Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 12
alþýðu-
blaðið
(Jtgefandi Alþýöuflokkurinn FIMMTUDAGIJR
Ritstjórn Alþýöublaðsnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. 26. JANLIAR /978
MEIRI
AFENGIS-
NEYZLA
EN UND-
ANFARIN
10 AR
— áfengi selt fyrir 8 milljarða
Ásiöasta ári voru íslend-
ingar óvenju iðnir við koi-
ann hvað varðar áfengis-
neyzlu. Drykkja lands-
manna samsvarar þvi að
hvert mannsbarn íslenzkt
hafi á árinu 1977 látið ofan
i sig 3/08 lítra af hreinum
vínanda.
Er hér einungis um að ræða
áfengi, sem fer um hendur starfs-
manna ATVR, en svo sem flest-
um mun kunnugt hefur alls kyns
heimabrugg færzt mjög i aukana.
Þá má einnig gera ráð fyrir þvi að
vökul augu tollþjóna hafi ekki
fundið hvað eina sem reynt var að
koma hér i land ólöglega. Má þvi
gera ráð fyrir að vinneyzla hafi
verið töluvert meiri en áðurnefnd
tala gefur til kynna.
Arið 1976 nam áfengisneyzlan
2,88 1 af hreinum vinanda, með
áðurgreindum fyrirvara. Sam-
kvæmt þessum tölum nemur
neyzluaukning milii ára þá 6,9%.
Áfengi var selt á árinu fyrir
rúmlega 8,1 milljarð króna. Mest
var selt i Reykjavik, eða fyrir
tæpa 6 milljaröa króna. ES
ÍFEJ SISNEYSLA
á mann miðað við loo% áfengi.
Árið 1966 2,32 1 Arið 1972 2,81 1
" 1967 2,38 » " 1973 2,88 II
" 1968 2,11 " " 1974 3,o4 II
" 1969 2,17 " " 1975 2,88 II
" 197o 2,5o " " 1976 2,88 II
" 1971 2,7o " " 1977 3,o8 II
Neysluaukning miðað við árið 1976 er 6,9 %.
„Harðasta
flokksræði
í Alþýðu-
bandalaginu”
— segir Karvel Pálmason
Lokið var fyrstu
umræðu um frumvarp
Jóns Skaftasonar (F)
um breytingu á kosn-
ingalögum i neðri deild i
gær, en langt er um liðið
síðan frv. var fyrst tekið
til umræðu og tókp
margir þingmenn til
máls um það á sinum
tima — á fleiri en einum
deiidarfundi.
Sighvatur Björgvinsson (AF)
lýsti sig ekki sammála þeim
breytingum sem frumvarpið ger-
ir ráöfyrir og sagði auk þess hefði
mál þetta átt að koma til umræðu
mun fyrr á kjörtimabilinu. Væri
hæpið að fara út i breytingar á
kosningafyrirkomulagi þegar
kosningar væru i nánd. „Það er
aldrei réttlætanlegt að breyta
leikreglunum eftir að leikurinn er
hafinn”, sagði þingmaðurinn.
Karvel Pálmason (SFV) sté í
pontu til að gera „stutta athuga-
semd”, en úr „athugasemdinni”
varð þrumuræða sem stóð i 20
minútur. Áminnti deildarforseti,
Ragnhildur Helgadóttir, þing-
manninn og barði bjöllu, en
Karvel mótmælti og sagði að Lúð-
vik Jósepsson hefði fengið að tala
i nær hálfa klukkustund, siðast
þegar málið var til umræðu i
deildinni, og vildi hann þvi njóta
sömu réttinda!
1 máli Karvels kom fram stuðn-
ingur við frumvarp Jóns Skafta-
sonar, en að öðru leyti varöi þing-
maðurinn tima sinum i það að
bauna á Lúðvik og aðra forystu-
menn Alþýðubandalagsins. Sagði
hann að Lúðvik væri innstilltur á
hið ,,haröasta flokksræði” og
„glórulausa flokksfjötra” og að
flokksræði ráði rikjum i Alþýöu-
bandalaginu. Svo hafi raunar
lengi verið, og rifjaði Karvel upp
kynni sin af innyflum Alþýðu-
bandalagsins, þegar það var
kosningabandalag. M.a. greindi
hann frá uppreisn meirihluta
kjördæmisráðs AB á Vestfjörðum
gegn forystu bandalagsins 1967.
„Þessu er fólkið nú aö breyta til
batnaðar”, sagði Karvel.
