Alþýðublaðið - 07.01.1978, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.01.1978, Síða 5
Sendum gegn póstkröfu Guömundur Þorsteinsson gullsmiður yBankastræti 12, Reykjavik. ^ Menning þeirra í hættu Landbúnaöaráætlunin stefnir aö þvl að gera indfánana fjárhagslega sjálfstæða. TRULOF- HRINGAR Fljót afgrciðsla dráttar. Að visu er stefna stjóm- arinnar nú sveigjanlegri en fyrr, og þvi hafa indiánar meiri mögu- leika á, að ná sinu fram nú en áð- ur. Segja þeir þennan sveigjan leika stjórnarinnar vera vegna alþjóðlegs þrýstings til að fá hana til að framfylgja lögum um mannréttindi. En það eru önnur vandamál sem steðja að indiánum nú. Eru þau tilkomin vegna oliuleitar, bygginga orkuvera og kaupa og sölu á landi. Efnahagslegur þrýstingur er meö öðrum orðum meiri en hann var áður. Chase Sardi hefur einnig áhyggjur af þvi að indiánar glati menningu sinni. Kaþólska kirkj- anhefur æ ofan i æ sentút áminn- ingar um að virða menningu indiánanna, en þær verða oft öðruvisi i framkvæmd en i upp- lestri hjá sendiboðum kirkjunnar. Mannfræðingurinn hefur ekki mikið álit á trúboðunum frá Norð- ur-Ameriku, og segir þá leggja meiri áherzlu á að bjarga sálum indiánanna, en að leysa þau fél- agslegu og fjárhagslegu vanda- mál, sem þeir eigi við að etja. — Hið eina góða sem hægt er að segja um þá, er að þeir leggja sig fram um að læra málið, en það er mjög mikilvægt með tilliti til bibliulestrar. Þeir hafa aftur á móti sáralitinn áhuga fyrir menn- ingu indiánanna. Vestræn menn- ing er lika langmerkilegust að þeirra mati. — Égermeðlimuri svokallaðri tæknilegri deild innan API (Samtaka indiána i Paraguay) segirChaseSardi ennfremur. Við höfum ákveðinn ráðgefandi hóp, sem ákveður hvað skuli gert hverju sinni. Undir stjórn þessa hóps eða ráðs vinnum við. Mannfræðingurinn Migu- el Chase Sardi vill ekki tala um fortiðina, það er framtið indiánanna i Paraguay sem á hug hans allan. Framtíðin var honum og félögum hans einnig efst i huga þegar þeir voru hand- teknir og þeim misþyrmt af lögreglunni fyrir tveim árum. Marandu-áætlunin, sem þeir unnu að, var af mörgum álitin sú ein- asta sinnar tegundar, sem virkilega væri indiánunum i hag. í byrjun þessa ára- tugs, litu margar skýrsl- ur um stöðu indiánanna í Paraguay dagsins ljós. Það var skrifað um kerfisbundin fjöldamorð á Ache-indiánum, þrælahald og „friðunar- svæði” sem i reynd voru útrýmingarstöðvar. Manndrápin voru i algleymingi og gert var ráð fyrir að 1972 hefði þrem ættbálkum verið útrýmt með öllu. Breyttir timar. Þótt aðstæður indiána i Paraguay hafi breyst nokkuð, eiga þeir enn harla erfitt upp- Það kemur ósjaldan fyrir, að ferðafólk lætur i ljós undrun yfir þvi, að indíánarnir ráði sér sjálf- ir. En það sem okkur vantar eru samtök, sem gætu kynnt það sem hér fer fram. Við höfum uppi áform um, að koma okkur upp lagalegri aðstoð. Okkur vantar sex löglærða menn til að verja rétt okkar þegar t.d. er um að ræða landsölu eða atvinnu. Það eru enn til indiánar, sem vinna einungis fyrir fæði á bú- görðum hér. Einnig sitja milli 50 og 80 indiánar hér i fangelsum og vita ekki einu sinni sjálfir hvers vegna”. Áhugi um sameiningu Það hefur mikið verið talað um að sameina indiánana á einu landssvæði. En Chase Sardi stað- hæfir að slikt bryti ekki aðeins i bága við túlkun Sameinuðu þjóð- anna á mannréttindum, heldur myndi það einnig draga indián- ana niður á lægstu stig mannfél- agsins. — Kynþáttafordómar gegn indiánunum eru talsvert áberandi nú á timum, segir hann. Það er mikið atriði, að indiánarnir geti átt hlut að menningu landsins, án þess að tapa sinni eigin menningu fyrir það. Þótt Japanarnir hér i Paraguay varðveiti sina eigin menningu, eru þeir mjög virtir. Þeir eiga einnig stóran hlut að menningu landsins. Svo virðist sem þeir einustu, sem vilji vinna að menntun indiána séu kristinboðarnir. En þeir halda oft, að þeir séu boðber- ar æðstu menningarstefnu heims, og vilja að indiánarnir aðhyllist hana einnig. Þess vegna skammast margir indiánar sin fyrir eigin siði og Það þarf töluvert hugrekki til að ganga um slétturnar með hakann cinan að vopni. venjur, og jafnvel má finna ungl- inga, sem leitast við að leyna uppruna sinum. Þvi er mjög mik- ið atriði, að kenna þeim eigin tungumál og sögu, en það kostar auðvitað peninga eins og allt ann- að. Varðandi landbúnaðaráætlun- ina er það að segja, að hún stefnir að þvi að gera indiánana efna- hagslega óháða öðrum. Margir þeirra deyja af sjúkdómum sem hviti kynstofninn þolir vel. Sem dæmi má nefna, að i mörgum hinna stærri verksmiðja hafa flestir indiánanna sem þar vinna berkla. Þyrftu þeir aliir sem einn að komast i meðferð hjá læknum og fá meðul, til aö ráða niðurlög- um sjúkdómsins. Slikt er ekki fyrir hendi eins og er, hvað sem verður ef virkum samtökum til verndar indiánunum verður kom- iö á fót fyrr en siðar. Laugardagur 7. janúar 1978 Erlendis Frá Sudur-Amerfku Paraguay: Vegid ad sjálfsvirdingu indíánanna

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.