Alþýðublaðið - 11.01.1978, Side 7

Alþýðublaðið - 11.01.1978, Side 7
7 2232j,’Miðvikudagur 11. janúar 1978 \ Barátta gegn f jársvikum í Svíþjóð Alls kyns efnahagsaf- brot eru mjög í sviðsljósi á islandi þessa dagana og þykir fáum undarlegt/ þar sem upp hef ur komist um mörg dæmi um menn sem gerst hafa sekir um að fara út fyrir þann auðgunarramma sem lögin setja. í Svíþjóð er sama sagan uppi á ten- ingnum/ en þar eru f jársvikinbaraöliu stærri í sniðum. i LO-tidningen, máigagni alþýðusam- bandsins sænska, rák- umst við á greinar um nýjar ráðstafanir sænskra yfirvalda til að reyna að stemma stigu við stórkostlegum fjár- svikum. Hingað til hefur skattrannsóknin einkum beinst að „smáþjófum", þ.e. þeim sem stela undan par milljónum sænskum á ári, en „hákarlarnir" hafa sloppið að mestu, þrátt fyrir að yfirvöld fullyrði að þeir hafi und- an allt að 20 milljarða sænskra króna árlega. En nú er sem sagt ætlunin að fara að sauma að hákörl- unum. „Hákarlarnir” í fjársvikum sleppa í Svlþjód: Hugmyndir um ad breyta lögunum + AUsherjarendurskoðun allra lagabálka sem varða efnahags- afbrot. + Fjölgun og endurskipulagn- ing hjá lögreglumönnum, þann- ig að mun fleiri geti helgað sig baráttunni við efnahagsafbrot . + Stofnun sérstakra lögreglu- deilda I öllum lénum Sviþjóðar sem hafa eiga það að aðalverk- efni að fletta ofan af efnahags- afbrotum. + Endurskipulagning fræðslu- kerfis lögreglunnar. Þetta eru fjögur meginatriði i 200 blaðsiðna skýrslu sem starfshópur rikislögreglunnar i Sviþjóð hefur lagt fram um jskipulögö afbrot. t starfshópn- 'um unnu saman fulltrúar rikis- lögreglunnar, rikissaksóknar- ans, skattheimtu rikisins, rikis- bankans, einstakar einingar lögreglunnar og sérfræðingar á sviði afbrotafræði. Skýrsla starfshópsins hefur að geyma harða gagnrýni á núverandi ástand i fjármálum, þar sem yfirvöld (iögregla og skattrannsóknarmenn o.fl.) eru á höttum eftir ..hefðbundnum” skattsvikurunum sem kosta þjóðfélagið tiltöluiega litlar fjárhæðir, á sama tima og i mesta lagi hundrað manns vinna að rannsóknum á svikum þeirra sem hafa á samviskunni stærstu og umfangsmestu efna- hagsafbrotin. Afbrotin sem upp komast hafa kostaö sænskt þjóðfélag upphæð sem veltur á fáeinum milljónum sænskra króna en rikislögreglan fullyrð- ir að „hákarlarnir” i fjársvik- um kosti samfélagið 10 eða jafn- vel 20 milljarða sænskra króna árlega! Þrátt fyrir að starfshópurinn (sem settur var á stofn af ríkis- lögreglunni i september 1976) hafi ekki gefið sér tíma til að fara nákvæmlega ofan i saum- ana á sænskri löggjöf, þá er samt ljóst af skýrslu hans að i gildandi lögum eru ótrúlega miklar gloppur, sem gera svik möguleg. Leggur starfshópur- inn til að rikislögreglan skuli kanna lögin rækilega, þ.e. þann hluta laganna er varðar efna- hagsafbrot. Þjóðfélagsvandamál Starfshópurinn fullyrðir að skipulögð efnahagsafbrot séu mun umfangsmeira vandamál i Sviþjóð heldur „venjuleg Mikil — lítil áhætta Fyrir nokkrum árum fram- kvæmdu sænsk skattayfirvöld rannsókn á framtali ólikra félagshópa sem allir fengust við sérstök störf á eigin vegum, t.d. lækna, arkitekta, verkfræöinga i o.fl. Höfðu yfirvöld slegið þvi föstu að þessir hópar bæru óeölilega lága skatta. Kom i ljós að viða var pottur brotinn og að ekki allir voru með hreina samvizku hvað framtal varðaði. Hækkuðu álögur á lækna t.d. um heilar 102 milljónir sænskra króna vegna þessa. afbrot”, svo sem innbrot og margs kyns stuldir. Hópurinn álitur að forsendan fyrir þvi að koma i veg fyrir grófustu fjármálaafbrotin sé En þetta er aðeins litil hluti skattsvikanna. Samkvæmt upp- lýsingum yfirvalda, er álitið að samanlögð skattsvik nemi upp- hæð sem sé nálægt 20 milljörö- um sænskra kr.! Fjársvik i Sviþjóð eru auðvit- að engin nýlunda. Skattsvika- saga Sviþjóðar geymir minn- ingar um marga þekkta svikara og þekkt svikamál, auk ótal smærri mála. Skipulögð fjársvik sem fara fram i Sviþjóð eru mörg og stór, en rannsóknarmáttur hins opin- bera er afar litill og i sumum til- feilum enginn. Sér til aðstoðar við svindlið hafa skattsvikarar oft banka, endurskipulagning lögreglunn- ar, þar á meðal bætt starfs- aðstaða. Sé ekki raunhæft að reikna með. þvi að heimilað verði að fjölga lögreglumönnum mjög mikið. endurskoðunarskrifstofur og iögfræðinga. Staðhæft er að 10- 20 lögfræðingar og 30 endur- skoðunarskrifstofur helgi sig stöðugt „ráðgjöf” á sviði fram- tals, þ.e. ráðgjöf við fals. Þá telja sænsk yfirvöld aö fólk sem lifir á atvinnugreinum eins og ólöglegum spilum, hórdómi o.s.frv. steli a.m.k. 2 milljörð- um sænskum undan árlega. Skattsvik sem varða viðskipti með vinnuafl, fasteignir, ýmsar vörur og fleira, nema allt að 10 milljöröum s.kr. Samanlögð skattsvikasumma er þvi allt að 20 milljarðar, eins og fyrr segir og áhættan fyrir svikarana er tiltölulega litil. I gróðavon I n

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.