Alþýðublaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 3
3 gJlllXw1 Föstudagur 6. janúar 1978 Lagaákvæði úrelt og faglega menntun skortir — rætt við Svein Jónsson, forstöðumann bankaeftirlits Seðlabankans „Það er ef til vill ekki úr vegi að byrja á þvi að eyða misskiln- ingi, sem nokkuð hefur gætt um starf og hlutverk bankaeftirlits- ins. Þetta er deild i Seðlabanka tslands, enda honum falin þau verkefni sem eftirlitið hefur með höndum, og tók til starfa 1961,strax og bankinn var stofn- aður. Það hefur hins vegar vilj- að brenna við, þegar fólk hefur heyrteða lesið þetta orð, banka- eftirlit, að það ætlar deildinni stærra og meira hlutverk en hún hefur. Það jt;engir hana ósjálf- rátt við allt sem fylgir rekstri og efnahag banka. Til dæmis bar á þvi þegar tékkamálið svonefnda kom upp, að fólk héit að banka- eftiriitið hefði nákvæmt eftirlit með öllum tékkaviðskiptum í landinu. Okkur er að vísu gert að fylgjast með öllu sem þörf er að fylgjast með, en það er mis- skilningur að svið okkar nái á þennan hátt inn i bankana og einstaka þætti starfs þeirra, sagði Sveinn Jónsson, for- stöðumaður bankaeftirlist- deildar Seðlabankans, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Blaðinu lék nokkur hugur á að fræðast um þessa deiid og hlut- verk hennar og fer spjallið við Svein hér á eftir: Þriþætt endurskoðun. Til að skýra hlutverk Banka- eftirlitsins getum við fjallað ofurlitið um endurskoðun i inn- lánsstofnunum. Þeir sem að sliku starfa hjá bönkumskiptast i þrjá hópa, sem hér segir: 1 fyrsta lagi svokallaðir kjörnir endurskoðendur, sem fyrst og fremst eru kjörnir af eigendum stofnanna, til að fylgjast með rekstri fyrir þeirra hönd á sem breiðustum grund- velli. Þar má nefna endur- skoðendur rikisviðskipta- bankanna, sem kjörnir eru af Alþingi og hlutahafaendur- skoðendur, sem kjörnir eru á aðalfundi. Hjá sparisjóðum eru þessir endurskoðendur kjörnir af bæjarstjórnum eða sýslu- nefndum. í öðru lagi eru það hinir svo- kölluðu innri endurskoðendur hverrar stofnunar fyrir sig. Það eru fastráðnir starfsmenn, sem heyra undir yfirstjórn stofn- unarinnar, til dæmis myndu slikir endurskoðendur i bönkum heyra undir bankaráð. Þessum innri endurskoðendum er ætlað að framkvæmda nákvæma dag- lega endurskoðun, þar á meðal aðathuga fylgiskjöl i þeim mæli sem þörf er talin á. í þriðja lagi er svo opinbert bankaeftirlit. Þvi er fyrst og fremstætlaðað fylgjastmeð þvi að innlánastofnanir fari eftir þeim sérstöku lögum og opin- beru reglum sem um starfsemi þeirra gilda hverju sinni. I því sambandi má nefna aö undir það fellur til dæmis að fylgjast með þvi að lánveitingar til einstakra viðskiptaaðila séu innan þess ramma sem tiltekinn er i löggjöf. Einnig fylgist bankaeftirlit með því að stjórnir innláns- stofnana starfi eins og kveðið er á um, að einstakar stofnanir fylgi fyrirmælum um vexti og aðra gjaldtöku og ýmislegt fleira. Eitt af þvi er að fylgjast með þvi hvernig endur- skoðendur starfa hjá einstökum stofnunum. Með hliðsjón af þvi sem ég hef sagt verður að leggja á það rika áherzlu, að opinberu banka- eftirliti er hvorki hér né i öðrum löndum ætlað það hlutverk að vinna almenn endurskoðunar- störf. Þvi er ekki ætlað að koma að nokkru eða öllu i stað