Alþýðublaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 5. janúar 1978 SSZZr
HEYRT,
OG
HLERAÐ
Tekið eftir: Að fram-
kvæmdastjóraskipti hafa
orðið hjá Félagi islenzkra
stórkaupmanna. Július
Ölafsson hefur látið af starfi
hjá samtökunum og tekið við
starfi skrifstofustjóra Iðn-
lánasjóðs. Við hans starfi hjá
FtS tók Jónas Þ. Steinar-
sson’ viðskiptafræðingur.
Séð: 1 Lögberg-Heims-
kringlu, að blaðinu barst ný-
lega góð gjöf, 500 dollarar,
eða um 100 þúsund islenzkar
krónur frá hjónunum Svan-
ffiði og Gunnlaugi Hólm. t
bréfi frá þeim hjónum segir,
að þau vilji minnast þess, að
þau hafa lesið Heimskringlu
allt frá árinu 1908 Þau eru 93
og 94 ára gömul, og segjast
hafa átt marga ánægjustund
við lestur blaðanna.
Lesið: Einnig i Lögberg-
Heimskringlu. að Etons-
fyrirtækið hafi auglýst
brauðtegund eina undir
nafninu Icelandic Bread.
Ritstjórinn kveðst hafa vilj-
að svala forvitni sinni og
komast að þvi hverskonar
brauð þetta væri. Hann
keypti eitt stykki fyrir 60
sent. A verðmiðanum hefur
staðið, að brauðið bragðaðist
bezt, ef þaðværi étið fyrir 27.
nóvember. Hann segist hafa
borðað brauðiö fyrir þann
tima, en samt hafi það verið
vont. Það hafi ekkert átt
skylt við islenzk brauð, ekki
bragðið að minnsta kosti.
„Kannski bakarinn hafi
verið af islenzkum ættum”,
segir ritstjórinn, — iþrótta-
fréttamaðurinn góökunni,
Jón Asgeirsson.
Tekiö eftir: Að á siðasta ári
var margt „viturlegt” sagt.
Til dæmis sagði Nancy Reg-
an, eiginkona Ronalds Reg-
ans, rikisstjóra Kalifórniu:
„Ég er hlynnt dauðarefs-
ingu... hún getur bjargað
mannslifum! ” Og George
Vallace, rikisstjórinn heims-
kunni: „Það er ekki vegna
þess að ég vilji bera mig
saman við Roosevelt, for-
seta, en hann gat heldur ekki
gengið! ” Og prófessorinn við
Cambridge-háskólann, sem
sagði: „margar af þessum
rauðsokkum verða þess var-
ar að hár byrjar að vaxa á
andliti þeirra og brjóstum.
Þær breytast, verða árásar-
gjarnar og fá útlit karl-
manns. Likami þeirra fram-
leíðir meira af karlhormón-
um, testosteron, og þær
verða ófærar um að fæða
börn.” Hananú!
Heyrt: Að þessa dagana séu
þrir af sex þulum hljóð-
varpsins beinbrotnir. Jón
Múli er rifbeinsbrotinn, Jó-
hannes Arason er fótbrotinn
og Pétur Pétursson er hand-
leggsbrotinn. Gott að enginn
er málbeinsbrotinn...
ha...ha...ha...
Neyðarsímar
Slökkvilið
Slökkvilið og sjúkrabilar
i Reykjavik — simi 11100
i Kópavogi— Simi 11100
i Hafnarfirði — Slökkviliðið simi
51100 — Sjúkrabfll simi 51100
Lögreglan
Lögreglan i Rvik — simi 11166
Lögreglan i Kópavogi — simi
41200
Lögreglan i Hafnarfirði — simi
51166
Hitaveitubilanir simi 25520 (utan
vinnutlma simi 27311)
Vatnsveitubilanir simi 85477
Simabilanir simi 05
Rafmagn. I Reykjavik og Kópa-
vogi i sima 18230. t Hafnarfirði i
sima 51336.
Tekið við tilkynningum um
bilanir á veitukerfum borgar-
innar og i öðrum tilfellum sem
borgarbúar telja sig þurfa að fá
aðstoð borgarstofnana.
Hafnarfjörður
Upplýsingar um afgreiðslu i apó-
tekinu er i sima 51600.
