Alþýðublaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 24. janúar 1978.{SSShT'
tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs-
son. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, slmi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f.
Áskriftaverð 1500krónur á mánuði og SOkrónur I lausasölu.
ALÞINGI OG FJÁR-
SVIKAMÁLIN
alþýðu'
íslendingar standa
nánast agndofa frammi
fyrir þeirri spillingu, sem
í Ijós hefur komið á síð-
ustu misserum í mynd
fjársvika, skattsvika,
gjaldeyrissvika og hvers-
konar viðskiptaaf brota.
Mönnum hrýs hugur við
þeim lagabrotum og sið-
leysi, sem þróast hefur í
fjármálum hér á landi
undanfarin ár. Menn
spyrja: Hvaða afbrotum
verður greint frá í dag?
Alþýðuf lokkurinn
hefur nú um langt skeið
bent á þá upplausn, sem
átt hefur sér stað í þjóð-
félaginu og hvatt til öfl-
ugrar gagnsóknar. A
þingi hafa fulltrúar
flokksins rætt þessi mál
og vakið athygli á þeim.
Alþýðuf lokkurinn hefur
ekki einasta bent á það,
sem miður hefur farið
hjá öðrum, heldur tekið
til höndum í innanflokks-
málum, svo athygli hefur
vakið.
Á fundi sameinaðs
þings í gær ræddi Sig-
hvatur Björgvinsson,
alþingismaður, utan dag-
skrár um Landsbanka-
máliðog fleiri skyld mál.
Hann rakti nokkuð þróun
Landsbankamálsins, þá
athygli og umtal, sem það
hefur vakið. Hann lagði
áherzlu á það hve veiga-
mikil stofnun Lands-
bankinn væri, og að
Alþingi bæri ábyrgð á
henni að hluta með kjöri
bankastjórnar og endur-
skoðenda.
Sighvatur taldi nauð-
synlegt, að Alþingi gæti
fylgst með þróun rann-
sóknar í bankanum og
bar fram þá fyrirspurn
til bankamálaráðherra,
hvort hann, í samráði við
yfirmenn bankans,
myndi ekki vilja beita sér
fyrir því, að þingið fengi
skýrslu um málið. í þessu
sambandi gerði hann
samanburð á Lands-
bankamáiinu og máli
Alþýðubankans, sem nú
hefur legið hjá saksókn-
ara í sjö mánuði, án þess
að nokkuð hefði verið að-
hafst. Það mál væri víti
til varnaðar. Það væri
bæði óréttlátt og
ómannúðlegt, að
dragaslíkmál svo á lang-
inn.
Sighvatur minntist á
önnur mál, sem hafa
komið upp á yf irborðið að
undanförnu: gjaldeyris-
svikamál, skattsvikamál,
svik i sambandi við
skipakaup og fleira.
Þetta væri ógnvekjandi
þróun. Margir vildu
kenna verðbólgunni um,
en Ijóst væri að upphaf
margra þessara mála
mætti rekja mörg ár
aftur í tímann. Hann
spurðist fyrir um hvort
ríkisstjórnin hefði eitt-
hvað á prjónunum til að
berjast gegn þessum
svikum og óheillaþróun,
til dæmis breytingar á
lögum, — bankalögum og
öðrum lögum.
Ólafur Jóhannesson,
bankamálaráðherra, tók
þessari fyrirspurn vel, og
kvað það fullkomleqa
eðlilegt, að Alþingi fengi
að fylgjast með þróun
mála, þegar svo voldug
f jármálastof nun sem
Landsbankinn ætti í hlut.
Hann kvaðst myndu gefa
Alþingi skýrslu um málið
svo fljótt sem unnt væri,
og gat þess, að innan
skamms yrði lagt fram
frumvarp um viðskipta-
banka, sem veitti banka-
ráðum betri aðstöðu til að
fylgjast með starfi bank-
anna.
Þessi viðbrögð banka-
málaráðherra eru jákvæð
og ánægjuleg. Alþingi,
upp til hópa, þarf að láta
sig meiru skipta þá
óheillaþróun, sem
Islendingar verða nú vitni
að. Það er nauðsynlegt
fyrir þjóðina í heild, að
ráðist verði að spilling-
unni með öllum tiltækum
ráðum, enda er baráttan
gegn henni ekkert einka-
mál fárra manna. Því
rösklegar sem Alþingi
tekur til höndunum, því
meiri von er til þess að
unnt verði að uppræta þá
meinsemd, sem nú hrjáir
þjóðina.
