Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 26. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. JRitstjórn blaðsins er til húsa f Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Gengisfell ingar- skjálftinn grípur um sig: Óttinn við nýja geng- isfellingu er tekinn að gera vart við sig og miklar annir hjá þeim fyrirtækjum, sem á boðstólum hafa dýrari vaming, svo sem bif- reiðar og heimilistæki hvérs konar. Alþýðu- blaðið hafði i gær sam- band við tvö bifreiða- umboð og tvö fyrirtæki, sem verzla með heimil- istæki, og spurðist fyrir Feiknaleg sala á bflum og heimilistækjum — birgðir teknar að þynnast hjá fyrirtækjum um ástand mála. Finnbogi Arnason, hjá SVEINI EGILSSYNI, sagöi að þar væru áberandi miklar annir nú. Fólk hraðaði sér að ganga frá pöntunum, þ.e. festa verð með að greiða í banka og legg ja i toll, enda von mikillar hækk- unar, ef gengisfelling verður skjótlega. Hjá fyrirtækinu er nú von á á þriðja hundraði bifreiða af gerðinni Ford Fairmouth, en sá bill stendur Ford Cortina ekki fjarri hvað verð snertir. Ford Fairmouth er ameriskur og kostar um 3 milljónir, en Cortina 2.750 þús. Hefur verið minni sala i evrópskum bilum að undanförnu, sem hafa hækk- að verulega. Finnbogi sagði að hjá þeim hefði siminn varla þagnað frá sl. fimmtudegi, en von er á 70 Fairmouth bifreiðum með Bifröst á næstunni. Væri augljóst að fólk vænti tiðinda i verðlagsmálum. Georg Georgsson, hjá HEKLU sagði að áberandi mikil sala væri i öllum tegundum bif- reiða, sem fyrirtækið hefði um- boð fyrir, nú. Taldi hann liklegt að þegar svo stæði á sem nú, að gengisfellingar væri talin von, hætti mörgum til að tefla djarft og um efni fram. Væri þetta skiljanlegt, þar sem um háar upphæðir gæti verið að tefla og þvi mikilvægt að festa verðið. Þeir, sem heföu verið að „spekúlera” fram að þessu, hættu ekki á að biða lengur, en létu til skarar skriða. í morgun (gærmorgun)hefði verið feikna mikiðum að vera ogsalanmik- il, svo og dagin áður. Taldi Georg ekki óliklegt að dauður tími kynni að koma, eftir slika öldu. Birgir örn Birgisson hjá HEIMILISTÆKJUM kvað söl- una mjög liflega hjá þeim þar, einkum á þvottavélum, kæli- skápum og öðrum dýrari raf- tækjum og kvaðst hann vita að sömu sögu væri að segja af lita- sjónvarpstækjum, sem fyrir- tækið er með umboð fyrir. Væri útlit fyrir að birgðir væru farnar að þynnast á þessum hlutum i borginni, enda annars varla von, þegar búið væri að auglýsa þá miklu verðbólgu, sem vænta mætti á næsta ári. Óttinn við gengisfellingu væri lika augljós og kæmi hann fram I miklum önnum og sölu siöustu daga. Hildegard DURR hjá BRÆÐRUNUM ORMSSON, sagði að hjá fyrirtækinu heföi verið mikil hreyfing það sem af er árinu og væri reyndar svo á flestum timum. Þó kvað hún á- berandi að fóik hefði siöustu daga gert sér far um að festa verð og hraða frágangi á pönt- unum sinum. AM Skýrsla um stöðu dómsmála lögð f ram t skýrslu dómsmála- ráðherra um meðferð dómsmála i landinu kemur fram að 1. októ- ber sl. voru 493 mál til meðferðar hjá dóms- stólum landsins. Einka- mál þau er um er getið i skýrslunni eru 113 tals- ins og hið elsta þeirra frá árinu 1966. Sakamál sem talin eru í skýrsl- unni eru 480 talsins. Sjá nánar frétt á baksiðu. t gær varð harður árekstur á horni Skúlagötu og Vatnsstigs með þeim afieiðingum að annar bilanna flaug niður f fiæðarmál viö Skúlagötu, ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysavarð- stofu, en fengu báðir að fara heim eftir rannsókn. (AB mynd ATA) Sameining Búnadar- og Utvegsbanka: Búnadarbankann langar ekki í skuldbindingar Útvegsbankans Nú eru til umræðu á Al- þingi að nýju þau mál, hvort stefna beri að sam- einingu útvegsbankans og Búnaðarbankans. Þetta kom til umræðu ásamt mörgu viðvíkjandi bankamálum á árinu 1972, þegar bankamála- nefnd sat að störfum, en hún samdi itarlegt frum- varp um bankamál þá, sem þó hefurdregist að lagt yrði fyrir Alþingi. Taliðer að þessi hugmynd um sameiningu Búnaðarbankans og Útvegsbankans, strandi meðal annars á þvi, að Búnaðarbank- inn mun ekki hafa mikinn hug á að taka að sér allar þær miklu skuldbindingar, sem Crtvegs- bankinn er hlaðinn vpgna sjáv- arútvegsmála. Sem vunnugt er hefur Otvegsbankinn átt við mikla erfiðleika að striða, af þessum sökum, sem hinn mun ekki áfjáður i að axla með hon- um, en hér ræðir um afurðalán og útgerðarlán, sem Útvegs- bankinn veitir o.fl. Hefur Út- vegsbankinn haft þessa fyrir- greiðslu á hendi að 50-60% hluta, en Landsbankinn um það bið 30%. Hefur staðið til að Lands- bankinn tæki meiri hluta á sig en nú, svo bilið jafnaðist, en ekki mun af þvi hafa orðið enn. Útvegsbankinn á miklar eignir að sönnu, en þessar kvaðir valda þvi að hagurinn er ekki rúmur. A Norðurlöndum hefur sú stefna verið tekin að sameina og fækka þannig bönkum og spari- sjóðum og inn á þau mál kom bankamálanefnd einnig, 1972. Hafði blaðið tal af Magnúsi Jónssyni, bankastjóra i Búnað- arbankanum, og innti hann álits á þessum málum, en hann átti sæti i bankamálanefndinni. Magnús sagði að hann hefði vissulega verið sammála i höf- uðdráttum þvi sem bankamála- nefndin lagði til á sinum tima, en i athugunum hennar þá hefði iFramhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.