Alþýðublaðið - 26.01.1978, Síða 5

Alþýðublaðið - 26.01.1978, Síða 5
H2ÍS" Fimmtudagur 26. janúar 1978. 5 Skoöun Haukur Helgason, skólastjóri skrifar: Fyrir nokkru birtist hér I blaðinu skoðunArna G. Péturs- sonar er bar heitið „Dýrt er Hafliði keyptur”. Igreinsinni fjallar A.G.P. um Alverið, nytjar þess fyrir þjóð- arbúiðogber saman ýmsaþætti til að styðja skoðun sina. Spurningin um byggingu ál- versins i Straumsvik var mjög rædd á sinum tima. Menn voru ýmist með eða móti eins og vera ber og studdu skoðanir sinar gildum rökum. Ég er einn þeirra sem tel vissulega að i samskiptum við erlenda auð- hringi, þá þurfum við að gæta okkar sérstaklega vel. En hræðslan við það óþekkta hefur þvi miður oft orðið til þess að einstaklingar og heilar þjóðir hafa ekki fengið notið þess sem lifið býður handan við bæjarhók inn. Litil björg i bú yröi sðtt í greipar Ægis ef sjómaöurinn miklaði stöðugt fyrir sér hættur hafsins. Hann gerir sér á raun- hæfan hátt grein fyrir þeim og getur þvi forðast þær jafnframt þvi sem hann færir auð i bú til hagsældar fyrir okkur öll. Að mynda sér skoðun og siðan að styðja hana þeim rökum sem hentar er þvi miður býsna al- gengt. Sjaldan hef ég samt séð það jafnáberandiog i umræddri grein A.G.P. Ég vil nefna dæmi: „Hann bersaman heildsöluverð á rafmagni og smásöluverð”. Rafmagn tU stóriðju er selt i heildsölu. Rafmagn til heimilis- nota er smásöluverð sem raf- magnsveiturnar selja um það bil 4-5 sinnum dýrara en þær kaupa. Samt berjast þær marg- ar i' bökkum þrátt fyrir þetta, vegna mikils dreifingarkostn- aðar. A grundvelli þessa sam- anburðar ályktar A.G.P. að Al- verið þiggi meðgjöf upp á nokkra milljarða. Aburðarverksmiðja rikisins kaupir raforku á sama verði og Isal og hlýtur þvi sömu „með- gjöf” að dómi Á.G.P. Almenn- ingsveiturnar örlitið minna eða 13 kr. á kWh i stað rúmlega 15 kr. á kWh. Eitt sem ég hef ekki náö aö sannprófa i grein A.G.P. og sem kom mér mjög á óvart var sú fullyrðing hans að gjaldeyris- tekjur af þessu eina álveri hafi verið 20% af útflutningi sjávar- afurða viðkomandi ár. Aö eitt álver skUi 20% af gjaldeyris- tekjum allra fiskiskipa okkar, frystihúsa, söltunarstöðva, skreiðarhjalla og bræðslu- stöðva. Þessu á ég bágt með að trúa fyrr en ég hef fengið stað- festingu á þvi. En ef svo er þá tel ég það veigamikil rök fyrir þvi aðrétt hafi verið að reisa Al- verið. Einn þátturinn i þvi dæmi, hvort bygging Alversins hafi verið rétt eða röng er mjög sjaldan ræddur. Sá þáttur er að minu mati mjög veigamikill en þaö eru þeir kjarasamningar sem það gerir viö starfsmenn sina. 1 þessa samninga vitna launþegasamtök, þegar þau hafa uppi rökstuðning fyrir rétt- látum breytingum á sinum samningum. Samningur starfe- manna Álversins var t.d. einn aöal hvatinn að stórbættum samningum starfsmanna rikis- verksmiðjanna. Þetta tel ég mjög jákvæða hlið málsins þó aðrir, sem vilja halda kaupgjaldi niðri telji hana þá neiðkvæðustu. Þannig er með ýmsar hliðar þessa máls, það sem einn telur jákvætt telur annar neikvætt. Mitt mat er það, að þegar á heildina er litið skjóti Alverið i Straumsvik verulega styrkum stoðum undir efnahagslif okkar og