—AG
ÚR VMSUM ÁTTUM
... ég hakka þær f mig glitrandi
Óskaplega varð mér skemmt,
þegar ég las viðtal sem Lesbók
Moggans átti við Rósu Ingólfs-
dóttur, auglýsingateiknara með
fleiru.
Rósa þessi ræðir i viðtalinu
nokkuð um afstöðu sina til
kynjanna og einnig til þess hluta
baráttufólks fyrir réttindum
kvenna, sem nefnist „rauðsokk-
ur”. Máli sinu til stuðnings vitn-
ar hún óspart i gömul lögmál og
hefðir, allt óskilgreint að visu.
Rauðsokkur álitur hún kyn-
ferðislega óánægðar og hafi þær
ekki gert sér grein fyrir þvi að
karl og kona eru ekki —sköpuð
eins. (Hvort það er ástæðan
fyrir óánægjunni með kynlifið
getur hún ekki en þó skyldi
maður ætla að það væri ekki
ólikleg skýring).
Umræddar rauðsokkur vilja
að hennar sögn helst ganga i
ljótum fötum, illa klipptar, með
hárið allt i óreiðu og pipu i
munninum. Heldur ófélegur
samsetningur, finnst ykkur
ekki?
Rósa skyggnist siðan inn i
innra eðli konunnar og kemur
þaðan út með „stóra sannleik”.
Sálarlegum innréttingum” hins
veikara kyns” er nefnilega
þannig háttað að þeim liður
ekki vel hafi þær ekki hjá sér
sterkan mann til að halla sér að.
Þetta mun vera náttúrulögmál,
sem ekki er hægt að ganga i
berhögg við.
Rósa getur þess þó ekki hvar
eða hvernig henni hafi áskotn-
ast þessi fróðleikur. Kannski að
guð almáttugur hafi hvíslaö
þessu að henni, og þá um leið
að það sé fráleitt að ætl-
ast til þess að karlmenn láti
sjá sig með uppþvottabursta
eöa ryksugu i hönd. Rósa segist
nefnilega aldrei
munu láta manninn sinn I „þess-
háttar”. Verkaskipting kynj-
anna byggist nefnilega á
eldgamalli hefð og lögmáli.
(Eldgamalt getur það nú vart
verið, ryksugan er þó ekki fullra
80 ára).
Að iokum segir þessi val-
kyrja: „Ég væri tilbúin að mæta
þessum karlkerlingum (rauð-
sokkum, innskot blm.) og ræða
við þær, mæta þeim skartklædd
og hakka þær i mig glitrandi”.
Ef af þessu verður, látið mig
þá fyrir alla muni vita,þviekki
vildi ég missa af þeirri viður-
eign fyrir nokkra muni.
ES.
..Ég er ein oy* óstudd og verð
umfram allt að treysta á mig sjálfa. í
þeirri aðstöðu þætti kannski ein-
hverjum eðlilegast að ég skipaði mér
undir merki rauðsokka. en því fer
fjærri. Skoðun mln á þeim er sú. að
þær séu kynferðislega óánægðar og
virðast ekki hafa gert sér grein fyrir
þvi. að kad og kona eru ekki sköpuð
eins. Þær þora ekki að vera konur og
ástunda eðlilega. kvenlega fram-
komu. heldur verða þær að koma
ifram I hálfgildings karlgerfi. Þessar
karlkonur vilja helzt ganga i Ijótum
fötum. illa klipptar og hárið á að fara
sem verst. Auk þess hreyfa þær sig
éins og karlar og reykja pipu. Þennan
boðskap vil ég ekki sjá og mannhatr-
ið, sem þær kunngera stundum á
trúboðssamkomum sinum, frábið ég
mér.
Innst inni vill konan hafa manninn
sterkan og geta hallað sér að honum;
það er lögmál úr náttúrunnar dki.
sem ekki er hægt að ganga I berhögg
við. Ég er nú þannig stemmd, að ég
gæti ekki hugsað mér að setja mann-
inn minn í að þvo upp og ryksuga og
annað þessháttar. Einhversstaðar
segir. að þótt náttúran sé lamin með
lurk/ leiti hún út um slðir. Ég vil
halda i þessa hefðbundnu verkaskipt-
ingu vegna þess að hún á rætur í
eldgamalli hefð og lögmáli Konan á
að gefa sig á vald þeim, sem hún
elskar; hún missir ekkert við það og
getur öðlast jafnrétti fyrir þvi. tg væri
til með að mæta þessum karlkelling-
um og ræða við þær; mæta þeim
skartklædd og hakka þær i mig glitr-
andi.