Alþýðublaðið - 31.01.1978, Síða 4
4
Þriðjudagur 31. janúar 1978. jjjififfi1*
1 1 t* r 1 J[ 11 JB tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsfmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftar-og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuöi og 80krónur Ilausasölu.
Þegar kommar vildu vígbúast og
gáfu lögum og þingræði langt nef
Það er mikil raunasaga
hvernig afli íslenzkrar
verkalýðshreyf ingar
hef ur verið sundrað á síð-
ustu áratugum. Þáttur
kommúnista í pólitískum
og faglegum klofningi
verkalýðsaflanna verðúr
seint fyrirgefinn og mun
seint gleymast.
Um þessar mundir eru
líðin 40 ár síðan tilraun
var gerð til að sameina
Alþýðuflokkinn og
Kommúnistaflokkinn. Sú
tilraun fór út um þúfur,
þar eð kommúnistar neit-
uðu algjörlega að starf a á
grundvelli lýðræðishug-
sjónarinar, vildu ekki
sætta sig við landslög og
þingræði og heimtuðu
skilyrðislausa hlýðni við
Sovétríkin.
Vert er að rifja upp
þessa sögu, þar eð fáu
ungu fólki er Ijóst, að um
stjórnvöl Aljjýðubanda-
lagsins halda enn nokkrir
af þeim mönnum, sem
stóðu að kröfugerð
kommúnista í samninga-
viðræðunum í árslok 1937.
Þá eru skoðanabræður
þeirra margir í flokknum
og hafa þar mikil völd.
Ein af kröfum
kommúnista var sú, að
stofnuð yrði svokölluð
þjóðfylking. Hún, eða
stjórn hennar átti svo að
velja í hverri sýslu eða
kaupstað einskonar
,,sovét" eða ráð, sem færi
að mestu með vald þjóð-
f ylkingarinnar. Þetta
þýddi raunverulega að
taka mikið af valdi því,
sem nú er í höndum
hreppsnef nda, bæjar-
stjórna og sýslunefnda og
leggja það i hendur þess-
ara ,,sovéta".
Þá kröfðust kommún-
istar þess að gerðar yrðu
ráðstafanir til að taka
upp baráttu gegn upp-
reisnarf yrirætlunum
afturhaldssamasta hluta
íhaldsflokksins, og séð
yrði um að þessari upp-
reisnarhættu yrði afstýrt
m.a. með þvi að auka lög-
reglulið og vopna það
með skotvopnum, og
jafnframt að sjá um, að
Uandinu væru nægar
birgðir skotvopna og ann-
arra hergagna, svo í
skyndi væri hægt að
vopna mikinn hluta
þjóðarinnar, ef uppreisn
ihaldsins brytist út.
En auk þess var svo
lagt til, til þess að líf og
,,eignir" borgaranna
yrðu sem bezt tryggðar,
að þjóðfylkingin kæmi á
víðtækri njósnastarfsemi
um andstæðingana. Hlut-
verk þessara njósna átti
fyrst og fremst að vera
það, að fylgjast sem bezt
með og komast fyrir, ef
unntværi, hvernig íhaldið
hagaði vopnainnflutningi
sínum og hvað liði upp-
reisnaráformum þess.
Krafa kommúnista var
sú, að Alþýðuflokkurinn
tryggði að þessi mál
kæmust í framkvæmd. —
Kommúnistar kröfðust
þess jafnframt, að stöðv-
uð yrði öll gagnrýni á
Sovétríkin, að ritstjóri og
blaðamenn Alþýðublaðs-
ins yrðu reknir. Þeir neit-
uðu einnig afdráttar-
laust, að inn í stefnuskrá
sameinaðs flokks kæmu
ákvæði um, að hann virti
landslög og þingræði.