ekki hvað sist þess sveitarfé- lags sem það er i. Vissulega eruhættur samfara stóriðju og erlendu fjármagni, en við þurfum að læra að varast þær hættur og sækja þangað þekkingu og auö eins og sjó- mennirnir okkar sækja auð i greipar Ægis þrátt fyrir hættur hafsins. Margir eru að skrifa i blööin um þessar mundir og undrast hve margt var öðruvisi en hald- ið var undir handarjaðri manna, sem um fé hafa vélt og að mikilsháttar menn skuli geta átt erfitt með sig i umgengni við boðorðin, eins og aðrir og óvald- ari. Þetta hefur verið góður timi fyrir blöðin, sem jagað hafa á þessum málum, eins og soltinn hundur á beini, svo urgað hefur i tönnum við að bryðja til mergj- ar, þegar hver tutla var upp- sleikt. En þegar harðjaxlar missjá sig i peningamálum ljúkast þeir ekki upp nema fyrir öðrum jöxlum jafn góðum, og eru nú hundar flestir af beininu gengnir, — óbrotnu til mergjar. En forsjónin leggur likn með þraut og það eru smáglæpa- menn, svokallaðir, þeir sem daglega koma sér i eitthvert klandrið i sinum smáa stil sem aftur fara að sjá blöðunum fyrir frétt og frétt. Og fyrst athyglin er farin að beinast að þeim aö nýju, er hér ætlunin að fjalla um refsingar og viðhorf margra til þeir ra mála, en þaö er siungt og sigilt efni. Svo vill til, að allar ráðstafan- ir á fólki, öll nauðung, er ör- þrifaúrræði i sæmilega siðuðu þjóðfélagi og varla nokkurs staðar jafn brýn þörf á miskunnsemi og heilbrigðu viti og þegar komið er að fangelsis- málum. Sjónarmið sprottin af reynslu uppgefinna lögreglu- þjóna eða manna, sem kannski verða að sitja við að afgreiða brennivinssektir á færibandi frá morgni til kvölds, hrökkva engan veginn til að fullnægja neinu réttlæti, þótt skoðun þeirra sé annars ekki óskiljan- leg i jafn óþokkalegum starfa. Verra er hve oft menn rekast á fólk, sem varla hefur neina al- varlega reynslu af misyndis- mönnum, en er haldið sliku gló- andi hatri á smábrotamönnum, að heldur við heilaga veiki. Þetta er fólkið, sem finnst engin refsing hæfileg og engin tugt- húsvist nógu löng handa ungl- ingi, sem hefur misséð sig i kjörbúð, eða stelpu, sem er vönkuö að flækjast um borð i skipi, — kannski þarf ekki meira til en að það sjái svokall- aðan „fullan kall,” þá þarf ein- hver útgáfa af tugthúsi að koma til. Refsigleði af þessu tagi er að sjálfsögðu fyrst og fremst kát- leg og vonandi verður hún áfram „bara” kátleg. Hins veg- ar vofir sú hætta yfir að öfgar þessarar tegundar smiti út frá sér, meira að segja meðal skil- bestu lögfræðinga, fari þær að taka á sig gervi „almenningsá- lits,” sem seint verður útilokað að gerist ekki. Þótt nógir agnúar finnist á islensku dómskerfi, dráttur á málum og hverskyns undan- brögð og mismunun, mega landsmenn þó fegnir viður- kenna að hér er sannnefnt grið- land mannúðar og fyrráminnsts heilbrigðs vits, miðað við kannske viðast annars staðar, og þetta er ekki sagt af öðru en þvi hve skammt er héðan i lönd hrottaskapar og vaidniðslu og vegna þess hve litt við þekkjum hve vont réttarkerfi er djöful- lega vont. Kannske má rekja þann vitvott, sem hér er til stað- ar til „skorts á ofstjórn,” og sagði ekki Kinverjinn að sá væri bestur