Alþýðublaðið - 31.01.1978, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 31.01.1978, Qupperneq 9
mHm Þriðjudagur 31. janúar 1978. 9 Sæmundur G. Lárusson skrifar: Það er seint ad idr ast eftir dauðann Ég ætla að byrja á þvi að þakka Alþýðublaðiriu allt gott á siðasta ári og óska þvi gleði- legs og gæfuriks árs. Ég var einn þeirra er þátt tóku i próf- kjöri þvi sem fram fór fyrir nokkru hjá Alþýðuflokknum og tókst með miklum ágætum, og er það trú min að vegur flokks- ins muni fara vaxandi, senni- lega meir en margan grunar og væri það vel. En svo ég snúi mér að öðru, þá kemur yfirskrift greinarinn- ar til af þvi, að margir fyrri flokksfélagar minir úr Fram- sóknarflokknum hafa leitað til min og spurt hvort ég myndi ekki vera til með að kjósa i þvi prófkjöri, sem nú er nýlokið hjá flokknum. Þannig hringdu mjög margir til min siðustu dagana fyrir prófkjörið, og vissu sumir þeirra ekki að ég var búinn að segja mig úr flokknum. Nokkrir leituðu mjög stift eftir þvi að ég tæki þátt i prófkjörinu þótt svo ég kysi flokkinn ekki við alþing- iskosningar i vor. Þann skripa- leik myndi ég hins vegar aldrei leika. Þar sem ég naut ekki þess réttlætis sem hverjum flokks- bundnum manni er sjálfsagt þ.e. að ég fengi birta grein i blaði flokksins. Greinin hafði að vísu að geyma sannar ábend- ingar um það, sem mér þótti flokksforystunni vera til hinnar •mestu smánar og vanvirðu. Ég sagði mig þvi úr flokknum. Mun ég ekki vinna honum sama gagn nú og við siðustu kosningar. Óánægja unga fólksins. Það sem sérstaklega vakti at- hygli mina i viðtölum við hina fjölmörgu sem hringdu til min, er að unga fólkið er ekki ánægt með hvað þvi er bolað frá. Er auðfundin óánægja innan raða þess, sem er engin furða, þegar þetta er athugað. Þá verður manni einnig ljós sú sundrung sem er vaxandi innan flokksins og er auðvelt að imynda sér hvernig muni fara i framtiðinni. Vissulega eru innan flokksins menn, sem ég hefði sannarlega viljað gera greiða, og sem ég met sem góða og heilsteypta menn. Þar vil ég sérstaklega nefna Kristján Benediktsson, sem ég hef þekkt lengi og sem búinn er að vinna fyrir flokkinn um margra ára skeið. Kristján er á svipuðum aldri og börn min, sem búsett eru hér i borg- inni og hefur hann haft samband við þau og mun hafa hvað sem framtiðin ber i skauti sér. En hér mun ég láta útrætt um framvindu mála innan Fram- sóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn og samstaða hans. Þar virðist ekki vera betri samstaða en hjá Framsóknar- flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er hvorki meira né minna en þriklofinn, ef marka má það sem kemur fram i dagblöðum svo og útvarps- og sjónvarps- þáttum. Má t.d. minna á þáttinn „Kastljós” þar sem forsætis- ráðherra sat fyrir svörum. Við prófkjöriö var kjósendum gef- inn kostur á að svara nokkr- um spurningum. Sagði forsætis- ráðherra, að þeir sem ekki hefðu svarað spurningunum á þann veg sem honum likaði gætu strikað''út nafn hans við kjörborðið i vor. Sagðist hann aldrei samþykkja það málefni er spurt hafði verið um, en á átt- unda þúsund flokksbræður hans höfðu lýst sig þvi samþykka i prófkjörinu. Slikur er hann, hrokinn og fyrirlitningin á vilja einstakl- ingsins hjá þessum forystu- mönnum. Þeir álita að fólk eigi að vera eins og viljalaus verk- færi i höndum þeirra. En slikt er nú aö breytast sem betur fer og mun það sina sig betur eftir næstu kosningar. Þá má minna á fundarhöld ungra sjálfstæðismanna. Ég held að það hafi ekki faríð fram hjá neinum sem fylgist með málefnum liöandi stundar, að þeir hafa látið i ljósi þá skoöun að ýmissa breytinga þyrfti við og sýnt megna óánægju með ýmislegt sem hefur verið að gerast innan flokksins. Ekki má gleyma þættinum þar sem Albert