Alþýðublaðið - 31.01.1978, Síða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1978, Síða 3
Þridludagur 31. {anúftr 1978. 3 Frá fundinum á Hallærisplani: Bærinn er sameign okkar alira7’ Fjölmennur mót- mælafundur var haldinn á Hallærisplaninu i mið- bæ Reykjavikur á laugardaginn vegna framkominnar skipu- lagstillögu um að rifa niður gömul hús i mið- bænum og byggja i stað- inn stórhýsi fyrir verzlun og ibúðir. Að sögn Péturs Gunnarssonar, rithöfundar, eins af aðstandend- um fundarins, er talið að um 2.000 manns hafi verið samankomnir á standendur almennt hressir með fundinn. — Það voru margir svartsýnir á að halda útifund um hávetur, en reyndin varð sú, að fólk vildi vera lengur ef nokkuö var, sagði Pétur. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: ^Um leið og baráttufundurinn lýsir yfir stuðningi við öll áform um að hlúa að mannlifi i miðbæn- um, mótmælir hann að þaö verðl gert með þvi að rifa hann. Þessl bær er sameign okkar allra og enginn einn getur i krafti eignar- réttar ráðskazt með einstök hús hans. 1 stað þess að hin dauða hönd viðskipta fái að kæfa hann, hvetjum við til að hafizt verM handa við að bæta fyrir þau spjöll sem þegar hafa verið unnin og mannlifi gert kleift að dafna hér < ABmyndir KIE > •Nemendur úr Leiklistarskóla tslands fluttu lelkþátt og undur stjórnaði fundinum. Vm Irt er eitt af þeim húsum Spilverk þjóðanna tók iagið af svölum Hótels Vfkur sem sem stendur tii að rifa. Rússneska influensan kínversk? Ritgerð urn endur- skoóun stjórnar- skrárinnar gefin út ,/Þetta kemur allt frá Hong Kong og þaöan frá meginlandi Kina'' sagði olafur ólafsson landlækn- ir þá er AB innti hann frétta af hinni svo kölluðu rússnesku inflúensu, sem að öllum líkindum er þó kínversk. Landlæknir kvað pestina vera víruspest# A- pest, af H-stofni, H er í raun tákn fyrir Hong Kong, en þar mun pestin fyrst hafa verið greind. Reyndar sagði hann marg- ar þær pestir er hér hefðu gengið vera ættaðar frá Kina eða Hong Kong, þó vissu menn raunar oft ekki með vissu hvaðan pestirn- ar væru upprunnar, þvi einungis væri vitað um greiningarstaði þeirra. Pestin, hvort sem hún er nú rússnesk eða kinversk, en mest hefur hennar orðið vart i Sovét, 14906 lýsir sér með hita, kvefi, vöðva- verkjum auk þess sem hún hefur slæm áhrif á maga. 1 upphafi var vitað um 50-60 tilfelli og þá aðal- lega meðal ungs fólks, en eldra fólk mun fremur hafa ónæmi fyrir pestinni. Pestin sem er ein fleiri hundruð inflúensutegunda, er ekki jafntið og Hong-Kongpest sú er hingað barst 1968. Landlæknir sagðist gera ráð fyrir að sumir hverjir þeir er fengju pestina hefðu ekki samband við lækni, hér væri, sem reyndar i flestum tilfellum, um ungt fólk að ræða sem kæmist yfir sjúkdóminnán læknishjálpar. Af orðum landlæknis má dæma að vafasamt er að nefna farand- pestir eftir vissum þjóðum eða rikjum þar sem ekki liggur alltaf ljóst fyrir um uppruna þeirra. En slikt getur jafnvel, eins og i þessu tilfelli haft vissa pólitiska þýð- ingu a.m.k. áróðurslegt gildi. Hvort viðkomandi hefur fengið rússneska pest eða kinverska get- ur vafalaust fengið ráðiö nokkru um afstöðu hans i deilu Kinverja og Rússa. Nýlega er komið út hjá bóka- forlaginu örn og örlygur ritið ,,Um endurskoðun stjórnarskrár- innar”. Meginefni þess er sam- nefnd ritgerð eftir Gunnar G. Schram prófessor við lagadeild Háskólans. Þá er þar einnig birt sameiginleg álitsgerð um kjör- dæmaskipan og kosningaréttar- málefni, sem samvinnunefnd