Alþýðublaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR
1 9. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Ritstjórn blaðsins er
til húsa í Sfðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
„Stjórn-
málaflokk-
urinn"
stofnaður
— Formaður hans fyrrum flokks
bundinn Sjálfstædismadur
//Stofnaður hefur verið
nýr stjórnmálaf lokkur og
bér hann nafnið Stjórn-
málaflokkurinn"/ þannig
hljóðaði upphaf fréttatil-
kynningar sem barst inn
á ritstjórnarskrifstofur
Alþýðublaðsins í gær.
í þessari tilkynningu kemur
fram a& stjórn þessa nýstofnaða
flokks hefur þegar veriB skipuö
og 'er formaöur hennar Ólafur
E. Einarsson forstjóri, en aðrir
stjórnarmenn eru Kristmundur
Sörlason iðnrekandi, Eirikur
Rósberg tæknifræðingur, Stein-
unn ólafsdóttir, og Tryggvi
Bjarnason stýrimaður.
í stuttu spjalli við formann
flokksins kom fram að ekki
hefur verið tekin um það endan-
leg afstaða innan stjórnarinnar
ennþá, hvort stefnt verður að
framboði til Alþingiskosninga á
vori komanda.
Aðspurður kvaðst Ólafur E.
Einarsson formaður flokksins
vera eini meölimur stjórn-
arinnar sem tekið hefði þátt I
pólitisku lifi áður, en hann hefði
verið flokksbundinn sjálf-
stæðismaður.
Að sögn Ólafs er stefnuskrá
Stjórnmálaflokksins þegar
mótuð, og kvað hann hana verða
kynnta landsmönnum fljótlega.
Helztu stefnuatriði hins nýja
flokks eru skv. fréttatilkynning-
unni þrjú, I fyrsta lagi að breyta
stjórnarskrá lýöveldisins á
þann veg, að löggjafar og fram-
kvæmdavald verði aðskilið. I
öðru lagi að gerbreyta skatta-
fyrirkomulagi hér á landi og að
auðvelda i framkvæmd. I þriðja
lagi aö leggja á herstöövar
NATO hér á landi aðstöðugjald,
sem varið verði til vegagerðar,
flugvalla og hafnarmannvirkja.
GEK
Þingað með fram-
bjóðendum
Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, boðaði á laugardag til
fundar með frambjóðendum i efstu sætum á listum Alþýðuflokksins i
næstu alþingiskosningum, stjórn flokksins og starfsmönnum. Á fundin-
um vær rætt um kosningaundirbúninginn, ýmsa málaflokka og fleira.
Nánar segir frá fundinum á bls. 7.
(AB.mynd KIE.)
Þingflokkur Alþýðuflokksins?
Alþingi fái skýrslu
Landsbankamálið
um
Sighvatur Björgvinsson
(AF) kvaddi sér hljóðs
utan dagskrár á Alþingi i
gær, og gerði að umtals-
efni fjársvikamál það
sem upp hefur komið i
ábyrgðardeild lands-
banka Islands. Vitnaði
þingmaðurinn í upphafi
máls síns til fréttatil-
kynninga frá bankastjórn
Landsbankans og
Rannsóknarlögreglu
rikisins um gæzluvarð-
haldsúrskurð Hauks
Heiðars, forstöðumanns
ábyrgöardeildarinnar,
frá því í desember og
sagði að fréttirnar um
meint auðgunarbrot for-
stöðumannsins hafi kom-
ið mönnum mjög á óvart
og verið umrætt manna á
Sighvatur Björgvinsson.
meðal. Hafi fjöimiðlar
greint frá ýmsu varðandi
rannsókn máls:ns síðan,
sumu réttu, öðru ekki, en
í raun og veru sé lítið
meira vitað um málið f rá
ábyrgum aðilum en það,
sem sagt hafi verið í
fréttatilkynningunum
sem áður er getið. Mætti
það þó ekki minna vera.
Þingflokkur Alþýöuflokksins
ræddi þetta mál á fundi i gær-
morgun og samþykkti aö hefja
umræöur um það I sölum
Alþingis. Fól hann Sighvati
Björgvinssyni að hafa um það
framsögu. Benti Sighvatur á I
ræðunni, að eðlilegt væri að
Alþingi léti máliö til sin taka,
þar sem hér væri um að ræöa
rikisbanka sem hefði yfir sér
bankaráð kjöriö af Alþingi, auk
þess sem Alþingi kysi endur-
skoöendur og setti lög fyrir
starfsemina. Þá beindi hann þvi
til ólafs Jóhannessonar, banka-
málaráðherra, að hann upplýsti
þingheim um eftirfarandi
atriði:
óheppilegt að rannsókn
dragist á langinn
1. Hversu viðamikið Lands-
bankamálið sé — hvers eðlis og
hver séu takmörk þess. Ráð-
herrann taki i þessu sambandi
tillit til rannsóknaraðila um frá-
sögn af málinu.
2. Hvaö yfirvöld hyggist gera til
að rannsaka máliö á fullnægj-
andi hátt. Þingmaðurinn benti
á, að málið væri þess eðlis að
rannsökn beri að hraða svo sem
nokkur kostur sé, það sé óheppi-
legt fyrir Landsbankann og
almenn réttarfarssjónarmið að
láta rannsóknina dragast á
langinn.Benti hann á rannsókn
svonefnds Alþýöubankamáls I
þvi sambandi og sagði hana
hafa dregist óhemju mikið.
3. Alþingi fái að vita hvaða ráð-
stafanir verði gerðar til að
koma I veg fyrir að mál eins og
um er rætt endurtaki sig ekki.
1 lok ræðu sinnar sagði
Sighvatur Björgvinsson að is-
lendingum þætti nóg komið af
afbrotum og alls kyns glæpum
sem komiö hafi fram i dagsljós-
ið undanfarið. Augljóst sé að
litlar varnir séu nú tiltækar
gegn t.d. auðgunarbrotum, og
hafi hér verið sparað til tjóns.
Löggjafaratriði, svo sem varð-
andi fyrirtækjalög, bankalög-
gjöf o.fl., hafi veriö vanrækt og
sé þvi komið til kasta Alþingis
að ákveöa á hvern hátt beri að
bregðast viö fyrrgreindum
fréttum.
ólafur Jóhannesson, banka-
mála- og viðskiptaráðherra,
kvaðst ekki viðbúinn aö veita
Alþingi svör við fyrirspurnum
Sighvats Björgvinssonar, enda
væri tæpast rétt að veita
umbeðnar upplýsingar nema i
fullu samráöi við aöila tengda
málinu. Mun fyrirspurninni
komiö á framfæri við stjórnend-
ur Landsbankans og bankaráð
og óskað eftir svörum þeirra.
Ráðherra mun siðan gera
Alþingi grein fyrir svörum for-
ráðamanna Landsbankans.
Ólafur Jóhannesson sagði
ennfremur að hann teldi eðlilegt
að Alþingi vildi fylgjast meö
a.m.k. vissri hliö umrædds
máls, enda ætti þingiö að hafa
fullkomið færi á aö fylgjast með
fjármálum þessara veigamiklu
rikisstofnana.
Prófkjör Framsóknar:
Einar og Gudmundur í 1. og 2. sæti
baksfda