Guðmundsson sat fyrir svörum. Þar stóð ekki á svörunum og þar kom fram einn af þeim mönnum sem ekki eru að skera utan af þvi, sem segja þarf. Gæti ég bezt trúað, að sumt af þvi sem þar bar á góma hafi ekki failið forsætis- ráðherra, Geir Hallgrimssyni, sem bezt i geð. En svona litur þetta nú út. Margir mætir menn hafa ritað greinar í Morgunblaðið og látið i ljósi vanþóknun sina á gjörðum flokksforystunnar. Vil ég þar sérstaklega nefna til mann sem hefur verið góður kunningi minn, þótt við fylgdum hvor sin- um flokknum, en það er Valdi- mar J. Magnússon framkv. stj- óri Hagtrygginga h.f. Hefur hann skrifað tvær greinar i Mbl., þá siðari nú 17. janúar og ber hún nafnið ,,Er leiðarahöf- undur Morgunblaðsins lýðskrumari?” Þar lýsir Valdimar rækilega vanþóknun sinni á gjörðum stjórnvalda og telur aðfarir þeirra ekki sem bestar . 1 grein sinni segir Valdemar m.a.;,,Meö þessum hætti er stuðlað að hrossakaupum, viðhaldið svo- kallaðri samtryggingu flokk- anna, sem jafnframt stuðlar að misbeitingu valds. Alþingismenn eru með þessum hætti orðnir ábyrgir fyrir og samdauna verðbólgubraski og öðru þvi sem þrifst i skjóli þess- ara stofnana”. Enn fremur segir: „Hið sjálf- sagða eftirlit sem Alþingi ætti að hafa með þessum stofnunum og stjórnendum þeirra er lagt af með setu þingmanna i stjórnum stofnana og þeir gerðir að eftir- litsmönnum sjálfra sin. Siðgæði almennings mótast af þvi sem höfðingjarnir hafast að. Krafa Mbl. um siöferðislega endur- reisn sem ekki byrjar ofanfrá er þvi markleysa og málflutningi blaðsins stefnt að fordæma eina tegund spillingar en mæla ann- arri bót”. t niðurlagi greinarinnar segir svo: „I reynd ber rikisstjórnin hverju sinni ábyrgð á verð- bólguþróun. Hún ein ræður skattheimtu-og efnahagsstjórn- un og ákveöur hvort og i hvaða mæli þjóðin lifir um efni fram. A meðan ekki er hægt að koma alþingismönnum i skilning um þessi sannindi þá er ekki von á umbótum”. Ég læt þetta nægja úr grein vinar mins það hefur bersýni- lega fariö fyrir honum eins og mér. Hann er ekki of ánægður þótt hann hafi máski ekki sagt sig úr sinum flokki, eins og ég gerði. Samadag og grein Valdemars birtist var fyrirsögn leiðara Morgunblaðsins „Sundrungar- iðja öfgamanna” og þar lýst hve hættulegir öfgamenn, bæði til •hægri og vinstri, séu. En Morg- unblaðið dregur einnig i þann dilk þá menn sem hafa dug og þor til þess að kveða upp úr um hið skelfilega ófremdarástand, sem er rikjandi i stjórnkerfi þjóðarinnar og er afleiðing gerða ráðamanna. Þegar ég las grein Sigur- laugar Bjarnadóttur, alþingis- manna. Sigurlaug Bjarnadóttir ritaði fyrir skömmu grein i Morgun- blaðið undir yfirskriftinni, „Er okkur alvara”. Mér skilst að hún hafi einmitt verið þeirrar skoðunar að ýmsa bitlinga sem fylgdu þingsetu nætti afnema með öllu. Ég ætla að láta fylgja hér meö niðurlag greinar Sigur- laugar. Hún segir: „Mér blöskra allar þær aukagreiðslur og bitlingar til margra einstak- linga, innan launakerfis rikis- ins, sem eru á háum launum fyrir. Þær ætti i mörgum til- fellum aö afnema með öllu.” Niöurlag greinarinnar er siðan á þessa leið: „Með þetta i huga vænti ég þess fastlega að þegar — eða ef til þess kemur á næst- unni, að gripa verði til ein- hverrar kjaraskerðingar almennings til að firra frekari þjóöarvanda sökum vaxandi verðbólgu, þá láti háttvirtir alþingismenn ekki á sér standa, né heldur aðrir hátekjumenn hvar sem þeir i stétt eru settir — að slá af umfram hina, sem siður mega við þvi aö kjör þeirra séu skert”. Ég er Sigurlaugu hins vegar ekki þakklátur fyrir stuðning hennar við heilbrigðismálaráð- herra, þar sem hún samþykkti með honum að aldraðir og öryrkjar skuli greiða af ellilif- eyri þurfi þeir að vera einhvern tima á sjúkrahúsi. Það er stór- furðulegt að geta fariö þannig með þjóðfélagsþegna, sem byggðu upp það þjóðfélag, sem við nú búum við. flUGLÝSIÐ I ALÞÝÐUBLAÐINU AUGLÝSINGASÍMINN ER 14906 Útvarp 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskrá. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14!30 Starfsemi á vegum Reykjavikurborgar. Þáttur um málefni aldraðra og sjúkra. Umsjón: ölafur Geirsson. 15.00 Miðdegistónleikar Paul Crossley leikur Pianósönötu f ffs-moll eftir Igor Strav- inský. Narciso Yepes leikur með spænsku útvarps- hljómsveitinni i Madrid Gitarkonserti þrem þáttum eftir Ernesto Halffter: Odón Alonso stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn 17.50 Aö tafli Jón Þ. Þór flytur skákþáttog gerir grein fyrir lausnum á jólaskák- þrautum. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Rannsóknir i verkfræði- og raun visindadeild Háskóla tslands Páll Theódórsson eölisfræöingur talar um arðsemi rann- sókna. 20.00 Strengjakvartett i C-dúr op. 59 nr. 3 eftir Beethoven. Am ade us-k var tettinn leikur. 20.30 Otvarpssagan: „Sagan af Dafnis og Klói” eftir Longus Friörik Þórðarson þýddi. öskar Halldórsson les (6). 21.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Elísabet Erlingsdóttir syngux- islenzk þjóðlög i út- setningu Fjölnis Stefáns- sonar: Kristinn Gestsson leikur á pianó. b. Skúli Guðjónsson skáldbóndi á Ljól unn: rstöðum, Pétur Sumarliðaso i les þátt úr bók hans „Biéfum úr myrkri” og endurtekið verður viðtal, sem Páll Bergþórsson átti v,ð Skúla 1964 um Stefán frá Hvitadal og kvæði hans „Fornar dyggðir”. Páll les einnig kvæðiö. c. „Þetta er orðið langt líf”Guðrún Guðlaugs- dóttir talar við aldraða konu, Jóninu ólafsdóttur. d. Haidið til haga Grimur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar Lands- bókasafnsins talar, e. Kór- söngur: Arnesingakórinn syngur islenzk lög. Söng- stjóri: Þuriður Pálsdóttir.; 22.20 Lestur Passiusálma Ragnheiður Sverrisdóttir nemi I guöfræðideild les 7. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Harmónikulög Larry Norli og Egil Myrdal leika með félögum sinum. 23.00 A hljóðbergiBókmennta- verðlaun Noröurlandaráðs 1978. Ingeborg Donali lektor les úr hinni nýju verðlauna- skáldsögu, „Dalen Port- land”, eftir Kjartan Flög- stad og flytur inngangsorö um höfundinn. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Handknattleikur Lands- leikur Islendinga og Spán- verja i heimsmeistara- keppninni. 21.10 Kosningar i vor (L) Umræðuþáttur i beinni út- sendingu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum. Ums jónar- maður Kári Jónasson fréttamaöur. 22.10 Sautján svipmyndir að vori Sovéskur njósna- myndaflokkur. 11. og næst- siðasti þáttur. Efni tiunda þáttar: Ket og Helmut flýja inn i kjallara i rústum Berlinar, eftir að Helmut skaut Rolf til bana. Hann sækir dóttur sína, sem er á barnaheimili skammt frá, og ætlar að flýja á náðir móðir sinnar i Berlin. En Muller yfirmaður Gestapó, kimstá slóð þeirra og þegar Hei.nut sér, að þau eru um- x"Lif.d,: nýr hann til varnar Ot íellu. fyrir byssukúlu. Ket tekst að fela sig i neöan- jarðargöngum, meðan leit- að er I nágrenni barna- I eimilisins. Stierlitz, sem kominn er i vörslu Gestapo, vegna þess að fingraför hans fundust á tösku meö rússneskum senditækjum, tekst að sannfæra Muller um, að hann hafi boriö tösk- una yfir götu fyrir konu, sem bjargaöist i rústunum. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 23.15 Dagskrárlok. Skák dagsins Hvítur leikur og vinnur 1. Bc4!!, Dxc4 (Rxc4 2. Hxg7+ og mátar) 2. Hxg7 + , Kh8 (Kxg7 3. Bxe5+ og drottningin fellur) 3. Bxe5I, Dxc2 4. Hf8+!!, (Ekki 4. Hxg6 + ??, Hxe5) Hxf8 5. Hxg6+ og mát I næsta leik. Umsjón Baldur Fjölnisson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.