landstjórinn, sem engu stjórnaði.....? ö, að þeir mættu muna, sem mest þrá hið röggsama réttarfar, að þegar það fæst, verða þeir kannske sjálfir barðir þéttast og best. Margur jábróðir þeirra hefur mátt prufa það. t flaumi af upplýsingarusli og forfjölmiðlun vorra daga, þegar segja má að hægt sé að lesa dagblað með öðru auganu, en sjá til sjónvarps með hinu og heyra part af fréttum frá út- varpstækinu, allt i senn, er hætt við að menn vegna skorts á ihugun, sem ekki gefst ráðrúm til, felli skjóta og hvatvislega dóma um marga þeirra, sem ekki ganga samstiga við rétta breytni. Smáglæpamaður getur nefnilega, ekki siður en hinir stærri, verið nokkuð flókið mál, sem sist verður afgreitt sann- gjarnlega með gleymsku eða grimmd, i krafti úreltrar og ljótrar hefðar eða lagastafs. Hvað við er átt, þegar minst er á þörfina á miskunn framyfir harðýgi, skýrist nánari dæmum, sem fyrir hefur borið og gerir enn, þegar menn, sem snúið hafa af villigötum og ef til vill komið sér upp heimili, og aflað sér atvinnu (sem slikum reynist oft erfitt) eru vægðarlaust gripnir til að afplána gamla dóma, kannske fyrirvaralaust, — heimilið er lagt i rúst, og maðurinn, — ja, hvað gerir hann næst? Þar sem lögbók vor styðst við kristið siðgæði, hefði þá ekki hirðirinn átt að hraða sér að aflifa hinn týnda sauð, þegar hann kom i leitirnar? Af þessu dæmi og fleirum má sjá hve kannske góð lögbók getur orðið afleitlega vitlaus, án miskunnsemi heilbrigðs vits. Uppvaxtarár flestra smábrota- manna vildu fæstir hafa lifað og það eru til vottfestar tölur sem sanna að um 90% þessa fólks hefur átt ömurlegt og á einhvern hátt óþolandi heimili sem börn. Sögur af bófum, sem varpa óláni sinu yfir á herðar þjóðfélagsins eiga ekki nema sjaldan við. Verum þess minnug að hvert barn á heimtingu á sæmilegu atlæti, — uppá fulla ábyrgð þjóðfélagsins. Einmitt um þessar mundir er mikilvægt að þessi staðreynd sé * • ■ * munuð, þegar hér á landi er komið upp láglaunabæli. Fjár- hagsvanmáttur heimila og langur og oft slitandi vinnudag- ur, sem nú hefur tiðkast úr hófi lengi, kemur hvergi verr niður en á heimilislifi og þar með börnum. Láglaunasvæðið er gróðurreitur glæpamannsefnis- ins, þar sem athvarfs og um- hirðulausum börnum fer óhjá- kvæmilega fjölgandi og óregla eykst við slikar kringumstæður, eða hvar er drykkjuskapur meiri en i strit-og láglaunabæl- um? Mörg þessara barna verða á vegi okkar daglega (með hús- lykil i bandi um hálsinn?) þótt við.getum sist ætlað þeim slik afdrif — mannfórnir frónskrar vinnuþrælkunar. Svar þeirra sem haldnir eru tugthúsunaráfergjunni mun ekki láta á sér standa, þegar timinn er fullnaður og krafa þeirra verður háværari, eftir þvi sem drekakynið, sem yfir- skyggir láglaunabælið, klekur fleirum þessara eggja sinna út. Vonin er fólgin i að undirlauna- standinu létti og nútima félags- og mannúðaröfl nái að steypa undan þessu illfygli, sem á við- gang sinn undir upplausn og hamingjuleysi heimila kom- inn. Ekkert mun spara bygg- ingu allslags letigaröa, tugt- húsa, Kviabryggja og upptöku- heimila frekar en þaö. Atli Magnússo '

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.