Hafnarfjörður — Garöahreppur
Nætur- og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistööinni
simi 51100.
Kópavogs Apótekopiðöll kvöld til
kl. 7, nema laugardaga kl. 9-12 og
sunnudaga lokað.
Ýmislegt
Heilsugæsla’
Slysavarðstofan: sTmi 81200
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100, Hafnar-
fjörður sfmi 51100.
Reykjavik — Kópavogur
Dagvakt: Kl. 08.00-17.00. Mánudr
föstud. ef ekki næst i heimilis-
laakni, simi 11510.
Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00-'
08.00 mánudag-fimmtud. Simi
21230. A laugardögum og helgi-
dögum eru læknastofur lokaðar
en læknir er til viðtals á göngu-
deild Landspitalans, simi 21230.
Upplýsingar um lækna- og lyfja-
búðaþjónustu eru gefnar i sim-
svara 18888.
Læknar
Tannlæknavakt I Heilsuverndar-
stöðinni.
ilysadeild Borgarsþítalans. Simi
81200. Slminn er opinn allan
sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla, sfmi 21230.
BMW bifreið
á nr. 48660
A aðfangadag var dregið i
Happdrætti Krabbameinsfélags-
ins um átta vinninga. BMW
bifreið, árgerð 1978, kom á miða
nr. 48660. Grundig litstjórnvarps-
tæki 26 tommu með innbyggðum
leiktækjum, á númer 19391 og 20
tommu Grundig litsjónvarpstæki
á eftirtalin sex númer: 45780,
61288, 66388 , 71359, 73798 og 78745.
Fyrstu vinningarnir tveir féllu
á miða sem seldir voru i lausasölu
en hinir á heimsenda miða.
Krabbameinsfélagið þakkar
landsmönnum fyrir veittan
stuðn ing.
Safnaðarfélag Asprestakalls.
Fundur verður haldinn að
Norðurbrún 1. Sunnudaginn 8.
janúar og hefst að lokinni messu
og kaffiveitingum. Spiluð verður
félagsvist.
Samtök sykursjúkra efna til
jólafundar I safnaöarheimili
Langholtssóknar aö Sólheimum
13, fimmtudaginn 5. janúar
klukkan 15.00.
Fjölbreytt dagskrá: Söngur,
dans, happdrætti, Halli og Laddi,
veitingar og fleira.
Allir velkomnir.
Óháði söfnuðurinn.
Jölatrésfagnaður fyrir börn n.k.
sunnudag, 8. jan. kl. 31 Kirkjubæ.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Kvenfélagið.
Kvenfélag Hallgrimskirkju.
Heldur fund fimmtudaginn 5.
janúar kl. 8.30 i félagsheimilinu,
meðal annars verður spiluð
félagsvist.
Fjölmennið.
FMdcsstarftf
Auglýsing um prófkjör i Kópavogi
I samræmi viö lög Alþýðuf lokksins um próf-
kjör til undirbúnings við val f rambjóðenda við
bæjarstjórnarkosningar og með skírskotun til
reglugerðar um prókjör, sem samþykkt hefur
verið af flokksstjórn Alþýðuflokksins verður
efnttil prófkjörs i Kópavogi og mun prófkjör-
ið fara f ram dagana 28. og 29. janúar n.k.
Kjósa ber um 4 efstu sæti á væntanlegum
framboðslista Alþýðuflokksins til bæjar-
stjórnar.
Úrslit prófkjörs eru því aðeins bindandi að
frambjóðandi hljóti a.m.k. 90 atkvæði eða sé
sjalf kjörinn.
Kosningarétt hafa allir:
sem lögheimili eiga i Kópavogi, og eru orðnir
18 ára og eru ekki flokksbundnir í öðrum
stjórnmálaf lokkum eða stjórnmálasamtökum
en Alþýðuf lokknum.
Kjörgengi hafa allir þeir sem kjörgengi hafa
til bæjarstjórnar og hafa meðmæli minnst 15
flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Kópa-
vogi.
Tillögur um framboð skulu sendar til Gunn-
laugs Ó. Guðmundssonar Hlíðarvegi 42, Kópa-
vogi og verða þær að hafa borizt honum eða
hafa verið póstlagðar til hans fyrir 9. janúar
1978 en hann veitir jafnframt allar nánari
upplýsingar.