kjör- inna eða innri endurskoðenda. Þvi er ætlað að fylgjast með þvi að yfirstjórn þessara stofnana hafi starfsemina i þeim farvegi sem markaður er með setningu sérstakra laga og opinberra reglna og hafa afskipti af endur- skoðun eftir þvi sem þarf til að fylla það hlutverk, en ekki þar framyfir. Endurskoðunarreglur úreltar Þvi er ekki að leyna að það er skoðun min að lagaákvæði um endurskoðun hjá innlánsstofn- unum hér á landi séu ekki i samræmi við nútimakröfur á þessu sviði. Þar á ég fyrst og fremst við það, að ég tel óhjákvæmilegt að kveða á um það að minnst einn þeirra sem að endurskoðun starfa hjá hverri innlánsstofnun skuli hafa aflað sér sérmenntunar á þessu sviði. Einnig má nefna það, að mjög kemur til álita að gera það að skyldu að innri endurskoðunar- deildir starfi hjá öllum innláns- stofnunum yfir ákveðnum stærðarmörkum. Meginatriðið er hins vegar það, að um leið og endur- skoðendur með faglega þekk- ingu eru komnir til starfa hjá öllum innlánsstofnunum, á að vera tryggt að endurskoðunar- framkvæmdin verði með þeim hætti sem talin er góð endur- skoðunarvenja á hverjum tima. En eins og staða þessarra mála er i dag hlýtur framkvæmd endurskoðunar að vera mjög misjöfn hjá einstökum stofnun- um. Litið starfslið. Að lokum má taka fram, að i bankaeftirlitinu starfa nú fjórir eftirlitsmenn að þeim verkefn- um sem áður greinir. Stofnanir þær sem eftirlit á að hafa með eru fjörutiu og þrir sparisjóðir og sjö viðskiptabankar, sem hafa alls rúmlega niutiu afgreiöslustaði. Auk þess eru i hópi innlánsstofnana þrjátiu og þrjár innlánsdeildir samvinnu- félaga og söfnunarsjóður Islands. Vissulega mætti segja að starfslið þyrfti að v.era nokkru fleira til að komast með góðu móti yfir núverandi verkefni. I þessu sambandi mætti einnig nefna að mjög lauslega mætti meta þá þörf á starfi kjörinna og innri endurskoðenda þannig að við þau þyrfti að starfa mjög stór hópur. Til dæmis væri hægt að segja hundrað manns, eða þar nálægt, en þó er sú tala ekki einhlit, þvi leita má mis- munandi leiða við endurskoðun, sem gerir fjölda starfsmanna breytilegan. 1 þessu sambandi værifróðlegt aðleita upplýsinga um hve margir starfi við endur- skoðun innlánastofnana, nú. Það er hins vegar erfitt, bæði vegna þess að hjá öllum kjörn- um endurskoðendum er aðeins um hlutastarf að ræða og eins vegna þess að i mörgum tilvik- um er endurskoðun unnin af starfsmönnum, sem einnig sinna öðrum verkefnum á veg- um bankanna. Þó má með þeim fyrirvara er af framangreindu leiðir áætla að endurskoðunai störf vinni i dag ekki færri en fimmtiu ársmenn.” LÍV fer fram á endurskodun kjarasamnings: Misræmi milli taxta og launa Blaðið hefur fregnað, að í gær hafi Landssam- band islenzkra verzl- unarmanna sent öllum viðsemjendum sinum bréf, þar sem farið er fram á viðræður við þá um endurskoðun á kjarasamningi félags- ins. Bréf þetta er sent fyrir hönd allra aðildar- félaga Landssambands islenzkra verzlunar- manna nema Verzlunar- mannafélags Reykja- yikur, sem þegar hefur farið fram á slikar við- ræður við viðsemjendur sina. Beiðni LIV mun vera byggð á ályktun 11. þings sambandsins, sem haldið var i nóvember sl. Þar segir, að kjarabarátta undanfar- inna ára hafi raskað verulega hlutföllunum