Alþýðublaðið - 05.01.1978, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.01.1978, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 3. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. JRitstjórn biaðsins er til húsa f Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvðldsfml frétta- vaktar (91)81976 i Atvinnuleysi ríkjandi hjá vörubílstjórum Við athugun á skrán- ingu atvinnulausra i Reykjavík i gær, kom fram að meðal 60 at- vinnulausra karl- manna eru 32 vörubfl- stjórar. Blaðið hafði þvi samband við Guð- mann Hannesson hjá Vörubilstjórafélaginu Þrótti og innti hann eftir orsökum þessa. Guðmann kvað þetta ástand siður en svo einstakt á þessum árstima. Bæði væri að fram- kvæmdirhjá borginni, sem veit- ir mörgum félaga vinnu og svo „Erum tvímæla- laust í í hópi láglaunafólks” — segir Guðmann Hannesson byggingaframkvæmdir væru með minna móti um þetta leyti, og hitt, að samdráttur væri hjá þessum aðilum, vegna almenns ástands mála i landinu, sem að sjálfsögðu hefði sin áhrif. Þegarsvoer ástattsem nú, er þvi ekkert óeðlilegt þótt menn láti skrá sig atvinnulausa, en Gðmann taldi að miklu fleiri hefðu sáralitið sem ekkert að gera en þessir 32, þótt ekki væru skráðir. Margir hefðust hrein- lega ekki að, sem skiljanlegt væri, og á stöð Þróttar biðu gjarnan um það bil 30 manns eftir að fá eitthvað verkefni. Þetta ástand lagaðist svo að vonum þegar voraði, en ástæða væri til að óttast áhrif sam- dráttar i framtiðinni. Félagar Þróttar eiga bifreið- ar sinar allir sjálfir og má nærri geta að vörubill er dýrt atvinnu- tæki, sem menn hlaupa ekki frá hvenær sem er. Menn hafa hasl- að sér völl i þessari atvinnu- grein og vilja stunda hana áfram. þótt atvinna sé oft stop- ul. Þriöxla vörubill munkosta um 15 milljónir nýr, en tviöxla um 10 milljónir, svo þarna er mikið fé bundið fyrir einstakl- ing. „Tvimælalaust verður að teljaað vörubilstjórar séu með- al láglaunafólks i landinu,” sagði Guðmann Hannesson. 1 samningum er sérstaklega samið vegna bilsins og fyrir manninn og þar eru bilstjóra reiknuð lægri laun en bilstjóra á Dagsbrúanartaxta, og viðhald á vörubilum er að sjálfstöðu mjög dýrt, og varahlutir og viðgerðir kostnaðarfrekar. Þróttur er að- i ili að Landssambandi vörubif- 1 reiðarstjóra, sem telur nokkur | hundruð félaga, en sjálft félags- svæði Þróttar tekur yfir Reykjavik, Kópavog, Sel- tjarnarnes, Mosfellssveit og Kjós, allt upp i Hvalf jörð. ^jyj Hún er rysjótt veðráttan á Islandi, því fengu r eykvískir vegfarendur að kenna á í gær. Tiltölulega stillt veður var um morguninn, en um miðjan dag tók að snjóa og færð að þyngjast. Þrátt fyrir að snjóruðn- ingstæki borgarinnar væru öll i f ullri notkun hingað og þangað um bæinn dugði það ekki til og víða mynduðust umferðarhnútar. Undir kvöldið gekk veðrið síðan niður og var aftur komið hið fegursta veður í gærkvöldi. Ekkert lát á fund- um vestra Ekkert lát er á samn- ingafundum Alþýðu- sambands Vestf jarða og atvinnurekenda þar í fjórðungnum. Alþýðu- blaðið reyndi árangurs- laust að ná í Pétur Sigurðsson í gærdag en hann var á fundum enn, þegar blaðið fór i prent- smiðjuna. Á skrifstofu verkalýðs- félaganna á Isafirði fengum viö þó að vita, að töluvert langt væri i land að samningar tækjust. Ekkert eitt atriði umfram önnur væri til að tef ja málið, heldur væri verið að „þrasa um kaupið” fram og aftur. —hm ...f „pílagríms- ferd” til Mekka Svo sem flestum mun kunnugt hafa Flugleiðir undanfarin tvö ár tekið að sér flutninga á mú- hameðskum pílagrimum frá Norður-Afríku og Ni- geríutil hinnar helgu borgar Mekka. Múhameðstrúar- mönnum er fyrirlagt að heimsækja þá borg að minnsta kosti einu sinni á ævinni. I opnu blaðsins er greint frá „pílagrímaf luginu" og ýmsu sem þvi viðkemur. Sáralítil loðnuveiði Bátarnir tínast á miðin Sáralitil veiði er enn á loðnumiðunum, en bátarn- ir eru að tinast á miðin og margir eru byrjaðir að kasta. 1 viðtali við loðnunefndarmenn i gær, kom fram að nú væru 24 bátar lagðir af stað og búnir að tilkynna sig, en um afla væri ekki vitað annað en það að hann væri enn mjög litill og ekki talin ástæða til að ergja skipstjóra með sifelldum og ótimabærum spurn- ingum og fréttayfirlýsingum, þegar svo stæði á. Bátarnir halda að venju á miðin fyrir miðju norðurlandi, kring um Kolbeinsey, þó enginn nær eynni en 60 sjómilur. Kváðust loðnu- nefndarmenn vona að frá ein- hverjum tiðindum yrði að segja á morgun. Mynd—GEK AM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.