Alþýðublaðið - 05.01.1978, Síða 11

Alþýðublaðið - 05.01.1978, Síða 11
(Fimmtudagur 5. janúar 1978 11 ±± í j3* 1-89-36 Myndin The Deep er frumsýnd í London og borgum Evrópu um lessi jól 1$ anythlng worththeterrorof THE The Deep tslenzkur texti Spennandi ný amerisk stórmynd i litum og Cinema Scope. Leik- stjóri Peter Yates. Aðalhlutverk: Jaqueline Bisset, Nick Nolte, Robert Shaw. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Bönnuð innan 12 ára Hækkað verð Ferðin til jólastjörnunnar Reisen til julestjarnen ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 3 TONABÍÓ 3* 3-11-82 . Gaukshreiðrið (One flew over the Cuckoo's nest.) Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi Óskarsverðlaun: Besta mynd ársins 1976 Besti leikari: Jack Nicholson Besta leikkona: Louise Fletcher Besti leikstjóri: Milos Forman Besta kvikmyndahandrit: Lawrence Hauben og Bo Goldman Hækkað verð. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7,30 og 10. LKIKFílIAC. *£l lál REYKiAVlKlJK “ " SAUMASTOFAN i kvöld kl. 20,30. Þriðjudag kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. SKALD-RÓSA 4. sýn. föstud. Uppselt. Blá kort giida. 5. sýn. sunnud. Uppselt. Gul kort gilda. 6. sýn. miðvikud. kl. 20,30. Græn kort gilda. Skjaldhamrar Laugardag kl. 20,30. Miðasaia i Iðnó kl. 14-20,30. jS*M 5-44^ Silfurþotan. GENE WILDER JILL CLAYBURGH RICHARD PRYOI WWIrUIBUIHIlu SILVER STREAK'LwuiLMuus-ca.HMoata'cnM PATRICK McGOOHAN — ISLENSKUR TEXTI Bráðskemmtileg og mjög spennandi ný bandarisk kvikmynd um all sögulega járnbrautalestaferð. Bönnuð innan 14 ára Sýndkl. 5, 7 og 9. Blófuglinn. ISLENSKUR TEXTI Frumsýning á barna og fjö1sky1dumynd ársins. Ævintýramynd gerð i sameiningu af bandarikjamönnum og rússum með úrvals leikurum frá báðum löndunum. Sýnd kl. 3. GAMLA BIO { Stmi 11475 Flóttinn til Nornafells £&*«*** Ný Walt Disneylcvikmynd, spennandi og bráðskemmtileg fyrir unga sem gamla. ISLENZKUR TEXTI Sýnd á annan i jólum kl. 3, 5, 7 og 9 Sama verð á öllum sýningum Sími50249 Ást og dauði Love and death „Kæruleysislega fyndin. Tignarlega fyndin. Dásamlega hlægileg.” — Penelope Gilliatt, The New Yorker. „Allen upp á sitt bezta.” — Paul d. Zimmerman, News- week. •„Yndislega fyndin mynd.” — Rex Reed. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: woody Allen, Di- ane Keaton. tSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 9. Hiistiwiir Grensásvegi 7 Simi 82655. ffc RUNTAL-OFNAR Birgir Þorvaldsson Sími 8-42-44 3*2-21-40 Svartur sunnudagur Black Sunday Hrikalega spennandi litmynd um hryðjuverkamenn og starfsemi þeirra. Panavision Leikstjóri: John Frankenheimer. Aðalhlutverk: Robert Shaw, Bruce Dern, Marthe Keller. ISLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5 og 9- Hækkað verð Þessi mynd hefur hvarvetna hlot- iö mikla aðsókn enda standa áhorfendur á öndinni af eftir- væntingu allan timann. Enn eitt snylldarverk Chaplins, sem ekki hefur sést s.l. 45 ár — sprenghlægileg og fjörug. Höfundur, leikstjóri og aðalleikari: CHARLEICHAPLIN tSLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B I O t Sími 32075 Skriðbrautin Y0U ARE IN A RACE AGAINST TIME AND TERR0R A UNIVERSAL PICTURE ÍPG TECHNICOLOR ■ PANAVISION - Mjög spennandi ný bandarisk mynd um mann er gerir skemmdaverk i skemmtigörðum. Aðalhlutverk: George Segal, Richard Widmark, Timothy Bottoms og Henry Fonda. ISLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7,30 og 10 Bönnuð börnum innan 12 ára Rjtstjórn er i Síðumúla 11 — Sími 81866 Reitt til höggs! Báknið burt! Unglið Sjálfstæðisflokksins hefur nú fyrir skömmu valið sér kjörorð, sem eflaust á að sýna hvers er að vænta af þessum „vaxtarbroddi” (?) íhaldsins, þegar hann komist til frekara vits, ára og valda. Það mátti vissulega ekki öllu seinna vera! Reyndar er nú þetta kjörorð, „Báknið burt”, heldur laust I reipunum, en frekari skilgrein- ingar er sjálfsagt að vænta sið- ar. Svolitið hefur raunar örlað á tilburðum í þessa átt og þykir eðlilegt að fara nokkrum orðum um eitt atriði. Rikisútgáfa námsbóka virðist fara sérstak- lega i taugarnar á liðinu. Hér skal ekki um það fullyrt, hvort það stafar af eðlislægu ofnæmi fyrir fróðleik. Það má liggja milli hluta. En í tilefni af aðförinni að Rlkisútgáfunni þykir rétt að rifja ofurlítið upp gildi hennar og störf frá upphafi þó stikla verði á stóru. Hin upphaflegu lög um ríkis- útgáfuna voru sett 1936 og mun mega óhætt fullyrða, aö