannlegum mætti stendur til að hjálpa honum... Hann þagnaði og hlustaði spenntur. — Núersjúkrabillinn að koma. Dr. Bernard, heimilislæknirinn og ég, fylgjum honum auðvitað á sjúkrahúsið. Kannski þér viljið koma með monsieur? — Auðvitað! — Okkur tókst það! sagöi Jul- es, þegar þau komu auga á stóra einbýlishúsið, sem var hálfhulið stórum pálmatrjám. — En ef frændi þinn er farinn aftur til Parisar? spurði Vendela og það fór um hana. — Það hefur hann ekki! Sko — gluggarnir eru opnir... Hann lagði bilnum fyrir utan hliðið og stökk út. — Biðið hér, sagði hann. — Ég fer inn og læt frænda vita, að þið séuð hérna. Bjartsýni hans var smitandi. Það var hann, sem hafði talið i þær kjarkinn alla leiðina. — Henri frændi! hrópaði hann, þegar hann nálgaðist húsið. — Henri frændi! Það er ég ... Jules! Frændi hans var ekki i garðin- um, en útidyrnar voru opnar, og Jules hraðaði sér niður f forstofu. Þar svaraði heldur enginn hon- um og allt var svo tómt og kyrrt. Loks heyrði hann eitthvað á ann- ari hæð. Hann ætlaöi þangað upp, þegar þjónninn kom. — Bonjour Louis, sagði Jules. — Hvar er Henri frændi? I sþila- vitinu að venju? Þjónninn var Isvo alvarfegur, að Jules varð áhyggjufullur. — Er eitthvað að frænda? spurði hann. — Frændi yöar er ekki heima, monsieur, svaraði þjónninn lágt. — Hann fór til American Ho- spital i Nice fyrir tveim klukku- stundum. — Er Henri frændi veikur? — "Nei, en sænski gœFurinn... " Jules var kominn út áður en Louis lauk setningunni og hann hljóp i áttina að bilnum. , — Andartak, brátt- kemur 1 Bemard læknir. Þið megið biöa her._____ ___ —-—------- Hjúkrunarkona visaði Ernu og ' móður hennar inn í biðstofu i sjúkrahússins og Jules fylgdi á j hæla þeirra. Hvithæröur maður reis á fætur, ! þegar þau komu inn. i- — Jules! hrópaði hann. —En... Hann leit á konurnar tvær. — Sæll, Henri frændi, sagði Juies, —Égskalskýra það seinna fyrir þér, hvernig á þvi stendur að éger hér,enfyrstverð ég að fá að vita, hvernig sænska gestiþinum, Trana-Davidson, liður. Hann leit á Vendelu og Ernu. — Þetta er frændi minn, mon- sieur Henri Duval.. madame og mademoiselle Trana-Davidson... Monsieur Duval heilsaði þeim, en sagði svo alvarlegur i bragði: — Þvimiðurliturþettaillaút... mjög illa. Mig tekur það sárt, mesdames, en læknarnir em von- litlir. Prófessor Lefevre reyndi Hún leit á lækninn. Það var hún, sem hafði fundið Trana- Davidson, forstjóra neðst i stig- anum, þegar hún kom með penisiilinið. Hann hafði verið blár i framan og þrýst höndinni að vinstrisiðu. Hann var meðvitund- arlaus og hún hringdi tafarlaust i lækninn, Nú var hringt að dyrum. Henri Duval reis snöggt á. fætur. —■ Kannski það sé sjúkrabill- inn, læknir... Hann hljóp að glugganum og leit út, en hann sá aðeins gulan, litinn sportbil fyrir utan. Andartaki siðar kom þjónninn i gættina. — Það er herra hér, sagði hann. — Sænskur herra, sem vill tala við Trana-Davidsop for- stjóra, en... — Sænskur herra? sagði Du- val. — Ég kem að vörmu spori. Bör je Wester rétti úr sér, þegar Henri Duval kom út. Afsakiö, hvað ég kem snemma, monsieur Duval, sagði hann. — En ég er nýkominn frá Stokk'- hólmi. Mér skilst, að yfirboðari minn, Trana-Davidson, sé gestur yðar? Hann var næstum of kurteis. Svipur Duvals kom honum á ó- vart. Voru allar tilraunir hans til einskis? Voru hin komin? Var hann genginn i gildru? Hann elti tizkukónginn inn i bókaherbergið. — Mér skilst, að þér séuð einn samstarfsmanna Trana-David- sons.. ef til vill einn einkavina hans, sagði Henri Duval og þrýsti hönd unga Svians. Börje Wester andaði léttara. Hann hafði þá haft áhyggjur til einskis. Þá gat hann séð um af- ganginn. — Ég er einn samstarfsmanna hans, svaraði hann. — En að ég geti kallast vinur hans... Utvarp Þriðjudagur 20. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregn- ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl.7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgun- stund barnanna kl. 8.00: Arn- hildur Jónsdóttir les ævintýrið um „Aladdinog töfralampann” í þýðingu Tómasar Guðmunds- sonar (8). Tilkynningarkl. 9.15. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Aður fyrr á árun- um kl. 10.25: Ágústa Björns- dóttir sér um þáttinn. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Maurice André og Kammersveitin i Munchen leika Trompetkonsert i D-dúr eftir Franz Zaver Richter, Hans Stadlmair stj./Jost Michaels leikur með sömu hljómsveit Klarinettu- konsert nr. 3 i G-dúr eftir Jo- hann Melchior Mol- tar/Kammersveitin I Zurich leikur Concerto grosso i a-moll nr. 4 op. 6 eftir Handel, Ed- mond de Stoutz stj. 12.00 Dagskráin. Tóiúeikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.40 Hvers vegna próf? Gunnar Kristjánsson tekur saman þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar Suisse Romandi Hljómsveitin leikur ,, 'Veiðimanninn út- skúfaða”, sinfóniskt ljóð eftir César Franck, Ernest Anser- met stj. NBC-sinfóniuhljóm- sveitin leikur „Siegfried Idyll” eftir Richard Wagner, Arturo Toscanini stj. Isaac Stern og Sinfóniuhljómsveitin I Fila- delfiu leika Fiðlukonsert nr. 1 í g-moll op. 26 eftir Max Bruch, Eugene Ormandy stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfegnir). 16.35 Popp 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt og efnir til jólaget- raunar. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.45 Rannsóknir I verkfræði — og raunvisindadeild Háskóla tslands. Oddur Benediktsson dósent talar um rannsóknir og kennslu i rafreiknifræði. 20.10 Fantasia appassionata op. 35 eftir Henri Vieuxtemps 20.30 titvarpssagan: „Silas Marner” eftir George Eliot Þórunn Jónsdóttir þýddi. Dagný Kristjánsdóttir les (13). 21.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Guðrún A. Sfmonar syngur Is- lensk lögGuðrún Kristinsdóttir leikur á pianó."b.Við Hrútafjörð Guðrún Guðlaugsdóttir talar við Jón Kristjánsson fyrrum bónda á Kjörseyri, — siðari viðtalsþáttur. c. Sungið og kveðiðÞáttur um þjóðlög og al- þýðutónlist i umsjá Njáls Sig- urðssonar. d. 1 gegnum öræfin Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi flytur ferðasögu frá 1943. e. Kórsöngur: Karlakór Reykjavikur syngur islensk lög Söngstjóri: Sigurður Þórðar- son. Orð kvöldsins á jólaföstu 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Harmónikulög Heidi Wild og Renato Bui leika. 23.00 A hljóðbergi: Listgreinin litilsvirta Gerald Moore spjall- ar i léttum dúr um ánægju og raunir undirleikarans og stráir um sig dæmum. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Þriðjudagur 20. desember 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Landkönnuöir. Leikinn, breskur heimildamyndaflokk- 1 ur. Lokaþáttur. Kristófer Kolumbus (1451—1506) Þegar liða tók nær lokum fimmtándu aldar vissi hver sjómaður, að jörðin er hnöttur. Evrópumenn hugðu gott til glóðarinnar að geta komist til Asiu úr vestur- átt. Með þvi móti þyrftu þeir ekki að óttast hina herskáu múhameðstrúarmenn i Austurlöndum nær. Arið 1492 tókst sæfaranum Kólumbusi, sem fæddur var á ítaliu, að telja spænsku konungshjónin á að gera út leiöangur til þess að finna vesturleiöina. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. Þulur með honum Ingi Karl Ingason. 21.35 Sjónhending. Erlendar myndir og málefni. Umsjónar- maður Sonja Diego. 22.00 Sautján svipmyndirað vori. Sovéskur njósnamyndaflokkur I tðlf þáttum. 5. -áttur. Efni fjórða þáttar: Yfirmaður Stier- litz I lögreglunni kemst að fyrirhuguöu viötali hans við Himmler. Hann þykist sjá sér leik á borði, þegar hann fær veður af samsæri Stierlitz og prestsins, sr. Schlag. Prestur- inn fær þvi að fara óhindrað til Sviss. Manninum, sem rannsakar mál Stierlitz, þykir grunsamlegt, hvernig prestin- um var sleppt úr haldi, og ákveður að hefja leit aö njósn- aranum, sem Stierlitz skaut. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 23.15 Dagskrárlok. Skák dagsins Svartur leikur og vinnur Piscitelli-Witt, Kúba 1966. l....Rxe4! 2. Bxe7, (Eða 2. Rxe4, Bd4+ og hvitur tapar minnst manni) Bd4+ 3. Kg2, Rxg3+ 4. Kh3, Bg2+ (Hxfl) 5. Kxg2, Rxf 1+ 6. Hvitur gafst upp. Ef 6. Kh3, Hf3+ 7. Kh4, Bf2+ o.s.frv. Umsjón Baldur Fjölnisson spékoppurinn ,Ha.. ha.. ég skrifaði sektarmiða á hana fyrir að leggja ólöglega, og hún sagðist skyldu galdra mig, ha.. ha..

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.