Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 26. janúar 1978. sisar Eriendisi Hvernig hægt er að græða á frá I þvf að þekkja réttu mennina „Disinilandi”! Á Bataanskaganum — rétt um það bil um tveggja stunda akstur frá Manilla/ höfuðborg Filippseyja — er nú að risa kjarnorkuraf- stöð á kletti, sem gnæfir 'yfir hafflötinn. Þetta er 620 MW stöð, sem áætlað er að kosti 1,1 milljarð doll- ara. Hér er um að ræða kostnaðarsamasta og að margra áliti áhættusam- asta fyrirtæki, sem lagt hefur verið i, í allri sögu Filippseyja. En jafnframt er þetta talið algert met um ágóða fyrir yfirmann fyrirtækisins, Herminio Disini, sem fær í sinn hlut fyrir umsjón með raf- stöðvarbyggingunni 40 milljónir dollara. Var hann þó ekki staddur á neinu flæðiskeri áður — fjár- hagslega! Hvað er nú það, sem ger- ir atbeina Disinis svona ákaflega varðmætan? Menn, sem eru kunnugir öllum hnútum i Manila, hafa þá skoðun, aö þetta byggist fyrst og fremst á náinni vináttu Disinis og Marcoss rikisforseta. t annan stað þykir einsætt, að þetta nána samband hafi áorkað þvi, að Disini tókst að fá forsetann til að samþykkja, að rafmagnsfyrirtækið alkunna, Westinghouse i Pittsburg, gamall viðskiptavinur Diáinis^ fékk samning um að byggja stöðina. Talið er að Westinghouse muni hljóta rétt þokkalegan ágóða af þvi verki! Þetta mál varð uppskátt fyrir þá sök, að þingnefnd Bandarikja- þings fann ástæðu til að óska eftir rannsókn á fjárreiðum Export- Import bankans, sem fjármagnar fyrirtækið að verulegu leyti. Beiðni þingnefndarinnar bar beint til dómsmálaráðuneytisins og i henni fólst, að athuga skyldi hvort Westinghouse hefði beitt óheiðarlegum ráðum — mútum — til þess að fá þennan dýrmæta verksamning! Þegar skriður kom á þessa rannsókn, og sýnt, að vel gæti svo farið, að stórhneykslismál væri i uppsiglingu, lét Mareos, forseti það i ljós viö blaðamann frá Time, aö ef það kæmi i ljós, að óheiðarlegum brögðum hefði ver- ið beitt af hálfu Westinghouse, væri einsætt að rifta samningi við þá og fá bygginguna öðrum i hendur. En það er nú engan veginn svo, að það sé Disini einn, sem hefur notið persónulegra hagsmuna og hlunninda af nánum kynnum við Marcos, forseta. Allt frá 1972, þegar forsetinn lýsti yfir hernaðarástandi i land- inu, hefur skyldulið hans og vinir þess — einkum þó brjóstvinir Imelda,eiginkonu hans, sem þyk- ir gjarnt til að láta fjölina fljóta og er borgarstjóri i Manilla — verið taldir stiga á legg fjárhags- lega með æfintýralegum hraða. Hér má vitna i orð fremur var- færins sendiherra, ónefnds, sem lét þau orð falla, að „það væri með öllum ólikindum, hvað þessi fjölskylda er einstaklega fjöl- hæf”! Þannig er systir Marcoss, t.d. fylkisstjóri i Ilocos Norte, mágur forsetans, bróðir Imelda forseta- frúar, eigandi að Times Journal — aðaldagblaði i rikinu og að auki fylkisstjóri i Leyte fylki og æðsti maður i sambandi sveitar- og borgarstjóra landsins. Roberto Benedikto aðal golffélagi Marcoss, hefur hlotið yfirráð þriggja sjónvarpsstöðva, auk þess sem hann er forstjóri i sykurverzlun rikisins. En þrátt fyrir allt er það þó Disini, sem hefur hlotið lang- skjótastan frama, bæði um völd og fé. Hann er einnig tengdur forsetafrúnni. A siðastliðnum sex árum hefur hann aukið og eflt fyrirtæki sitt, sem áður var smátt i sniðum og stofnaö alls 33 dóttur- fyrirtæki með ekki minna en 200 þúsund dollara hlutafél. Kalla má, að hann ráði yfir viðskipta- legu keisaradæmi i rikinu og fram að þessu hefur þar ekki orð- ið neitt þrot né endir á. Fyrirtæki hans fást við margt og má meðal annars nefna vefn- að, oliuleit, og flugrekstur. Ný- lega fékk hann leyfi til að koma á fót fyrirtæki á vegum Caterpillar, og vænan slatta af hlutum i Filippseyjagrein Reynald Metals Ltd. Útþensla fyrirtækja hans er fyrst og fremst rakin til góðvilja rikisstjórnarinnar. Samt hefur hann aldrei fengið rikisábyrgðir fyrir lántökum sinum, sem nema um 160 milljónum dollara, en hitt er talið af kunnugum, að hann hafi notið óvenjulegrar fyrir- greiðslu um skatta og tolla! Allt fram á siðustu stund