Alþýðublaðið - 05.01.1978, Page 7

Alþýðublaðið - 05.01.1978, Page 7
6 Þörarinn stendur hér úti fyrir fslenzku ræðismannsskrifstofunni i Lagos, Nigeríu, ásamt starfsmanni hennar sem heitir Ogunade. Frá fyrsta pilagrimafluginu, töskufiutningunum. Myndin er tekin á Jeddah-flugvelli og töskubirgðirnar ber við vænginn. (Mynd: Þ.J.) tslendingarnir voru fyrstu gestirnir til að flytja inn á nýtt hótel I Lagos, árið 1975, Dauða Hotel. Siðan hafa þeir alltaf fengið gistingu þar, hversu troðið sem annars staðar hefur verið. Þessi mynd er þaðan. (Mynd: Þ.J.) Fólks- og gripaflutningabifreiö, eins konar allsherjar strætisvagn I Kanó. (Mynd: Þ.J.) Fimmtudagur 5. janúar 1978 í æsr Fimmtudagur 5. janúar 1978 7 Loftleiðir fóru langflestar ferðirnar f pflagrfmafluginu: Þ«ð er ekki Sheik-Abdullah Guðveithvað sem hér stendur f hópi fslenzkra flugstarfsmanna. Einn dr hópnum, Halldór velamaður, hefur komið i heimsókn frá Jeddah i Saudi-Arabiu ogskrýðist að hætti inn- fæddra. Við hrifningu viðstaddra. (Mynd: L.R.) t fhiglnu frá Alsir komu fyrir tvö sólarhringsstopp. Þá lyfti starfsfólkið sér upp og hér er það á matsölu- stað. Biður glæstra rétta. (Mynd: L.R.) ppÁkaflega gott fólk, brosandi og þakklátt” Alsirskir pilagrimar á leiö til Mekka. (Mynd: Linda Rikarðsdóttir ) A1 Hadsjiog Hadsja. Þau hafa fullnægt þeirri trúarlegu skyldu sinni að fara til hinnar helgu borgar ogeru nti á leiðheim til Alsir. (Mynd: L.R.) Eins og allir ættu að vita, stóðu starfsmenn Loft- leiða og Flugleiða i ströngum pilagrimaflutningum á siðasta ári. Hér var um að ræða múhameðstrúar- menn frá Alsir og Nigeriu og voru þeir fluttir til borgarinnar Jeddah við Mekka, hinnar helgu borg- ar múhameðstrúarmanna. í þessum flutningum tóku þátt átta flugáhafnir Loftleiða ásamt afgreiðslufólki og flugvirkjum Flugleiða, en allir samningar voru gerðir i nafni Loftleiða. Flognar voru 36+30 ferðir á leiðinni Kano — Jeddah — Kano og 2x28 ferðir á leiðinni Oran i Alsir — Jeddah — Oran, — i tveim áföngum. Stjórnandi þessara flutninga fyrir hönd Loftleiða var Þórarinn Jónsson, forstöðumaður Flugdeiidar Flugleiða. Alþýðublaðið hélt á hans fund sl. þriðju- dagsmorgun, daginn áður en hann skellti sér suður til Nigeriu til að gera upp reikningana við yfirvöld þar i landi, Þórarinn var fyrst að þvi spurður, hvers vegna Loftleiðir hefðu farið að skipta sér af flutningi píla- grima suður i Afriku. Meðan á pilagrimaflutningunum stóð áttu ekki færri en 8 starfsmenn afmæli. Auðvitað varð að halda upp á það og hin skenktu afmælisbörn- unum tertuna sem hér sést. (Mynd: L.R.) — Ástæðan til þess að við leit- um eftir þessu verkefni er sU, að okkur vantar vetrarverkefni fyrir þessi dýru tæki okkar, yfir dauða timann. Þá er náttiirlega leitað Ut fyrir landsteinana og okkur datt I hug 1975 að reyna aö fara i þetta pflagrlmaflug. Það byrjaði raunar á þvi að ég fór niöur til Accra I Ghana og var þar að reyna að ná samningum. Heföireyndar getað fengið þar 13 ferðir, en þá fékk ég upplysingar um það frá Nigeríu að þar væri hægt að fá miklu fleiri ferðir, auk þess sem þau borguðu betur. Ég fór þá yfir til Lagos og fékk þá þessa töskuflutninga. Viö fórum þá 38 ferðir með ein- tóman farangur, yfirvigt, síðari hlutann af þessu pilagrímaflugi frá Mekka til Kano og Lagos. Síðan buðum við I farþegaflugið 1976 og vorum þá með tvær vélar I staðinn fyrir eina áriö áður, og sömdum upp á 44 feröir. Fórum reyndar ekki nema 32 þá, á tveimur vélum. Astæðan var sU aö farþegar voru miklu færri en bUizt hafði verið við. Gert hafði