Þessi saga er svo ótrú-
leg, að fáir fengjust til að
trúa henni, nema af því
að allt er þetta til skjal-
fest og undirritað af leið-
togum kommúnista. Það
þarf því engan að undra
þótt jafnaðarmenn berj-
ist af hörku gegn
kommúnismanum. —
Alþýðubandalagsmenn
segja þetta liðna tíð. En
staðreyndin er hins vegar
sú, að þessar skoðanir
kommúnista eru ennþá
við líði hér á landi. Kjarn-
inn i stefnu þeirra er að
koma Alþýðuf lokknum
fyrir kattarnef. Hann
hefur ávallt staðið sterk-
ur gegn fyrirætlunum
þeim, sem hér hafa verið
nefndar.
UB YMSUIif ATTllM_____
Rekinn á Rosmhvalanesi
1 fyrrakvöld sýndi sjónvarpiö
nýja islenska kvikmynd, unna
eftir handriti Björns Bjarman
og i leikstjórn Stefáns Baldurs-
sonar, og hét hún Póker, bæöi af
þvi að þaö spil kom nokkuðviö
sögu i myndinni, en þó enn
fremur vegna þess „pókers,”
sem menn þarna léku hverjir
við aöra, innan ramma sam-
félags, sem litast hefur mjög af
sambúö viö þá opingátt alls-
nægta, svindls og lausungar,
sem kringum herstöö þrifst, hér
sem annars staðar, nú, einsog á
öllum fyrri timum. Björn
Bjarman mun en sinu vel kunn-
ur og hefur gefið út skáldsögu
um herstöövarlíf, Tröllin i heið-
inni.
Segja veröur að þetta var þó-
nokkuð trúveröug mynd, basði
að leik og atburöarás, og þær
„senur,” sem sýndu hve ámát-
lega mynd þau mannhrök geta á
sig tekiö, sem eyöa ævinni i
þessudrafi, samsulli af smygli,
okri, brögöum, vændi og ann-
arri niöurlægingu, voru vissu-
lega ekki raunveruleikanum
sjálfum feti framar. Hin gleöi-
lega frelsun söguhetjunnar frá
sinu afleita hlutskipti, bæði
hundsgjaldi fátækrar hóru og
hlandlyktinni af Jensen hinum
hálfdanska, kann þó að hafa
þótt snubbóttur endi. En þvi
skyldi ekki hægt aö hugsa sér að
svona hamingjusamlega takist
til, endrum og sinnum. Myndin;
var kannske fyrst og fremst
skýrsla, einskonar ábending og
áminning um að svona mannlifi
er lifað á meö útvarpið nauöar
sinar notalegu fréttir af atburö-
um, sem okkur finnst nákvæm-
lega nógu fjárlægir til aö geta
látiö sem þeir komi okkur ekki
viö, undirspil viö hversdagsleik-
ann, einsog bilútvarpið i mynd-
inni. Þvi ver er heimur vor
þannig aö hinmiklu mál, einsog
herstöðvamáliö, eru fyrir
ráöamönnunum aöeins kúrvur,
samningar, ályktanir og
ráðstefnuhöld, nokkurnveginn
edrú og laglegra manna, sem
gera sér likan af málinu, sem
svo er unnið eftir og allt á aö
falla sem flis við rass, — og þaö
gerir það oftast, þegar nýjar
kúrvur og tölur koma fram.
Mannlýsnar, sem utaná stór-
virkinu skriða, eru ekki með i
þessu dæmi. Um þær eru engar
tölur til, þ.e. hvort þær standist i
dæminu og sálarræksni þeirra
þurfi frekari varna viö.
Rostungurinn, sem rak uppá
Rosmhvalnes, hefur alltaf verið
umdeildur. Alltaf blæs hann út
og margurhættiráaðsækja sér
skjólu og skjólu af spikinu.
Springi loks öll bumban og það
sem innifyrir er vellur fram,
veröur ekki á aö lítast....
A hæstu stööum eru aöeins
heimildir um „eitt stykki rost-
ung” á Rosmhvalanesi, og það
er ekki vitaö til aö nein lykt sé
komin af honum. AM