Alþýðublaðið - 11.01.1978, Side 6

Alþýðublaðið - 11.01.1978, Side 6
6 Edson Arantes do Nascimento er nafniö á knatt- spyrnumanni/ — og honum ekki af iakari taginu. Þetta er fullt nafn á mesta knattspyrnumanni allra tima. Brazilíumanninum PELE. Fyrir nokkrum mánuðum lék hann sinn síðasta knattspyrnuleik og dró sig þar með í hlé með auðæfi sem tryggja honum að hann getur framvegis lifað því lifi sem hann óskar sér. Nú er komin út bók um Pele og ber hún nafnið Pele. Hinu rétta nafni hans hefur almenningur löngu gleymt. Knattspyrnu- og íþróttasérfræðingur danska blaðs- ins Aktuelt segir, að þessi ævisaga brazilísku knatt- spyrnuhetjunnar sé, í stuttu máli sagt, meðal beztu íþróttabóka sem ritaðar hafa verið. Pele hefur sagt ameríkananum Robert L. Fish sögu sína. Og samstarf þeirra hefur verið frábært, segir Aktúelt. Til þess að gefa íslenzkum lesendum kost á að kynna sér þetta meistaraverk að hluta til, birtum við glefsur úr bókinni hér á eftir: Miðvikúdagur 11. janúar 1978 PELE — Ævl mfn í knattspyrnu; Pele — mestur allra knattspyrnumanna! Gautaborg, Svíþjóð. Júní 1958. Enn á ég erfitt meö svefn. Æsingurinn frá leiknum viö Sovétrikin er i mér ennþá. Ég stari upp i loftiö og velti fyrir mér öriögum minum. Ég haföi veriö vægast sagt heppinn aö komast meö til Sviþjóöar. Haföi meiðst i siöasta leiknum áöur en viö fórum i ferðina og hreint ekki reiknað aö komast meö. Ég man hann eins og hann heföi verið i gær, daginn sem ég var valinn i braziliska landsliöshóp- inn. Sliku gleymir varla nokkur knattspyrnumaöur. Ég haföi áöur leikiö i brazilisku úrvaldsliöi, I „Copa Roca”, árlegri keppni milli Argentinu og Braziliu. Braziliska liöiö haföi veriö valiö af þjálfaranum, hinum mikla Silvio Periollo. Vib töpubum fyrri leiknum 2:1 en unnum þann siöari 2:0, og ég skoraði mark i hvorum leik. Þab var mikill heiöur aö vera valinn, en þó ekktþaö sama og aö vera valinn i hópinn sem átti aö keppa um heimsmeistara- titilinn. Ég hafði leikið reglulega með Santos i nálega ár á þessum tima, og leikiö vei. Del Vecchio, sem var fastur miöframherji, skipti um pláss við mig og þótt ég léki ekki hvern einasta leik, var ég markhæsti maðurinn, var efstur á listanum yfir markhæstu menn i Sao Paulo með 32 mörk þetta ár. Þó var ég ekki viss um aö verða valinn i HM-liðið. Ég var, þegar aiit kom tii alls, aðeins 16 ára aö aldri og i Braziliu var krökkt af afburbamönnum sem voru þrosk- aðari, reyndari og myndu ekki bugast undan þeirri sálrænu pressu sem það var, aö leika meö landsliöinu. Höfðum fengið útvarps- tæki. En hvað sem þvi liður, var ég i Baurú þennan dag, i heimsókn hjá fjölskyldunni. Ég sat og hlust- aöi á iþróttafréttirnar i tltvarp Bandarates (viö höfðum haft efni á aö kaupa okkur úrvarpstæki sem náði Sao og Paulo og Rio de Janeiro), þegar ég heyröi þulinn segja eitthvaö um valið á braziliska landsliöinu. Ég reis snarlega á fætur, gekk aö útvarp- inu og laut alveg niöur aö þvi. Ég vildi ekki missa af einu einasta orði. Þegar þulurinn byrjaði aö rjála viö pappirinn áður en hann las upp af listanum, var eins og hrollur færi um mig. Ég vissi aö ég myndi ekki gráta, sparka i húsgögnin né hlaupa meö höfuöiö i vegginn, þótt ég yröi ekki valinn, en ég var ekki viss. Ég vissi hve ungur ég var, aö ég hafði aðeins stundað atvinnumennsku i knatt- spyrnu i eitt ár, i stað tiu eins og flestir aöalleikmennirnir. En ég haföi þó ieyfi til aö vona, ekki satt? Þulurinn byrjaöi, djúpri, til- geröarlegri og hátiðlegri röddu, sem allir suður-ameriskir út- varpsþulir hafa tileinkað sér. Ef leikmaöur hefur ekki ,,r” i nafni sinu, sem þeir geta velt uppi i sér i fimm mlnútur, finnst þeim þeir hafa veriö sviknir: „Castilho — Gilmarr — Djaima Santos — Nilton Santos — Mazzola — Pele...” Ég hlustaöi ekki einu sinni á það sem eftir var. Sat I stólnum, skjálfandi um allan likamann. Haföi ég i raun og veru heyrt rétt eöa var þaö hugmyndaflug mitt sem hafði komið mér til að heyra það sem ég vildi heyra? En listinn var endurtekinn og á honum var mitt nafn. A sama andartaki kom móöir min inn i herbergið. Hún leit á andlit mitt og hrukkaöi enn- ib áhyggjufuil: „Hvaö er aö þér, Dico? Hefur eitthvaö gerzt? Ég gat varla sagt neitt. Tennurnar glömruöu i munninum á mér. „Mamma! Ég