Alþýðublaðið - 11.01.1978, Side 2

Alþýðublaðið - 11.01.1978, Side 2
2 Miðvikudagur 11. janúar 1978 Læknar tregir að úr- skurða atvinnusjúkdóma — segja starfsmenn Heilbrigdiseftirlitsins í vidtali við tfmarit ASÍ Á síðustu árum hefur mönnum orðið nokkuð tíðrætt um heilbrigðis- eftirlit á vinnustöðum/ eftirlit/ sem leitt gæti til úrbóta og komið í veg fyrir heilsuskaða fjölda manna. i yfirgripsmikl- um greinaflokki sem birtist í nýútkomnu hefti Vinnunnar; tímarits ASi, kemur fram, að þessi mál eru í illviðunanlegu ástandí hér á landi. Athyglinni er einkum beint að stórum verk- smiðjum á SV-landi, en einnig rætt um heilbrigð- is- og öryggiseftirlit al- mennt. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigöiseftirlit rikisins hefur starfaö i 8 ár, samkvæmt lögum sem sett voru áriö 1969. Stofnuninni er ætlaö þýöingar- mikjö hlutverk. Hún á aö hafa yfirumsjón meö heilbrigöis- eftirliti i landinu, undir yfir- stjórn landlæknis og stuöla aö skipulagöri fræöslu um hrein- lætiseftirlitfyrir þá sem fást viö matvæli og neyzluvöru. Heilbrigöiseftirlitiö hefur á þessum 8 árum haft aösetur á fjórum stööum. Segir þaö sitt um hve mikilvæga menn álita þessa stofnun, aö hún skuli ávallt vera á hrakhólum meö húsnæöi. Þess má svo geta aö fjárveitingabeiöni stofnunar- innar fyrir þetta ár var skorin niöur um meira en helming. Yfirmenn eftirlitsins töldu sig þurfa 71 milljón króna, en fengu 29! Fjárveitingar siöustu ára hafa ekki tekiö miö af þörfum stofnunarinnar, og beiönir for- ráöamanna hennar eru skornar niöur af fjármálaráöuneytinu án minnsta samráös viö viö- komandi. 1 viötali blaöamanns Vinn- unnar við forstööumann Heil- brigöiseftirlitsins, Hrafn Friö- riksson og Eyjólf Sæmundsson starfsmann þar kemur fram aö i 37% sveitarfélaga á íslandi hef- ur ekki verið kosin heilbrigöis- nefnd, þótt þaö eigi aö gera eftir hverjar sveitastjórnarkosning- ar. Hlutverk þessara heilbrigö- isnefnda er aö framfylgja lög- um og reglugeröum um heil- brigöiseftiriit. 1 viötalinu er einnig á þaö minnst hve takmarkað sviö fell- ur undir lög um öryggisráðstaf- anir á vinnustööum, og þar meö undir eftirlitsskyldu öryggis- eftirlits ríkisins. Lögin ná ein- ungis til starfsemi þar sem starfa tveir verkamenn eða fleiri eöa notuö er orka sem er meira en eitt hestafl. Undan- þegin frá þessum lögum eru siglingar, fiskveiöar og aörar veiöar, þar meö talin aögerö á veiöinni á skipsfjöl, enda sé ekki um sérstök verksmiöjuskip aö ræöa. Loftferöir eru undan- þegnar, svo og vinna i einkalbúö atvinnurekenda. Allur almenn- ur búrekstur er undanþegin þessum lögum og einnig almenn skrifstofuvinna. Af þessu má sjá aö einungis litill hluti vinnandi fólks er undir eftirliti öryggis- eftirlits rikisins. Aldrei tilkynnt um Atvinnusjúkdóma „Atvinnusjúkdómar eru sjúk- dómar sem eiga beint eöa óbeint rætur sinar aö rekja til óhollustu i sambandi við atvinnu manna, hvort heldur er vegna eölis at- vinnunnar, tilhögun vinnu og aöbúnaöar á vinnustaö. Einkum koma hér til greina bæklunar-, bilunar-, eitrunar- og ofnæmis- kvillar. Meö atvinnusjúkdóm- um skal telja áverka af völdum slysfara sem tilhögun vinnu eöa búnaöi vinnustaöar veröur bein- linis um kennt, en ekki áverkar af öörum slysum, enda þótt þau veröi á vinnustaö og skiptir ekki máli þótt slysiö veröi metiö bótaskylt að lögum”. Þessi skil- greining á atvinnusjúkdómum er úr reglugerö um skráningu atvinnusjúkdóma frá árinu 1956. Læknum er síöan I reglugerö þessari, fyrirlagt aö tilkynna um atvinnusjúkdóma, sam- kvæmt reglugeröinni, til. yfir- manna sinna. Þeir eiga siöan aö sjá um aö gera öryggiseftirliti rikisins viövart. Þaö er skemmst frá þvi aö segja aö sarokvæmt uppiýsing- um Hrafns hefur öryggiseftir- litinu aldrei veriö tilkynnt um atvinnusjúkdóm, ef kannski eru undanskilin nokkur bráö eitrun- artilfelli. 