Kjörstjórn
Skartgripir
jloli.mntí lm5Son
u.ina.nirgi 30
é'imi 10 200
Flokksstarfdó
Dúnfl
Síðumúla 23
/ími #4100
Simi
flokks-
skrifstof-
unnar
i Reykjavik
er 2-92-44
Reykjaneskjördæmi
Verð með viðtalstíma um þingmál og kosn-
ingar o.f I. á skrifstof u minni að Óseyrarbraut
11, Hafnarfirði, á mánudögum, miðvikudög-
um og f immtudögum kl. 4.30 — 6.30 síðdegis,
simi 52699.Jón Ármann Héðinsson
Flokksstjórn!
Flokksstjórnarfundur verður haldinn i Iðnó, mánudaginn
9. janúar, kl. 5.
Bendikt Gröndal
Prófkjör i Hafnarfirði.
Ákveðið hefur verið að efna tii prófkjörs um
skipan f jögurra efstu sætanna á lista Alþýðu-
f lokksins í Hafnarf irði við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í vor.
Próf kjörsdagar verða 28. og 29. janúar 1978.
Framboðsfrestur er til 9. janúar næst kom-
andi.
Frambjóðandi getur boðið sig f ram í eitt eða
f leiri þessara sæta, — þarf að vera 20 ára eða
eldri, — eiga lögheimili í Hafnarfirði og hafa
að minnsta kosti 20 meðmælendur, 18 ára eða
eldri, sem eru f lokksbundnir í Alþýðuflokks-
félögunum í Hafnarfirði.
Framboðum skal skila til Jónasar Hall-
grímssonar, Þrastarhrauni 1, Hafnarfirði,
fyrir klukkan 24 mánudaginn 9. janúar 1978.
Allar nánari upplýsingar um prófkjörið er
aðfá hjá prófkjörsstjórn, en hana skipa: Jón-
as Ó. Hallgrímsson, Guðni Björn Kærbo og
Guðrún Guðmundsdóttir.
Kjörstjórn.
Prófkjör í Keflavtk.
Ákveðið hef ur verið að ef na til próf kjörs um
skipan sex efstu sætanna á lista Alþýðuf lokks-
ins i Kef lavik við bæjarstjórnarkosningarnar i
vor. Úrslit eru bindandi.
Prófkjörsdagar veröa 28. og 29. janúar 1978.
Framboösf restur er til 18. janúar næst kom-
andi.
Frambjóðandi getur boðið sig fram í eitt
sæti eða fleiri þessara sæta. Hann þarf að
vera 20 ára eða eldri, eiga lögheimili í Kefla-.
vík og haf a að minnsta kosti 15 meðmælendur,
og skulu þeir vera flokksbundnir í Alþýðu-
flokksfélögunum í Keflavik.
Framboðum skal skilað til Guðleifs Sigur-
jónssonar, Þverh.olti 9, Keflavík, fyrir
klukkan 24:00 miðvikudaginn 18. janúar 1978.
Allar nánari upplýsingar um prófkjörið
gefa Guðleifur Sigurjónsson, sími 1769, Aðal-
heiður Árnadóttir, sími 2772, og Hjalti örn
Ólason, sími 3420.
Kjörstjórn.
Alþýöuflokksfólk Reykjavík
40 ára afmælisfagnaður Kvenfélags Alþýðu-
flokksins í Reykjavik verður haldinn að
Hótel Esju, 20. janúar 1978, kl. 20.30.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Stjórnin
FUJ i Hafnarfirði
Opið hús kl. 20 á þriðjudagskvöldum í Alþýðu-
húsinu í Hafnarf irði. Ungt áhugafólk hvatt til
að mæta. fuJ
Hafnarf jörður
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Kjartan Jó-
hannsson og Guðríður Elíasdóttir eru til við-
tals í Alþýðuhúsinu á f immtudögum kl. 6 — 7.
Steypustððin M
Skrifstofarí 33600
Afgreiðsian 36470
Loftpressur og
traktórsgröfur
til leigu.
Véltœkni h/f
Sími á daginn 84911
á kvöldin 27-9-24