Alþýðublaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1978, Blaðsíða 4
Föstudagur 6. janúar 1978 Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsfmé fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906. Askriftar-og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. STÓREIGNAMENN MEÐ LÍTIL LAUN I framhaldi af þeim fjársvikamálum, sem nú eru í rannsókn, vakna margar spurningar. Ein spurning verður þó áleitnust. Hún er þessi: Hvernig geta menn, sem sannanlega hafa ekki nema rífleg meðallaun, safnað mjög verulegum eignum og lifað hátt, án þess að skattayfirvöld kanni f jármál þeirra sér- staklega? Á hverjum degi sjá (s- lendingar dæmi þess, að einstaklingar, sem greiða „vinnukonuútsvar", lifa í vellystingum praktug- lega, safna stóreignum og virðist aldrei skorta fé. Á þetta hef ur margoft verið bent og dæmi nef nd. En það hefur lítil áhrif haft. Þegar Frakkar þjáðust sem mest af verðbólgu gerðu skattyf irvöld mikla útrás og könnuðu ræki- lega eignamál fjöl- margra stóreignamanna. Þeim var gert að gera grein fyrir því hvernig þeir höfðu eignast hús, jarðir og fyrirtæki. f Ijós kom, að margir höfðu dulið verulegan hluta af tekjum sínum, og voru þeir sóttir til saka. Hér á landi eru lífskjör nokkurs hóps manna ekki i nokkru samræmi við laun þeirra og skatta. Sú skýring er oft gefin, að á skattalögunum séu svo mörg göt að menn eigi auðvelt að sleppa í gegn- um þau. Því meiri ástæða er fyrir stjórnvöld að standa við gefin loforð um breytingar á skatta- lögum, sem gætu komið í veg fyrir það hróplega ósamræmi og siðleysi, er nú viðgengst. Þá er ástæða til að spyrja hvort ekki sé tímabært, að Alþingi skipi nú rannsóknarnefnd með fulltrúum allra st jórnmálaf lokka, er rannsaki ítarlega ýmsa þætti bankamála hér á landi. Rétt væri að kanna hvort eftirlit með öllum rekstri bankanna sé full- nægjandi, hverjir notið hafa mestrar fyrir- greiðslu og hvers vegna, svo og ábyrgð banka- stjóra og bankaráða. Fleira mætti taka til at- hugunar. Einnig vaknar sú spurning hvort ekki sé tryggt, að allir séu jafnir fyrir lögum, þ.e. hvort samtryggingakerfið geti hlíft einhverjum. Hér eru ekki á ferðinni pólitísk mál, heldur afbrotamál, sem ber að fara með samkvæmt lögum, hver sem í hlut á. Fjársvikamálin og þró- un þeirra staðfesta illan grun um spillingu, sem stafar af langvarandi verðbólgu, hverskonar óeðlilegri fyrirgreiðslu, virðingarleysi fyrir pen- ingum og verðmætum og gengdarlausu kapphlaupi eftir gervi-lífsgæðum. Allir eru sammála um, að þessa þróun verði að stöðva og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar geta Alþingi og skattayf irvöld gengt for- ystuhlutverki. —ÁG OR vmsum áttum Samtryggingin og Freddi Suöurnesjatföindi fjalla um samtryggingu flokkanna I leiö- ara nýlega, sem meöal annars birtist i ákyöröun útvarpsráös aö láta aöeíns lesa úr forystu- greinum flokksblaða i útvarp- inu. Leiöarinn er á þessa leiö: „I slöustu viku var I útvarpinu þáttur sem nefnist Spurt I þaula. bar sat fyrir svörum Friörik nokkur Sophusson og svaraöi hann þar spurningum um „Bákniö burt” og kom þar fram aö hann minntist nokkuö oft á oröiö lýöræöi og ræddi hann nokkuö um frjálsan útvarps- rekstur og þar fram eftir götum. Einnig talaöi hann um póli- tikusa meö nokkuö sérstökum tón og þaö kom mjög greinilega i ljós aö hann taldi sig greinilega ekki á meöal þeirra, hann taldi þá sinna ýmsu sem þeir ættu ekki aö sinna, en ekki er ætlunin aö deila um þaö. Þaö sem hljómaöi hvaö hjá- kátlegast hjá honum var þegar hann var aö ræöa um sitt lýö- ræöi og frjálsan útvarpsrekstur, þvi þaö var einmitt sjálfur Friö- rik Sóphusson sem kom þvl til leiöar aö blöö sem ekki eru gefin út af stjórnmálaflokkum eru nú útilokuö frá þvl aö leiöarar þeirra séu lesnir upp I útvarpiö. Svo talar hann um samtrygg- ingu hjá stjórnmálamönnum. Viö höfum oft velt þessari ákvöröun fyrir okkur og reynt aö finna á henni eölileg- skýr- ingu, og þaö eina sem viö getum hugsaö okkur er þaö, aö Friörik og hans menn hafi viljaö losna viö gagnrýni þá sem þeir hlutu frá blööunum Neista og Stéttarbaráttunni, og til þess aö réttlæta þessar geröir sínar þá hafi þeir látiö öll óháöu blööin fylgja meö. Þaö er vonandi aö útvarpsráö breyti þessari ákvöröun sinni og leyfi aftur lestur leiöara þeirra blaöa, sem ekki eru gefin út af stjórnmálaflokkum, þvi ef þaö er ekki samtrygging, aö útiloka alla gagnrýni sem kemur utan frá, — hvaö er þá samtrygg- ing?” 100 ára blað í Færeyjum Stærsta blaö Færeyja, Dimmalætting, átti 100 ára af- mæli I gær, 5. janúar. Blaöiö, sem túlkar sjónarmiö þeirra afla i Færeyjum sem eru hvaö höllust undir nýlendu stefnu Dana gagnvart eyjunum, er langstærsta blaöiö I Færeyjum — gefiö út i meira en 11.000 ein- tökum. íbúar þar eru rúmlega 40.000, þannig aö segja má meö sanni aö Dimmalætting eöa „Dimma”, eins og sumir Fær- eyingar kalla blaöiö, komi inn á hvert heimili i Færeyjum. Dimmalætting er ritstýrt af Georg Lindenskov Samuelsen og þaö notar fullkomnustu prentunaraöferöir sem völ er á. Liggja þræðir á milli? Mogginn segir frá þvi i gær, að dómsmálaráðuneytið hafi fengið til umsagnar frá utan- rikisráðuneytinu það mál hvort erlendu riki séheimilt aðgefa út hér á landi rit i dagblaðsformi. Tilefnið er útkoma 1. tbl. 1978 af hinu gagnmerka riti „Fréttir frá Sovétrikjunum”, sem nú er komið út i nýju formi, sbr. Al- þýðublaðið i fyrradag. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytis, segir i viðtali við Mogga, að hér skuli meta ákvæöi laga um prentrétt, en ekki sé hægt að segja fyrirfram um það hver niðurstaða málsins verði. 1 frétt Moggans um málið seg- ir, að nú muni „Fréttir frá So- vét” koma út i sama broti og Þjóðviljinn, sem væntanlega á að sýna hugmyndafræðileg (og ef til vill enn handfastari tengsl) þessara blaða. En ef Þjóöviljinn, Mogginn og Fréttir frá Sovét eru lögð saman, má sjá að nákvæmlega sama brotið er á öllum þessum blöðum. Liggja þá ef til vill duldir þræðir úr höllinni i Aðalstræti og austur yfir málmtjaldið?? I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.