Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. febrúar 1978
9
Merkar rannsóknir
á vegum
Veidimálastofnunar
Aflad vitneskju um
stærð fiskstofna
í ám og vötnum
— og gildis gönguseiða af laxi úr eldisstödvum
fyrir fiskirækt í landinu
Undanfarin þrjú ár
hafa farið fram rann-
sóknir og tilraunir á veg-
um Veiðimálastofnunar,
sem Þróunarsjóður Sam-
einuðu þjóðanna veitti
fjárstuðning til og sem
varið var til tækjakaupa
og greiðslu á sérfræðiað-
stoð. Hér dvöldust í þessu
skyni um tíma nokkrir
erlendir sérfræðingar,
sem veittu leiðbeiningar
og hjálp um notkun nýrra
tækja og ýmis önnur at-
riði varðandi fyrrgreint
verkefni.
Megintilgangur þessa mikil-
væga verkefnis fyrir veiöimálin
var annars vegar að afla vitn-
eskju um stærð fiskstofna i ám
og vötnum með tilliti til þess að
þeiryrðu nýttir á sem hagkvæm-
astan hátt og hins vegar ab
komast að raun um gildi göngu-
seiða af laxi úk eldisstöðvum
fyrir fiskræktina i landinu.
Unnið hefur verið fyrst og
fremst að verkefninu á fjórum
sviðum:
a) merkingu gönguseiða af
laxi, bæði eldisseiða og villtra
seiða, með nýrri tækni,
b) uppsetningu og notkun laxa-
teljara í ám,
c) könnun á fiskmagni i stöðu-
vatni með fisksjá,
d) undirbúningur að notkun
tölvu við úrvinnslu veiði-
skýrslna.
Á fundi Alþjóðahafrann-
sóknarráðsins, sem haldinn var
hér á landi siðla árs 1977, voru
lagðar fram i Göngufiskanefnd
ráðsins fimm visindaritgerðir
frá Veiðimálastofnun. Ritgerðir
þessar eru flestar i tengslum við
fyrrgreint verkefni og voru unn-
ar i samvinnu við hina erlendu
visindamenn og aðra. Fimmta
ritgerðin fjallar um merkingu á
göngulaxi á Ölfusár-Hvitár-
svæðinu og endurheimtu henn-
ar.
Merking gönguseiöa af
laxi
Fyrsta ritgerðin fjallar um
nýja tækni við merkingu göngu-
seiða af laxi. Hún er skrifuð af
þeim Arna tsakssyni, fiskifræð-
ingi og dr. Peter K. Bergman,
sérfræðing, Veiðimálastofnun
Olympiu, Washington, Banda-
rikjunum. Fyrrnefnd
merkingartækni er m.a. þróuð
af þessum sérfræðingi og hefur
hún rutt sér mjög til rúms hin
siðari ár á vesturströnd Banda-
rikjanna.
1 ritgerðinni er greint frá svo-
nefndu örmerki (málmflis) og
aðferð við þá merkingu göngu-
seiða, sem gefa á réttari mynd
raunverulegrar endurheimtu en
aðrar aðferðir, sem notaðar
hafa verið áður (útvortis
merki). Þær siðarnefndu hafa
háð fiskinum og auk þess sett
skorður við að merkja smá
gönguseiði, sem þola ekki að
bera fiskmerki. Hin nýja tækni
er fólgin i þvi að örmerki er
skotið, með sérstakri vél, inn i
trjónu gönguseiðisins. Merkið
er jafnframt gert segulmagnað
til þess að auðvelda fund þess
siðar, þegar laxinn kemur full-
vaxinn úr sjó. Þá er notabur
segulmælir, sem gefur til kynna
hvort merki er i haus fisksins
eða ekki. Til þess að létta leit
merktra fiska, er veiðiuggi
klipptur af öllum gönguseiöum,
sem örmerki fá i trjónu sina.
Niðurstöður hjá Laxeldisstöð
rikisins i Kollafirði, en þar var
unnið að þessum rannsóknum,
sýna m.a., að 1,6 örmerki skila
sér á móti einu svonefndu Carl-
in-fiskmerki, sem er útvortis
merki, að munur er á endur-
heimtu miðað við sleppingar-
stað- og tima innan stöðvar-
innar, að göngutimi og stærð
laxins úr sjónum er breytilegt
eftir þvi hvenær gönguseiðunum
hafði verið sleppt til sjávar.
