Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 1
MIÐ VIKUDAGUR 1 l.JANÚAR 8. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. ■ .Ritstjórn bladsins er til húsa íSíðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Loðnuverð ákveðið 7 kr. fyrir hvert kg. Lodnuflotinn siglir í land í mótmælaskyni funda meö talsmönnum sínum á Akureyri í dag Þegar blaðið fór i prentun i nótt voru allir þeir 50 loðnubátar, sem komnir voru á miðin fyrir norðan land, á leið inn til Akureyrar i mót- mælaskyni við loðnu- verðsákvörðun Yfir- nefndar verðlagsráðs s jávarútvegsins. Loðnuverð var þar ákveðið 7 kr. pr. kg. Þetta kom fram i sam- tali sem AB átti við Ingólf Ingólfsson .seint i gærkvöldi. Ingólfur sagöiþetta einhliöa aðgeröir af hálfu sjómanna og væri algjör samstaöa meö yfir- og undirmönnum, svo og meö áhöfnum allra þeirra skipa sem komin voru á miöin. Sjómenn gerðu ráö fyrir að veröa komnir inn til Akureyrar undir morguninn og báðu um aö forráðamenn hagsmunasam- taka þeirra kæmu noröur til við- ræðna. f þessu skyni höfðu sjó- menn tryggt sér fundarsal á Akureyri. Sem fyrr segir er það loönu- verðið sem sjómenn eru að mót- mæla. Ingólfur kvaö þaö ekki hafa bætt úr skák að i fréttum útvarpsins i gærkvöldi var greint frd þvi aö loðnuverð i Færeyjum heföi verið ákveöiö 15 krónur fyrir hvert kg., eöa um helmingi hærra en hér. Þetta gerist á sama tima og Færeyingar eru aö hefja um- talsverðar loðnuveiðar hér viö land samkvæmt fiskveiöisamn- ingi landanna. Ingólfur kvað sjómenn vilja fá skyringar á þessu. Fulltrúar sjómanna i Yfir- nefnd mótmæltu verðúrskurðin- um. Ekki kvaðst Ingólfur tilbú- inn aö greina frá hverjar kröfur þeir heföu gert um verð, en það væri allmiklu hærra en það sem Yfirnefndin ákvaö með atkvæð- um oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum full- trúa seljenda. Verðákvörðun sú sem hér er deilt um er þessi: Yfirnefnd verölagsráös sjávarútvegsins hefur nú loks gengiö frá ákvöröun lágmarks- verös á loönu, sem veidd er tii bræöslu á timabilinu 1. janúar til 30. aprfl þessa árs. Hefur nefndin ákveöiö lágmarksverö sjö krónur, kr. 7.00, fyrir hvert kíló af loönu miöaö viö 8% fitu- innihald og 16% fitufritt þurrefni. Veröiö breytist um 62 aura tii hækkunar eöa lækkunar fyrir hvert 1% sem fituinnihald- iö breytist frá viömiöun og hiut- falisiega fyrir hvert 0.1%. Fitu- frádráttur reiknast þó ekki þeg- ar fituinnihald fer niöur fyrir 3%. Veröiö breytist um 77 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlut- fallslega fyrir hvert 0.1%. Auk þess greiði kaupendur þrjátíu aura.kr. 0.30, fyrir hver kiló I loðnuflutningasjóð. Fituinnihald og fitufrítt þurr- efnismagn hvers loönufarms skal ákveðið af Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins eftir sýn- um, sem tekin skulu sameigin- lega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju, eftir nán- ari fyrirmælum rannsóknar- stofnunarinnar. Verðiö miðast við loönuna komna i löndunartæki verk- smiöju. Verð á úrgangsloðnu frá fryst ineu hefur ekki verið ákveðiö.' Veröið var ákveðiö af odda- manni og fulltrúum kaupenda, gegn atkvæöum fulltrúa selj- • enda. ES