1 þessu sambandi má einnig geta þess aö öryggis- eftirliti rikisins hefur undanfar- in 5-6 ár veriö tilkynnt um 90-100 vinnuslys á ári, en samkvæmt upplýsingum frá Trygginga- stofnun rikisins eru bótaskyld vinnuslys sem koma þar til um- fjöllunar á ári hverju um 2000 talsins. Eyjólfur Sæmundsson, starfs- maður Heilbrigöiseftirlitsins lét i ljós þá skoðun aö læknar væru tregir aö úrskuröa sjúkdóma sem atvinnusjúkdóma, hafi ef til vill ekki treyst sér til aö taka ákveöna afstööu,þótt upp komi sjúkdómur sem hugsanlega sé tilkominn vegna vinnu hlutaö- eigandi sjúklings. 1 þessu sambandi spannst þaö einnig inn I umræöuna aö lækn- um myndi vera þetta starf auö- veldara ef til væru skýrslur um heilsufarsþróun hvers starfs- manns einstakra fyrirtækja. Ef gerðar væru reglubundnar rannsóknir á heilsufari hvers starfsmanns væri auðveldara aö fylgjast meö breytingum á heilsufari og bera saman ein- staklinga sem ynnu viö svipaðar eöa sömu aöstæöur, Þá bentu þeir Hrafn og Eyjólfur á aö i könnunum sem fram fóru i Sviþjóö á árunum 1956-1971 kom fram aö at- vinnusjúkdómum fjölgaöi um 3- 4% á ári. Orsök aukningarinnar reyndist fyrst og fremst hávaöi, ryk i andrúmslofti og alls konar efnasambönd, fyrst og fremst upplausnarefni, sem notuö eru nánast alls staöar þar sem ein- hver framleiðsla eöa starfsemi fer fram. ES Fjölrit um ,, hagkeðjuna’ ’ — innlegg í kosningabar- áttu Kristjáns í Últíma „Hagkeðjan i hnot- skurn” nefnist fjöirit eftir Kristján Friðriks- son i Últimu sem ,,16 stuðningsmenn” svo- nefndrar Hagkeðju- kenningar hafa gefið út, en rit þetta er öðrum þræði innlegg Kristjáns i kosningabaráttuna vegna prófkjörs Fram- sóknarf lokksins í Reykjavik nú i janúar. í ritinu rekur Kristján grundvallarhugmyndir sinar um atvinnuupp- byggingu á íslandi og stjórnun fiskveiða, sem hann kallar „hagkeðju”, en hann skýrði hug- myndirnar rækilega i viðtali i þremur hlutum, sem Alþýðublaðið birti fyrri hluta siðasta árs. Aftast i hagkeðju- ritlingnum eru ummæli 16 manna um „Krist- jánskuna”, flest hliðholl hugmyndunum. Abaksíðu skora útgefendursiö- an á Reykvikinga að veita Kristjáni Friðrikssyni lið i próf- kjörinu og er sérstaklega tekið fram að stuðningur viö hann neö- ar en i 2. sæti framboðslistans til þings komi naumast að gagni. Sem kunnugt er sitja þeir Þórar- inn Þórarinsson og Einar Agústs- son i þessum sætum nú og ætla séraðsitja sem fastast. Má þvi ef til vill búast viðað þeir setjist nið- ur og böggli saman „keðju-bréf- um” til sinna manna, svona til þess aö svara þessum leik Kristjáns I Últimu. Ályktun flokksstjórnar Alþýöuflokksins: Svindlið burt! Leitað verði leiða til baráttu gegn f jársvikum Flokksstjórn Alþýðu- flokksins lýsir þungum og vaxandi áhyggjum vegna hinna tiðu fjár- svikamála, sem undan- farin missiri hafa orðið opinber. Þetta ástand er orðið svo ógnvekj- andi og hlýtur að höggva svo nærri rót- um samfélagsins, að valdakerfið getur ekki, hér eftir sem hingað