yngri manna i þremur stjórn- málaflokkum hefur gengið frá. t ritinu er einnig birt Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna i islenzkri þýðingu og texti lýðveldisstjórnarskrárinnar. I ritgerð Gunnars G. Schram er fjallað um helztu hugmyndir varðandi breytingar á ákvæðum þeirrar stjórnarskrár, sem nú er i gildi. Er þar meðal annars rætt um breytingar á þingrofsréttin- um, aukið vald forseta tslands og stofnun embættis varaforseta, af- nám deildaskiptingar Alþingis, aukna möguleika á þjóöarat- kvæðagreiðslu um mikilvæg mál og fjölgun mannréttindaákvæða til þess að tryggja sem bezt rétt- aröryggiö i landinu. t síðari hluta ritgerðarinnar er rætt um hugs- anlegar breytingar á kjördæma- skipan og kosningalögum. Er þar m.a. fjallað um það á hvern hátt unnt er að gera kosningar per- sónubundnari en nú er og fá kjós- andanum þannig aukiö vald i hendur. Jafnframt er bent á leiðir til þess aö draga úr misvægi þvi, sem myndast hefur varöandi at- kvæöisréttinn milli hinna ýmsu kjördæma landsins, bæði með stjórnarskrárbreytingu en einnig með lagabreytingu. Birtist rit- gerö þessi i siðasta hefti Timarits lögfræðinga. t bókinni er einnig að finna sameiginlega álitsgerð um kjör- dæmaskipan og kosningaréttar- málefni, sem samvinnunefnd frá Sambandi ungra framsóknar- Frh. á 10. siðu Leiórétting flýgur ...” Nafnaruglingur er hvim- leiður, hvort sem er i ræðu eöa riti. Ég hef nýlega orðið þess áskynja að hann lætur til sin taka i einu kvæðanna i bók minni „Hrafninn flýgur um aftaninn”, sem kom út skömmu fyrir siðustu jól. Þar vitna ég til minningarljóös eft- ir Jónas Hallgrimsson og læt semþað sé ort eftir lát vinar hans, Tómas Sæmundssonar, en þetta er raunar hending úr öðru jafn fögru og frægu kvæði Jónasar til minningar um Bjarna Thorarensen skáld. Þetta bið ég lesendur og handhafa ljóðakversins aö leiörétta, hvern I sinu eintaki. (t óseldum forlagsbókum veröur þetta ieiðrétt). Tvær efstu linurnar á bls. 22 skulu vera: Skjótt hefur sól brugðið sumri orti Jónas að skáidbróður gengnum. Hér þarf að breyta einu þriggja atkvæða orði, i staö Tómasi komi skáldbróður, og er þá öllu til skila haldið. Islenzkur m'álsháttur segir: Allir eiga leiðrétting orða sinna og jafnvel presturinn i stólnum. Ég tek mér þann boðskap til þakka. 1 janúar 1978 Baidur Pálmason Björn Jónsson forsetr ASÍV „Höfum ekki ennþá séö ástæöu til þess aö segja upp samningum” Er AB hafði samband við Björn Jónsson forseta ASÍ varðandi þá fregn í Dagblaöinu i gær að hann teldi ólíklegt að samning- um yrði sagt upp þótt gengið yrði fellt/ kvaðst hann aldrei hafa sagt það. ,/Ja/ hérna" sagði Björn þá er hann heyrði fregn þeirra Dagblaðs- manna „ég sagði að við hefðum ekki ennþá séð á- stæðu til þess að segja upp samningum. Þó að veruleg breyting hafi orðið á gengi krónunnar þá er verðbótafyrirkomulag okkar þannig að samkvæmt samning- unum þá fáum við það nokkurn- veginn til baka. Það er auðvitað ákvörðun þegar maður sér myndina fyrir sér, maður gerir ekki ráð fyrir að það sé bara fellt gengið, það er auðvitað myndin af öllum hugsanlegum aðgerðum sem maður verður aö hafa i einu fyrir sér”. Að áliti Björns er þvi ekki hægt að taka afstööu fyrr en málið liggur ljóst fyrir, þ.e. hvort um nokkra gengisfellingu verður að ræða. Að lokum sagði Björn að hann hefði fram að þessu ekki talið þaö vera frétta- seið þrátt fyrir það að mikil breyting hafi orðið á genginu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.