Ólafur Nilsson, fyrrv. skattrannsóknarstjóri Hefur eftirlit með rann- sókninni innan bankans Hallvarður Einarsson, rann- sóknarlögreglustjóri hefur skip- að Ólaf Nilsson, fyrrum skatt- rannsóknarstjóra til að hafa yf- irumsjón með rannsókn hins svokallaða „Landsbankamáls” innan bankans. Þetta er gert að tilhlutan bankaráðs og bankastjórnar til þess að taka af allan vafa um það að rétt sé að rannsókninni staðið. Siðan grunur kom fram um misferli forstöðumanns ábyrgðadeildar hefur verið unn- ið að þvi innan Landsbankans að grafast fyrir um það, hversu miklum- upphæðum misferlið næmi og hvernig það hafi verið framkvæmt. Þetta starf hefur endurskoðunardeild bankans leyst af hendi i náinni samvinnu við endurskoðanda þess fyrir- tækis, sem málið snertir mest. Siðan misferlið var kært þann 22. desember s.l. hefur forræði rannsóknar málsins verið i höndum rannsóknarlögreglu rikisins og hefur löggiltur end- urskoðandi, sem starfar sem ráðunautur rannsóknarlög- reglustjóra, fylgzt með rann- sókninni innan bankans og gefið fyrirmæli um frágang þeirra skjala, sem lögð hafa veriö fram. Einnig hefur bankaeftirlit Seðlabanka Islands fylgzt með rannsókninni. Eins og fyrr segir hefur nú verið skipaður sérlegur eftir- litsmaður til að fylgjast með þvi að allt fari rétt fram. ES mmm—mmmmmmmmmmMmmmmá 20% bænda með heymæði — alvarlegur atvinnusjúkdómur Rannsóknir sem gerðar hafa verið af læknum á Vifilsstöðum og fyrrverandi héraðs- iækni á Hellu á Rangárvöllum benda til þess að um 20% is- lenzkra bænda þjáist af lungnasjúkdómnum heymæði. Þetta kemur fram i viðtali Vinnunn- ar, timarits ASÍ við forstöðumann Heil- brigðiseftirlits rikisins. Heymæði, sem afar af myglusveppum í mygluðu eða illa hirtu heyi er atvinnusjúk- dómur. Hér er sem sagt um að ræða stóran hóp manna sem fær tiltölulega alvarlegan sjúkdóm vegna starfs síns. Þess má geta að fyrir utan at- hugun borgarlæknisembættisins á heyrn málmiðnaðarmanna eru þetta nær einu rannsóknirn- ar sem gerðar hafa verið á tíðni atvinnusjúkdóma hér á landi. ES Heilsufarseftir- lit á vinnustöð- um í ólestri — athuganir á vinnuslysum og skráning þeirra vart fyrir hendi Allri framkvæmd I sambandi við heilsufars- legt eftirlit á vinnustöð- um, svo og athugunum á atvinnusjúkdómum og skráningu þeirra, virðist vera mjög ábótavant hér á landi. Stór hluti vinn- andi fólks á Islandi stundar vinnu sem fellur utan gildissviðs laga um Oryggiseftirlit ríkisins. Heilbrigöiseftirliti rikisins er svo þröngur stakkur sniðin fjár- hagslega að starfsmönnum þess er ekki kleyft aö sinna störfum sinum eins og þeir helst kysu. í 37% islenzkra sveitarfélaga hafa heilbrigðisnefndir ekki veriö kosnar svo sem lög gera ráð fyrir. Þetta kemur fram I nýútkomnu hefti Vinnunnar, tlmariti Alþýðusambands Is- lands. I greinaflokki þessum er meðal annars rætt við tvo starfsmenn Heilbrigöiseftirlits rikisins, tvo múrara, sem orðiö hafa aö láta af störfum vegna atvinnusjúkdóma, rætt við starfsmenn i Aburðarverk- smiöjunni og rætt um rannsókn- ir á óhollustu í Straumsvik. Sjá nánar á blaðsiðu 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.