verið ráð fyrir um 100.000 farþeg- um en þeir urðu ekki nema 72.000, þannig að viö fórum með 70% af samningnum, og raunar allir sem samið var við. Svo I fyrra buðum við aftur I þetta með tvær vélar. Samkeppn- in var mikil þarna, eftir því sem mér skilst buðu 52 aöilar í þessa flutninga en aðeins 7 fengu samn- inga. En við komum ekki nema einni vél inn I Nlgeríu, og þess vegna leituðum við til annarra landa og náðum samningi I Alsir fyrir hina vélina. Við sömdum upp á tvisvar sinnum 28 ferðir I Nigerlu og I Alslr upp á 30 feröir plUs eða mínus 10%. Við flugum svo 28 ferðir I Alslr en 36 ferðir aðra leiðina I Nígerlu og 32 hina leiðina, samtals 12 ferðir umfram samning. — Já, hUn er hörð, að minnsta kosti í Nígeriu. Ég veit hins vegar ekki hvernig það er I Alsír. Þegar viö buðum i þá flutninga, sendum við bara skeyti og fengum svar- skeyti um að gera tilboð. Viö sendum tilboð og fengum svar um hæl, að við skyldum koma og ræða við þá. Þegar ég kom til Alsír voru þarna fulltrUar frá þrem öðrum félögum I sömu hugleiðingum, en alla vega fengum við þennan samning. Reyndar ætlaði ég að reyna að ná verðinu svolítið upp frá tilboðinu, en þeir voru harðir I horn að taka. Sögðu sem svo, að ef það stæði ekki sem ég heföi sagt áður, þá væru aðrir aðilar þarna staddir sem gjarna vildu samninginn. — Þurfa félögin ekki að undir- bjóða einhver ósköp þegar sam- keppnin er svona hörð? — Þaöer borgað mjög misjafn- lega. Mér var sagt, að I fyrra hefðum við fengið sama gjald fyr- ir flutningana og Nlgerian Air- lines, en það var hæsta gjaldið sem greitt var, svo ég held að við getum verið mjög ánægðir meö okkar hlut. 1 ár fengum við svo litið eitt meira en I fyrra. — Hvenær fóruð þiö svo suöur- eftir? — Við fórum 22. október. Feng- um undanþágu hjá BSRB, sem þá var í verkfalli til að fara ilt með starfsfólkið og bjarga þessu. Farþegarnir sem við fluttum voru um það bil 31.000 frá báðum stöðunum, svo þetta er I raun og veru grlðarlegt verkefni aö fást við. Auk þess eru vegalengdirnar býsna miklar, lengri en menn gera sér grein fyrir hér heima. Þannig er leiðin frá Alsír til Jeddah állka og héðan til Chicago. Við vorum fimm og hálfan tlma til Alslr og sex og hálfan til baka. — Og þetta hefur gengiö nokk- urn veginn áfallalaust? — Þetta gekk mjög vel og ég verð að segja að það var sér- staklega ánægjulegt að vinna þarna niður frá, vegna þess að samvinnan var svo góð. Starfs- fólkið var mjög ánægt og þetta var eins og ein stór fjölskylda. Astæðan fyrir þvi til dæmis, að við fórum svo margar ferðir I Nlgerlu, var engin önnur en gott samstarf og samvinna starfs- fólksins. Við fórum, eins og ég sagði þér, 36 ferðir og það voru langflestar feröirnar sem eitt flugfélag fór. Þeir sem komust næst okkur voru frá Finnair, þeir fóru 32 ferðir. Flestir aðrir fóru 27 eða 28 feröir, allt niður I 24. Ég hef aldrei séð svona sam- hent fólk fyrr. Til dæmis var þaö svo, þegar við fengum ekki verkamenn til aö afhlaða vélina, þá geröi (áhöfnin þaö sjálf. Flug- freyjurnar fóru sjálfar upp I lest- ina og afhlóöu. — En höföu verkamennirnir ekkert viö þaö aö athuga? — Nei, það var svo mikill skortur á mannskap, að það feng- ust engir verkamenn í þetta. Þeir urðu bara fegnir. En ég veit, aö það myndu fæstar áhafnir taka I mál að gera þetta. Það þarf bæði góða samvinnu og góðan anda til að þetta sé hægt. — Hljóöar þá samningurinn ekki upp á vissan fjölda feröa? — Jú. Samningarnir hljóðuðu upp á 28 ferðir, en síðan vorum viö beðnir að fljúga eins og við gætum. Maður flaug