Alþýðublaðið - 14.01.1978, Qupperneq 2
Laugardagur 14. janúar 1978
40 ára afmælisfagnaður Kvenfélags
Alþýðuflokksins í Reykjavík
Gáfu Sjálfsbjörg vinninginn
Hér afhendir Viglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri BM Vallá,
Theodór JónssyniformanniSjálfsbjargar happadrættismiðann góða. A
milli beirra standa tveir stjórnarmenn BM Vallá, þeir Magnús Bene-
diktsson og Sigursteinn Guðsteínsson. Mynd — GEK
í gær fékk Sjálfsbjörg aII
sérstæða gjöf. Félaginu
var veittur happdrættis-
vinningur, vinningur í
happdrætti Sjálfsbjargar.
Vinningurinn, Ford Fairmont
árgerð 1978 kom á miða, sem
steypustöðin BM-Vallá hafði
keypt. 1 gær afhentu forráðamenn
steypustöðvarinnar svo Sjálfs-
björg bilinn að gjöf.
Við þetta tilefni hélt fram-
kvæmdarstjóri BM-Vallár,
Viglundur Þorsteinsson, smá
tölu.
Þar kom fram, að fyrirtækið
hefði ekki keypt miða i happ-
drætti Sjálfsbjargar með gróða-
von i huga, heldur hafi tilgangur-
inn verið að styðja málefnið. Þeg-
ar vinningurinn kom svo á miða
fyrirtækisins lá beint við að færa
Sjálfsbjörg bilinn að gjöf.
Breyting á innheimtu fast-
eignagjalda
Innheimta fasteignagjalda i
Reykjavik verður á árinu 1978
með nokkuð öðrum hætti en verið
hefur. Meginbreytingin er i þvi
fólgin, að eigendum sambýlis-
húsa verður nú ekki sendur sam-
eiginlegur reikningur vegna fast-
eignagjalda heldur fær nú hver
eigandi ibúðar sérstakan reikn-
ing.
Breyting þessi er afleiðing af
setningu laga nr. 94/1976 um
skráningu og mat fasteigna, en
þar er svo fyrir mælt m.a., að lita
beri á sérgreinda eignarhluta i
fasteignum sem sjálfstæðar eind-
ir, enda liggi skipting og eignar-
hlutföll fyrir i þinglýstum heim-
ildum. Við þetta skapazt mögu-
leiki á þvi að senda gjaldendum
kröfu um greiðslu fasteigna-
gjalda með giróseðlum og er þess
vænzt, að hagræði þyki að þvi fyr-
irkomulagi.
Gjöld þau sem innheimt eru
sameiginlega eru þau sömu og
áður þ.e.: Fasteignaskattur,
vantsskattur, aukavatnsskattur,
lóðarleiga, tunnuleiga, bruna-
bótaiðgjald, viðlagatryggingarið-
gjald og söluskattur af tveim sið-
ast nefndum gjöldum.
Framhald á bls. 4.
Verður haldinn að HOTEL ESJU, föstudaginn 20. janúar kl. 20.30.
Ný hljómplata
með söng
Einars Markan
Út er komin hljómplata, meö
fjórtán islenzkum sönglögum
sungnum af Einari Markan. Með-
al þeirra eru: „Brúnaljós þin
bliðu” og ,,Ég lit i anda liðna tið”
eftir Sigvalda S. Kaldalóns, „Ætti
ég hörpu” eftir Pétur Sigurðsson
og ,,Þú ert” eftir Þórarinn
Guðmundsson.
'A plötuumslagi segir Baldur
Pálmason m.a. „Sönghneigðin
var Einari Markan og ættmenn-
um hans i blóö borið og ekki skorti
rödd hans fegurð. Þar hljómaði
sá unaðsstrengur, sem lyftir
sönglist i hærra veldi. Og Einar
átti sér fleiri listhugðarefni en
sönginn einan. Hann samdi lög
við eigin ljóð og annarra og hafa
u.þ.b. 50 sönglög hans birzt á
prenti.......
Þannig var Einar Markan hinn
fjölhæfasti listamaður en
stærstur var hann vafalitið sem
söngvari. Væntanlega fagna
margir þessum minjagrip um
hljómfagran söng tilfinningariks
manns — fagna nýjum kjörgrip
sigildrar tónlistar.
Það er Fálkinn h.f. sem sér um
dreifingu hljómplötunnar.
Svavar Guðni Svavarsson viðeitt verka sinna, veggmynd úr lituðu epoxiði. AB-mynd: —ATA
Stytzfa listaverkasýning sögunnar?
lauk 6 mínútum eftir að hún var opnuð
Ein stytzta listverkasýn-
ing, sem sögur fara af, var
haldin i gær i Pósthússtræti
13. Svavar Guðni Svavars-
son sýndi þar 14 verk og
seldust þau öll á sex minút-
um. Þar sem kaupendur
tóku verkin með sér var
ekkert eftir til að sýna og
því var sýningunni lokað
sex mínútum eftir að hún
var opnuð.
Svavar Guðni, sem er lesendum
Alþýöublaðsins aö góöu kunnur
fyrir skákþætti sina, sagöi i viö-
tali viö Alþýöublaðiö, aö hann
hafi dundaö sér við þessi verk i
nokkur ár. Þetta væri gert I hjá-
Aárinu 1977 komu rúml. 143.500
manns til landsins. Þar af voru
rúml. 72.500 útlendingar og
tæplega 71.000 tslendingar. Arið
1976 komu 130.000 manns hingað
til lands og áriö 1975 komu rúml.
123.000 manns
verkum og eingöngu ánægjunnar
vegna. Verkin eru skúlptúrar úr
leir og steinsteypu öll utan eitt
sem gert er úr epoxiði. —ATA
Af þeim útlendingum sem hing-
að komu reyndust flestir vera frá
USA, eða rúml. 22.500. Frá V-
Þýzkalandi komu um 11.300, frá
Danmörku 6.200 frá Sviþjóð um
5800 og frá Bretlandi 4648.
ES
143.000 manns komu til
landsins árið 1977!
DAGSKR&: 1. Samkoman sett af Sonju Berg formanni afmælisnefndar 2. Avörp gesta 3. Einsöngur, Magnús Jónsson, óperusöngvari 4. Nokkrar félagskonur heiðraðar 5. Baráttusöngvar 6. Ávarp formanns félagsins Kristínar Guðmundsdóttur Veizlustjóri verður Helga Einarsdóttir.
Miðar verða seldir á Skrifstofu Alþýðuflokksins kl. 1-5 daglega. Einnig hjá Aldísi Krisi- jánsdóttur Bergþórugötu 16, sími 10488, hjá Kristínu Guðmundsdóttur 'gsbakka 12, sími 73982 (fyrir hád. og á kvöldin hjá Sonju Berg, Krummahólum 6, sími 75625.
Verð miða er kr. 2000,- Kvenfélag Alþýðuflokksins k
" " s