til, setið hjá með hendur i skauti. Þegar það svo verðurljóst, að i sjálfum Landsbanka íslands hefur verið búið til svikakerfi, þar sem yfirmanni hefur tekist að svikja út tugi milljóna, þá segirsig sjálftað staldra verður við. Það hefur verið að myndast hyldýpi vantrausts milli yfir- stjórnar opinberra fjármála og fólksins i landinu. Þetta bil verður að hverfa. Fjármálakerfið á Islandi virðist gerspillt. Það er einnig ljóst að allur almenningur hefur litinn aðgang að upplýsingum um starfsemi fjármálastofn- ana. Leyndin hefur verið rétt- lætt með þvi að verið sé að vernda einstaklingana og einka- lif þeirra. Það hefur hinsvegar komið i ljós að i skjóli leyndar- innar þrifst pukur, óreiða og beiniinis óheiðarleikiog lögbrot. Staðreyndin er einnig sú, að islenska fjármálakerfið er orðið svoflókið, að allur almenningur hefur ekki aðstöðu til að skilja nema litinn hluta þess. Það er einnig orðið öllum ljóst, að óðaverðbólga sú sem geisað hefur frá þvi eftir 1970 hefur grafið undan fjármálasið- ferði i landinu. Neikvæðir vextir valda þvi, að lánamarkaður er i raun réttri ekki til, en lánakerf- ið, sem svo erenn kallað, erorð- ið að pólitisku styrkjakerfi og raunar stjórnlausum eignatil- færslum. Æ fleiri finna sig knúna til þess að dansa með i þessum f jármálafrumskógi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fjármálafrumskógurinn, verðbólgan og leyndin þjóna bröskurum en ekki öllum almenningi. Það vekur athygli að fjár- svikamál siðustu missira hafa með einum eða öðrum hætti snúið að opinberum fyrirtækj- um. Það leiðir hinsvegar hug- ann að þvi, h vort f jármálakerfið sé ekki viðar rotið. Það hefur lengi leikið grunur á þvi að erlend umboöslaun verslunar- innar skili sér ílla. Það er áreið- anlegt, að skattsvik eru meðal útbreiddustu meinsemda hér- lendis. íslenzkt stjórnkerfi fær ekki staðist slikt til lengdar nema þvi aðeins að gegn þess- um meinsemdum verði ráðist af fullri hörku. Flokksstjórn Alþýðuflokksins krefst þess aö allir séu jafnir fyrir lögum og lögin séu jöfn fyrir öllum. Flokksstjórnin krefst þess að dómskerfi og eft- irlit verði gert miklum mun virkara en verið hefur. Flokks- stjórnin krefst þess að islenskur almenningur eigi i framtiðinni miklu greiðari aðgang að upp- lýsingum er varða opinberan rekstur en verið hefur. Þá krefst flokksstjórn Alþýöuflokksins þess að rann- sóknir og dómar verði i réttu hlutfalli viö umfang afbrota, og að ekki verði farið mýkri hönd- um um svokölluð hvitflibba- afbrot, sem nú virðast færast i vöxt. Abyrgð núverandi stjórn- Framhald á t>ls. 10 Skjálftum fækkar — Bandsig ordid i 1 cm Það var ekki mikið að frétta þegar AB hafði samband við Skjálftavakt- ina í Mývatnssveit seint í gærdag. Eysteinn Tryggvasen tjáði okkur að heldur virtist vera að draga úr skjálftum. Mælarnir sýndu tíða smá- skjálfta, en þeir stærri væru færri. Kl. 1 i gærdag kom einn sá stærsti sem komið hefur i þessari hrinu, en þegar blaðið tal- aði við Eystein hafði engin af svipaðri stærðargráðu komið eftir það. Upptök skjálftanna eru um 40-50 km norður af Reynihlíð, eða nálægt þjóðveginum um Keldu- hverf i. Landsigið á Kröflu- svæðinu heldur áfram og samkvæmt hallamæling- um er það nú um 70 cm. Þó sagði Eysteinn að aðrar mælingar bentu til þess að á einstaka svæðum gæti það verið meira, allt upp í 1 metra. ES.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.