Samanburöur sleppingar
i laxveiðiá og laxlausa,
kalda á
önnur ritgerðin varðar til-
raun með að setja gönguseiði i
þekkta laxveiðiá, Elliðaárnar,
og laxlausa á, sem er of köld
fyrir lax, og jafnframt að setja
laxaseiðin beint i árnar eða i
sleppitjörn, sem þau voru fóðr-
uð i um tima. Þá greinir ritgerð-
in einnig frá veiði villtra göngu-
seiða i Elliðaánum á sama tima
og merkingu þeirra. Höfundar
þessarar ritgerðar eru Arni
Isaksson, fiskifræðingur, Tony
J. Rasch, sérfræðingur, Veiði-
málastofnun Olympiu, Was-
hington, Bandarikjunum og
Patrick Poe, sérfræðingur,
Rannsóknarstofnun i fiskifræði
við háskólann i Washington,
Seattle, Bandrikjunum.
Áður en lengra er haldið, skal
þess getið, að öll gönguseiðin,
bæði eldisseiði og villt seiði,
voru merkt með örmerki, en
eldisseiðin i tilraun þessa lagði
Laxeldisstöðin i Kollafirði fram.
1 sambandi við endurheimtu
merktra laxa þurfti að fylgjast
náið með veiðiskap i ánum og
hafa gott samstarf við stanga-
veiðimenn um að mega taka
merki úr haus laxins. Hvort-
tveggja reyndist með ágætum.
Helstu niðurstöður tilraun-
anna voru þessar: Gönguseiði,
sem sett voru i sleppitjörn, skil-
uðu mun betri endurheimtu en
þau, sem sleppt var beint i árn-
ar. Átthagavisi gönguseiða úr
eldisstöð reyndist vera örugg-
ari i Elliðaánum en i laxlausu
ánni og var þar verulegur
munur á. Hvað villtu seiðin i
Elliðaánum snerti, fékkst vitn-
eskja um betri endurheimtu en
vitað er um áður hér á landi eða
20—25%.
Talning á fiski i Þing-
vallavatni
í ritgerðinni er gerð grein
fyrir aðferð við talningu á fiski i
stöðuvötnum með fisksjá og
skýrt frá talningu, sem fram-
kvæmd var i Þingvallavatni.
Höfundar eru þeir Jón Krist-
jánsson, fiskifræðingur og Ed-
mund P. Nunnally, sérfræðing-
ur, Rannsóknarstofnun i fiski-
fræði við háskólann i Washing-
ton, Seattle, Bandarikjunum.
Niðurstaða fyrrgreindrar
talningar i Þingvallavatni sýndi
að 14 milljónir fiska voru i vatn-
inu og mestur hluti þeirra á 10
til 25 metra dýpi.
Laxateijari
Fjórða ritgerðin fjallar um
nýja gerð fiskteljara i ám,
einskonar mottuteljara. Skýrt
er frá gerð teljarans og notkun
slikra teljara hér á landi undan-
farin ár. Höfundar eru Mari-
anna Alexandersdóttir, fiski-
fræðingur og Björn Kristinsson,
verkfræðingur, Rafagnatækni,
Reykjavik, en Björn hefur
hannað mottuteljarann.
Þess er getið i ritgerðinni að
tilraunir með þessa nýju gerð
laxateljara hafi verið fram-
kvæmdar tvö veiðitimabil á
vegum Veiðimálastofnunar og
enn sé ekki árangur fullnægj-
andi. Talning hafi sýnt að laxinn
gangi mest i árnar á timabilinu
frá sólarlagi til þess tima að sól
ris á ný.
Merking á göngulaxi í
ölfusárósi
Fimmta ritgerðin greinir frá
merkingu á göngulaxi i ölfusár-
ósi, sem fram fór á árunum
1960—72 á vegum Veiðimáia-
stofnunar i samvinnu viö Veið-
félag Árnesinga, og endur-
heimtu hinna merktu fiska. Höf-
undur er Þór Guðjónsson, veiði-
málastjóri.
Helstu niðurstöður þessara
merkinga eru þær að mebaltals-
endurheimta fyrrgreind ár var
36% merktra laxa og fengust
98.2% þeirra i vatnakerfi ölfus-
ár, en 1.8% i Borgarfirði og
0.6% i Þjórsá.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið
farið lauslega yfir þær ritgerð-
ir, sem lagðar voru fram á fundi
Göngufiskanefndar (lax og
göngusilungur) Alþjóðahaf-
rannsóknarráðsins og varða
ýmis atriði i sambandi við það
rannsóknarverkefni, sem unnið
hefur verið að undanfarin ár hjá
Veiðimálastofnun og Þróunar-
sjóður SÞ hefur stutt, sem fyrr
greinir. Enn er ógetið um ýms
atriði og aðra þætti fyrrnefnds
verkefnis, sem unnið hefur
verið að, svo sem varðandi
undirbúning að tölvuvinnslu
veiðiskýrslna og fleira mikils-
vert i sambandi við viðtæka
gagnasöfnun og úrvinnslu
þeirra á vegum Veiðimálastofn-
unar s.l. 30 ár. Gcrð hefur verið
einskonar úttekt á veiðimálum
hér á landi á grundvelli fyrr-
greindrar vitneskju og upplýs-
inga, sem aflað hefur verið, og
lagt mat á ástand þessara mála
og grundvöllur lagður að
áframhaldandi starfi. Er að
vænta á þessu ári heildar-
skýrslu um þessi mál, sem
verður birt opinberlega i prent-
uðu formi.