hef veriö valinn I iandsliöið! Ég hefði eins getaö talaö grisku, hún virtist ekkertskilja. Ég endurtók: „Skil- uröu ekki, mamma? Ég hef verið valinn i braziliska landsliðið!” Ég efast um aö hún hafi yfirhöfuö hlustað á mig. „Leyfðu mér aö finna ennið á þér,” sagöi Dona Celeste áhyggjufuli. „Þú litur ekki vel út.” Ákvörðunartakan Einn sorglegasti þátturinn I sambandi viö valiö á landsliöinu er sá, aö alltaf eru valdir i lands- liöshópinn fleiri leikmenn en þeir sem endanlega veröa notaöir. Nokkrir eru strikaðir af listanum ábur en til endanlegs landsliös- vals kemur. Hver einasti þeirra sem valdir voru, var stjarna, leikmaður i hæsta gæöaflokki. En ábyrgðin á endanlegri ákvörðun um hverjar af þessum stjörnum gætu bezt tpilað saman sem eitt liö, hvildi á þjálfaranum okkar, Vincente Fe- jla. Nú var timi niöurskuröarins jpp runninn. Viö vorum allir of augaslappir til að hugsa. Bar- ittumenn úr fyrri meistaraliöum, baráttumenn frá fyrri heims- meistarakeppnum, bitu i varir sér, svitnuðu, — svo þaö ætti að vera auövelt að gera sér i hugar- lund hvernig okkur nýliöunum leib. Vib stóðum og bibum, meb hnén pressuö saman eins þétt og við gátum svo ekki sæist hve þau skulfu. Dr. Paulo Machado de Car- valho, formaður braziliska liðs- ins, haföi kallað okkur saman i stórum sal. Við hlið hans stóö Fe- oia, sem viö höfðum unniö svo mikið meö og fyrir. Dr. Paulo byrjaöi á að halda ræöu, en ég heyrði ekki eitt einasta orð, og ef- ast um að nokkur hinna hafi gert þaö heldur. Við biðum aöeins eins. Svo tók Feola við. Hann hrósaöi áreiöanlega öllum fyrir þá miklu vinnu sem þeir hefðu lagt á sig og þakkaði okkur fyrir samstarfs- viljann, en ég er þó ekki viss um þaö, þvi ég hlustaöi ekki á hann. Ég hlýddi aöeins á minn eigin ótta, sem þyrlaðist um höfðuðið á mér og magann, eins og rugluö mús, — jafnframt þvi sem ég reyndi aö finna mér einhverja góða skýringu til aö gefa þeim heima, ef ég yröi ekki valinn. En nú gat dr. Paulo ekki komizt hjá þvi að svara spurningunni, og hann las listann yfir þá sem ekki höföu verið valdir. Nafn mitt var ekki nefnt og andartak datt mér i hug aö sennilega heföi hann lesið listann yfir þá sem höföu verið valdir. Þegair þaö svo rann upp fyrir mér, aö ég var einn hinna útvöldu, létti mér ólýsanlega. En svo varð ég gripinn enn sterkari tilfinningu, þegar ég virti fyrir mér þá, sem höföu verið á listanum. Flestir þeirra grétu án þess aö geta haldiö aftur af sér. Þeir stóbu með kreppta hnefana til aö skjálfa ekki eða slá ekki ein- hvern. Luisinho, þessi stórkost- legi mibframherji frá Corinthians i Sao Paulo, stóö þarna, kritar- hvitur i andliti og augun starandi i vantrú. Gino, einn frábærasti miöframherji sem Brazilia hefur nokkurn tima fóstraö, stóö þarna lika, tárin streymdu niður kinn- arnar og hann var sem lamaður af þvi áfalli sem það var honum aö hann skyldi ekki valinn. Dr. Paulo og þjálfarinn Feola litu einnig út eins og þeir ætluðu aö bresta i grát. Svo snerust þeir á hæli og yfirgáfu salinn. Hetjur Stokkhólmi, Svíþjóð — 29. júní 1958. Þegar viö komum til úrslita- leiksins gegn Sviþjóð vorum við hetjur, eins og við var að búast eftir 5:2 sigur yfir hinu sterka liði frá Frakklandi. En það var margt sem geröi þaö að verkum að vib vorum nokkuö ragir viö heima- vallarmöguleika Svianna, auk þess sem viö vorum ekki vissir um hvar við höfðum dómarana. Okkur haföi hent áður, aö lenda á dómurum sem geðjaöist illa aö 'Braziliumörinum. En þaö var þó einnig eitt atriöi sem var okkur I hag: Viö höföum á okkur gæðastimpil, sem sam- spilandi lið i sérflokki meö frá- bærum einstaklingum. Auk þess höfðum við þann kraft sem byggöist á metnaöinum til að koma meö heimsbikarinn heim til Braziliu, — metnaði sem viö vor- um sannfærðir um að væri meiri en hjá öðrum þjóðum. Solna-völlurinn var enn setnari heldur en þegar leikurinn milli Braziliu og Frakklands fór fram. Þegar þjóðsöngur Braziliu var leikinn fann ég fara um mig enn sterkari tilfinningabylgjur en þegar ég heyröi hann daginn sem viö kepptum viö Sovétrikin. Ég skalf, þar sem ég stóö og hlustaði. Framhald á bls. 10 Pele fagnaö eftlr aö hafa tryggt Brazlllu heimiuieiitaratitilinn f Mexlkó áriö 1970.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.