Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. febrúar 1978 5 STEFNUM SUJ siðan Nr. 5 RITSTJÓRI: KJARTAN OTTÓSSON Á 31. þingi SUJ sem haldið var í síðasta mánuði var í umræðu um verkalýðsmál f jallað um nokkra þætti sem verkalýðshreyfingin verður að taka föst- um tökum ef ekki á að hljótast verra af. Er þar fyrst að nefna fræðslumál sem nú eru stundum af vanefnum, og því brýnt að f jármálum Félagsmála- skóla alþýðu verði nú þegar komið í það horf að hann fái sinnt hlutverki sínu sem fræðslustofnun alþýðu, og jafnframt verði tryggt að þeir sem hug haf i á að f ræðast geti það án þess að hætta f járhag sínum. Lýðræðissinnuð félagshyggja byggir um- fram allt annað á hæfileikum allra þegnanna til þess að geta gagnrýnt af málef nalegri þekkingu og þá jafnframt um leið byggt stefnumótandi ákvarð- anir á þekkingu og reynslu. Félagsmálaskóli alþýðu á að geta verið sá vettvangur íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar sem skapar hreyfingunni nýtt fólk þá aðrir lýjast. í öðru lagi eru það húsnæðismálin sem verkalýðs- hreyfingin verður að beita sér fyrir að betur verði að staðið en nú á sér stað, verður það þá og því að- eins gert að stórlega verði aukin bygging verka- mannabústaða og aðrar íbúðabyggingar á félags- legum grundvelli, þar sem lánakjör verði svipuð því sem nú er við byggingu verkamannabústaða. í þriðja lagi eru það lífeyris- og tryggingarmál. Enn virðist langt í að þessum málum sé svo komið að viðunandi sé. Koma þarf á lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn þar sem hlutur allra sé jafn, trygging- armálum þarf aðskipa svo aðfella þarf í einn laga- bálk hvers konar tryggingar og koma þeim í samfé- lagslega stjórn undan stjórn gróðaafla, það sam- rýmist ekki hugsjónum jafnaðarstefnunnar að hægt skuli vera að græða á misförum og óhöppum náungans. Þegar verkalýðshreyfingin hefur komið þessum málum svo aðtil bóta horfi þá er grundvöllur lagð- ur á sókn til bættra lífskjara. Sú sókn verður þá ekki stöðvuð með hótunum um atvinnuleysi eða hruni atvinnuveganna samtimis því að talað er um bætt kjör alþýðu, með auknu skipulagi launþegahreyf ingarinnar má komast hjá þeim þrælsótta sem knýr launafólk til þess að kjósa frekar leiðsögn íhalds og frumskóg stjórnmálanna en sitt eigið fólk. En slik sókn verður ekki að veruleika fyrr en sá pólitíski þroski er til staðar að verkalýðshreyf ingin og flokkarnir standa saman og hætti þeim bræðra- vígum sem einungis þjóna hagsmunum íhalds og öfgaaf la. Steingrímur Steingrimsson. Félagsmálaskóli Alþýöu Verklýdsmálaályktun 31. þings SUJ: Þjódnýting inn- flutningsverzlunar Húsnæðismál. (1) 1. 31. þing SUJ krefst þess af fjárveitingavaldinu aö þeirri meginstefnu Alþýðuflokksins og Alþýðusambands tslands i hús- næðismálum, (sem er) aö 3ja hver ibúð verði byggð á félagsleg- um grunni, verði framfylgt. 2. Að breytt verði þvi lánafyrir- komulagi sem rikt hefur þannig að hverjum einstaklingi verði að- eins úthlutað i hæsta lagi tvisvar um ævina láni frá rikinu, en þá sé það allt að 80% af ibúðarláni, en hver sá sem tekur slikt lán hjá hinu opinbera, gangi þá sjálf- krafa inná hinn félágslega grunn, en geti ekki selt slikar eignir á frjálsum markaði. 