Alþýðublaðið - 14.01.1978, Side 6

Alþýðublaðið - 14.01.1978, Side 6
Laugardagur 14. janúar 1978: PHNOM PENH Takec* . I Kampot ✓ ^RRÖT^ •SAIGON Poulo; Wayí :Wm> Soiith China Sea Gúlf of Siám svJ VIETNAM Rieng Hvers vegna stríð í Indókína? Hinir alræmdu „fréttaskýrendur" heimsviöburð- anna spá nú mjög í atburðina í Indókina# nónar tiltekið skærur Vietnams og Kampucheu (Kambódiu). Ekki virðast átök þessi hafa komið mjög á óvart. A síðustu mánuðum hefur margoft mátt sjá og heyra að sam- band þessara grannríkja er allt annað en vinsamlegt. Giap hershöfðingi var á eftirlitsferð meðfram landa- mærunum i júlí s.l.# stjórnin í phnom Penh. hefur oft lýst yfir að Kampucheu sé mikilvægt að eiga trygg landamæri — ekki aðeins á milli Thailands og Kampu- cheu. En þrátt fyrir þetta hafa víst fáir búist við að svo f Ijótt skærist i odda á þessum slóðum, og fáir trúa því að hér verði um stórfellt stríð að ræða# á milli landa sem þarfnast friðar — og nærri því að segja samstöðu — til að vinna að uppbyggingu. En hvað er þarna á seyði. Eru það landamæraerjur eða hreint strið? Á þessari stundu er litið hægt að segja af nákvæmni, en margt bendir til þess að herlið frá Vietnam hafi gert innrás i Kampucheu og mætt fremur litilli mótspyrnu — a.m.k. fyrst i stað. Hvers vegna innrás: Einhverjir túlka atburðinn sem svo, aö Kampuchea og Vietnam séu peð á taflborði Kina og Sovétrikjanna, en menn þykjast hafa séð af fyrri atburðum að Kinverjar styddu byltinguna i Kampucheu, en Sovétrikin og Vietnam væru i eins konar bræðralagi. Afstaða þess- Erlendis frá ara rikja til deilnanna er þó greinilega ólik. I yfirlýsingum Sovétstjórnarinnar er taumur Vietnams dreginn leynt eða ljóst og Kampuchea sökuð um yfir- gang á landamærum rikjanna. Kina hefur hins vegar ekki tekið afstöðu með eða á móti öðru rikj- anna, heldur birt yfirlýsíngar að- ila jöfnum höndum og hvatt þau til að leysa úr móthverfum sinum með friðsamlegum hætti. Fulltrú- ar beggja rikjanna hafa verið i heimsókn i Kina fyrir nokkrum vikum og Kinverjar hafa haft þá afstöðu gagnvart þeim að þau byggi upp þjóðfélögin óháð risa- veldunum tveimur, og þá er sér- staklega varað við vaxandi áhrif- um Svétrikjanna. Kinverjar leggja áherzlu á samstöðu rikja „þriðja heimsins” svokallaða, gegn yfirgangi Bandarikjanna og Sovétrikjanna og i samræmi við þá grundvallarafstöðu verður skiljanleg afstaða Kina til átaka Kampucheu og Vietnams. Getgátur eru á lofti um að Viet- nömum sé illa við hinar róttæku þjóðfélagsbreytingar sem fram hafa farið i Kampucheu, eftir að Lon Nol-stjórnin féll. 1 ljósi þess ætli Hanoi-stjórnin sér jafnvel að reyna valdarán i Kampucheu. Þessi möguleiki verður þó á þessu stigi að teljast hæpinn. t yfirlýsingum stjórnar Kampucheu, sem birtar hafa ver- ið i Peking, sakar Kampuchea Vietnam um að fylgja sömu stefnu gagnvart Kampucheu og Þýzkaland nazismans gagnvart litlu Tékkóslóvakiu á sinum tima. A hinn bóginn sakar Vietnam Kampucheu-menn um að vera ábyrgir fyrir dauða 2.000 fallinna og særðra Vietnama á landamær- um rikjanna. Einnig saka þeir Kampucheu-menn um barbarisk- ar baráttuaðferðir gagnvart Viet- nam: Eiga þeir að hafa höggvið niður börn, drepið vanfærar kon- ur og framið fjöldamorð á viet- nömsku landi. Þessar ásakanir eru samt dálitið undarlegar, ekki sizt i ljósi þess, að Vietnamar hafa margfalt öflugri her við landamærin, svo sem hefur sýnt sig siðustu daga, og þvi skyldi maður ætla að þeim hafi reynzt auðvelt að verjast árásum Kampucheu-manna yfir landa- mærin. Ekkert bendir hins vegar til þess að Kampuchea hafi reynt slikar árásir. Reynt hefur verið aö spá i her- afla þann er Vietnam hefur nú innan landamæra Kampucheu og er gizkað á að fjöldi hermanna sé nálægt 60.000. Hins vegar er talið að hermenn Kampucheu við landamærin hafi verið um 25000. Þrátt fyrir hernaðaryfirburði Vietnams' og hersetu Kampucheu, hefur stjórnin i Phnom Penh engu svarað boði stjórnar Vietnams um friðarvið- ræður. Phnom Phen-stjórnin hef- ur sagt að frumskilyrði viðræðn- anna sé það, að sjálfræði Kampucheu sé viðurkennt og að hver einasti vietnamskur her- maður hverfi frá landinu nú þeg- ar. Ambassador Vietnams i Pek- ing, Nguyen Trong Vinh, hefur látið hafa eftir