bara eins margar ferðir og unnt var að komast yfir. Um leið og vél hafði verið afhlaðin og gerð klár til ferðar á ný, var hún fyllt af fólki og farið af stað aftur. Þannig reyndum við að ljúka þessu af sem fyrst, svo keppnin var tölu- verð I okkar fólki. Það vildi veröa númer eitt og varð það. Fjórar áhafnir voru á hvorum stað og fengu þá alltaf um það bil tveggja sólarhringa hvlld á milli ferða. Ferðin tók svona 15 tíma og stundum meira I hvert sinn. Það er mjög erfitt um hótel I Jeddah á þessum tlma, allt að þvl ómögulegt. Þau eru öll uppönt- uð á miðju sumri og á upp- sprengdu verði. Okkur þætti dýrt hér að þurfa að borga 180 dollara á nóttu fyrir hótelherbergi. — Hvaöa hátiö er þetta sem pflagrimarnir eru aö fara á á þessum tíma? — Þetta er trúaratriði hjá þeim. Hver einasti múhameðs- trúarmaður verður að fara einu sinni á ævinni til Mekka og þetta fólk er að uppfylla þær kröfur. Jeddah er næsti flugvöllur við hina helgu borg Mekka. Mér er sagt að margir séu alla ævina að safna sér fyrir þessari ferð. Hátíðin stendur yfir I 10 daga, en fólkið er yfirleitt mánuö I ferðinni. — Nú hefur heyrzt aö þessir pflagrlmar séu upp og ofan hvaö þrifnaö og alla umgengni snertir, en var þetta ekkert erfitt fyrir flugáhafnirnar? — Þetta var að sjálfsögðu erfitt flug, jú. En þetta er ákaflega gott fólk, brosandi og þakklátt. Það er auðvitað misjafnt, kemur alls staðar frá. Sumt er úr borgum og það er allt I lagi með það. En það sem kemur beint úr frumskógin- um hefur kannski aldrei séð salerni áður. Þess vegna var allt- af ein eða tvær stúlkur á vakt til að kenna því aö nota salerni, og þetta gekk ekkert illa. Eina sem hægt er að kalla leið- indi gerðist I síðustu ferðinni okk- ar. Þá sofnaði eldri maður, senni- lega sjötíu ára eða meira, og vaknaði ekki aftur. Fékk hjarta- slag á leiöinni. Ekki var drykkjunni fyrir að fara Þetta fólk má ekki smakka vín. En maður sá að þegar það var á leiðinni heim, var það ákaf- lega þreytt, en mjög hamingju- samt. Það fær nýjan titil þegar það hefur komið til Mekka. Karl- arnir bæta A1 Hadsjivið nafn sitt og konurnar Hadsja. Maður sá þegar tekið var á móti þeim heima og þeir kallaðir A1 Hadsji, '< að þá kom breitt bros á andlitið á þeim, þeir ljómuðu af ánægju. 1 heildina var þetta ákaflega gott og elskulegt fólk. Aftur á móti eru pílagrímarnir frá Alsír öðruvlsi. Þeir eru „sivil- iseraðri” ef svo má segja. Ganga mjög vel um og eru vanari aö ferðast, flestir. Hjá þeim var meiri þjónusta I mat og drykk heldur en á leiðinni frá Nlgerlu. Þeir fengu tvisvar sinnum mat á leiðinni þaðan en Nlgeríufólkið fékk yfirleitt aðeins vatns- eða gosdrykkjarflösku og pappaöskju með kjúkling og hrlsgrjónum og þess háttar. — Þaö hafa ekki komin nein óhöpp fyrir ykkur? — Einu sinni, jú. I fyrsta flug- inu frá Alsír lentum við I fugla- geri I flugtaki, þannig að við urð- um að skipta um hreyfil eftir tíu ferðir. Hefðum getað flogið leng- ur, en þá kom sólarhrings bið hjá okkur svo við skelltum okkur til Lúxemburg og þar var skipt um. En þrátt fyrir þetta óhapp með hreyfilinn var haft á orði í Alslr, að þaö væri óhætt að setja klukk- una sína eftir Loftleiðavélinni. Það kom einu sinni fyrir að viö vorum eitthvað um tlu mínútum Framhald á bls. 10 Okkur sýnist þaö vera brjóstsykur sem Linda Rlkarösdóttir flugfreyja er aö útbýta meöal pilagrimanna. Skúli Guöjónsson flugmaður og ólafur Pálsson flugvélstjóri llta hýrlega til Llndu Rikarösdóttur þegar hún tekur af þeim mynd.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.