var álitið, að aðalkeppinautur Westinghouse, General Electric, yrði hlutskarpari i samningum um byggingu kjarnorkustöðvar- innar. En allt i einu virtist vera kippt i spotta og samið var við Westinghouse, mjög að tilhlutan Marcoss forseta, sem skyndilega virtist fá óvæntan áhuga á að blanda sér i nær fullgerða samn- inga við General Electric! Jafnvel þótt Marcos haldi þvi fram, að hlutdeild hans hafi verið sprottin af þeirri sannfæringu, að tilboð Westinghouse hafi i reynd- inni verið hagstæðara en GE,full- yrða kunnugir kunnáttumenn á Filippseyjum, að það hafi fyrst og fremst verið tilkoma Disinis, sem reið baggamuninn, hvað sem for- setinn um það segir. Þetta hefur skotið upp kollinum vegna um- mæla „hægri handar” Disinis, Jesus J. Vergara, sem komst svo að orði: „Látum Hermie (Disini) um um að leika golf (við Marcos). Það er og á að vera starf hans.” Orðrómur i Manilla telur, að til Disini og fyrirtækja hans renni um 7% umboðslaun af þvi, sem Westinghouse fær fyrir verk- samninginn og nemur 616 milljónum dollara. Ráðamenn Westinghouse harðneita þvi, að umboðslaunin séu á nokkurn hátt utan eðlilegs og lagalegs ramma og sömuleiðis þvi, að þeir hafi beitt nokkrum mútum. En nú hefur hnýsni þing- nefndarinnar i Washington gert hér nokkurt strik i reikninginn. Marcos forseti hefur nú fyrir- skipað iðnaðarráðuneyti Filipps- eyja, að rannsaka, hversu stóra sneið af þessari glæstu köku, fyrirtæki Disinis geti fengið innan ramma laganna. Einkum skal ráðuneytið beina augum að þeim þætti sem varðar stuðning rikis- ins við samningagerðir hans! ByggtáTime. Marcos Filippseyjaforseti reiðir til höggs á golfmóti, Herminio Disini horfir hrifinn á. Mosambique Hin hlidin á kynþáttaátökunum í Rodesíu Rodesia hefur veriö mik- ið i fréttunum aö undan- förnu vegna þeirra kyn- þáttaátaka sem þar hafa átt sér staö. En hér fáum viðeinnig aö kynnast hinni hliðinni á óeirðunum, þeirri hlið, sem mun minna er fjallað um i fréttum, flóttamannabúðunum í Mosambique, nágranna- riki Rodesíu. Þangað hafa þúsundir flóttamanna leitað undan siendurteknum ófriði, sem Flótti ekkert lát virðist vera á. Þeir hafa sest að í einu af fátækari löndum heims, þar sem efnahagsleg kreppa ræður nú rikjum. Hefur landið enn ekki jafn- að sig eftir að nýlenduyf ir- ráðum Portúgala sleppti fyrir aðeins tveim árum. Þær þúsundir sem flúið hafa til Mosambique, er mikil viðbót fyrir fátækt Hjúkrunarbúnaður fyrirfinnst varla i flóttamannabúðunum. Þegar sænski blaðaijósmyndarinn Lars Aström var þar á ferð og tók þessar myndir, voru aðeins til höfuðverkjartöflur og plástur. í skugga óttans land. Matarskammturinn nægir engan veginn, lyf eru af mjög skornum skammti og sama er að segja um annan sjúkra- búnað. Og ófriðurinn heldur áfram. Það er ekki lengra en ár sfð- an skæruliðar frá Rodesiu réðust inn i Mosambique sjálft, á borg þar sem nefnist Nyazona. En afleiðingar fólksflóttans hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi fólks hefur dáið og verið jarðað i fjöldagröfum. Flestir ibúar flóttamannabúðanna eru börn og unglingar. Þau eru van- nærð, sjúk og veröldin sem við þeim blasir er hverful. Enn hillir ekki undir neinn endi á þessum hörmungum. Margir hafa fengið sár á fæt- urna af langri göngu. Skótau er af skornum skammti eins og allt annað, svo fólkið verður að ganga berfætt. Flugurnar, sem þarna eru i þykkum sveipum, leggjast á sárin á fótunum, verpa þar eggj- um sínum sem verða að lirfum með tfmanum. Fæturnir verða þá oft svo sárir og bólgnir vegna igerðar, að fólkið getur ekki gengið hjálparlaust. Meðfylgjandi myndir lýsa ann- ars bezt þeim hörmungum sem flóttafólkið frá Rodesiu hefur orðið aö ganga i gegnum.En enn lifir það á von um að geta bráðl'ega snúið aftur til landsins sins og hafið nýtt lif. Maturinn, sem er maisgrautur og soðið kál, er aðeins næringarlaus magafylli. Drengurinn I rniðið hefur fengið sár á fæturna, sem nú eru alsett flugnalirfum. Félagar hans verða þvi að hjáipa honum að ná sér i matarbita.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.