Alþýðublaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 5
sssr Föstudagur 6. janúar 1978
5
Eftir Dag
Halvorsenr
Umræður um mann-
réttindi, slökun spennu
milli austurs og vesturs
og friðarumleitanir i
Mið Austurlöndum eru
efst á dagskrá Carters
Bandarikjaforseta i sjö
landa för hans sem enn
stendur yfir.
Sýnt er að forsetinn
litur svo á, að Pólland sé
— þegar Sovétrikjunum
sleppir — einn þýðingar-
mesti hlekkurinn i
Austurblökkinni. Það er
þvi ekki mót von, að
hann heimsótti Pólland
fyrst kommúniskra
rikja.
Að visu lét Gierek,
flokksleiðtogi i Póllandi,
það i ljós að heimsókn
Carters breytti engu um
viðhorf Pólverja til
Sovét, en hann vonaði,
að við komu forsetans
hefðu vináttubönd
styrkzt milli Pólverja og
Bandarikjamanna.
Andófsmenn i Pól-
landi hafa verið þakk-
látir fyrir heimsóknina
og þakka henni meðal
annars, að nú eru engir
pólitiskir fangar lengur i
pólskum fangelsum.
Ferðalög Pólverja til
vestrænna landa voru
Gierek flokksleiðtogi og Carter viö komuna til Varsjár
i \r, ' ‘
,ww|
För Carters Bandaríkjaforseta til Póllands og Mid-Austurlanda
Rætt um ferðafrelsi
Pólverja
mjög umrædd á fundum
leiðtoga rikjanna.
Það var raunar engan veginn
vel séð hjá stjórnvöldum i Pól-
landi, að Carter krafðist þess að
mega leggja blómsveig að
minnismerki um Varsjárupp-
reisnina forðum og talið er að
stjórnvöld hafi freistað að fá hann
til að falla frá þvi, en hann hélt
sitt strik og þvi var ekki mótmælt
opinberlega. Þaðan hélthann svo
til þinghússins til umræðna við
Gierek, flokksleiðtoga og
Jablonski forseta.
Frú Rosalynn Carter átti tutt-
ugu mínútna viðtal við Stefan
Vyzinski, æðsta mann pólsku
kirkjunnar, og öryggisráðgjafi
forsetahjónanna, sem er af pólsk-
um uppruna, var i fylgd með
henni. Vel mun hafa farið á með
hinum tignu gestum og kirkju-
höfðingjanum, sem talinn er af
kunnugum áhrifamikill i pólsku
þjóðlifi.
Móttökur Varsjárbúa voru
taldar hlýlegar, en þó ekki með
neinum fádæmum.
Hinsvegar er talið, að Gierek
flokksleiðtogi hafi sérstaklega
fagnað komu Carters og litið á
hana, sem ágætan stuðning við
pólska rikið og sig persónulega.
Carter forseti mun og lita svoá,
að Pólland geti verið þýðingar-
mikill hlekkur i að vinna að
spennuslökun milli austurs og
vesturs, enda eru blóðtengsl milli
landanna sterk, þar sem um 12
milljónir af pólskum ættum eru
rikisborgarar i Bandarikjunum
og fjöldi Pðlverja á vini og ætt-
ingja þar í landi.
Heimsókn Carters hefur þvi
snert viðkvæman streng i margra
brjóstum.
Leiðtogarnir áttu þriggja
stunda einkaviðræður, og þó þar
sé vitanlega ekki vitað um allt,
sem þeim fór á milli hefur þetta
kvisast.
Gierek dró ekki dul á, að hann
væri i mörgu ósamþykkur gagn-
rýni Carters vegna brota i mann-
réttindamálum i Austur Evrópu,
taldi þar margt yfirdrifið. Carter
mun þó hafa setið við sinn keip i
þeim efnum. Ennfremur mun
hannhafa hvatt Gierek til að losa
verulega um þær hömlur, sem
hafa verið á ferðalögum Pólverja
til Vesturlanda, þar með talið
Bandarikjanna, enda ættu þeir
þar bæði vinum og nánum ætt-
ingjum að mæta.
Efnahagsleg viðskipti mun
hafa borið verulega á góma.
Erfiðleikar Pólverja i landbún-
aðarmálum hafa verið miklir og
vaxandi á siðari árum. Þar til
kemur og léleg uppskera. Pól-
verjar hafa orðið að flytja inn
kornvörur frá Canada og Banda-
rikjunum i sivaxandi mæii og þó
átt fullt I fangi með að ráða við
óeirðir i landinu, sem stöfuðu af
matvælaskorti.
Taliðervist, að Gierek hafilagt
hart að Carter um að auka þann
árlega lánsfjárkvóta, sem verið
hefur 300 millj. dollara, upp i 500
milljónir. En árangur er auðvitað
ekki ljós enn.
Pólskir andófsmenn hafa þakk-
að það komu Carters, sem hefur
átt nokkurn aðdraganda, að nú
eru engir pólitískir fangar i
fangelsum þar i landi og hafa ekki
verið siðan i júli siðastliðnum.
Vissulega mun Gierek hafa lagt
áherzlu á þetta, sem augljóst
dæmi um aukin mannréttindi,
jafnframt sem hann er talinn
hafa viðurkennt, að enn betur
mætti gera. A þaö mun hafa verið
sæzt i bili.