—ARH
Námsfólk hefur veriö duglegt við að koma sjónarmiðum sinum á framtæri og nokkrum sinnum hefur
verið efnt til fjöldaaögerða til aö mótmæia breytingum á námslánafyrirkomulaginu. Þessi mynd er
frá einum af stærstu aðgerðum námsfólks á Austurvelli.
Lánasjóður íslenzkra námsmanna stendur vel...
En nú berast færri
umsóknir en ádur
— að sögn framkvæmdastjóra sjódsins
— Sjóðurinn stendur
ágætlega og við munum
hefja útborgun aðallána
samkvæmt áætlun 1. marz
— til þeirra sem þá hafa
gengið frá öllum sínum
málum gagnvart sjóðnum,
sagði Sigurjón Valdimars-
son, framkvæmdastjóri
Lánasjóðs ísl. námsmanna
við AB, er hann var inntur
eftir stöðu lánasjóðsins um
þessar mundir.
Fram kom i samtalinu við
Sigurjón að nokkuð hefur dregið
úr umsóknum um námslán frá
þvi sem var áður og greindi hann
aðallega tvær ástæður fyrir þvi,
en tók jafnframt fram að margt
fieira kæmi trúlega inn i mynd-
ina. — Strangari reglur eru nú um
umsóknir um námslán og I öðru
lagi hefur úthlutunarreglum ver-
ið breytt þannig, að nú er meira
tillit tekið til tekna umsækjenda,
en hins vegar minna tillit tekið til
barna og lágra tekna maka.
Fjöldi umsókna námsmanna
erlendis hefur staðið i stað siðustu
3 ár og verið um 1300 á ári, en
greinileg fækkun er i umsóknum
námsmanna i skólum hérlendis.
Flestar urðu umsóknirnar 2400 —
2500, en eru nú um 2000.
— Það hefur heyrzt, m.a. frá
skólastjórum o.fl., að óhagstæð-
ari námslán og verri lánakjör
hafi orsakað fækkun nemenda i
skólum, en ég get ekki fallist á þá
skýringu sem algilda, heldur get-
ur þar einnig komið inn iþensla á
vinnumarkaðinum. Menn velja
þvi ef til vill frekar að fara i vinnu
fyrir góðar tekjur en að fara i
skóla, sagði Sigurjón.
Hvað endurgreiðslur námslána
varðaði sagði framkvæmda-
stjórinn að endurgreiðslukerfið
væri óháð stærð skuldar viðkom-
andi námsmanns: þar kæmi
ýmislegt annað til. Endurgreiðsl-
ur verða i tvennu lagi, annars
vegar föst visitölubundin upphæð
árlega, hins vegar hlutfall af tekj-
um umfram sérstakar „viðmið-
unartekjur” lántaka. Á núgild-
■andi verðlagi telst föst greiðsla
vera kr. 66 þús. á ári, en sam-
kvæmt lauslegum útreikningum
Sigurjóns telst afborgun fyrir árið
1977 hafa verið 70 — 80 þús. fyrir
einstakiinginn eða alls kr. 126 —
136 þús. yfir árið. Er þá miðað við
að viðkomandi sé i hjóna-
bandi/sambúð með 2 börn og hafi
meðaltekjur. Endurgreiðslukerfi
þetta er nýlega tilkomið og þvi
ekki komin bein reynsla á það,
enda byrjar námsfólk ekki að
greiða til lánasjóðsins af lánum
fyrr en fjórum árum eftir að námi
lýkur.
—ARH
13% haekkun
fiskverðs
Yfirnefnd verðlagsráðs
Sjávarútvegsins hefur nú
tekið ákvörðun um að
hækka almennt fiskverö
um sem nemur 13%. Verð-
ið gildi frá og með 1. janú-
ar til 31. maí 1978.
Jafnframt var aukin verðmun-
ur á slægðri ýsu og óslægðri og
slægðum ufsa og óslægðum. Þá
var ákveðið að greiða sérstakann
verðauka á stórufsa i 1. gæða-
flokki timabilið 1. janúar — 28.
febrúar.
Nefndarmenn voru allir
sammála um að auka verðmun á
slægðum fiski og óslægðum af
framangreindum fisktegundum,
og mótatkvæðalaust var
samþykst að greiða verðaukann
á ufsann.
Verðið i heild var hins vegar seljenda og oddamanns, gegn
samþykkt með atkvæðum atkvæðum kaupenda.