Alþýðublaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. janúar 1978. 3 Fjórir þing- menn stjórn- arflokkanna spurðir álits Ber að flýta alþingiskosningum? Ljóst er að hér á iandi er við mikinn og margvís- legan efnahagsvanda að glíma og sú hugmynd hefur oft skotið upp koll- inum, hvort ekki væri rétt að flýta kosningum, svo menn fengju nokkuð færi á að sýna vilja sinn gagn- vart þeim ráðstöfunum, sem líkur eru á að senn verði gripið til og vænta má að verði margar óvin- sælar. Blaðið hafði þvi tal af 4 stjórnarþingmönnum og bar upp þessa spurn- ingu: — Ber að flýta alþingiskosningum? Þórarinn Þórarinsson 4. þm. Reykv., kvað það eindregna skoöun sina aö enga þörf bæri til aö flýta kosningunum. Helsti vandinn væri auövitaö vandi atvinnuveganna, frystiiðnaðar, iönaöar og ekki sist landbúnaö- ar. Gripa bæri aftur á móti til ákveðinna aögeröa sem fyrst og væri nauösyn aö þaö veröi fyrsta verk alþingis, þegar þaö kemur saman. Lárus Jónsson, 4. þm. Norö- url. e., taldi aö honum þætti ekki óeðlilegt aö sú leiö yröi farin aö flýta kosningum, ef i ljós kæmi, aö þær efnahagsráöstafanir, sem gripiö verður til, ættu aö veröa mjög stórar i sniðum. Lárus tók þó fram, aö enn væri ekki séö hve mikilla aögeröa væri þörf og þvi ekki enn sýnt aö ástæöa væri til aö flýta kosning- um. Guömundur H. Garðarsson 6. landskj. þm. sagöi aö þetta hlyti fyrst og fremst aö fara eftir hvort stjórnarflokkarnir gætu komiö sér saman um aögeröir, sem tryggöu lausn málanna. Hann sagöist leggja áherslu á aö i þessum aögeröum fælist aö tryggt ýröi aö atvinnuvegirnir gætu gengiö meö eölilegum hætti og aö hægur lág- og meö- altekjufólks yröi trýggöur. Væri þaö enda yfirlýst stefna stjórn- arinnar aö halda þessi atriöi i heiðri. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, sagðist alls ekki telja ástæöu til aö flýta kosningun- um. Hér ræddi um ráöstafanir sem stjórninni væri rétt og heimilt aö framkvæma i krafti sins þingmeirihluta, og ætti hún aö vera i stakk til þess búin, nú sem endranær. AM Lítið hirt um fram- tíð starfsfólksins minnkun ríkisumsvifa Áfangaskýrsla nefndar, sem fjármálaráöherra skipaöi til aö gera tillögur um minnkun rikis- umsvifa, hefur nú veriö birt. Svo sem fram hefur komiö gerir nefndin það að tillögu sinni aö Landssmiöjan sem rikisfyrirtæki verði lögö niöur og þeir fjármunir fyrirtækisins, sem rikiö kýs ekki aö nota til annarrar starfsemi veröi seldir. Nefndin leggur einnig til aö geröar veröi ráöstafanir til þess aö selja Siglósild, til dæmis meö þeim hætti aö hrein eign fyrir- tækisins yröi seld aöilum, sem stofnuöu meö sér félag til að kaupa og reka fyrirtækiö, eöa meö þeim hætti aö rikiö stofnaöi fyrsthlutafelag um reksturinn og seldi að þvi búnu meirihlutann aðilum, sem vildu standa saman að rekstrinum”. Þessum niöurstööum nefnd- arinnar fylgir nokkuð safn skjala og tilvisana i önnur tíl rökstuön- ings álitinu. Kennir þar margra grasa. Landssmiðjan 1 nefndarálitinu er þess getiö aö lög um landssmiöju voru sett árið 1936, og er greint frá miklum deilum sem urðu á þingi vegna lagasetningarinnar. 