Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 1. febrúar 1978
2
„8. marz-hreyfingin
stof nuð í kvöld
I kvöld/ miðvikudags-
kvöldið l. febrúar verður
stofnfundur svonefndrar
//8. marz-hreyfingar"
haldinn að Freyjugötu 27, í
sal múrara og rafvirkja á
2. hæð, og hefst hann kl.
8.30. Að fundinum stendur
hópur kvenna sem einfald-
lega kallar sig „frum-
kvæðisnefnd" og er boðað
til hans á grundvelli eftir-
farandi meginkrafna:
— Gerum 8. marz aö baráttu-
degi!
— Kvennabarátta á grundvelli
stéttabaráttu!
— Gegn allri heimsvaidastefnu —
gegn striösfyrirsetlunum risa-
veldanna, Bandarikjanna og
Sovétrikjanna!
í frétt frá „frumkvæðisnefnd”
segir, að 8. marz hafi verið al-
þjóðlegur dagur verkakvenna allt
frá 1910. Staða hans i sögu al-
þjóðakvennahreyfingar sé sam-
bærileg við 1. mai. A Islandi hafi
dagurinn ekki skipað háan sess I
jafnréttisbaráttunni undanfarna
áratugi.
KOMIÐ 0G KYNNIST HONUM
r r
I SYNINGARDEILD OKKAR
» *
Verð um
Sjódurmn
„Gjöf Jóns Sigurdssonar”
Ráðstöfunarfé
1978 3,1 millj.
kr.
I fréttatilkynningu frá
sjóðnum „Gjöf Jóns Sig-
urðssonar", segir að ráð-
stöfunarfé sjóðsins sé nú
rúml. 3 millj. kr. nú i ár.
Tilgangur sjóðsins er sá að
verðiauna vel samin vís-
indaleg rit, styrkja útgáfur
slikra rita og styrkja höf-
unda, sem hafa vísindarit í
smiðum. Ritin skulu lúta
að sögu íslands, bók-
menntum, lögum, stjórn og
framförum. Fjárveitingar
úr sjóðnum hlutu sl. ár:
Sigfús Jónsson til samningar
rits um áhrif sjávarútvegs á
byggöaþróun á Islandi 1940-1975.
Sverrir Tómasson til að semja rit
um formála islenzkra sagnrita á
miðöldum. Þór Whitehead til að
semja rit um Island i siðari
heimsstyrjöldinni. Anna Sigurð-
ardóttir hlaut verðlaun i viður-
kenningarskyni fyrir söfnun
heimilda um sögu islenzkra
kvenna. Útgáfustyrk hlaut Sigfús
H. Andrésson til að greiða kostn-
að við að ganga frá handriti um
islenzka verzlunarsögu 1774-1807.
Þess er að lokum getið að þeir
er áhuga hafi á fjárveitingu úr
sjóðnum skuli senda umsóknir
þar af lútandi, fyrir 15. marz n.k.,
stilaðar til verðlaunanefndar
sjóðsins, en sendar forsætisráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu.
Umsóknunum skulu fylgja rit,
ritgerðir eða greinargerðir um rit
i smiðum.
íþróttamaður árs
ins í Kópavogi
I gær útnefndi Rotary-
klúbbur Kópavogs fim-
leikakonuna Berglindi Pét-
ursdóttur sem íþrótta-
mann ársins 1977 í Kópa-
vogi.
Er þetta i 5. sinn sem
klúbburinn stendur að
slíkri útnefningu, en hins
vegar i annað sinn sem
Berglind er kjörin íþrótta-
maðurársins 1977! Var það
iþróttablaðið sem kaus
hana fimleikamann ársins
1977 fyrir skömmu. Hlaut
Berglind fagran farand-
grip að verðlaunum frá
Rotaryklúbbnum i gær, en
auk þess verðlaunaskjöld
til eignar.
Berglind Pétursdóttir er 15 ára
og er virkur félagi i iþróttafélag-
inu Gerplu i Kópavogi. Hefur
Gerpla staðið i forystu fyrir þvi
að hefja fimleika til vegs og virð-
ingar i Kópavogi, og má geta þess
að móðir Berglindar, Margrét
Bjarnadóttir, iþróttakennari,
hefur einnig starfað i Gerplu og á
þvi drjúgan þátt i árangri félags-
ins og dótturinnar. Berglind hefur
orðið tslandsmeistari i fimleikum
og náð mjög góðum árangri i
keppni erlendis.
Vísitöluákvædi í
hú-»aleigusamning-
um og húsaleigu-
hækkun í samræmi
mfSJk töluákvæði i samningi
^ seljanda og kaupanda
í samræmi við dóm er húss nokkurs, telur Hús-
nýlega var kveðinn upp i eigendafélag Reykja-
Hæstarétti, i máli þar víkur að hér eftir sé
Sem deilt Var Um VÍSÍ- Framhald á bls. 10