sér óánægju með frásagnir kinverskra fjölmiðla af átökunum. í veizlu i kinversku höfuðborginni upplýsti hann að kinversk blöð hafi ekki sagt allan sannleikann um málið, þrátt fyrir að stjórn Vietnams hafi látið ut- anrikisráðuneytinu i Peking i té allar upplýsingar. (Byggtá Arbeiderbladet, Hsinhua-news o.fl.) — ARH. Tanzanfa leitar aðstoðar Danmerkur Gedveikt fólk sett í fang- elsi og bundið við staura Hér sjást tveir af þremnr geWæknum Tanzaniu. teknarnir Hanti og Hannah, ásamt danska lækninum Johannesi Nielsen i heim- sókn á sveitabæ i Tanzaniu, þar sem geðsjúkir njóta aðstoöar og hjúkrunar. Sagan um hamingju- sama og heilbrigða nátt- úrumanninn á betur heima í Tarzan-bókum en í raun- veruleikanum. Staðreynd- in er sú, að til dæmis land eins og Tanzanía i Afríku á við margs kyns vandamál að glíma, sem þekkt eru í ##velferðarríkjunum" margrómuðu, svo sem ýmsar tegundir geðveiki. I Tanzaníu eru hlutfallslega jafn margir geðsjúkir og i Danmörku# en við þessa veiki er mun erfiðara að eiga í Tanzaníu. Því hefur það gerst nýverið# að Tanz- anía hefur beðið dönsk yf- irvöld um aðstoð við að fást við geðveiki. Tanzaniu byggja 15 milljónir manna, en i Danmörku búa 5 milljónir. Talið er að i Tanzaniu eigi 100.000 manns viö geöræn vandamál að striða, en i Dan- mörku er þessi tala 40.000. Nærri allur skarinn i Danmörku nýtur einhverjar aðstoðar, beint eða ó- beint, þar af eru 10.000 pianns á stofnunum. í Tanzaniu rijóta að- eins 5% meðferðar. Þá eru nú starfandi 500 geðlæknar i Ðan- mörku, en aðeins 3 f Tanzaniu, 50000 geðhjúkrunarkonur eru i •Danmörku, en 30 i Tanzaniu og svo mætti lengi telja. Reynt er að lækna stóran hluta geðsjúkra Tanzaniumanna með skottulækningum, en margir geð- sjúklingar eru sagöir i fangelsum þar vegna frávika frá „venjuleg- um” normum þjóðfélagsins, þrátt fyrir aö öðrum þræöi sé viður- kennt aö þeir séu veikir. 1 lögum landsins er jafnvel að finna á- kvæði er heimila að stinga geð- sjúkum inn til að vernda alla hina. Sumir geðsjúklingar Tanzaniu eru álitnir flón og afglapar og eru bundnir við staura mitt i þorpun- um, svo að þeir skapi eins litinn ó- skunda og mögulegt er. Aðrir rangla út i skóginn og deyja. Danskur læknir til Tanzan- iu Þegar heilbrigðismálaráðu- neytið i Tanzaniu bað Dani um aðstoð, sendi Danida, sú deild danska utanrikisráðuneytisins sem sér um þróunaraðstoð, dr. med. Johannes Nielsen, frá rikis- sjúkrahúsinu i Risskov, áleiðis tii Tanzaniu til að kanna þar allar aOstæður. — Það er sláandi litill munur á þeim geðsjúkdómum sem við er aö eiga i Tanzaniu og hér heima, sagöi Johannes læknir, við heim- komuna. Þarna hafa menn sál- sýki, geöklofnun og „manio’de- pressioner” (Þegar menn eru æstir og hugsjúkir á vixl) i jafn rikum mæli og i Danmörku. En hins vegar gerum við ekki vonir um að lækna nema brot af heild- inni i Tanzaniu, að minnsta kosti ekki i náinni framtið. Þegar menn hafa sálsýki á háu stigi, þá breyt- ist allur pesónuleikinn. Menn verða að öðrum manni. Þegar til- fellin eru vægari, þá eru það ein- staka þættir sem verða „afbrigði- iegir” frá hinu venjulega. En i langflestum tilfellum er sá hinn sjúki þess ekki meðvitaður að hann sé i raun g veru ekki heill heilsu. Þessu er öfugt farið með fólk sem þjáist af taugaveiklun, streitu og fleiru þess háttar. Tvö sjúkrahús Niðurstaðan af athugun dr. Jó- hannesar i Tanzaniu er birt i sér- stakri skýrslu er hann gerði i samvinnu við einn af þremur geð- læknum Tanzaniu, dr. Johnson Hauli. 1 landinu eru fimm litlar deildir á sjúkrastofnunum ætlaðar geð- sjúkum og tvö stærri geðsjúkra- hús annað á Zansibar, hitt i Do- doma sem þjóna skal Dar es Sal- aam, höfuðborginni. 1 iþessu sjúkrahúsi eru um 1000 rúm, en hingað til hafa sjúklingarnir verið allt að 1500 i einu! Sjúkrahúsið hefur ekki yfir að ráöa neinum geölækni, en tveimur læknum með almenna menntun, fimm geðhjúkrunarkonum, 25 hjukrun- arkonum án sérmenntunar og 325 sjúkraliöum og öðru starfsfólki. Meöhöndlun í smaum ein- ingum — Hugmyndin er, að með- höndlunin fari fram i mjög smá- um einingum, segir Johannes Nielsen. Nú eru 4—5 staðir út um sveitir i Tanzaniu, þar sem reynt Frh. á 10. siöu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.