För Carters til Póllands og
ákvörðun Bandarikjamanna að
senda Ungverjum hina fornhelgu
Stefánskórónu um þessi áramót,
gefur bendingu um, hvaða riki i
Austurblökkinni Bandarikja-
menn telja sér hagkvæmt að hafa
greiðust og bezt sambönd við.
Þetta eru einnig þau riki austan-
tjaldssem reka sin stjórnmál hóf-
legast.
Báðir aðilar mun- ha a lagt á
það nokxuð þunga áherzlu að þeir
væntu þess, að fundur yrði meö
þeim Carter og Brésnev ein-
hverntima á árinu 1978, enda væri
hér alls ekki um að ræða neina
storkun við Sovétrikin. Þetta væri
hinsvegar vináttuheimsókn,
gagnleg fyrir samband beggja.
Eftirfarandi grein er
endursögð úr danska
blaðinu Aktúelt, en hún
er skrifuð af einum af
foringjum jafnaðar-
manna i Danmörku,
Karsten Soltau.
,,Kinverjar reikna
með þvi sem gefinni
staðreynd að þriðja
heimsstyrjöldin brjótist
út innan 10 ára. Þess
vegna má sjá stórkost-
legar framkvæmdir út
um allt Kina. Þeir eru að
undirbúa sig fyrir strið-
ið.
Meðan á heimsókn
minni i Kina stóð, kom
ég til borgarinnar Dari-
en (i norðausturhluta
Kina) og kom þá i
neðanjarðar loftvarnar-
byrgi. Byrgið rúmar
60.000 manns i 20 km
löngum jarðgöngum,
þar sem eru setustofur,
svefnherbergi, snyrting-
ar, barnaheimili, verk-
stæði, sjúkraskýli,
vatnsforðageymslur og
fullkominn loftræst-
ingarbúnaður.
Lofthæð i göngunum
er 2 m og þau eru 1.3-2.5
m á breidd. Yfirleitt eru
göngin 10 metra undir
yfirborði jarðar, en
sums staðar jafnvel
17-18 metra.
Bæinn Darien byggir nú um 1
milljón manna og rúma loft-
varnarbyrgin undir henni alla
ibúana! 300 vinnuflokkar hafa
annast allan gröftinn undir borg-
inni, en þessi einstæðu neðan-
jarðarbyrgi eru byggð sam-
kvæmt leiðsögn Maos Tsetungs:
Hann sagði eitt sinn: „Grafið
djúp jarðhýsi og komið upp korn-
geymslum um allt landið”.
Állir Kinverjar sem á annað
borð hafa aðgang að svona göng-
um vita nákvæmlega hvernig þeir
eiga að fara niður i jörðina og á
hvaða stað, ef til þess kemur.
Inngangurinn sem ég notaði
var undir stórri verzlun á stærð
við Daells-vöruhúsið i Kaup-
mannahöfn. Þó að verzlunin væri
full af fólki þegar viðvörunar-
merki væri gefið, yrði fólkinu öllu
komið niður í göngin á innan viö
10 minútum. Með mikilli skipu-
lagningu hefur tekist að byggja
upp kerfi sem gerir 1 milljón ibúa
Dariens kleift að hverfa niður i
jörðina á 10 minútum!
Hvar sem menn koma i Kina,
má sjá brunna meðfram vegum
þar sem hægt er að komast inn i
jarðhýsin, annars staðar sjást
steinstöplar með bogadregnum
inngangi 'sem biða eftir þvi aö
verða huldir jarðvegi. Allt starfiö
við þennan undirbúning Kinverja
vegna yfirvofandi heimsstyrjald-
ar er unnið eftir að venjulegum
vinnutima lýkur.
Hvar sem var hittum við Kin-
verja sem voru fullvissir um að
heimsstyrjöld/stæði fyrir dyrum.
Þeir ætluðu ekki að láta koma sér
að óvörum. Jarðhýsunum var
ætlað að verja fólkið fyrir atóm-
styrjöld og alls kyns kemiskum
vopnum sem heimsvaldasinnar
hafa yfir að ráða.
Ef svo fer að atómsprengja
hittir kinverskar borgir, koma
hin diúpu jarðgöng aö góðum not-
um. Þá er hurðunum að umheim-
inum einfaldlega lokað og litio
flyst niður i jörðina.
Ef við spurðum hverjir væru
óvinir fólksins, sem það væri að
búa sig undir að mæta, var svarið
svohljöðandi: „heimsvaldastefn-
an og sósialheimsvaldastefnan"
(Bandarikin og Sovétrikin).
Hafi Kinverjar rétt fyrir sér
varðandi styrjaldarspána, þá
horfir illa fyrir okkur Dönum.
Hin gömlu loftvarnarbyrgi sem
hér eru leifar af munu varla
koma að miklum notum ef kæmi
til atómstriðs eða striðs þar sem
bakterium og kemiskum efnum
væri beitt.
Þau nægðu ekki einu sinni ef
einföld tæknimilstök ættu sér
stað i kjarnorkuverum Sviþjóðai
eða i efnaiðnaði i Danmörku!
Eigum við að treysta þvi, að
Kinverjar hafi á röngu að
standa?”.
Kínverjar búa til
neóanjaróarborgir