Utvarp
mmmm
7.00 Morgunútvarp
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Þórhallur Sigurðsson
les söguna „Max bragða-
ref” eftir Sven Wernström i
þýðingu Kristjáns Guð-
laugssonar (7). Tilkynning-
ar kl. 9.30. Þingfréttir kl.
9.45. Létt lög milli atriða.
Þýtt og endursagt frá
kristniboðsstarfi kl. 10.25:
Ástráður Sigursteindórsson
skólastjóri flytur siöarifrá-
sögn eftir Clarence Hall.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Konunglega hljómsveitin i
Stokkhólmi leikur ballett-
svituna „Glataða soninn”
eftir Hugo Alfvén, höf. stj. /
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Maöur
uppi á þaki” eftir Maj Sjö-
wall og Per Wahlöö ölafur
Jónsson les þýöingu sina
(3).
15.00 Miðdegistönleikar
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.30 titvarpssaga barnanna:
„Upp á líf og dauða” eftir
Ragnar Þorsteinsson Björg
Arnadóttir les (5).
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Gestur í átvarpssal:
Asger Lund Christiansen
leikurá selló Sónötu nr. 1 i
a-moll eftir Peter Arnold
Heise. Þorkell Sigurbjörns-
son leikur á píanó.
20.00 Á vegamótum Stefania
Traustadóttir sér um þátt
fyrir unglinga.
20.40 „Það er eins og að
standa frammi fyrir hrundu
húsi” Andrea Þóröardóttir
og Gisli Helgason taka sam-
an þátt um viðbiögð for-
eldra, þegar bör í þeirra
leiðast út i ofneyzlu áfengis
og annarra fikniefna.
21.25 Einsöngur: Gundula
Janowitz syngur lög eftir
Franz Liszt og Richard
Strauss. Erwin Gage leikur
undir á pianó (Frá tón-
listarhátið i Amsterdam i
fyrra).
21.55 Kvöldsagan: „Sagan af
Dibs litla” eftir Virginiu M.
Alexine Þórir S. Guðbergs-
son les þýðingu sina (7).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Svört tónlist Umsjón:
Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
18.00 Dagiegt lif i dýragarði
Tékkneskur myndaflokkur.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
18.10 Björninn Jóki.
Bandarisk teiknimynda-
syrpa Þýðandi Guðbrandur
Gislason.
18.35 Cook skipstjóri Bresk
myndasaga. 21. og 22. þátt-
ur. Þýðandi og þulur Öskar
Ingimarsson. 19.00 On We
Go Enskukennsla.
Fjórtándi þáttur frumsýnd-
ur.
19.15 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Vaka (L) Lýst veröur
dagskrá Kvikmyndahátiöar
í Reykjavik, sem hefst
fimmtudaginn 2. febrúar.
Umsjónarmenn Arni Þór-
arinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson. Stjórn upp-
töku Egill Eðvarösson.
21.10 Til mikils að vinna (L)
Breskur myndaflokkur i sex
þáttum. 3. þáttur. Fortiöin
Efni annars þáttar: Adam
og félagar hans ljúka há-
skólanámi árið 1955. Þeir
taka þátt i leiksýningu, og
einn þeirra, Mike Clode, er
leikstjóri. Hann hefur mik-
inn hug á aö stofna leikflokk
aö loknum prófum og reynir
að fá félaga sina i lið með
sér. Adam og Barbara gift-
ast og setjast að i Lundún-
um. Hann ætlar að gerast
rithöfundur, og hún er
kennari. Þýbandi Jón O.
Edwald.
22.30 Uran frá Grænlandi (L)
Lengi hefur verið vitað um
úran i fjalli nokkru á Suð-
vestur-Grænlandi. Málmur-
inn er þar i svo litlum mæli,
að vinnsb hefur ekki verið
talin arð’pær til þessa. En
eftirspurr eftir úrani vex
stöðugt, og þvi er sennilegt,
aö úranframleiðsla hef jist á
Grænlandi eftir nokkur ár.
Þýðandi og þulur Jón
Magnússon. (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
22.55 Dagskrárlok
Skák dagsins
Hvítur mátar í þriðja leik
Eftir Otto Wurzburg.
1. De8, Kd3 2. De4+ og 3. Rc5 mát. Eða 1... Kb3 2. Da4+ og 3. Rc5
mát. Þriðja afbrigöið 1... Kbl (cl, dl) 2. Rb4og3. Del mát.
Umsjðn Baldur Fjölnisson