1 lögum þessum er kveöið á um aö smiöj- an skuli taka aö sér fyrir þá starf- rækslu, sem rikiö hefur meö . höndum, alla þá smiöi sem hún getur annaö.enda séu vinnubrögð og verölag, aö dómi rikisstjórnar- innar, ekki óhagstæðari en annars staöar innanlands og geti ráöherra látiö sanna með útboði aö svo sé, þegar um meiri háttar verk er aö ræöa. í álitinu er þess getið að verzl- unarrekstur sé nú það sem stend- ur undir rekstri verksmiðjunnar, og það þó ekkert hafi verið á slikt minnst i lögum um fyrirtækið. Þykir nefndarmönnum slikt „lagabrot” sýnilega ekki gott. A hinn bóginn virðast þeir ekki hafa mikið við það að athuga þótt ekki sé farið eftir þeim hluta lag- anna sem kveða á um að smiðjan skuli taka að sér það sem hún getur annað af verkefnum fyrir ýmis riksfyrirtæki. Reyndar tekur nefndin það með i rök- stuðningi sinum fyrir aflagningu fyrirtækisins að ýmis rikisfyrir- tæki hafi komið sér upp eigin verkstæðum. Um stööu Landssmiöjunnar i málmsmiöaiönaöinum segir.aö þar starfi aöeins örlitiö brot af þeim mannafla, sem fæst við verkefni af þvi tagi sem Lands- smiðjan tekur aö sér, og tekjur Landssmiöjunnar af málmsmiða- verkefnum áriö 1974 heföu ein- ungis numið 1.54% af tekjum þeim sem fyrirtæki i landinu höfðu af slikum verkefnum. Þá getur aö lita i yfirliti yfir fjárhagslega afkomu fyrirtækis- ins að nokkur undanfarin ár hefur það skilaö hagnaöi og ekki veriö rikissjóði fjarhagsbyröi. 1 niöurstöðu nefndarálitsins segir aö þótt þær ástæöur, sem lágu til grundvallar stofnun Landssmiöju hafi verið rétt- mætar séu þær naumast fyrir hendi lengur. Næg samkeppni sé fyrir hendi i greininni aö þvi er skipaviögeröir varöar. Þótt Landssmiöjan hyrfi af sjónarsviðinu muni skip rikis- ins aö öllum likindum fá viöun- andi þjónustu. Landssmiöjan hafi ekki veitt öðrum fyrirtækjum i málm- og skipasmiöi neina grundvallar- þjónustu og önnur fyrirtæki þvi einskis fara á mis þótt smiöjan yrði leyst upp. Hér um bil 100 manns starfa i dag hjá Landssmiðjunni. 1 þvi itarlega plaggi sem greinargerð nefndarinnar er, er þessara manna aö litlu sem engu getiö. A það er aö visu minnzt i lokaoröum álits nefndarinnar aö nefndin telji rétt aö kannaö veröi, hvort sá kjarni starfsfólks, (eöa hluti hans) sem myndazthefur i fýrir- tækinu við langvarandi sam- vinnu, sé þess fýsandi aö halda áfram rekstri smiöju og verzl- unar. Komi i ljós aö sterkur áhugi sé fyrir hendi telur nefndin meðmælavert, að rikiö greiöi fyrir stofnun félags um slikan rekstur, ef þessyröi óskaö. Engar skuldbindingar skyldu þó fylgja um forgang aö verkefnum frá skiparekstrardeild Skipaútgeröar rikisins. Þess er þó getiö i greinargerð skýrslunnar aö þar sé um aö ræöa eitt af stærstu verkefnum smiöjunnar. Engar tillögurgerir nefndin trm hvernig rikið skuli „greiöa fyrir” svo „kjarni starfsfólks, sem myndazt hefur i fyrirtækinu viö langvarandi samvinnu” geti eignazt smiðjuna, sem leggur sig aö öllum likindum á hundruö milljóna. Siglósild Allar upplýsingar um fyrir- tækið sækir nefndin i skýrslu Rannsóknarnefndar, sem skipuð var til aö kanna sérstaklega rekstrarerfiöleika lagmetisiöju- rikisins á Siglufirði (Siglósild). 1 þeirri skýrslu kemur eftirfarandi fram: Fyrirtækið var stofnaö áriö 1972, þá hafði ibúum á Siglufiröi fækkaö um hérumbil 1/3 á réttum 12 árum. 1 skýrslu nefndarinnar er þess þvi getið að liklega hafi það meöfram veriö gert til aö bæta úr bágu atvinnuástandi á Siglufiröi, þótt þess hafi ekki veriö getið i athugasemdum viö lagafrumvarp um stofnun fyrir- tækisins. Frh. á 10. siöu TÍZKUBLAÐIÐ líf er nær uppselt hjá útgefanda Auglýsendur: Tízkublaðið Líf er m.a. vettvangur vandaðra auglýsinga sem eru áhrifamiklar og hafa langtímagildi. Vinsamlega staðfestið pantanir yðar sem allra fyrst. Til tizkublaðsins Lif Armúla 18 Óska eftir áskrift 1 — 6 tbl. 1978 kr. 2970 2—6 tbl. 1978 kr. 2475 | Nafn: Heimilisfang: simi: TT7.KIJRT AÐTÐ T.ÍF cta/tt o örfá eintök eftir sem aðeins verða send til nýrra áskrifenda. Tízkublaðið Lff þakkar frábærar móttökur og minnir á að blaðið kemur út annan hvern mánuð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.