þau áttu að þjóna tvennskonar til- gangi. Kreppuárin um og eftir 1930 hjuggu djúp skörð I efnahag landsmanna og hefur víst ekki á þessari öld veriö öllu þrengra um fjárhag almennings. Jafn- hliða þessu vorum við að hefja nýja sókn til almennari mennt- unar en áður hafði kostur gefizt á. Það vill nú svo til, hvort sem unglið Sjálfstæöisflokksins skil- ur það eða ekki, munu bækur — í þessu tilfelli námsbækur — vera ein af frumþörfum nemenda. Nauðsyn var, að verða við þessu kalli, og þá ekki siður að kjör væru viðráðanleg fyrir þá, sem njóta ættu. Það liggur nokkuð i hlutarins eðli, að til lltils er að veita ungu fólki rétt til náms — gera það jafnvel að skyldu — ef ekki er jafnframt hugsað um að frum- þörfum sé sinnt. Ekki er kunn- ugt um að neinn bókaútgefandi teldi sér skylt að hlaupa i þetta skarö, þó ýmsir einkaútgefend- ur gæfu út nokkurt hrafl af námsbókum. A þvi var þó ekk- ert skipulag, sem olli skorti námsbóka I ýmsum greinum. Þaö varö þvi hlutverk rikisút- gáfunnar, að koma upp hæfileg- um námsbókaforöa, sem einnig væri miöaður við nám i fræðum, sem reglugeröir og námsskrár mæltu fyrir um. Þetta var stórt átak, en þang- að er tvimælalaust aö leita til- tölulega skjóts árangurs af við- leitni ráðamanna til úrbóta. Nokkrar breytingar hafa vissulega verið gerðar á starf- semi útgáfunnar I timanna rás. Einkum þó I þá veru að rffka nokkuö um fjárhagsþrengsli. Auðvitað er lafhægt aö segja, að það eitt að útgáfustarfsemin hafi haft sitt fulla gildi á sinum tima, en þar fyrir þurfi hún ekki að hafa sama eða sviplíkt gildi nú. En þá verður vitanlega um leið að gera sæmilega úttekt á þvi, hvernig rikisútgáfan hefur staðið sig i hlutverki sinu. Hefur hún orðið við þeim til- ætlunum og kröfum, sem með sanngirni mátti og átti til henn- ar að gera? 1 aðförinni að rikisútgáfunni verður málplpum ungra Sjálf- stæðismanna tiðrætt um gaml- ar, úreltar og illa myndskreytt- ar bækur, oft á lélegum pappir! Oddur A. Sigurjónssor Rétt er það, að meðan verið var að koma fótunum undir jafn viðtæka útgáfustarfsemi og hér um ræðir, gafst ekki tóm né fé, til að gera bapkurnar eins vel úr garði og forsjármenn útgáfunn- ar heföu viljað og vert var. Þaðer þó á algerum misskiln- ingi byggt, að nokkuð hafi ekki áunnizt bæði i myndskreyting- um og vönduðum frágangi. Það er auðvitað rétt, að út- gáfustjórn hefur ekki orðið það fyrir að koma upp myndabókum i stil Andrésar andar, má vera að ungir Sjálfstæðismenn sakni þess að hafa ekki sllkt snið á námsbókunum! Nokkra bendingu um þann hugsunarhátt geta gefið um- sagnir um blöð, sem birtust I fyrra, ef rétt er munað, og byggðar voru á áliti ungs skóla- fólks. Þar kom greinilega í ljós, svo ekki varð um villzt, aö þetta blessað unga skólafólk, sem hlut átti að máli, taldi myndasögur i dagbiöðunum eitthvert forvitni- legasta og nauðsynlegasta lestr- arefnið! Nú má auðvitað vera, að ungt fólk telji dagblöð annars eðlis en námsbækur og geri þar aðrar kröfur. Samt væri þaö ekki ólik- legt, að þarna væri nokkurt samhengi á milli. Af nokkurra áratuga reynslu á starfsemi Rikisútgáfunnar þykir mér einsætt að fullyrða, að miðað við það fé, sem útgáf- an hefur haft yfir að ráða, hafi hún yfirleitt orðiö við þörfum skólanna af fullum myndarskap og sömuleiðis samhæft sig kröf- um breyttra tima, eftir föngum og ástæðum. Þegar litið er yfir farinn veg, er óhætt að fullyrða að Rikisút- gáfan hefur sannað gildi sitt og gerir enn, ef ferill hennar og starf I þágu Islenzkra skólamála og skólaæsku er réttilega met- inn. Þvi haggar enginn vind- gangur ungra Sjálfstæðis- manna. Aukin starfsemi Rlkisútgáf- unnar við útvegun kennslu- gagna þar sem islenzkum skóla- mönnum hefur gefizt kostur á að leita til og fá fyrirgreiðslu ábyrgs aðila, er enn einn þáttur, sem ástæöulaust er að van- meta. Sama gildir um ýmsar hjálparbækur viö nám, sem út- gáfan hefur annazt og skólarnir eiga kost á viö hóflegu verði. Þegar alls er gætt, verður að álíta, að árásir á Rikisútgáfuna frá hendi þessara framhleypnu ungliða, séu illa grundaðar, nema það sé „hugsjónin” að koma námsbókaútgáfu lands manna á sama ringulreiðarstig ið og áöur rikti. Sá sannleikur verður að segjast, hvort sem einhverjum Anders önd likar betur eða verr. I HREINSKILNI SAGT Aac^'ýsendar'. AUGLYSiNGASlMI BLAOSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sendi- bíla- stöðin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.