3. Stóraukin verði framlög hins opinbera til leigulbúða. Orlof. Fæðingaorlof. (2) 31. þmg SUJ krefst þess að lög- um um fæðingarorlof verði breytt þannig að allar konur sem á þvi þurfi aðhalda njóti sömu réttinda og að fæðingarorlof verði greitt af Tryggingastofnun Ríkisins eins og önnur tryggingamál. Lifeyrissjóður (3) 31. þing SUJ krefst þess að einn lifeyrissjóður verði fyrir alla landsmenn og um leið að jafnað verði það launamisrétti sem rikj- andi hefur verið i lifeyrissjóðum til þessa. (4) 31. þingSUJ telurað allursá at- vinnurekstur sem telja má að sé þjóðinni nauðsynlegur eigi að vera þjóðnýttur, svo sem sjávar- útvegs- innflutnings- og útflutn- ingsverzlun — tryggingar- og ollufélög og landbúnaður. Greinargerð um þjóð- nýtingu 1. Þjóðnýting I sjávarútvegi er eitt brýnasta þjóðþrifamál sem nú er efst á baugi, þannig mætti Verdbólgan burt 31. þing SUJ krefst þess að nú þegar verði hafizt handa við að glima við þann vanda sem verðbólgan er, en bendir einnig á að ekki sé að sakast við verkalýðshreyfinguna, um þau heimatilbúnu vandamál sem nú hrjá þjóðina, þvi hún hafi aðeins fengið lagfæringu á þeirri skerðingu sem fyrir var á launum, en nú standi dæmið þannig að stjórnvöld hafi tekið aftur þá kauphækk- un með sinum aðgerðum, ef ekki meira. SUJ bendir á að sú ihaldsstjórn sem nú riki hafi ekki þann styrk sem þarf til að sigrast á þeim vanda sem verðbólgan er, þar sem hún er sundurþykk og óstarfhæf og hafi ekki þann félagslega þroska sem þarf. Þvi krefst 31. þing SUJ að stjórnin segi af sér og efnt verði til kosninga hið fyrsta og við taki stjórn sem hafi félagslegan grunn að leiðarljósi. Einnig vill þing SUJ benda á að á siðastliðnu ári hefur ihaldið skrökvað að þjóðinni, að þeir ungu séu allt- af að græða á þvi verðbólgu- báli sem geisað hefur á undan- förnum árum, þvi sifellt fleiri | krónur leysa ekki vandann heldur auka hann og gera þjóðfélagið óréttlátara og óréttlátara með hverjum deg- inum sem liður, þannig að þeir riku verða rikari, en þeir fá- tæku, fátækari, en slikt er ekki i stefnu jafnaðarmanna. skipuleggja veiði fiskiskipa og ekki sizt vinnslu sjávarafla, þannig að ekki sé atvinnuleysi á einum staðnum meðan nóg ér að gera á hinum (t.d. Þórshöfn, Bildudal, Stokkseyri). Benda má á loðnulöndunarnefnd. Skerpum stétta- andstæður - gegn íhaldinu 31. þing SUJ beinir þvi til fulltrúa flokksins innan ASI, aö þeir beiti sér af alefli gegn full- trúum íhalds innan for- ystu sambandsins. Raunverulegir verka- lýðssinnartakið höndum saman og skiljið sauðina frá höfrunum og komið þannig frá völdum svik- urum innan verkalýðs- hreyf ingarinnar, Sjálf- stæðismönnum, sem raunverulega vinna gegn hagsmunum laun- þega. SKERPUM STÉTTA- ANDSTÆÐUR. bilatryggingar (ekki kasko), við- lagatrygging og aðrar tryggingar sem snertu atvinnuvegi þjóðar- innar og þar sem ekki er um neinn ágreining að ræða með tryggingagjöld telur SUJ að eðli- legast sé að Brunabótafélag Vinnumál SUJ felur verkalýðs- og stjórnmálanefnd að gera athugun á atvinnu-: vegum sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. I Ijósi athugana verði boðað til ráðstefnu um uppbyggingu atvinnu- lifsins og taki niðurstöð- ur þeirrar ráðstef nu mið af eftirtöldum grund- vallaratriðum. 1. Að tryggja beztu mögulegu lífsafkomu þjóðarinnar. 2. Að tryggja ráðdeild- arsama notkun fjár- magns og vinnuafls. 3. Að fólki sem vinnur í þessum undirstöðuat- vinnuvegum séu tryggð góð kjör, heilnæmir vinnustaðir og örugg at- vinna. 4. Að keppt sé að sem beztri nýtingu auðlind- anna, mestri nýtingu hráefnis. 2. Innflutningsverzlun mætti sjái um þessa hliö mála. gerahagkvæmariogmeira gjald- 4. Oliufélög. Það dreifikerfi eyrissparandi með þvi aö leggja sem oliufélöginhafa með hendi er niður alla þá milliliði sem nú hr já i 1. lagi óheppilegt með það fyrir þjóðfélagið og koma á einskonar augum að það er dýrt, þar sem „þjóðarkaupfélagi”. Útflutnings- 3—4 félög deila sömu vörum, sem verzlun er nú þegar' aðmestui er isjálfusértekin úrsama tank- höndum hins o'pmbera I formi inum,en siðan skirö ýmsum nöfn- millirikjasamnings. um. Þarna er um millirikjasamning 3. Tryggingamál eru flest lög- að ræða og þvi ekki frjáls sam- fest, svo sem brunatryggingar, keppni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.