milli taxta verzl- unarmanna og raunverulegs kaups. Jafnframt hafi vinnuveit- endur komið sér upp launa- greiðslukerfum á snið við hina al- mennu samninga, sem þeir hafi undirritað við samtök verzlunar- manna. I samþykktinni segir, að sönn- un þessarar þróunar hafi komið i ljós, þegar Hagstofa Islands gerði könnun á launagreiðslum til verzíunar- og skrifstofufólks hjá stærstu fyrirtækjum innan sam- taka vinnuveitenda. A grundvelli þessarar könnunar var siðan gerður samningur við opinbera starfsmenn. Með tilliti til þessa lýsti þing verzlunarmanna yfir þeim vilja sinum að launataxtar verzlunar- og skrifstofufólks yrði þegar i stað teknir til endurskoðunar og þeir færðir til samræmis við raunverulega framkvæmd þess- ara mála. I framhaldi af þessu mun svo Landssamband islenzkra verzl- unarmanna hafa sent viðsemj- endum sinum bréf i gær, þar sem óskað er eftir slikum viðræðum, með endurskoðun taxta i huga. Eins og fyrr segir beið Verzlunar- mannafélag Reykjavikur ekki eftir aðgerðum Landssambands- ins i þessu máli, og er þvi eitt á báti. —hm HÍ greiðir 18 milljón- iríhúsaleigu á ári Háskóli tsiands hefur á leigu húsnæði viðs vegar um Reykjavik, sem notað er til kennslu og rannsókna fyrir hinar ýmsu deildir skólans. Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Sörensens, háskólaritara, i gær, mun Háskólinn greiða fast að 18 milljónum króna i leigugjald fyrir afnot af þessu húsnæði. Stærsta leigurýmið er 1500 fermetrar að Grensásvegi 12 og 1160 fermetrar að Ármúla 30. Einnig hefur skólinn á leigu hluta hússins nr. 1 við Sóleýjargötu, Smyrilsveg 22, Sigtúni 1, Lindargötu 7 og Suð- urlandsbraut 18. —ARH Hvert horfði sjáandi auga yfirvaldsins? Fram hefur komið í fjöl- miðlum að eignir Hauks Heiðars eru fyrir ofan það meðallag, sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir hjá vel settum embættismanni i bankakerfinu og það þótt það meðallag væri sett aII hátt. Húseign Hauks við Laufásveg mun metin til 30 miljóna hjá fasteignamati og að auki mun hann eiga veglegan sumarbústað á Þingvöllum. Loks á Haukur hlut í fyr- irtækinu Dropa hf, en ekki er vitað hve stór sá hlutur er. Myndin hér að ofan er af húsi Hauks Heiðars við Laufásveg. Slikar staðreyndir vekja upp mörg umhugsunarefni, ekki slst hvað skattakerfi á tslandi viðvik- ur. „Allir vita það, en enginn sér það,” segir á einum stað. Og allir vita að Haukur Heiðar er hvergi neitt einsdæmi. Almenningur er skilvislega eltur uppi af alsjáandi auga þessa starblinda skattakerf- is, sé ekki nákvæm grein gerð fyrir „hundrað þúsund króna viö- haldskostnaði,” eða „þrjátiu þús- hið al- skatta- und króna tekjum,” einhvers- staöar að. Myndin af húseign Hauks er ekki birt til að berja á föllnum manni, heldur til að minna á þá sem enn standa keikir og lifa eins og kalifar á engum (?) tekjum. Annars mættu menn á þessu sið- ferðisstigi lifa svo hátt sem þá lystir, ef almenningur, sem nú á nóg með sig, þyrfti ekki að borga með þeim, sem hann þvi ver þarf. Við þvi er kominn timi til að menn segi „nei takk,” og aö skattayfirvöld liti upp úr hinum snyrtu og lagfæröu pappirum og sjá hallir, sem risa hver við aðra fyrir peninga, sem geta ekki verið til. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.